Alþýðublaðið - 09.05.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1944, Síða 3
>ri8jad»gttr 9. mai 1944. l&m .S Aj.ÞTPtr*’^Ærð 3 Jafnaðarmenn á Póílandi móf- ásælni Éúisa ÐFARANÓTT hins 28. apríl Hélta á'fulEiEngi Attlees gegEí kröfum þeirra fiB Basida í Austur-Póliandi. BREZKA stórblaðið Observer skýrir frá því, að jafnað- armenn heima á Póllandi hafi ritað Attlee varáforsæt- isráðherra Breta og einum fulltrúa brezka Alþýðuflokksins í stjórn Churchills bréf, þar sem þeir gera ásælniskröfur Rússa á hendur Pólverjum að umræðuefni. Er þar svo að orði komizt, að jafnaðarmenn heima á Póllandi muni al- úrei fallast á það, að nokkur héruð Póllands verði látin af shendi við Rússa. Einnig er mótmælt innlimun Eystrasalts- ríkjanna, svo óg hinum auknu áhrifum Rússa á Balkanskága. Jafnaðarxnenn heima á Pól- * ' ————— landi hafa sent bréf þetta Attlee varaforsætisráðherra Breta og heita á fulltingi hans sér og pólsku þjóðinni til thanda. Mót- mæla þeir harðlega þeirri til- lögu, að framtíðarlandamæri Póllands skuli miðuð við Curz- onlínuna svonefndu, en þess Jxefir áður verið getið í fréttum að nokkrar líkur væri fyrir því, að pólska stjórnin í London myndi fallast á hana sem fram- tíðarlandamæri Póllands og Pússlands. í bréfi þessu er þann ig kveðið að orði, að jafnaðar- menn heima á Póllandi geti al- drei greitt því jákvæði, að pólsk héruð verði látin af hendi við Pússa. í bréfi þessu eru einnig borin fram skelegg mótmæli gegn því, að R-ússar skuli hafa sölsað und ór sig stjórn pólskra héraða, með an á vopnaviðskiptum stendur svo og gegn innlimun Eystra- sa^tsríkjanna í Sovétríkin og Samþykki bandamanna fyrir auknum áhrifum Rússa á Balk- anskaga. „Jafnvel þau ríki á Balkan- skaga, sem eru á lægstu menn- íngarstigi eru paradís í menning legu tilliti samanborið við Rúss land,“ komast bréfritararnir að orði. Þeir segja að Pólverjar geti ekki horfið frá þeirri fyr- irætlun, að á verði komið ríkja sambandi landanna á takmörk- um Austur- og Mið-Evrópu, er teldi Eyistrasaltslöndin og Balk- anlöndin innan vébanda sinna auk Póllands og Tékkóslóvak- íu. í bréfi þéssu er farið hörðum orðum um þann hóp Tékka og Slóvaka (það er stjórn dr. Ben- es), sem „hefdr reynt að granda fyrirætluninni um stofnun slíks ríkjasambands landanna í Aust- ur-Evrópu.“ Þrjú skip á leið frá Japan fil Þýzkalands ISTGRAM flotaforingi, yfirmað ur brezka flotans á Suður- Atlantshafi, hefir gefið út til- kynningu um það, að þrjú skip frá Japan, sem hugðust rjúfa hafnbannið á meginlandið og koma vörum til Þýzklands, hafi verið tekin. Var þessa getið í frétt frá Lundúnum í gær. Einn ig var tilkynnt að Ingram hefði látið þess getið, að átta þýzk- um kafbátum hefði verið sökkt á Suður-Atlantshafi að undan- fömu og fjórir laskaðir. A1 s.l. gerðu brezkar flugvélar harðfengilega árás á Kellerflug- völlinn og flugvélaverksmiðjuna við Lilleström fyrir utan Oslo. Áður hefir verið gefin stutt til- kynning um árás þessa, en nú eru gleggri upplýsingar fyrir hendi. Um hundrað Lancasterflugvél- ar flugu lágt inn