Alþýðublaðið - 09.05.1944, Side 5

Alþýðublaðið - 09.05.1944, Side 5
ÞriSjndagur 9. maí 1944. ALÞYP UB LAÖIB 5 Flóttinn úr Paradís Stalins. ÞAÐ hefir vakið töluverða athygli erlendis, ekki sízt í Ameríku, að rússneskur em- bættismaður, Victor A. Kravch- enko, sem síðastllðið ár var meðlimur rússneskrar viðskipta nefndar vestan hafs, sagði ný- lega skilið við • rússneska kom- múnistaflokkinn og við sovét- stjórnina. Kravchenko var höfuðsmaður í rauða hernum, hafði stjórnað mörgum verksmiðjum í Rúss- landi, og verið meðlimur í íkommúnistaflokknum síðan 1929 (fæddur 1906). Þegar hann hafið ákveðið að segja skilið við sovétstjórnina og kommúnistaflokkinn og setj- ast að í Bandaríkjunum, bað hannn ameríska stórblaðið New York Times fyrir eftirfarandi yfirlýsingu, þar sem athyglis- verð grein er gerð fyrir því, hvað hafi rekið hann til slíkrar ákvörðunar. Yfirlýsingin var endurprentuð í ameríska viku- blaðinu The New Leader og hér þýdd upp úr því: Ég tilkynni hérmeð, að ég læt af þjónustu minni við sovét stjórnina rússnesku eftir að hafa skipað ýmis embætti og tignar- stöður samkvæmt tilnefningu hennar um tuttugu og tveggja ára skeið. Tilkynningu þessari lét ég fylgja eftirfarandi yfirlýsingu til þess að gera nokkra grein fyrir því, hvað það væri, sem ylli þessari ákvörðun minni og afstöðu: Ákvörðun mína hefi ég tekið eftir vandlega umhugsun. Ég hefi fyrst og fremst í huga hags muni þjóðar minnar og banda- manna varðandi hildarleik þann, sem nu er háður, svo og hin æðri stríðsviðhorf þeirra þjóða, er sameinaðar heyja styrj öldina við möndulveldin. Ég hefi árum saman unnið af trúmennsku fyrir þjóð mína í þjónustú sovétstjórnarinn^r og hefi fylgzt af kostgæfni með þró un stjórnmálanna í Sovétríkjun um á hinum ýmsu stigum henn ar. Vegna hagsmuna tíovétríkj- anna og þjóða þeirra hefi ég gert mér ítrasta far um aö loka augunum fyrir ýmsum þáttum þessarar þróunar, sem eru í senn viðbjóðslegir og uggvæn- legir. En nú fæ ég ekki orða bundizt lengur. Hagsmunir hinnar þjáðu og þrautpíndu þjóðar minnar varðandi styrj- öldina valda því,- að ég mun láta margt ligg'ja í jpagnargildi. En hins vegar hlýt ég að gera að umræðuefni stefnu sovétstjórn arinnar og leiðtoga hennar varð andi stríðsreksturinn og vonir allra þjóða um nýja skipun al- þjóðamála til tryggingar friði og viðreisn eftir stríðið. Ég get ekki lengur þagað yfir þeim skollaleiþ sovétstjórnar- innar, sem birtist í því, að hún læzt vilja hafa sem bezta sam- vinnu við Bandaríkin og Bret- land jaínframt því, sem hún að hyllist skoðanir og eftir til stjórnmálaaðgerða, sem eru alls kostar ósamræmanlegar sam- vinnu við fyrrgreind ríki. Sam- vinna viö lýðræðisríkin getur aldrei blessazt, meðan sovéti stjórnin og leiðtogar hennar að- hyllast raunverulega allt aorar skoöanir en þær, sem þeir flíka gagnvart þessum þjóðum. Sovétstjórnin hefir lagt al- þjóðasamband kommúnista nið- ur en aðeins að nafninu til. Raunverulega njóta kommún- istaútibúin í hinum ýmsu löndurn enn stuðnings frá Moskva og fá þaðan fyrirskip- anir sem fyrr. Ástarjátning- ar sovétktjórnarinnar við lýð- ræðiö eru því aðeins yfir- skin og blekkingar. Skynsamt og upplýst fólk í Rússlandi og erlendis lætur ekki blekkjast af því, þótt sovétstjórnin látist dá og dýrka þjóðræknisstefnuna, því að með því er hún aðeins að freista J>ess að leyna hinum raun Þing Siaiins Endrum og eins lætur Stalin kalla saman þing sitt, eða æðsta ráð, eins og það er kallað og foregður sér þangað til að leika lýðræði. Hér á myndinni sést hann við eitt slíkt tækifæri, sitjandi á þingfoekkjunum, klæddur marskálksbúningi. Þrjú herbergi og