Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 2
„ISÍ ,fiisáííá|?SSá»4 2S. ''"■f'll j Ættlarðarkvœðin: Unnur Bjarklind og Jóhannes úr Köflum unnu verðlaunin. Alls bárust 104 IjóS og voru fjölda mörg ' þeirra prýðilega orL NEFND sú sem þjóðhátíðarnefnd valdi til þess að dæma í samkeppni þeirri um ættjarðarkvæði, sem efnt var til; hefir nú kveðið upp úrskurð sinn. Tvö ljóð voru dæmd jöfn til verðlauna og eru höfundar þeirra Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, (Hulda) og Jóhann- es úr Kötlum og skipta þau að jöfnu milli sín verðlaunun- um, 5 þúsund krónum. í dómnefndinni áttu sæti Al- exander Jóihannessson dr. phil., Símon Jóh. Agústsson dr. phil. og Þorkell Jóhannesson dr. phil. 1 samtali við Alþýðublaðið í igærkvöldi sagði Símon Jóh. Agústsson að fjöldi kvæðanna hefði verið með miklum snild- arbrag, þó að þessir tveir höf- undar hefðu iþótt hafa kveðið Bnjallast. Hér fer á eftir bréf er Al- þýðublaðinu barst í gærkvöldi ifrá dómnefndinni: „Vér undirritaðir, er þjóðhá- tíðarnefnd fól að dæma um ætt- jarðarkvæði þau, er berast kynnu, höfum nú lokið störfum. Alls bárust 104 kvæði, og komu sum þeirra eftir tilsettan tíma, en oss fannst ekki ástæða til að hafna þeim af þeirri ástæðu, og höfum vér því dæmt um öll kvæðin. iÞað er álit vort, að ekkert eitt bvæði skari fram úr öllum öðrum, eða fullnægi alls kostar iþeim kröfum, sem þjóð- hátíðarnefnd virðist hafa sett. Hinsvegar hafa mörg falleg kvæði borizt, og er það sam- róma álit vort, að tvö þeirra Iberi af hinum og leggjum vér til, að verðlaununum, sem heit ið var, sé skipt jafnt á milli þeirra. Kvæði þessi nefnast: ,,‘Söngvar helgaðir þjóðhátíðar- degi íslands 17. júní 1944,“ merkt smárablað, og reyndist höfundurinn vera Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklind (Hulda), og „íslendingaljóð 17. júní 11944,“ merkt I. D., og reynd- ist höfundurinn vera Jóhannes úr Kötlum. Alexander Jóhannesson. Símon Jóh. Ágústsson. Þorkéll Jóhannesson.“ Yerzlfinirnar neifa að selja ame- ríska smjörið, sem kom í gær .... Smjörið er selt á kr. 21,50, en kostsr um 8 kr. í innkaupum. A LLAR matvöruverzlanir í Reykjavík hafa ákveð- ið að neita að selja amerískt smjör, sem kom í verzlanir í gær. Er þetta tilkynnt með aug- lýsingu hér í blaðinu í dag frá Félági matvörukaupmanna, Fé- lagi kjötverzlana og Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Færa félögin þau rök fram fyrir þessari neitun sinni að smásöluálagningin sé svo lítil sem leyfð er á smjörið að ekki sé nukkur vegur fyrir verzlan- irnar að selja það. Álagningin er tæplega 8%, en þess skal t. d. getið að smá- söluálajgningin á smjörlíki er 17%. Þá skal og bent á það, að þegar íslenzkt smjör kemur í ibúðirnar er það innpakkað í stykkjum og verður því engin rýrnum á því, er þetta amer- íska smjör er vigtað úr heilum kössum. SendiEierra íslands kominn til Hoskva. SENDIHERRA íslands í Rúss- landi, Pétur Benediktsson, mun hafa komið til Moskva fyr- ir -nokkrum dögum. Pétur Benediktsson mun hafa i flogið til Moskva frá Englandi og mun hann vera í þann yeginn að leggja fram embættisskilríki sín. En það er annað í sambandi við iþetta smjörmál allt sem vek ur bæði furðu og gremju. Am- eríska smjörið er selt á kr. 21,50, eða á sama verði og íslenzkt smjör, síðan hætt var að verð- íbæta það. Hinsvegar kostar kgr. af amerísku smjöri í innkaupi um 8 krónur. Hvernig í dauðanum stendur á því, að fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar skuli vera gerð tilraun til að féfletta almenn- ing þannig að hætti