Alþýðublaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 2
ALÞYOUBUÐIB r ' Arni Jónsson frá Múla segir sig úr bæjarsljérn! ---------------:-- 1UPPIIAFI fundar í bæjarstjórn Reykjavíkur í gær las forseti Guðmundur Ásbjörnsson, áður en geilgið var til dagskrár, bréf frá Árna Jónssyni, bæjarfulltrúa. í bréfinu tilkynnti Árni Jónsson að hann segði sig hér með úr bæjarstjórn og jafnframt úr öllum nefndum sem hann hefði verið kosinn í. Forseti bæjarstjórnar bar þessa úrsögn Árna Jónssonar imdir bæjarstjóm. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sam- þykktu að taka úrsögnina gilda, en aðrir bæjarfulltrúar greiddu ekki átkvæði. Svona fór um sjóferð þá. Oboiandi ásfand i fiúsnæis- Vegavinnuverkfallið: Hún neitar bM failast á sömu sklpun kaup gjaidssvæ^a og f fyrra til aö hafa þær kaup- hækkanir af v@rkamönnum; @r oröiö hafa 'LJ’ VERGI á landinu er nú unnið að vegagerð eða brúa- * * smíðuxn. Verkfall það, sem Alþýðusambandið lýsti yfir 3. þ. m. vegna þess að ekki náðist samkomulag við ríkis- stjómina, er algert. Ríkisstjómin neitar að fallast á þá skipan kaupgjaldssvæða, sem fulltrúar Alþýðusambandsins telja viðunandi fyrir verka- menn, og neitar hún því auðsýnilega í þeim tilgangi, að hindra, að verkamenn verði þeirrar lítilfjörlegu kauphækkunar aðnjót- andi, sem sumstaðar úti um land hefir fengizt síðan í fyrrasumar. málum ntræoasKoia 300 stunduðú iiám i slíéSaneim I vetur -- § ffórum konnslustofum! Hnefaieikannidara- méi íslands Cuðmundur Arason varð meistari í þungavigf ♦OÚSNÆÐISMÁL Gagn- I.J. fraeðaskólans í Reykja- vík komu til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Hóf S0f- fía Ingvarsdóttir umræður um þetta mál og gaf ræða hennar glögga hugmynd um þau ömurlegu kjör sem skpl- inn á við að búa. AMERÍSKA íþróttahöllin við Hálogaland var fullskipuð áhorfendum, er hnefaleikameist aramót íslands fór þar fram í fyrra kvöld. Eins og áður var skýrt frá voru þátttakendur á mótinu frá tveimur félögum Ár manni og íþróttafélagi Reykja- víkur. Úrslit urðu þessi: í fluguvigt varð meistari Frið rik Guðnason (Á). Sigraði hann Björn Jónasson (Á). Marteinn Björgvinsson (Á) várð meistari í bantamvigt. Keppinautur hans var Kristinn Gunnarsson (Á). í þungavigt fór fram leikur utan keppni milli þeirra Þor- kells Magnússonar (I.R.). Þorkell sigraði. í léttavigt varð meistari Ste- fán Magnússon (Á). eftir keppni •hans og Kristmundar Þorsteins- sonar (Á). í veltivigt fóru leikar þann- ig, að Jóel Jakobsson (Á) sigr- aði Arnkel Guðmundsson (A). í millivigt sigraði Jóhann _Ey- fells (Í.R.) Stefán Jónsson (Á) á „knock out“ í þriðju lotu. Gunnar Jónsson (Á) varð meistari í léttþungavigt, sigraði Braga Jónsson (Á). Guðmundur Arason (Á) varð meistari í þungavigt. — Keppi- nautur hans var Kristbjörn Þór arinsson (Í.R.). Var Guðmundur í sókn mest allan tímann, en Kristbjörn varðist. Peter Wigelund var hringdóm ari, og rækti starf sitt vel. 525 hðiy greift al- kmM í gærböMi IGÆRKVÖLDI höfðu alls 525 greitt atkvæði í utan- kj örstaðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðinn og lýðveldis- stofnunina. • Þar af voru 389 utanbæjarmenn, en 144 Reyk- víkingar. Soffía sagði frá því að aldrei hefðu jafnmargir nemendur ver ið í skólanum og í vetur og hefði þó orðið að vísa mörgum frá síðastliðið haust. 