Alþýðublaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 5
JLangardagnr 6. maí 1944 ALÞYÐUBLABIÐ íþróttaskemmtanir og aðgangseyrir að þeim, -— Hvaða sjómannafélag er elzt? — Hljómskálagarðurinn, gatna- gerð þar. — Trjárækt á Austurvelli, Arnarhóli og víðar. — Nýtt verklag við viðgerð gatna í bænum. IÞRÓTTAMAÐUR skrifar mér og kvartar mjög unðan verði aðgöngumiða á íþróttaskemmtun- um. Tekur hann dæmi, þar sem aðgöngumiðar eru seldir á 10 krón- ur og telur það allt of mikið. Ég skal játa að það eru nokkuð dýr- ir aðgöngumiðar, en ólíkt hollara ■er að kaupa sig inn á fagra og góða íþróttasýningu fyrir 10 krón- nr en ðansleik fyrir 15 krónur. Starfsemi íþróttafélaganna er dýr -og erfið, þess vegna er cðlilegt að verð aðgöngumiðanna þurfi að vera þetta hátt, þá sjaldan sem íþróttafélögin geta efnt til opin- berra sýninga. STÝRIMAÐUR skrifar: „Hvað .heitir elzta sjómannafélag íslands? Hannes minn! Mig langar til að toiðja þig að leysa úr þessari spurn- ingu fyrir mig. Ég hlustaði á út- varpsdagskrána 1. maí og þótti mér þar margt vel sagt. Dagskrá- in var þeim ,til sóma, er hana sömdu, samanþjiöþpuð en þó heil- steypt baráttusaga hins íslenzka verkamanns. Þar var talað um að fyrsta sjómannafélag landsins, væri „Báran“ stofnuð 1894.“ „NÚ HEFIR verið sagt að skip- stjórafélagið „Aldan“ hafi verið 50 éra í fyrra, þ. e. stofnuð 1893. Er hún þá ekki elzta sjómannafélag hér á landi? Hvenær var „Báran“ stofnsett og hve lengi var hún við líði. Mér finnst þetta dálítið at- riði, þar sem um sögulegar heim- ildir er að ræða. Kannske þessir skrásetjarar eða sagnfræðingar eða hvað þeir nú heíta, telji ekki skip- stjórafélög eða yfirmannafélög skipverja sjómannafélög?“ EF „AUDAN“ hefir verið stofn- uð 1893, þá er hún elzta sjómanna- félagið, því að vitanlega eru skip- stjórar, stýrimenn og aðrir skóla- lærðir menn á skipum alveg eins sjómenn og til dæmis hásetar. En einhvern veginn er oft átt við há- seta, þegar talað er um sjómenn, og er það vitanlega rangt að kalla ekki aðra sjómenn en þá. „Báran“ var fyrsti sjómannafélagsskapur- inn, sem lót sig nokkru skipta kjör sjómannastéttarinnar sem heildar og á ég þar við um 90% þessarar stéttar. ÉG VIL ENGAN samanburð gera á félagsskap eins og „Öldunni“ og sjómannafélögimum, „Bárunni“ og öðrum sjómannafélögum, sem síð- ar komu. En hvenær hefir þessa félagsskapar heyrst getið, þegar sjómannastéttin hefir átt í ein- hverju stríði? Þetta munu þeir hafa haft í huga þegar þeir gátu Bárufélagsskaparins í samfeldu dagskránni 1. maí og ég efast um að þeir hafi munað eftir því að nokkru sinni hafi verið til félags- skapur, sem héti „Aldan“. SIGGA hefir labbað um bæinn og setzt við að skrifa mér undir eins og hún kom heim. Hér er bréfið hennar: „Það er svo mörgu ábótavant hér í bæ, og mig hefir lengi langað til að skrifa þér um surnt af því. Ég gríp þess vegna tækifærið þegar ég hef frí og skrifa þér. Ég hef alltaf haldið að aðeins væru einir sorphaugar í bænum, sem sé vestur við sjó, en nú hef ég rekist á aðra sorphauga á ekki ófínni stað en Hljómskála- garðinum við Tjörnina. Þama átti víst að breikka Sóleyjargötu og gera hana að aðalumferðagötu, en það hefir nú ekki tekist betur hjá bænum en það að þarna eru haug- ar af bréfa-, járna-, tusku- og spýtnarusli, fyrir nú utan sand og grjót, mold o. fl., sem fýkur upp í öll vit manns í þurrkum og storm- um, sem hér eru nú svo oft.