svívirðileg- ustu okrara? Almenningur sagði fátt er á- kveðið var fyrst að selja amer- íska smjörið á sama verði og það íslenzka, vegna þess að sagt var að mismunurinn færi í verð uppbætur á íslenzka smjörið. Sýndi sú þögn þegnskap neyt- endanna. En hvað veldur hinu stór- auknu okri nú á ameríska smjör inu? Ekki fer mismunurinn til smásalanna. Ekki getur verið um það að ræða að verið sé að hafa verðið á ameríska smjör- inú svona hátt til þess að vernda og tryggja söluna á hinu ís- lenzka, því að íslenzkt smjör er alls ekki á markaðinum, nema einstaka sinnum. Það er því elcki um neina samkeppni að ræða! Eða er ríkisstjórnin e. t. v. með þessari furðulegu framkomu að vernda söluna á smjörlíkinu, sem nú er hér á markaðinum? Það er ótrúlegt. Almenningur verður að fá skýringu á þessu. Það ætti að vera kapþsmál -ríkisstjórnar- innar að almenningur gæti. feng ið skýringar á iþeim ráðstöfun- um hennar, sem svo mjög örka tvímælis og þessi hin síðasta. ! Launþegi, sem unnið hefur 8 stundir daglega aflt ári á réft á að fá í oríofsfé 546 krónur. --------.....ý*1- FYRSTA orlofsárinu lýkur eftir hálfan mánuð. Orlofs- lögin hafa verið í gildi í tæplega eitt ár og á þessu sumri njóta launastéttirnar í fyrsta skipti þessara ágætu laga. Enn er langt frá því að allir þeir, sem hafa rétt á or- lofsfé hafi innheimt það hjá atvinnurekendum. Er til dæm- is vitað að mjög margar starfsstúlkur á heimilum hafa ekki tekið orlofsbækur en þær eiga' vitanlega rétt á orlofsfé, eins og allir aðrir launþegar. í lok marzmánaðar voru á öllu landinu 17,329 launþegar búnir að taka orlofsbækur. Á sama tíma voru atvinnurekend ur búnir að kaupa — og þá að líkindum. búnir. að. afhenda starfsfólki . sínu, . orlofsmerki fyrir 2 milljónir 456 þúsundir króna. Engar skýrslur eru til um það, hve margir launþegamir eru, sem hafa rétt á orlofsmerkj um, en í þessum mánuði hefur verið tekið meira af orlofsbók- um en teknar voru í marzmán. Gera má og ráð fyrir að næsta hálfan mánuð muni fjölda marg ir menn, sem enn hafa ekki tekið orlofsbækur taka þær, enda ríður á því fyrir þá. Hér er um allmikið fé að ræða fyrir launþega sem heild og hvem einstakling stéttar- innar. Eins og kunnugt er eiga’ at- vinnurekendur, samkvæmt or- lofslögunum að greiða í orlofs- merkjum 4% af útbor«uðum launum. Ef verkamaður hefur unnið 8 stundir á dag s.l. ár í 310 daga fyrir kr. 2.20 um klst. að meðaltali og með 250 með- alvísitölu, þá á hann við lok or- lofsársins, 14. n. m., að hafa fengið í orlofsbók sína í merkj- um hjá atvinnurekenda (eða atvinnurekendum, ef þeir eru fleiri en einn) kr. 545,60. Þegar -viðkomandi launþegi tekur orlof sitt í sumar, fer P YRIRKOMULAG há- tíðahaldanna 1. maí — á mánudaginn kemur hefir nú verið ákveðið í aðalatriðum. Ákveðið er að fólk safnist saman við Iðnó kl. 1.30 e. h. Kl. 2 hefst kröfugangan og verður farið eftir þessum götum: Von- arstræti, Suðurgötu, Túngötu, Ægisgötu, Vesturgötu, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, Frakkastíg, Skólavörðustíg, Bankastræti og staðnæmzt í Lækjargötu, en þá hefst útifundur. Ræðumenn á úti fundinum verða frá stærstu verkalýðsfélögunum í bænum, Dagsbrún, Sjómannáíéláginu, Verkakvennafélaginu og Prent- hann svo með bók sína í póst- húsið og fær þá þessa fjárupp- hæð útborgaða. Á þessu ári hafa yfirprentuð frímerki verið notuð sem or- lofsmerki, en nú hefur póst- stjórnin látið prenta sérstök, mjög smekkleg merki, sem notuð munu verða á næsta ári. Þá eru nú í prentun nýjar or- lofsbækur fyrir næsta ár. Laun- þegum öllum er nauðsynlegt