Alþýðublaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.05.1944, Blaðsíða 6
 Brúðarkjóll úr fallhlíf. Þesisi mynd er af Tommy Harmon lautinant í flugher Banda- ríkjanna, og Elyse Knox kvikmyndaleikkonu, unnustu hans. Flugvél Harmons var fyrir nokkru síðan skotin niður af Japönum austur í Kína, en hann ibjargaðist í fallMíf og komst síðar til félaga sinna. Nú hefir unnusita hans ákveðið að láta sauma sér brúðaúkjólinn ,úr fallhlífinni, sem bjarg- aði himum tilvonandi manni hennar. Og það er efeki annað að sjá á myndinni, þar sem hún er að máta efnið á sig, en að það muni verða hinn fallegasti brúðarkjóll. Ármann Halldórsson: Vorskólinn ..flLÞYÐUptAD’Ð Nýja fevýan: „Allf í lagi, EG hefi ósjaldan orðið þess var, að foreldrum er það ekki Ijóst, að vor- og haustskól- inn sé skylduskóli, en það er hreinn misskilningur. 7—10 ára börnum er alveg jafnskylt að sækja skóla á þessum tíma árs Og þeim er skylt að sækja skóla að vetrinum. En misskilningur þessi stafar ef til vill af eðlileg- um ástæðum. Hinir upphaflegu vorskólar, sem störfuðu hér fyr ir 1936, voru ekki skylduskólar, og í fræðslulögum er gert ráð fyrir, að skólastjórum sé heim- ilt að veita undanþágu frá skóla göngu að vorinu, ef barninu er ætlað að dveljast í sveit. Enn fremur féll vorskóli niður 3 vor samfleytt eftir hernámið. Þetta hefir orðið til þess, að ýmsir foreldrar hafa litið á vor skólann sem miður alvarlegt fyrirbrigði og ekki talið þörf á að rækja skyldur sínar við hann. Nú er gert ráð fyrir, að skóli starfi hér í vor, og þess vegna vil ég koma nobkrum athuga- sendum á framfæri við þá for- eldra, sem hafa hugsað sér að senda börn sín úr bænum, áður en skóli er úti. Ég ætla ekki að ræða vor- skólahaldið í heild. Mér er ljóst, að á því eru margir annmarkar hér í Reykjavík. En $or- og haust-skólahaldið er hugsað sem uppbót á þær allt of fáu kennslu stundir, sem yngstu börnunum eru ætlaðar að vetrinum. Þá er hinn daglegi kennslutími miklu lengri. Barnið missir því veru- legan hluta kennslutíma síns, ef það sækir ekki skóla vor og haust. Þeir, sem þekkja til, geta borið því bezt vitni, hvert gagn börnunum er að þessum náms- tíma. Það er viðurkennt af kenn urum, að nám yngstu bamanna hafi beðið mikinn hnekki við brottfall vorskólans árin 1940 —42. Og á síðast liðnum vetri kom það ótvírætt í ljós, að ýmis þeirra barna, sem vantaði í vor- skólann í fyrra vor, áttu erfitt um að fylgjast með þeim börn- um í deildum sínum, sem skóla sóttu allan tímann. Þó má full- yrða, að vorskólinn í fyrra hafi hvergi nærri komið að því gagni, sem mátt hefði, ef börn- in öll eða meginþorri þeirra hefðu stundað hann reglulega. í stað þess voru börnin að smá- tínast burt allt vorið, unz eft- ir sat tæpur þriðjungur. Varð þá að segja amen eftir efninu og loka skóla, áður en lög stóðu til. — Getur hver sagt sér það sjálfur, að los kemst á skóla- hald, þegar aldrei líður sá dag- ur, að eitthvert barnanna sé ekki að tygja sig tíl brottferðar. Kennarinn hefir það sífellt á vitundinni, að það námsefni, sem hann tekur til meðferðar, þurfi hann að rekja frá rótum á nýjan leik, þar sem mikill hluti barnanna í deild hans fer þess á mis. Þetta vildi ég, að þeir for- eldrar hugleiddu, sem taka börn sín úr skóla, áður en honum er lokið. Þeir gera námi bama sinna og skólahaldinu í heild mikinn óleik með þeirri ráðs- mennsku. EITT ER ÞAÐ, sem ekki má koma fyrir í revýum. Þær mega aldrei vera leiðinlegar. Leiðinleg revýa er sannarlega ferð án fyrirheits. Séu þær aft- ur á móti skemmtilegar frá upp- hafi til enda-, er tilganginum náð. En góðar revýur geta líka haft fleiri kosti en skemmtigildi, þótt þess sé ekki krafizt. Þær geta reynzt hollráðir læknar með því að sýna samtíð