“ „MÉR FNNST fyrir neðan all- ar.. hellur að eklki skuli þó að minnsta kosti vera sléttað þarna, að ég tali Œiú ekki um, ef gatan væri gerð almennileg. Hljómskál- inn er á mjög skemmtilegum stáð. Þaðan sér maður öll fallegu fjöll- in á Reykjanesinu, og svo er það Tjörnin. Nú er verið að grafa fyrir ræsi í garðinum. Það hefir sannar- lega ekki verið vanþörf á því, vegna þess að þetta er hálfgerð fúamýri, sem aldrei hefir verið al- mennilega þurrkuð upp. En það er einn galli á öllu saman. Er hall- inn nógur þarna fyrir svona ræsi? Ætli vatnið standi ekki bara kyrrt? Svo er eitt enn. Á hverju vori er eitthvað fært til i garðin- um. Nýlega var sett niður tré með- fram götunum. Þetta vou nú hálf- gerðar kræklur, en það er þó gróð ur. í brekkunni við Bjarkargötu hefir til margra ára verið trjá- lundur. Hríslurnar hafa vaxið heldur lítið og verið hálfgerð við- rini, en þessi tré þóttu samt nógu góð til að setja þau é AusturvöH." „HVERS VEGNA má ekki fá almennileg, falleg og beinstofna tré til að setja á Austurvöll? Sama er að segja um Arnarhól og garð- inn hjá Þjóðminjasafninu. Það voru settar niður hríslur fyrir 2 árurn, þessar endemis kræklur, sem ólíklegt er að nokkrun tíma vaxi. Mér finnst að það eigi að vanda valið á trjáplöntum sem settar eru upp á svona stöðum, ef að meiningin er þá ekki að rífa þær upp aftur strax.“ Frh. á 6. síðu. Orðsending til afgreiðslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. Alþýðublaðið. - Sími 4900 5. herinn við Nettuno. Á mynd þessari sjást hersveitir úr 5. hernum sækja fram eftir vegi skammt frá Nettuno á Ítalíu. Þarna var yfir stéttkndi að fara, enda þótt flest héruð Suður-Ítalíu séu mjög fjöllótt, svo sem þeim mun kunnugt, er fylgzt haí'a með fréttum af vopnaviðskiptum þar. Eisenhower hinn bjartsýni. EF TIL VILL lýsir fátt bet- ur Hæfileika Eisenhowers hershöfðingja til þess að afla sér vinsælda imanna en það, að Bretar jafnt sem Banda- ríkjamenn nefna hann óspart gælunafninu Ike. Allir þeir, sem hershöfðingjanum kynnast, sannfærast um heiðarleika hans, hreinskilni og einlægni. Hann leggur hart að sér við vinnu. Hann mætir til morgun- verðar klukkan átta á hverj- um morgni og hefir þá unnið eina klukkustund við skrifborð sitt. Hann er hraustlegur, krafta legur og útitekinn. — Hann hefir löngum verið góður íþróttamaður. Þegar hann var í barnaskóla og síðar í herfor- ingjaskólanum að West Point, iðkaði hann hnefaleik og knatt- spyrnu. En svo meiddist hann og varð að leggja • þessar íþróttir á hilluna. En þá tók hann að leggja aðrar íþróttir fyrir sig. Eisenhower hefir mikið yndi af spilum og er næsta leikinn í spilalistinni. Nú orðið spilar hann einvörðungu bridge. Fyrst eftir að vopnaviðskiptin í Norður-Áfríku hófust voru spilanautar hans þeir Mark W. Clark, Ernest C. Gruenther og Harry C. Butcher, sem allir hafa komið mjög við sögu þess hildarleiks, sem nú er háður. Ike hafði þá mest yndi af því að spila poker, en nú fæst hann aldrei til þess að spila hann. Hann taldi sig græða of mikið á því að spila poker — var annað hvort of leikinn eða of heppinn. Einhverju sinni kvað hann hafa búið hús á herstöðvar- svæði, er hann dvaldist á, hús- gögnum, er hann beypti fyrir fé, sem honum hafði græðzt í pokerspili. En liðsforingi nokk- ur í herbúð þessari var engan veginn eins heppinn og horfði mjög uppvænlega um hag hans. Eisenhower stefndi manni þess- um á sinn fund og fékk hann til þess að heita því að hætta að spila poker, ef Eisenhower gerði slíkt hið sama. Eftir það hefir (hann aldrei spilað poker. Hann horfir á, ef menn spila poker að honum viðstöddum, en hann