Alþýðublaðið - 05.05.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.05.1944, Síða 5
Föstua —r 5. maí 1944 9 Börnin í sveitina fyrstu dagana í júní. — Urasóknir nú þegar. Fánar fást og fánastengur. — HátíSa- höld. — Tildur. — Björt enni frjálsra raanna. — Aukinn samhug og samstarf. SUMAEDVALARNEFND hefur tekið til starfa fyrir nokkru. Hefur hún skrifstofu sína í Kirkju stræti 10 og er hún opin alla daga. Nú mun vera meining nefndarinn- ar að hafa lokið við flutning á börnunum á sumarheimilin fyrir Þjóðhátíðina, sem ráðgerð er 17. júní, enda verður of seint að fara að flytja börnin eftir þann tíma. Síðustu börnin milnu til dæmis hafa farið rétt um 16. júní í fyrra sumar. VEGNA ÞESSA er nauðsynlegt íyrir nefndina að fá umsóknir þeirra, nú þegar, sem ætla sér að njóta hjálpar nefndarinnar í sumar, eða fyrir næst komandi þriðjudagskvöld. Er því skorað á alla þá, sem ætla að njóta hjálpar nefndarinnar á þessu sumri að snúa sér til hennar fyrir þann. tíma og helzt núna fyrir helgina. Oft hef- ur það aukið erfiði nefndarinnar ákaflega að fólk hefur látið undir höfuð leggjast að fylgja fyrirmæl- um hennar hvað þetta og ýmislegt líkt snertir og er það vítavert. GJALDIÐ FYRIR BÖRNIN mim hið sama í sumar og það var síð- astliðið sumar og heimilin munu verða þau sömu, að minnsta kosti að langmestu leyti. Nú skuluð þið sækja um dvölina fyrir börnin, fara að vinna að útbúnaði þeirra og gera ráð fyrir að börnin verði flutt til heimilanna fyrstu dagana í júní. NÚ HEFUR þjóðhátíðarnefndin tilkynnt að hún hafi útvegað fána af ýmsum gerðum og fánastengur frá Ameríku. Verða fánarnir seld- ir hjá Haraldi Árnasyni, Samband- inu og í veiðarfæraverzlununum, en fánastengur verða seldar hjá Flosa Sigurðssyni. Vinnufatagerð- in hefur lofað að búa til mikið af litlum fánum fyrir börn. Ég hef komist að raun um það, hvað al- menningur hefur mikinn áhuga fyr ir þessu. Nú skulum við reisa fána stengur og litla fána skulum við hafa út mn glugga á hverri íbúð í Reykjavík, þegár þar að kemur. FULLR MENN verða teknir úr umferð þegar þjóðhátíðin fer fram á Þingvöllmn. Það líkar mér vel. Jónas Jónsson lokaði vínverzl uninni fyrirvaralaust viku áður en 1000 ára hátíðin hófst 1930. Þetta var vel gert og gafst vel. Eins verður nú að fara að. Annars hygg ég, að þegar nær dregur muni há- tíðahöldin grípa svo hvert íslenzkt hjarta, að ekki þurfi að kvíða skakkaföllum eða siðlausri fram- komu, jafnvel þeirra, sem þó eru kallaðir lítilmótlegastir. MENN HAFA deilt um þessi mál og ekki verið sammála um aðferð- ir, þó að ekki hafi borið á milli í grundvallaratriðum. Nú hafa sætt ir komist á. Almenningur verður að lýsa í verki velþóknun á því þegar forustan sýnir samhug. Það gerir þjóðin bezt með því að sýna sjálf einhug og áhuga. í sumar skulmn við spyrja andstæðing okkar: „Heyrðu, kæri andstæðing- ur, um hvað getum við orðið sam- mála til hagsbóta fyrir alla ís- lenzku þjóðina?