yfir Osloborg. Þær flugu nokkra hringi yfir Keller áður en árásin hófst, svo að fólk fékk forðað sér burtu í tíma. Því hæst létu þær sprengj- ur sínar falla, sem margar hverj- ar voru um tvær smálestir að þyngd. Sprengingarnar, sem urðu af völdum árásarinnár, heyrðust glöggt í Oslo og ná- grenni hennar. Öll þau mann- virki, sem uppi stóðu að Keller eftir loftárás Bandaríkjamanna í vetur, voru í rústum eftir árás þessa. Reykjarmökkurinn, sem gaus upp, meðan árásin stóð yfir, bar hátt við himin, og miklir eld- ar loguðu, enda hæfðu sprengjur flugvélanna meðal annars bén- zín- og olíubirgðir staðarins. Á hæð handan við Keller stóð hús nokkurt, þar sem þýzkir foringj- ar höfðu aðsetur. Það var hæft íkveikjusprengju og brann til kaldra kola. Þýzkir skriðdrekar á götunum í Lilleström hófu skothríð gegn flugvélunum, og við það kviknaði í nokkrum hús- um þar. Mörg hús í einkaeign, er voru í nágrenni flugvallarins, voru jöfnuð við jörðu í viður- eign þessari. Því miður létu tíu Norðmenn lífið í árás þessari, en raunar má merkilegt teljast, að ekki skyldu fleiri farast, þegar að því er gætt, hversu árásin var harðfengileg og þéttbýli mikið aðeins örskammt frá flugvellinum Daginn eftir veittu Þjóðverjar Oslóarblöðunum leyfi til þess að birta í örstuttu máli frétt um loftárás „á nágrenni Oslóar“, eins og þar var komizt að orði. En brátt kvisaðist hvar árásin hefði verið gerð, og morguninn eftir og fram eftir deginum voru járn- ’ brautarlestirnar til • Lilleström fullskipaðar fólki, er lék hugur á því að sjá tjónið, sem orðið hafði af völdum loftárásarinnar. Þýzku hermennirnir, sem á verði voru, urðu mjög gramir yfir þessu og hófu meira að segja skothríð á mannfjöldann til þess að dreifa honum. (Samkvæmt frétt frá skrif- stofu norska blaðafulltrúans.) Ofar skýjum inn yfir meginlandið. Myndin sýnir brezkar sprengjuflugvélar á hinni daglegu leið þeirra til árása á ríki Hitlers. Þær fljúga hátt yfir skýjahafinu. ÞýzkalancB og Balkanskaginn eru sföðugt þau svæ$in, sem megin- árásirnar eru gerHar á. O IÐASTA sólarhringinn hnfa bandamenn haldið uppi* ^ hörðum loftárásum gegn meginlandinu. Hefir megin- þungi þessara árása beinzt annars vegar gegn Þýzkalandi sjálfu og þá fyrst og fremst Berlín, en hins vegar gegn Balk- anskaga og þar fyrst og fremst að Búkarest, höfuðborg Rúm- eníu, sem orðið hefir fyrir miklum árásum að undanförnu. Aulc Berlínar hafa borgirnar Múnster, Leverkusen, Braun- schweig og Osnabruck orðið fyrir miklum árásurxi, svo og stöðvar Þjóðverja við Rennes, Tours og Orleans á Frakk- landi. í fréttum af loftsókninni gegn Balkanskaga er þess getið, að miklar skemmdir hafi orðið á járnbrautarbrú milli Belgrad og Sofia, svo og í Búkarest. Hin mikla loftsókn gegn meg- landi Evrópu, sem margir telja undanfara hinnar væntanlegu innrásar, virðist sífellt fara harðnandi. I gær var megin- þunga hennar beint gegn stöðv- um Þjóðverja við Rennes, Tours og Orleans á Frakklandi og báru þær mikinn árangur. Fórust níu flugvélar Breta í árásum þess- um. Einnig voru harðar árásir