Alþýðublaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 2
¥ *$>&}>&' {$?$%■■$$ M >?f8S!? i§''jí ■ *£ ■■■?- í5n iisia.. a iS boðar Samúðamrkfall með vegavinnumönnum f allri opinberri vinnu Það hefst næstkomandi þri^Judag, ef samkomulag hefir þá enn ekki náðst. SSTJÓRN Alþýðusambands íslands sendi ríkisstióminni í gær eftirfarandi tilkynningu: „Vér viljum hér með tjá hæstvirtri ríkisstjóm, að. vér höfum ákveðið, að ef ekki hefir fengizt samkomulag l yfirstandandi vinnudeilu um kaup og kjör vega- og bráafr- gerðarmanna að morgni þriðjudagsins 16. maí n. k., verður hafin samúðarvinnustöðvun hjá Skipaútgerð ríkisins, Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði, Landssmiðjunni, Reykja- vík, og hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, bæði við prent- verk og bókband. Þá munu og þeir, sem em í Félagi símalagningamanna, sem er deild innan Dagsbrúnar, einnig leggja niður vinnu. Með bréfum og símskeytum, dags. í dag, höfum vér til- kynnt ýmist stjórnum eða forstjórum framangreindra fyrir- tækja þessa ákvörðun vora.“ Verður fayrjað að byggja vinnu- heimili berklasjúkiinga í næsta Þing sambðnds isienzkra berklasjúklsnga jlv vsll láta reisa tín smáiiýsi S snmarD —---------4--------— ÞING S. í. B. S. — Sambands íslenzkra berklasjúklinga sem lauk á sunnudagskvöldið, gerði ýmsar þýðingar- miklar samþykktir um stofnun hins fyrirhugaða vinnuheim- ilis að Reykjum í Mosfellssveit, þar á meðal, að byggingar- framkvæmdir skuli hefjast í næsta mánuði, eða svo fljótt, sem fært þyki, og að 10 smáhýsi skuli byggð í sumar. Hér fara á eftir helztu álykt- anir þingsins um þessi efni: Frá byggingarnefnd var þetta samþykkt meðal annars: 1. Þingið samþykkir kaup miðstjórnarinnar á landi fyrir vinnuheimilið svo og skipulags- uppdrátt af grunnteikninvu, sem fyrir þinginu liggur. Þingið leggur til, að 10. íbúð- arhús verði byggð í sumar og 'hafizt verði handa um fram- kvæmdir eins fljótt og auðið er. Þingið samþykkti allýtarlega ályktun varðandi vinnuheimil- ið og rekstur þess, frá sldpulags- Helztu atriði voru þessi: 1. Nafn stofnunarinnar verði vinnuheimili S. í. B. S. 2. Stofnunin verði sjálfseign- arstofnun, rekin af S. í. B. S.. 3. Stjórn heimilisins verði skipuð 5 mönnum, 3 kosnum af miðstjórn S. í. B. S., og 2 af félagi vistmanna á heimilinu. 4. Komið verði strax upp vinnustofum fyrir: trésmíði, sauma- og málmsmíði. Jafn- framt verði hafin ræktun trjáa, blómd og nytjajurta í landi heimilisins. (Til skýringar við þennan lið skal þess getið, að gert er ráð fyrir, að hægt verði að koma á fót vinnustofum í hermannaskálum þeim er fyrir eru á landi heimilisiris). Þá samþykkti þingið starfs- skrá miðstjórnar fyrir næstu 2 ár. Helztu atriði hennar eru eft- irfarandi: „Unnið skal að því af alefli að kcmið verði upp vinnuheim- ili berklasjúklinga að Reykjum í Mosfellssveit og skulu bygg- ingarframkvæmdir hefjast í næsta mánuði, eða svo fljótt sem fært þykir. Þingið ætiast til að byggð verði 10 smáhýsi í sumar.