“ ÉG VIL EKKI HAFA tildur og hégóma. Heimurinn er ekki þann- ig, að tilefni sé til eintómra leikja. Ég vil ekki að hátíðarathafnir okkar beri keim af gömlu hatri. Við þurfum engan að hata, og af hatri er nóg til í heiminum. Ég vil hins vegar ekki að við gleym- um sögu okkar, niðurlægingu okk- ar eða upphefð. Við eigum að mima allt og engu gleyma en draga okk- ar ályktanir af sögunni með björtu enni þess manns sem er frjáls og vill skapa öllum frelsi. ÞÓ AÐ ÞIÐ trúið því kannske ekki í erjum og illindum dagsins, þá veit ég að 1000 ára hátíðahöld- in sameinuðu þjóðina þá og að við búum enn að ýmsu leyti að því starfi sem þá var unnið. Svo mætti fara að hátíðahöldin í sumar yrðu einnig nýtt spor í þá átt að skapa meiri samhug og meiri samheldni heldur en áður hefur verið á með- al okkar. Hannes á horninn. Orðsen til afgreiðslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. Aiþýðoblaðið. - Sfmi 4900 á Hótel Borg. Uppl. á skrifstofunni. Yfir Vesúvíusi Síðari greín Daglega og oft á dag hefja sprengjufilugvélar Bandaríkjamanna og Breta sig til flugs frá flug- völlunum á Suður-ítalíu tfl loftárása á stöðvar Þjóðverja við Cassino, þar sem barizt hefir verið mánuðum saman. Á myniinni sjást Bandaríkjaflugvélar í einni slíkri árásarför. Það er eldfjallið Vesuvíus, sem þær eru að fljúga yfir norður á fcóginn. Jafnaðarmannastjórnin á Nýja Sjálandi. MEGINTEKJUR Nýja-Sjá- lands eru andvirði vara, sem framleiddar eru þar í og seldar öðrum þjóðum og þá fyrst og fremst til ann- arra brezkra samveldislanda. Verð landbúnaðarvara á er- lendum mörkuðum hefir jafn- an verið háð margs konar sveiflum, og öryggisleysi bænda varðandi verð fram- leiðsluvara sinna hafði löngum haft slæm áhrif á þjóðartekj- urnar á Nýja-Sjálandi. Eftir að kreppan kom til sögu, féllu landbúnaðarafurðirnar svo mjög í verði, að fjárhagur bændastéttarinnar á Nýja-Sjá- landi komst í algert öngþveiti. Jafnaðarmannastjórnin samdi áætlun varðandi þær fram- leiðsluvörur, sem framleiddar voru dag hvern, svo sem smjör og ostur, og kom áætlun þessi til framkvæmda árið 1936. Á- ætlun þessi var í því fólgin, að ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að kaupa hinar daglegu framleiðsluvörur bænda fyrir ákveðið verð, er var nægilega hátt til þess, að framleiðandan- um væri tryggt það, að hann gæti staðið í skilum með greiðslur þær, er jhann yrði að inna af höndum, og séð fjöl- skyldu sinni farborða þann veg, að viðunandi yrði talið. Hið á- kveðna verð skyldi greitt án nokkurs tillits til verð þess, er stjórnin fengi fyrir framleiðslu vörur þessar eftir að þær hefðu verið seldar á erlendum mörk- uðum. Fyrstu tvö árin eftir að áætlun þessi kom til fram- kvæmda, tapaði landsjóður þó nokkru af hennar völdum. Eftir að styrjöldin hófst hef- ir ríkisstjórnin keypt flestar útflutningsvörur landsins fyrir ákveðið verð, en það hefir orð- ið til þess, að fjárhagur hænda hefir ekki verið svo mjög á hverfanda hveli sem fyrrum var. Þetta varð til þess að bændur landsins áttu þess kost að efna til ýmiss konar fram- fara og auka framleiðsluna að verulegum mun. Áhrif þau, sem áætlunin um hið tryggða verð fyrir smjör og osta hafði, urðu þau, að bændur gátu kom- ið fjármálum sínum í öruggt horf, auk þess sem hún heíir valdið því, að framleiðsla land- búnaðarafurða er engan veg- inn háð sömu sveiflum sem áð- ur hafði tíðkazt að meira eða minna leyti. * P FTIR AÐ Nýja-Sjáland hóf stríðsþáttöku sína, hefir framleiðsla matvæla og ullar aukizt þar að verulegu leyti, svo að unnt væri að full- nægja þörf hinna umsetnu Bretandseyja. Þetta hefir svo orðið til þess, að verksmiðju- rekstri og skipulagningu á vett- vangi \ landbúnaðarins hefir fleygt fram. Herskyldu var á komið í Nýja-Sjálandi, þar eð forustu- menn' landsins voru þeirrar skoðunar, eins og raunar for- ustumenn allra annarra