gerðar á Levérkusen og Osna- brúck í Þýzkalandi, og varð mik ið.tjón af þeirra völdum. Aðalárásirnar í fyrradag voru gerðar á Berlín og Múnster. Er talið, að alls hafi nær tvær þús- undir flugvéla tekið þátt í leið- angri þessum. Þrettán flugvél- ar bandamanna áttu ekki aftur- kvæmt til stöðva sinna. Tjón af völdum árása þess- ara varð geysilegt, þrátt fyrir hin erfiðustu skilyrði. Var loft skýjað og mikill kuldi. Var þess getið í fréttum frá Englandi í gær, að þar hefði víða Verið frost í fyrrinótt og miklir kuldar kváðu og vera á meginlandi Evrópu, svo að einsdæmi eru t talin um þetta leyti árs. Var lagt | til atlögu við járnbrautarstöðv- ar, brýr og vegi, járnbrautir, flugvelli, verksmiðjur og ýmis önnur skotmörk, sem hafa hern- aðarlega þýðingu. Til dæmis skýra sum sænsk blöð frá því, að árásin á Berlín muni vera einhver hin árangursmesta, sem gerð hafi verið langa hríð. Þjóð verjar héldu uppi harðfengilegri loftvarnaskothríð, og víða ‘háðu þýzkar flugvélar miklar loft- orrustur við flugvélar banda- manna. Loftárás bandamanna á Búka rest í fyrradag var hin harðasta og var það fjórða árás þeirra á borgina á tveim sólarhringum. Miklir eldar komu upp í verk- smiðjuhverfum Búkarestborgar, en hingað til hafa bandamenn svo að segja einvörðungu beint loftárásum sínum gegn j árn- br autarstöðvum ♦hennar. Einnig var ráðizt til atlögu við mikilvæga járnbrautarbrú suður af Belgrad. Er járnbraut arbrú þessi um átta hundruð feta löng og hin fhikilvægasta, því að um hana liggur eina járnbrautin til Sofíu og hafn- anna við Eyjahaf. Bandamenn halda einnig uppi linnulausum loftárásum frá stöðvum sínum á Ítalíu og við Miðjarðarhaf með miklum árangri. í gær var þess meðal annars getið, að árásir hefði verið gerðar á ýms ar eyjar í Eyjahafi, þar sem Þjóðverjar hafa aðsetur, og hefðu þær borið tilætlaðan ár- angur. Lundúnafréttir x gær létu þess og getið, að Mosquitoflug- vél hefði skotið þýzka flugvél Ný sókn Rússa við Sevastopol. ÚSSAR tilkynntu í gær- *• kvöldi samkvæmt frétt frá Lundúnum^ að þeir hefðu hafið nýja sókn við Sevrstopol, en aðstaðan væri annars óbreytt á austurvígstöðvunum. Rússar hafa lítt látið stór- sigra getið að undanförnu, og urðu Þjóðverjar þeim fyrri til þ'ess að tilkynna hina nýju sókn þelirra við Slevastopöl í gær. Létu þeir þess getið, að Rúss- um hefði (tekizt að rjúfa víg- girðingar þeirra við borgina og myndi mikilla tíðinda að vænta af þessum vígstöðvum á næst- unni. Hins vegar hafa Rússar borið á móti því, að þeir hafi hafið nokkra nýja sókn við ræt- ur Karpatafjalla, en létu þess getið, að Iþeir héldu uppi harðri loftsókn gegn stöðvum og sam- gönguleiðum Þjóðverja. Háfíðahöld í Túnis. MIKIL hátíðahöld vonx í Túnis í fyrradag í tilefni þess, að þá var liðið ár síðan Þjóðverjar voru sigraðir á þeim slóðum. Einn þáttur þessara há- tíðahalda var tilkomumikil her- sýning. De Gaulle hélt ræðu í tilefni þessara hátíðahalda, en hann dvelst um þessar mundir í Túnis. \ niður skammt frá Kaupmanna- höfn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.