sinni í spéspegil. Þessi nýja revýa er bráð- skemmtileg og sums staðar sprenghlægileg, og ætti það í raun og veru að vera nægur dómur. En því má bæta við, að hún er hæfilega ýkt skopmynd af yfirstandandi tíma á landi hér. Hún sýnir okkur óskamm- feilna fjárplógsmenn, sem líta ekki öðruvísi á lífið og tilver- una en gegnum skráargatið á peningaskápnum sínum. Hún sýnir okkur yfirdrepsskapinn í opinberu lífi og fiflalegar óhófs- veizlur auðgreifanna hér í Jteykjavík (varla þó eins fárán- legar eins og sagt er, að þær séu í raun og veru, — slíkt er víst ekki á færi neinnar revýu). Sleifarlagið í stjórn Reykjavík- urbæjar, svo og mjólkurokrið og smjöreklan. — Allur þessi ófögnuður fær maklega snopp- unga í nýju revýunni. En þótt ekki sé leitað svo djúpt, býður hún upp á margt broslegt, sem hefir tilgang í sjálfu sér. Lang-smellnasti kafli revý- unnar er skopstælingin á síð- asta þætti Fjalla-Eyvindar. Þar er sannarlega haldið laglega á spilunum. Oðru hverju virðist ósvikinn Fjalla-Eyvindarblær vera á leiðinni yfir leikinn og áhorfendurna, en þá slær alltaf skyndilega niður einhverju sprenghlægilegu, sem stingur svo prýðilega í stúf við allar raunirnar, að ómögulegt er að verjast hlátri. Á þessu byggist öll sönn fyndni: að koma alger- lega á óvart. Syrpuþula Óla í Fitjakoti, söngvarans samkeppnisfæra, er líka ágætt uppátæki, og vel af hendi leyst hjá Lárusi Ingólfs- syni. — Eyvindar-kaflinn á líka vinsældir sínar mikið að þakka ágætum leik þeirra Ingu Þór8~ ardóttur og Wilhelms Norð- fjörðs. Yfirleitt er revýan vel leikin, og á Indriði Waage, hinn smekk- vísi leikstjóri, vafalaust sinn þátt í því. Alfred Andrésson er í essinu sínu í hlutverki Jóns Span. Þó skal þess getið, að Alfred hefir oft náð sér betur á strik í gam- anvísnasöng, og má vera að það sé visunum sjálfum að kenna. Annar þekktasti gaman- leikari landsins, Haraldur Á. Sigurðsson, vinnur hug og hjarta hvers áhorfanda með Hálfdani strigakjafti, þessum skjólgóða, en breyska heiðurs- manni. Haraldur bölvar skemmtilegast allra manna á Islandi. Jón Aðils er að verða einn af okkar beztu leikurum og furðu- lega jafntækur. Eftirtektarvert er það, hve hann minnir stund- um á „Stóra“ í hlutverki Ese- kíels Kvists. ,,Mömmuleikur“ hans og Áróru Halldórsdóttur, er með því skemmtilegasta í revýunni, enda er Áróra bráð- snjall gamanleikari. Segja má, að skólunum sé það sjálfskaparvíti, að börnin séu tekin þannig frá námi, þeir eigi lagalega kröfu á því, að börnin sæki skólann. Væri því ákvæði fylgt út í æsar um skóla sókn barna vor og haust, mundi það kosta málaþras við álitleg- an hóp foreldra. Og lítt væri það æskilegt, að sambúð for- Margt má gott segja um leik Gunnars Bjarnasonar í hlut- verki ísaks hreppstjóra. Þó er það höfuðgalli, hve illa heyrist til hans oft og tíðum. Vera má, að hægt sé að laga þetta enn, því að „betra er seint en síðar meir“, eins og hreppstjórinn kemst sjálfur að orði. Ýmsar frúr höfuðsíaðarins geta eflaust haft gott af því að sjá Emilíu Jónasdóttur leika frú Kálínu, eftir að hún kemst í tölu heldri kvenna. Inga Þórðardóttir leikur aðal- kvenhlutverkið, auk þess sem hún leikur Höllu. Það er ósköp eðlilegt, að ekki sé hægt að vera gift snjöllum gamanleik- ara árum saman, án þess að verða leikari sjálf, enda virðist sú hafa orðið raunin á um þau hjónin, Ingu og Alfred. Hún leikur fjörlega og vel. er auk þess fríð sýnum og sómir sér vel á leiksviði. Frúin hefir þegar tekið sér sæti innarlega á bekk íslenzkra leikara. Aðrir leikendur revýunnar eru: Erna Sigurleifsdóttir, Her- dís Þorvaldsdóttir, Guðrún Guð- mundsdóttir, Hermann Guð- mundsson, Guðm. Gíslason, Jón Eyjólfsson og Ársæll Pálsson. Þótt revýan sé yfirleitt skemmtileg, skal því