ríkja, að það væri hin eina aðferð til þess að fylla raðir landhersins, flughersins og flotans, er að gagni myndi koma. í kjölfar þessa kom svo heimild stjórn- inni til handa, er veitti henni eftirlitsvald með landbúnaði og viðskiptum og rétt til þess að taka þau fyrirtæki, er ekki skil- uðu lágmarksafköstum, í þjón- ustu hins opinbera. Síðar var svo á komið vinnuskyldu, er var í því fólgin, að stjórnarvöldun- um var heimilað að flytja verkafólk úr , starfsgreinum, sem ekki gátu talizt nauðsyn- legar séð frá sjónarmiði ’ al- menningsheillar, í þær starfs- greinar, sem það yrðu taldar. Stefnan hefir verið sú, eftir að vinnuskyldunni var á komið, að starfsgreinar, er krefðust vinnu afls í þjónustu sína, yrðu að uppfylla lágmarkskröfur um vinnskilyrði og laun, sem ríkis- stjórnin gæti fallizt á. Nefnd- ir hafa verið skipaðar, sem fulltrúar verkamanna og vinnu veitenda hafa átt sæti í, og hafa þær lagt megináherzlu á það að fullnægt yrði þörf- inni, er styrjöldin skapaði. Nefndir þessar hafa skilað miklu og góðu starfi og komið í veg fyrir marga hættulega á- rekstra milli þessara aðila. Viðurkennt er, að neytand- inn sé verkamaðurinn, fjöl- skyldur hermannanna og þeir, er vinnuskyldan nær til, og og vernda beri þessa aðila gegn arðráni, ef þeir eiga að geta leyst af hendi þjónustu sína í þágu lands síns og þjóðar. Þegar er Nýja-Sjáland hóf styr j aldarþátttöku sína, var verðlagseftirliti á komið þar í landi, sem ákvað hámarksverð á vörur, er aðeins mætti breyta með samþykki sérstaks dómstóls. Það, að verð land- biinaðarvara hafði verið fest og tryggt eins og fyrr um getur, hafði þau áhrif, að flestar teg- undir matvæla, svo og ullarföt, hafa ekki hækkað í verði frá því að stríðið hófst og allt til þessa. Sérstakar reglur hafa gilt um húsaleigu árum saman, leigu og verð á lóðum, þar sem verk- smiðjur hafa verið reistar, svo og leigu og verð á bændabýl- um. \ Sú ráðstöfun stjórnarinnar að greiða uppbætur til bænda og þeirra ,er flutninga annast, svo og til þess að koma í veg fyrir hækkanir á verðlagi nauðþurfta neytenda, hefir haft nokkur útgjöld í för með sér fyrir landsjóð. En það er þó næsta lítið fé samanborið við þær fjárhæðir, sem það hefði krafizt, ef verðlag hefði verið látið hækka von út viti, án þess að neinar raunhæfar ráð- stafanir væru gerðar í því skyni að firra þeim vandræð- um. Hið hækkaða verðlag hefði ;svo að sjálfsögðu haft það í för með sér, að verkamenn hefðu krafizt hærri launa og bændur hærra verðs fyrir fram leiðsluvörur sínar. Flutnings- gjöld hefðu og hækkað von út viti. Dýrtíðinni og verðbólg- unni hefði með öðrum orðum verið sleppt lausri, ef ekki hefði verið gripið til þessara bjargráða. Sú staðreynd, að Nýja-Sjá- landi hefir verið stjórnað af jafnaðarmannastjórn, hefir orð ið til þess, að styrjaldarrekst- urinn hefir verið rekinn með framsýnum og raunhæfum hætti, þjóðinni séð fyrir viðun- anlegum húsakosti, vöruverðinu verið haldið í skefjum og stjórn landsins öll verið miðuð við heill almennings. Verka- lýðsfélögin og neytendur hafa átt fulltrúa í öllum þeim nefnd um, er verðlagsmál hafa haft með höndum, og áhrifa þessara aðila hefir einnig gætt í sam- bandi við stríðsreksturinn. Þetta hefir þó ekki haft það í för með sér, að fé það, sem varið hefir verið til iðnaðarins og landbúnaðarins, hafi farið Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.