eldhús á 800 kr. á mánuði og 48 þús- und krónur fyrirfram — B. L. J. skrifar um klíð og kím — og skort á alfagrasmjöli. verulegu fyrirætlunum sínum. Sovétstjórnin hefir einmitt haft þessar fyrirætlanir í huga, er hún vann að stofnun Alslafa- ! nefndarinnar í Moskva og sam- | bands pólskra ættjarðarvina, er j hafa gerviþjóðræknina efst á | stefnuskrám sínum. Síðasta afrek sovétstjórnar- ' innar varðandi hinar raunveru legu fyrirætianir sínar er myiid un pólskrar stjórnar, sem verði handgengin og hlyöin hinum rússnesku vaidhöfum. Þetta til- tæki sovétstjórnarinnar hefir vakið gremju og mótmæli, sem ég tek fullkomlega undir. Sov- étstjórnin kveður það að von- um fráleitt, að erlend rílti haxi afskipti af innanlandsmálum Rússa. En hvers vegna telur sovétstjórnin þá réttlátt að þröngva „lyðræði“ sinu upp á Pólverja? Stefna sovétstjórnarinnar varðandi BalkanlÖndin og Tékk óslóvakíu er túlkuð sem trygg- ing þess, að þjóðir heimsins íai notið farnaðar og samvinnu — en raunverulega er tilgangur sovétstórnarinnar í þessum efrx um allt annar. Sovétstjórnin hefir lýst því opinberlega yfir, að hún vilji stuðla aö pví, að lýðræðisstjórn verði stofnuð á ítalíu, í Aust- urríki og öðrurn löndum. En raunverulega er þetta áðeins til þess gert að dylja bandamenn hinna raunverulegu fyrirætl- ana Rússa, treysta aðstöðu kommúnista í þessum löndum, er lúti yfirstjórn frá Moskva, og tryggja þeim íhlutun og á- hrif á stjórn þessara landa. Hin ar raunverulegu fyrirætlanir og viðhorf sovétstjórnarinnar eru alls andstæðar hagsmunúm og þörfum Rússa og stríðsmarkmið um hinna sameinuðu þjóða. Meðan sovétstjórnin læzt vinna að því að koma lýðræði á í löndum þeim, sem frelsuð eru úr heljax’klóm fasismans, hefir hún alls ekkert til þess gert að færa rússnesku þjóðinni hið frumstæðasta frelsi hvað þá meira. Rússneska þjóðin verður enn sem fyrr að una hinni ógnleg- ustu kúgun og harðstjórn. Leyni lögreglan rússneska, er hefir þúsundir njósnara í þjónustu sinni, drottnar enn sem fyrr yf- ir þjóðinni af harðýðgi og grimmd, sem er einsdæmi í sög- unni. í héruðum þeirn, sem inn- rásarher nazista hefir verið hrakinn brott úr, vinnur sovét- stjornin að því að koma á lög- leysi og ofbeldi því, sem stjórn arstefnu hennar er samfara, en fangelsin og fangabúðirnar eru enn fyrir hendi sem fyrr, og þar er hverjum þeim búinn staöur, sem leynilögreglan hefir van- þóknun á. Yonir þær, er rússneska þjóð in gerði sér um stjórnaríarsieg- ar og félagslegar umbætur í upphafi þessarar styrjaldar, hafa aðeins reynzt tálvonir. Stvrjöldin er enn ekki til lykta leidd, en þó eru valdhaf- arnir í ICreml þegar teknir að búa nýja kynslóð undir nýja styrjcld. Ef heimsfriður á að verða tryggður og þjóð mín að fá notið farsældar og farnaðar, verður önnur stjórnmálastefna að komast á í Rússlandi en sú, sem sovétstjórnin aðhyllist. Skoðun mín er sú, að Rússar þarfnist jafnvel flestum öðrum þjóoum fremur, stjórnmálalegs frasliS, ritfrelsis og málfrelsis, frelsis frá skorti og frelsis frá ótta. En ríkisstjórn þjóðar minn ar heíir ekkert gert til þess að færa henni þessi sjálfsögðu mannréttinndi, enda þótt hún hhai'i ekki sparað varaþjónustu sína við frelsið og mannréttind- in. Rússneska þjóðin hefir átt við ógn og skort að búa árum sáman. Rússneska þjóðin á vissu lega kröfurétt á frelsi og mann- réttindum eftir ægifórnir þær, sem hún hefir fært í baráttunni við hinn þýzka innrásarher. Fórnir hennar og barátta hefir vissulega verið meira virði en framlag valdhafanna og orkað meiru tíl gerbreytingar viðhorf um hildarieiksins. Ég hefi orðið glögglega var við baráttuaðferðir sovétstjórn