ekki neit- að, að bláþræðir finnast í henni. Höfundarnir hafa gert þann ó- vinafagnað, að bregða stundum fyrir sig útþvældum skrítlum, sem við núlifandi fólk, lásum í barnæsku í blaðaslitrum, sem feður okkar áttu, og síðan hafa gengið aftur í dagblöðunum aðra hverja viku. Þetta virðist alger óþarfi, því að revýan sýnir það ljóslega að öðru leyti, að höfundarnir þurfa alls ekki að fara þessa leið. Þeir eru beztir, þegar þeir taka efnið hjá sjálfum sér. Vísurnar eru yfirleitt vel gerðar, en nokkuð er dauft yfir sumum þeirra. Einna fyndnast- ar eru vísurnar: „Ég hef aldrei elskað áður,“ sem Aróra og Jón Aðils syngja saman. En í heild er verkið gott og lofar meistarann, sem er þús- undþjalasmiðurinn Emíl Thor~ oddsen, enda þótt fleiri kunni að 'hafa lagt hönd á plóginn. R. Jóh. Nýja Sjáland. Frh. af 5. sí&u forgörðum. Þvert á móti hefir arður fyrirtækja, tekjur bænda og laun verkafólks hækkað sí- fellt eigi aðeins frá því 1935 til 1939, heldur og á stríðsár- unum. Þjóðartekjurnar hafa aukizt vegna þess að verkamenn hafa unnið lengur og betur, bændur hafa framleitt meira og verk- smiðjur hafa skilað auknum af- köstum. Þjóðarauðurinn mæld- ur í vörum hefir og vaxið að sama skapi. Raunar er það satt, að mikill hluti þessara vara fer ekki til neytenda heldur til hersins. — En skipulag það, sem á hefir verið komið í Nýja- Sjálandi, mun halda áfram eft- ir að stríðinu lýkur og friður hefir á komizt að nýju. Þá mun því starfi haldið áfram, sem þegar er hafið, og ^tjórnin mun í framtíðinni sem nú telja það eldra og skóla kæmist í það horf, og það ætti að vera full- kominn óþarfi. Ég hygg, að skól ar hér í bæ muni bera foreldr- um þá sögu, að langsamlega mestur hluti þeirra hafi góðan vilja á að rækja skyldur sínar við þá, ef þeim er ljóst, hverjar þær skyldur eru. Á. H. Fösttidagur 5. maí 1944 Leikkonan Ðolores Moran, sem þessi mynd er af, fékk nýlega bréf frá sérstakri flug- sveit Bandaríkjamanna, sem berst í Kína, og géngur undir nafninu „fljúgandi tígrisdýr- in“, að þeir hefðu gefið henni nafnið „tígrisstúlkan“. höfuðskyldu, að þjóðartekjun- um verði fyrst af öllu varið til þess að annast gamalmennin, akkjurnar, munaðarleysingj- ana og þá, sem sjúkir eru, svo og til þess að tryggja verka- mönnum og bændum viðunan- leg lífskjör, sem skylt hlýtur að teljast, þar eð einmitt þeir aðilar skapa verðmætin og draga björgina í bú þjóðarinn- ar. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. málaráðherrann. Mætti því máske einnig eitthvað ráða af þögn þeirra. * Vísir skrifar í gær: „Þekking nútíðarmanna í flug- málum hefir því næst unnið al- geran sigur á fjarlægðunum, sem meðal annars orsökuðu ein- angrun íslendinga frá umheimin- um í aldaraðir. En jafnframt hefir komið í ljós, að ísland mun verða mikilsverður aðili í hinu alþjóð- lega samgöngukerfi í lofti, sem væntanlega verður sett á stofn að ófriðnum loknmn. Allt bendir til að ísland verði þá í þjóðbraut og mönnum verði þá ekki meiri fyrir- höfn í að skreppa til meginlands- ins, annað livort Evrópumegin eða í vestri, en nú er að almennum ferðalögum hér innanlands. Það mun hins vegar verða til að auð- velda verzlunarleg og menningar- leg tengsli íslendinga við nágranna þjóðirnar á alla vegu.“ Varla fer hjá því; en ekki heldur hjá hinn, að það kosti töluvert andlegt átak fyrir þjóð- ina, að semja sig í hugsunar- hætti að hinum gerbreyttu að- stæðum, sem bæði stríðið og framför flugsins eru nú að skapa henni. Félagslíf. Knattspymufélagið V A L U R heldur fuéd í kvöld kl. 8.30 í húsi V. R. Vonarstræti fyrir alla meistara 1. og 2. flokks meðlimi sína. Sameiginleg kaffi drykkja. Áríðandi að sem flest ir mæti. Stjórni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.