áð njóta þeirra réttinda, sem prlofslögin veita þeim. Það er ’hægt að ferðast þó nokkuð og njóta hvíldar fyrir tæpar 600 krónur. Þetta fé eiga launþegar sem hafa haft fasta vinnu, og er svo til ætlast að þeir noti það til orlofs eða sumarleyfis. Éimreiðin, 1. hefti 50. árgangs er nýkom- ið út. í heftið rita m. a. Halldór Kiljan Laxness grein er hann nefn- ir Föstuhugleiðingar, Kriatmann Guðmundsson sögu er nefnist Gisting í Reykjavík, Lárus Sigur- bjiörnsson grein um Harald Björns son leikara og prýða hana margar myndir, Guðfinna frá Hömrum kvæðið Fjallið blátt og Þórir Bergs son kvæði um Jón Magnússon skáld. Þá ritar ritstjórinn greina- flokk sinn um ýms dagskrármál, er nefnist Við Þjóðveginn og einn- ing Island 1943, Snæbjörn Jónsson á og grein í heftinu er nefnist Hvers á (Thomas) Hardy - að gjalda? Þá hefst í heftinu nýr greinaflokkur eftir dr. Alexander Cannaon. Aðrar geinar eru Bók- menntir og bókaflóð o. m. fl. arafélaginu, en auk þess frá Al- þýðusambandi Islands, Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja og Fulltrúaráði verkalvðsfélag- anna. >1/''*’--'M vinnkur leikur göngulög í kröfugöng- unni og milli ræðanna á úti- fundinum. Sérstakt. merki ur gefið út og.selt á götum bæj- arins og ,,Vinnan“, tímarit Al- þýðusambandsins kemur út í hátíðabúningi og verður einnig selt á götunum. Þess er fastlega vænzt að all- ir félagar í hinum geysifjöl- .mennu yerkalýðssamtökum bæj' ins fj ölmenni í kröfugóngu na og á skemmtanir þær, sem efnt verður til um kvöldið. í marzlok Forseti Þjóðræknis- félags Vestur-íslend Inga kemur til íslands. FREGN hefir borizt um það hingað, að Richard Beck, forseti Þjóðræknisfé- iags Vestur-íslendinga muni koma hingað til lands innan skamms. Verður hann full- trúi Þjóðræknisfélagsins við bátíðahöldin, sem fyrirhuguð eru hér í sumar. ASalfundur Kron f Lislamannaskálan- um á morgun. Fundinn sækja yfir 200 fulltrúar frá öll- um deildum félags- ins. A ÐALFUNDUR Kaupfé- lags Reykjavíkur og ná- grennis verður settur og haldinn í Listamannaskálan- iim á morgun. Hefst fundur- inn kl. 9 og stendur þennan eina dag. Fundinn sækja rúmlega 200 fulltrúar fyrir allar deildir fé- lagsins og verða aðalverkefni fundarins að ræða skýrslu fé- lagsstjórnarinnar fyrir síðastlið- ið ár, ráðstafa tekjuafgangi og ræða og taka ákvarðanir um framtíðar rekstur félagsins. Þá á fundurinn ennfremur að kjósa þrjá menn í stjóm, em stjórnina skipa alls 9 menn. lags Neskirkju. A ÐALFUNDUR Kvenfélags Neskirkju var haldinn fyr- nokkru í húsi verzlunarmanna við Vonarstræti. Fundurinn var vel sóttur og var stjómin öll endurkosinn með þeim breyting um að kosinn var annar ritari í stað ungfrú Sigrúnar Magnús- dóttur hjúkrunarkonu, er fór til Ameríku. Þá var og kosin bazarnefnd fyrir næsta haust og er frú Rakel Þorleifsson í Blá- túni formaður hennar eins og í fyrra. Ræddu konur auk þess ýms áhugamál félagsins og hef- ur samstarfið í félaginu alltaf verið hið prýðilegasta. Félagið hefir eignast töluvert fé miðað við stærð þess og stuttan starfs- tíma. Stjórnina skipa frú Ingi- björg Thorarensen formáður, frú Mrta Pétursdóttiir gjald- keri, frú Halldóra Eyjólfsdótt- ir ritari, og meðstjórnendur frú Áslaug Þorsteinsdóttir og frú Áslaug Sveinsdóttir. Endurskoð endur eru frú Rakel P. Þorléifs- son og frú Helga Kristjánéáótt- ir. , Hátíðahöldin I. maí: Fólk safnast saman við Iðnókl. 1,30 og þaðan hefsf kröfugangan kl. 1 Sérstakt merki verðair geffð út og „Vinsian" kemisr út i SiátifSafoúningi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.