Alþýðublaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 3
luatcgardagror 6. mai 1944 Hvað viija öngverjar! ÞAÐ LAÍNT> Sívrópu, sem sám vinnu ihefir við ÍÞjóðverja, er einna minnstar fréttir hafa borizt frá að undanförnu, er sennilega Ungverjaland. Við vitum næsta lítið um það, hvernig málum er háttaS þar í landi, sér í lagi eftir að Þjóð verjar bertu þrælatökin á landi og þjóð og stjórna nú blöðum og útvarpi þar í landi, að því, er bezt verður vitað. Vitað er, að Horthy „flotafor- ingi“ (flotinn hefir verið ó- sýnilegur um 20 ára skeið og rífléga það) hefir verið ein- staklega vinsamlegur Hitler, Himmler og öðrum -dánu- mönnurn, sem undanfarin ár hafa reynt að 'leggja öðrum þjóðum lífsreglurnar. Ótal myndir hafa birzt af honum og Hitler, þar sem hann er klæddur hinum íburðarmikla en jafníramt skoplega aðmír- álsbúningi sínum, við hersýn ingar og margvislegar „menn ingarathafnir“. MENN VITA minna um það, hvað fólkið sjálft hugsar í landinu. Sumir hafa haldið, að það væri gagnsýrt nýskip unarhugsjónum nazista og ynni af heilum hug með kúg urunum. Nýlega birtist grein í blaðinu „New Leader“, sem skýrir þessi mál nokkuð, og ætla mætti, að einhverjum væri fróðleikur í að kynnast. í greininni, sem er eftir mann að nafni Jonathan Stout, er greint frá því, að ungversk alþýða hafi, eftir föngum, að stoðað Gyðimga og aðra flótta menn, sem voru að komast undan iböðlum Himmlers. EKKIHEFIR verið hægt að gefa neinar upplýsingar um þessi mál fyrr en nú nýlega, eftir að Þjóðverjar urðu alls ráð- andi í landinu. Til skamms tíma var Ungverjaland, segir greinarhöfundur, eina leiðin til undan komu fyrir þá, sem þurftu að forða sér fyrir spor hundum nazista. Til þess að leiðrétta ýmsan misskilning, sem fram hefir komið í Banda ríkjunum um afstöðu ung- verskrar alþýðu, liefir for- stjóri amerísku fréttastofun- ar, Office of War Information Elmer Davis, látið eftirfar- andi í.ljós: „UNGVERJALAND VAR eina landið í Suðaustur-Evrópu, þar sem leyft var að birta fréttir frá bandamönnum og hlutlausum löndum. Áður en nazistarnir hófu kannibala- herferð sína á hendur Ung- verjum ekki alls fyrir löngu, var Ungverjaland eina land- ið á þessum slóðum, sem ekki lét samræma fram- leiðslu sína í þágu Hitlers. Geta má þess, að fyrir fáum mánuðum mátti lesa í ung- verskum blöðum ræður þeirra: Roosevelts, Wallace og Willkies, svo og annarra amerískra áhrifamanna. Einn ig mátti fá á ungverskum bókamarkaði ýmsar amerísk- ar, franskar og enskar bæk- Ur. Þáð er mjpg líklegt, að bYPi’~ «Pat) NorSmenn vi§ öllu búnir TVT ÝLEGA sendi norska leynS þjónustan út áskorun til norsks æskulýðs um að taka ekki þátt í hinni svokölluðu ,norsku vinnuþjónustu“. Er á- skorunin mjög skorinorð og hvetur menn til þess að leggja ekki kúgurum landsins lið, nú þegar innrásin fer í hönd. f fréttum, seiú norska blaðafull- trúanum í Reykjavík hefir bor- i^t, segir meðal annars á þessa leið: 2 milljónir hermanna bíða eftir merki um að ráðast inn á meginland Evrópu. Norðmenn munu einnig taka þátt í þeim aðgerðum. ÍMbrsk skip munu flytja