300 nemendur sóttu skólann. Þfeir stunduðu nám sitt í 4 kennslustofum. Kennt var án hvíldar allan dag inn eða frá kl. 8 á morgnana og til kl. 8 á kvöldin, án þess að hægt væri þó að ræsta stofurn- ar á þessum tíma. Af 150 nemendum í 1. bekk náðu 120 prófi upp á 2. bekk. Ef ekki verður hægt að bæta húsnæði skólans verður að vísa allmörgum af þessum ungling- um frá náminu áfam. Svo þétt er skipað í stofurnar og svo ó- hentugar eru þær fyrir slíkan fjölda, að sumir nemendur sjá ekki kennara sína og kennararn 'ir ekki þá. Soffíá Ingvardóttir sagði að við þetta væri ekki hægt að búa lengur. Skólinn yrði mjög fljótt að fá fullfgpmið skólahús. En þar sem útilokað væri að það kæm- ist upp fyrir nsesta skólaár yrði að finna bráðabirgðalausn. Gat hún þess að á lóð skólans væri geymsluskúr, þar slam hægt væri í neyð að útbúa skólastofur. Fluttu fulltrúar Alþýðuflokks ins eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að fela borgarstjóra að hlutast til um að bygging skólahúss Gagn- fræðaskólans verði hraðað sem mest. Jafnframt skal borgar- stjóri taka nú þegar til athugun ar á hvern hátt verði bezt ráðið fram úr húsnæðisvanuræðurn skólans á komandi vetri og í því sambandi kynna sér hvort eigi sé tiltækiiegt að útbúa kennslu- stofu í geymsluhúsi því, er stend ur á lóð skólans.“ Borgarstjóri kvað sér Ijóst að nauðsyrf væri á umbótum í hús næðismálum Gagnfræðaskól- ans. Var tillögunni vísað til bæj arráðs. Óperettan „í álögum" verður sýnd annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar eru seldir í dag kl. 4—7. Alþýðus ambandið birti í gær greinargerð um þann ágreining, sem til vinnustöðvunarinnar hef ir leitt og fer hér á éftir: „I sambandi við vegavinnu- deiluna óskar Alþýðusamband íslands að taka eítirfarandi fram: Eins og segir í skýrslu vega- málastjóra, sem birt var í út- varpi og blöðum hafa samninga- umleitanir staðið yfir að undan- förnu milli nefndar frá Alþýðu sambandinu og vegamálastjóra f. h. ríkisstjórnarinnar, um kaup og kjör við vega- og brúagerðir. Kröfur Alþýðusambandsins voru þær, að samningar yrðu gerðir á sama grundvelli og yfir lýsing ríkisstjórnarinnar frá í fyrra var byggð á, þ. e. að kaup og kjör yrðu samkvæmt samn- ingi eða viðurkenndum taxta þess verkalýðsfélagis, sem næst væri þeim stað, innan sömu sýslu, sem vinna-n væri fram- kvæmd á, að því viðbættu, að leyft yrði að skila 48 stunda vinnuviku á 5 dögum, ef þess yrði óskað, enda væri það sam- þykkt af meirihluta' vinnuhóps, auk annarra smávægilegra lag- færinga. Allt fram til síðasta dags er samningaumleitanir fóru fram, var af báðum aðiljum málið rætt á grundvelli þess, að sú kaup- svæðaskipting, er gerð var í fyrra surnar, héldist í öllum meg inatriðum óbreytt, en að sjálf- sögðu varð að gera breytingar vegna breytinga á kaupi víða um land. Hins vegar gerði vegamála- stjóri þá kröfu að ef 5 daga vin-nuvilka yrði leylfð, yrði nefnd Alþýðusambandsins -að ganga inn á að leyía að unnið yrði í 10 stundir á -dag eða 60 stundir á viku fyrir dagvin-nukaup, ef þess væri óskað af vinnuhópum, enda væri það samþykkt af meiri hluta vikomandi verka- manna, og taldi vegamálastjóri, að af s-érstökum ástæðum væri þ-etta nauðsynlegt, og þó eink- um á 3—4 stöðu-m á heiðum uppi, er tiln-efndir voru. Nefnd AJiþýðusambanidsins tjáði sig reiðubúna til þess að ræða þetta. Fram til síðasta dags virtist ekki annað í milli bera í aðalatr- iðurn en það sem að -framan er greint, og kom því Alþýðusam- bandinu alveg á óvart hin fáorða yfirlýsing vegamálastjóra f. h. ríkisstjórn'arinnar, um greiðslu kaups í sumar, þar sem gjör- samlega er raskað þeirri megin- reglu um kaupsvæðaskiptingu, sem gilti á s. 1. sumri, t. d. ætti núgi'ldandi kaup á Siauðárkróki aðeins að greiðast innan tak- marka Sauðárkrókshrepps, -en víðast hvar annars s-taðar í Sikagafjarðarsýslu sama kaup og í fyrra. Hvað láhrærir þá skoðun ríki-s stjórnarinnar, að vinnustöðyun- in sé ólögmæt, vill Alþýðusam- bandið taka fram, að hún er til- kynnt viðkomandi aðilja með löglegum fyrirv-ara -o-g -því full- komlega lögmæt og breytir þessi yf irlýsing ríkisstj órnarinnar engu um framkvæmd vinnu- stöðvunarinn-ar cif hálfu sam- bandsins.