slær aldrei í slag með þeim. Ike velur sér margs konar GREIN ÞESSI, sem fjallar um Eisenhower hers- höfðingja, er var yfirmaður hersveita bandamanna í átökunum við Miðjarðarhaf og stjórna skal innrás þeirra á meginland Evrópu, er eft- ir ameríska blaðamanninn David Brown og hér þýdd úr tímaritinu World Digest. David Brown fylgdist með hersveitum bandamanna í Norður-Afríku, Sikiley og Ítalíu og hefir nýlega sent frá sér bók þar sem hann lýsir því, sem þar dreif á daga hans. lesefni. Iiann hefir yndi af sagnfræðiritum og skáldsögum sagnfræðilegis efnis. Hann er líka þrautlesinn í sagnfræði. Hann kann glögg skil á öllum orrustum oig styrjöldum, sem háðar hafa verið við Mið- jarðarhaf. — Bækur um það efni geymir hann í fljúgandi virkinu, er hann ferðast í milli vígstöðvanna. Nokkrum dög- um áður en innrásin á ítalíu var gerð, endurlas hann Ivar hlújárn. En auk bóka um fyrr- greind efni las hann feiknin öll af margs konar bókum öðrum * IHERBHÐUNUM í Norður- Afríku bar hershöfðing- inn jafnan grágræna treyju og buxur, sem er hinn venjulegi einkennisbúningur amerískra hermanna. Hann bar jafnan bindi, enda þótt fæstir her- mannanna fylgdu því fordæmi hans. Hann -var jafnan á brún- um lágskóm, er ávallt voru vendilega hurstaðir. — Hann skartaði að jafnaði aðeins tveim heiðursmerkjum — G.C.B.- og D.S.M.-orðuna. Hann er næsta hreykinn af G.C.B.- og D.fí.M.-orðunum. Bretakonungur sæmdi hann á ferð sinni um Norður-Afríku í júnímánuði árið 1943. Það er mesta sæmd, sem hlotnazt get- ur nokkrum manni, er ekki telst til brezku konungsættar- innar, og er þeim einum veitt. er drýgt hefir óvenjulegar dáð- ir í þágu Stóra-Bretlands. Hann var sæmdur einhverju mesta heiðursmerki Bandaríkj- anna (Oak Leaf Cluster) í ágústmánuði árið 1943 af Bandaríkjastjórn. Robert D. Murphy, fulltrúi Roosevelts forseta í Norður-Afríku, tókst sérstaka för á hendur frá Algeirsborg til þess að sæma hershöfðingjann heiðursmerki þessu með viðeigandi hætti. At- höfn sú fór fram í aðalbæki- stöð Eisenhowers hinn ellefta dag septembermánaðar eða tveim dögum eftir að orrustan við Salerno hófst. Harold B. Maomillan, sendihierra Breta i Norður-Afríku, var og viðstadd ur athöfn þessa. Eisenhower er og handhafi virðingarmerkis frönsku heið- ursfylkingarinnar, sem Giraud hershöfðingi tók af treyju sinni og festi á treyju hans. En hann sést aldrei bera það heiðurs- merki. Þjóðverjarnir rændu Giraud heiðursm-erkjum hans, er hann var fangi iþeirra, og hann Ihét því að bera þau eigi fyrr en 'hann legði leið sína sem sigurvegari um stræti Metzborg ar. Eisenhiower hiershöfðingi mun efcki láta sjá sig með virð- ingarimerki frönsku heiðursfylik ingari-nnar fyrr en hann hefir gengið við hlið Girauds um stræti Metzborgar. EISENHOWER var skipaður hershöfðingi í Washing- ton vorið 1943 áður en honum hafði verið tilkynnt það sjálf- um fonmlega. Blöðin í Algeirs- borg komust á snoðir um frétt þessa, og franska útvarpið þar lét hennar einnig getið. En þegar Eisenhower vaknaði kl. sex morguninn eftir, varð þess skammt að bíða, að hann fregn aði um sæmdarauka þann, sem honum hafði hlotnazt. Eisenhower hershöfðingi viðurkennir nauðsyn ráðstaf- ana, er krefjast mannfórna. Ég hefi heyrt liðsforingja ræða um orrustur sem átök, þar sem vissu magni sprengiefnis varð að varpa á takmarkað svæði á tilteknum tíma, og voru um- mæli þeirra kaldranaleg og hnitmiðuð, og var þar ekkert tillit tekið til mannslífanna. Frfc. á & s©u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.