“ „Miðstjórnin skal, ef fært þykir, ráða erindreka er fari eina ferð kring um landið. Skal bann heimsækja öll félög sam- bandsins og stofna ný félög þar sem .skilyrði eru fyrir hendi. Unnið skal að því, að við og - við verði flutt í útvarpið, á veg- j um sambandsins, fræðsluerindi j um berklaveiki og berklavarn- { ir. Unnið skal, að öðru leyti eft- ! ir því sem tími vinnst til, að al- j hliða hagsmunamálum berkla- ) sjúklinga bæði innan hælanna og utan þeirra.“ Þá samþykkti þingið eftirfar- andi þakkarávarp til alþingis og þjóðarinnar í heild: „Fjórða þing S. í. B. S. vott- ar alþingi og einstökum alþing- ismönnum alúðarþakkir fyrlr setningu laga um, að gjafir til vinnuheimilis S. í. B. S. skuli dregnar frá skattskyldum tekj- um gefenda og tel.ur, að þessi tilslökun stuÓli mjög að árangri fjársöfnunarinnar og framgangi málsins. Jafnframt flvtur það Frh. é 7. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ í kmíí jt Þriðjudagur 9. mai 1944 Biskup um vesiurför sína: , um’ framfara og vaxandi jafnaðar N ‘f TH T -l. I ♦ TTTI-- rr Heimsofli fjölmargar ísiendingabyggðir í Ameríka og télf stérborgir Bandaríkjanna. O ISKUPINN, Sigurgeir Sigurðsson, er konainn heim eftir rúmlega tveggja dg Ihálfs mániaðar iferðalög um Kanada og Bandaríkin. Hann heimsótti mikinn f jölda byggða Vestur-íslendinga og um 12 störborgir Bandaríkj- anna. Hann flutti um 50 er- indi og ræður og var önnum kafinn frá morgni til kvölds. Hann ferðaðist loftleiðis um 9 þúsund mílur, en hvað marg ar mílur hann fór í bifreiðum og með járnbrautum hefir hann ekki haft tölu á. Er víst óhætt að fullyrða, að það séu ekki margir íslendingar, sem hafi ferðast jafn víða og hann og farið eins langar leiðir og hann, á jafn skömmum tíma. Biskupinn tók á móti blaða- mönnum í gær á heimili sínu. Hann var útitekinn af sól og sumri Kaliforníu, þó að nokkuð hefði tekið af roðann á ferða- laginu gegn um vetrar- bylji íshafsins. Hann var bros- andi og sagði: „Gott var að heim sækja vini okkar. í Vesturhéimi, en heima er þó bezt.“ Biskupinn flaug héðan og til Bandaríkjanna á 14 klukku- stundum,. en. ferðin. hingað heim tók allmiklu lengri tíma. Hann sá líka fleira á leiðinni heim og kynntist betur þeim hættum og erfiðleikum, sem bandarísku flugmennirnir eiga við að stríða á ferðum sínum milli álfanna, þó að allt gengi skaplega og ekkert óhapp henti hann eða aðra þá, sem með hon um voru á leiðinni hingað heim. fiéðar viðtokur ails staðar. Biskupinn og Arinbjörn Bardal, einn af kunnustu Vestur-íslend- ingnum, í Fyrtstu lútersku kirkjunni í Winnipeg. Arinbjörn Bar- dal er að afihenda biskupi vandaða, áletraða borðklukku til minn- ingar um Sigurð regluboða, föður biskups, en þeir Arinbjörn Bar- dal og hann voru vinir „Ég hefi heyrt að þið hafið fengið að fylgjast með ferðalagi mínu undanfarna mánuði,“ sagði biskupinn við blaðamennina. „Ég stóð ekki fyrir þeim auglýsing- um, en er þó þeim þakklátur, sem gaf þjóð minni fregnir um för mína. Ég var fulltrúi hennar og starfsmaður á þessu ferðalagi, enda naut ég þess. Mér var alls staðar tekið með kostum og kynj- um, þar sem ég kom. Það var ekki verið að hylla mig persónu- lega, heldur þjóð mína og kirkju hennar. Ég stend í þakkarskuld