hermenn og birgðir í inn rásaraðgerðunum og þau munu verða í fyrstu víglínu. í ávarp- inu segir ennfremur svo: „Við erum hreyknir af frammistöðu norskra sjómanna til þessa og við erum þess fullvissir, að þeir munu ekki standa sig lakar en aðrir. Noregur er aðeins lítilí * hluti styrjaldarsvæðisins, en við hér heima höfum okkar störf að rækja. Bandamenn okkar og laridar okkar handan hafsins, i sem sjálfir leggja allt í sölurnar, lieiintingu á því að við gerum slíkt hið sama. Barátta okkar er annars eðlis en barátta her- manna. Vopn okkar eru fórnar- vilji, ódreþandi mótspyrna gegn öllum hótununum, sam- heldni og agi. Víglína sú, sem við verjum, er menningararfur okkar, kristin trú okkar, hug- myndir okkar um réttarfar og lýðræðisskipulag. Margt bendir til þess, að röðin sé komin að okkur í væntanlegri innrás. Quislingarnir vilja nú hervæða norskan æskulýð í baráttunnL fyrir kúgarana. Við getum ekki reitt okkur á þjóðarréttinn. Við gctum aðeiris reitt okkur á sam heldni okkar og f'estu. Þess vegna neitum við að.taka þátt í í vinnuþjónustunni. Þétta gildir einnig um stúlkurnar. Sá, sem'- svíkur nú, veltír öfðúgléikum'; úm yfir á aðra. Verið sterkír. * Gerið aðra sterka.“ }\ Kyrrstaöa á austurvíg- vígslöðvunum lö ÚSSAR hafa enn ékki stað fest þýzkar fregnir um, að Rússar séu byrjaðir miklar árás ir í grennd við Sevastopol. Hins vegar viðurkenna Rússar, að þeir hafi safnað saman f jölmörg um fallbyssum í grennd við borg ina og liggi virki Þjóðverja und ir skothríð þeirra. Fyrir suðaustan Stanislawow í Póllandi segja Þjóðverjar, að Rússar haf i teflt fram miklu liði, bæSl skriðdrekum og fótgöngu- liði, en að árásum þeirra hafi jafnharðan verið hrundið. Rússar hafa enn sökkt mörg- um skipum Þjóðveja, sem reyndu að læðast burt frá Se- vastopol með þýzka hermenn Látið er um fréttir frá öðrtun stöðum á austurvígstöðvunum. mörgum milljónum fleiri far- þega en áður. Verkamenn hefðu t. d. haft 1000 aukalestir til umráða. Hér sjást amerískar orrustuflugvélar af gerðinni P-47, einhvers staðar á Englandi. Eftir er að setja þær saman að fullu og öllu og verða þær síðan notaðar til verndar sprengjuflugvél- um við hina fyrirhuguðu innrás. Á hverjum degi er mikill fjöldi amerískra flugvéla fluttur til Bretlands og er nú svo komið, að amerískar flugvélar varpa niður meira sprengjumagni á Þýzkaland og herteknu löndin en brezki flugherinn sjálfur. EnnrásarundirbúningS handamanna haidið áfram; - ' , ;''"*■•/ / Þeir gerðu í gær heiftarlegar loftárásir á járn- og flugvelii i N.-Fri m BANDAMENN héldu áfram innrásarundirbúningi sínum í allan gærdag, þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Einkum var ráðizt á flugstöðvar og járnhrautarstöðvar í Norður-Frakklandi. Þá var ráðizt á stöðvar suðaustur af Lyon. I fyrrinótt voru gerðar árásir á Buda Pest, höfuðborg Ungverjalands og olíusvæðin við Ploesti í Rúmeníu. Á miðvikudag voru gerðar árásir á Búkarest. Hafa Þjóðverjar nú ekki stundíegan frið, að heita má, fyrir árásum handamanna á „Evrópuvirkið“, bæði úr vesíri og suðri. Ekki er hér um verulegar