“ Sama gjald fyrir börsiio og í fyrra Q UMARDVALARNEFND I ^ hefir ákveðið að Reykja ! víkurbörn, sem dvelja í sveit í sumar á hennar vegum skuli f-ara á sumardvalarheimil- in í byrjun júnímánaðar, eða nokkru fyrr en áður hefir ver ið. Er þessi ákvörðun tekin með tilliti til fyrirhugaðra hátíða- halda í júnímánuði, en þá má gera ráð fyrir miklum skorti á farartækjum. Hefur þjóðhátíð- arnefndin til dæmis tilkynnt, að aðalhátíðisdagana verði öll far- artæki tekin leigunámi og sett undir eina stjórn, en margar bifreiðar þarf sumardvalar- nefndin til þess að flytja börn- in til heimilanna. | Þá hefur sumardvalarnefnd j ákveðið að allar umsóknir um dvöl barna á heimilum nefnd- arinnar, skuli vera komnar til skrifstofu hennar fyrir næst- komandi þriðjudagskvöld. Telur nefndin að nauðsynlegt sé að fá umsóknirnar svona fljótt vegna útvegun heimilanna, þar sem þau þurfa að vera tilbúin til að taka á móti börnum heldur fyrr en undanfarin sumur. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í gær hjá Gísla Jónassyni yfirkennara, en hann er í surnar, eins og áð- ur, skrifstofustjóri sufnardval- arnefndar, verður dvalargjald- ið fyrir börnin í sumar, hið sama og það var í fyrrasumar, Frh. á 7. síðu. Föstudagur 5. snaI19Í4.. 27.138 eru á kjör- skrá í Reykjavík íT!!jL ENGH> hefir nú verið að fullu frá kjörskrá fyrir Reykjavík — og undirritaði bæjarstjórn hana í gær. Gild- ir þessi kjörskrá til 22. júní 1945. Á kjörskránni eru 27138 kjósendur. En þess ber að gæta að á henni eru nokkru fleiri, en þeir sem tekið geta þátt í þjóðaratkvæðagreisl- unni 20.—23. þ.. m. því að þeir, sem ekki eru orðnir 21 árs gamlir þá — en verða það fyrir 22. júní 1945, eru á skránni. Síðast þegar kosning ar fóru fram munu um 25 þúsundir manna hafa verið á kjörskránni.- HraðfrýsfisföS Eyrarkkka þar sero- 30—40 masius muEiu vinaa M ÝTT myndarlegt at- j vinnufyrirtæki tók til starfa á Eyrarbakka í gær. Hraðfrystistöð Eyrarbakka tók þá á móti fyrsta fiskinum til vinnslu. Var sá fiskur um 6 smálestir, tekinn úr bátum sem gerðir eru út frá Eyrar- bakka og Stokkseyri. Hraðfrystistöð Eyrirbakka er hlutafélag, skipað Eyrbékking- um heima og Eyrbekkingum, sem fluttir eru af Bakkanum„ aðallega þeim, sem búsettir eru, hér í bænum. Hlutaféð er nú um 250 þús- undir króna, en hlutafjársöfn- un heldur áfram. Af þessari upphæð hafa gamlir Eyrbekk- ingar, sem fluttir eru burtu, lagt fram um 70 þúsundir króna. Næstum því hvert ein- asta heimili á Eyrarbakka hef- ur lagt fram hlut í þetta fálag. Hraðfrystihúsið er að stærð 12 X 29 flatarmálsmetrar, önn- ur álman: vinnusalur, véla- salur og kaffisalur, og 12 X 15 flatarmálsmetrar hin álman, en þar eru geymsluklefar. Bygging þessa mikla húss gekk framúrskarandi vel. Byrj- að var að grafa fyrir því 21. desemþer, á aðfangadag jóla var byrjað að steypa, og 15. marz var húsið komið upp að fullu. Flraðfrystistöðin er búin öll- um beztu.vélum, sem fáanlegar eru, og getur hún afkastað um 10 smálestum í fiskflökum á sólarhring. — Stendur hrað- frystistöðin í miðju þorpinu, skammt frá Stóru-Háeyri. Stjórn hlutafélagsins skipa: Magnús Magnússon, Vigfús Jónsson og Gísli Jónsson. End- urskoðendur eru: Sig. Ól. ÓI- afsson og Sigurður Guðmunds- son. Verkstjóri í hraðfrysti- stöðinni er Jón Tómasson, en vélstjóri Þorkell Þorkelsson. — Talið er að 30—40 manu^ n-.iinj vinna í hrnðfrTTr'4''T:"fWm, beg- ar hún er komin í fullcn gang.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.