við mikinn fjölda manna hér heima og vestur í Ameríku fyrir margvíslega hjálpsemi og greiða- semi, sem gerðu mér för mína vestur létta og ánægjulega. Ég þakka fyrst og fremst ríkisstjórn jslands, Þjóðræknisfélagi Vestur- íslendinga, Upplýsingadeild Bandaríkjanna, bandarísku her- stjórninni hér og kirkjunni vestra, sem hjálpuðu mér á allan hátt. En í mestri þakkarskuld stend ég við forsjónina, sem gaf mér styrk og aultið trúarþrek á þessari för minni. Ég hefi stýrkst í trú minni — og.ég vona að það geti á einhvern hátt orðið kirkju þjóðar minnar að liði.“ Wrh. á 7. síðu. Sex ára dreng bjargai Siglufirðl. Tveim möomim tókst að lífga haon. C! EX ÁRA gömlum dreng var bjargað í fyrradag með naumindum frá drukkn- un. Um miðjan dag á sunnudag voru drengir að leikjum á bryggju á Siglufirði. Féll þá einn drengurinn skyndilega út af bryggjunni og í sjóinn. Aðr- ir drengir 'hittu þá Jón Jóhanns- son og Óskar Gari'baldason, sem voru þarna skammt frá og sögðu þeim frá hvarfi drengs- ins og brugðu þeir strax við. Jón Jóhannsson kastaði sér til sunds og náði drengnum, en þá virtist ekkert lífsmark vera með honum. Þeir félagar gerðu strax lífgunartilraunir á hon- um og tókst þeim að lífga hann eftir nokkra stund. Drengurinn var búinn að vera þó nokkuð lengi í sjónum, er hann náðist. Heitir hann Egill Jóhannessson. I SÍÐASTI bæjarstjórnarfund- ur sarnþvkkti að* taka upp samvinnu við þjóðhátíðarnefnd ina og skyldi Reykjavíkurbær tilnefna einn fulltrúa til þess að starfa með nefndinni. Á bæjarráðsfundi, sem hald- inn var á laugardaginn var á- kveðið að Tómás Jónsson borg- arritari skyídi vera fulltrúi bæj arins hjá nefndinni. Þjóðhátíð- arnefndin- hafði skrifað bæjar- ráði og farið fram á þessa sam- vinnu vegná fýrirhúgaðra há- tíðahalda hér í bænum. a ÐALSAFNAÐARFUNDUR. Laugarnessóknar var hald- ;inn á sunnudaginn að aflokinní guðsþjónustu í salnum 'niðri f kirkjunni. Jón Ólafsson, formaður safn- aðarstjórnarinnar gerði grein fyrir fjárhag safnaðarins og kom það fram i skýrslu hans að byggingarkostnaður kirkjurinar er orðinn 380 þúsund krónur. Af þeirri upphæð eru ekki nema 60 þúsund krónur í skuld, en það skuldar söfnuðurinn hinum almenna kirkjusjóði, en nær all ar nýjar kirkjur njóta stuðn- ings þessa sjóðs. Nokkuð fé er í" sjóði og er ákveðið að verja því til þess að múrhúða kirkjuna að utan í sumar. Störf sóknarnefndarinnar hafa verið mikil og erfið enda þakk- aði fundurinn henni vel unnin störf. Átíi fundurinn að kjósa tvo menn í stjórnina í stað tveggja sem gengið höfðu úr henni sarnkvæmt hlutkesti og komu upp nöfn Jóns Ólafsson- ar og Tryggva Guðmundssonar og voru þeir báðir endurkosnir. Samþykkt var að sóknargjald- ið skyldi haldast óbreytt, 15 krónur. Fjörugar umræður urðu um kirlcj ubyggi nguna og ríkti mjög' mikill áhugi um að flýta þvi eins og hægt væri að fullgera hana. Kom undir þeim fram sú uppástunga, að hver og einn sóknarbúi legði fram til kirkj- unnar sem svaraði einum dag- launum sínum. Ef það fengist myndi vera hægt að Ijúka kirkjubyggingunni að fullu og öllu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.