stórárásir að ræða, miðað við það, sem oft hefir verið áður. En á hinn bóginn virðist, sem bandamenn leggi nú allt kapp á að lama samgöngukerfi Þjóð- verja á meginlandinu og flug- velli þeirra og loftvarnarstöðv- pr. Mikill fjöldi flugvéla tók þátt í árásunum í gær, þar á meðal fjölmargar Liberator- flugvélar og flugvirki. Þær réðust einkum á stöðvar í Norður-Frakklandi, án þess, að vart yrði við orrustuflugvélar Þjóðverja. Það voru Mitchell- flugvélar ef meðalstærð, sem réðust á stöðvar Þjóðverja suðaustur af Lyon og nutu þær fylgdar Spitfire-flugvéla, sem Kanadamenn stjórnuðu. Auk þess voru 'hinar frægu Thunder- bolt-orustuflugvéíar á ferðinni, svo og Tyþhoon-vélar. Hitler hafi séð ástæðu til þess að hertaka landið með ofbeldi og svikum. Það var vegna þess, að Ungverjar sáu fram á sigur bandamanna og að Hitlerisminn var dauða- dæmdur. Þess vegna þurfti Hitler snör handtök.“ ÞESSA LEIÐ mælir Elmer Davis. Má fara nærri um, að maður í hans stöðu fari ekki með fleipur eitt og viti hvað hann syngi. „Man skal ikke skue Hunden paa Haarene“, segja Danir, og á það orðtak vel við Ungverja. Þeir eru jlla staðsettir í þessum átök- um, en samkv. því, sem getið var hér að framan, er ber- sýnilegt, að þeir hafa ekki misst trúna á, að það borgi sig að koma fram af dreng- skap og mannúð. Þjóðverjum, eða réttara sagt Hitlers-klík- unni, hefir ekki tekizt að villa þeim sýn með 'hinum fá- ránlega blekkingav^ðli sín- um. Og vonandi er, að breyt- ing verði ekki á þessu. Þessi grein styður þann grun, að það sé ekki vilji Ungverja al- mennt að veita þeim braut- brautargengi, sem bezt ganga fram í því að svívirða al- mennt velsæmi og mann- réttindi. Það er klíkan kring- um Horthy og nokkra af- dankaða aðalsmenn, sem halda þjóðinni niðri, en tekst það væntaftlega ekki að ei- lífu. í fyrrinótt réðust brezkar flugvélar, sem hafa bækistöðv- ar á Ítalíu á járnbrautarmann- virki í úthverfi Buda Pest. Voru það fjögurra hreyfla Halifax- vélar og Wellington-vélar, sem þar voru að verki, og ollu þær mjög miklu 'tjóni. Þjóðverjar veittu nokkurt viðnám, en þó ekki meira en svo, að flug- mönnum bandamanna tókst að hæfa skotmörkin. Buda Pest er mjög mikilvæg samgöngumið- stöð og um þá borg fara mikl- ir herflutningar Þjóðverja suð- ur á Balkanskaga. Á miðvikudag var svo ráðizt á Búkarest í Rúmeníu, þrátt fyrir það, að mikið skýjaþykkni grúfði yfir borginni. Er talið, að verulegt tjón hafi hlotizt í borginni við það tækifæri. Brezkar járnbrautir MOEL BAKER þingmaður skýrði frá því í brezka þiriginiu í gær, að Bretar yrðu að buast við því, að þeir yrðu að draga úr flutningum með brezkum járnbrautum næstu daga. Yrði þetta gert vegna undirbúnings hinnar fyrirhug- uðu innrásar. Þetta væri gert vegna þess, að hernaðar- lega mikilvægir flutningar yrðu að sitja fyrir al- mennum vöruflutningum. Þing inaðurinn gat þess einnig, áð forezkar járnbrautir hefðu annað auknum flutningum á hinn prýðilegasta hátt. Meðal annars gat hann þess, að þær hefðu á síðastliðnu ári flutt i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.