arinnar gegn andstæðingum hennar og veit því á hverju ég rnuni eiga von. En ég læt það engin áhrif hafa á afstöðu mína. Ég lýsi því yfir, að ég hefi aldrei unnið gegn þjóð minni, stjórnmálaflokki né ríkisstjórn heldur ávallt gert mér allt far um að rsekja skyldur mínar við land mitt, flokk rriinn og þjóð af heiðarleik og samvizkusemi. Ég vona að mér gefist kostur á því að leggja fram minn skref til þess að leiða ófriðinn til sig- urlykta fyrir bandamenn. Þess vegna mun ég hér eftir leita verndar Bandaríkjanna og Frh. á 6. síðu. YRIR löngn vissi ég að hreint * neyðarástand er ríkjandi í húsnæðismálum Reykjavíkur. Þó verð ég að játa að ég varð ekki lítið undrandi er ég fékk nýlega bréf um það hvað sumt fólk get- ur gengið lángt í svívirðilegu okri og níðingshætti gagnvart húsnæðis ausu fólki. Ég vissi raunar að menn urðu að borga okurleigu fyrir lé- legar íbúðir og ég vissi líka að menn urðu að borga mikið fyrir- fram og jafn vel borga háar upp- hæðir fvrir að fá að komast inn, auk leigunnar. En bréfið sýndi þetta svartara en ég hafði búist við. ÉG BKRTI þetta bréf hér á eft- ir til þess að geyma þessa mynd af ástandinu á þessu sviði á því herrans ári 1944. Hér er það: „Mér datt í hug, Hannes minn að segja þér sögu mína einn dag, sögu dags ins í dag. Ég hefi verið húsnæðis- laus með fjölskyldu mína og ekki ‘ átt í neitt hús að venda um lang- j an tíma. Ég þarf ekki að lýsa þessu ! lífi hinna húsnæðislausu. Þú hefir f áður lýst því af skilningi. Ég hefi reynt alla mögulega hluti og hlaup ið á eftir hverjum einasta mögu- leika.“ „NÚNA EINN DAGINN var í- búð auglýst til leigu, þrjú herbergi og eldhús og geymsla. Ég fór að líta á íbúðina og spyrjast fyrir um kjörin. íbúðin var í góðu húsi, en sjálf var hún ekki algerlega full- gerð, það vantaði til dæmis. elda- vél í eldhúsið og átti leigutaki að setja hana sjálfur upp og kaupa hapa á sinn kostnað. Ýmislegt ann að smávægilegt átti leigutaldnn að gera á sinn kostnað.“ „ÞETTA VAR nú ekki frágangs sök, -en svo spurðist ég fyrir um verðið. íbúðin átti að kosta 800 krónur á mánuði — og svo vil ég fá' fyrirframborgun fyrir 5 ár, — sagði konan. Leigan var margfalt hærri en nokkuð vit var í og hefði ekki staðið neinar rannsóknir eða möt. Og svo vildi frúin fá fyrir- framgreiðslu hvorki meira né minna en- 48 þúsundir króna, eða alla leiguna í 5 ár. Ég gekk stein- þegjandi burtu. Slíka vitfirringu þýddi mér ekki að hlusta á.“ „HVERNIG LÍST þér á? Ég hefi kynnst mörgu ljótu og heyrt margt ljótt í sambandi við þessi mál und- anfarin tvö ár, en slíkt og þvílíkt held ég að sé hámarkið. Ég skil að minnsta kosti ekki að hægt sé að slá þetta met. Ég held að fólkið sé að verða sjóðandi vitlaust. Það eru bersýnilega til tvífættar hý- enur.“ JÁ, ÞAÐ er von að þú segir það. Það hefir ekki verið talíð heiðarlegt af kaupmönnum að hækka vöru og okra á henni ef hún fengizt ekki hjá öðrum em einum eða tveimur. En hvað segja menn um slíka framkomu og þá sem hér hefir verið lýst. „HVEITIHÝÐI (klid) hefir ver- ið ófáanlegt í vetur og slæmar horfur um öflun þess á næstunni, vegna fóðurskorts í Ameríku. En að undanförnu hafa kaupmenn aug lýst klið í baukum, og fólk hefir þótzt hafa himinn höndum tekið, því að margir geta illa eða ekki án þess verið, ef melting og hægð ir eiga ekki að ganga úr skorðum." Þetta segir B. L. J. í bréfi sínu og heldur éfram: „EN MENN verða þess fljótt varir, að þetta bauka „klið“ gerir ekki sitt gagn, þótt það sé 10 sinn um dýrara en hveitihýði í lausri vigt. „Ekki er að kynja, þótt ker- aldið leki, því að botninn er suður í Borgarfirði“, er hafí eftir Bakka bræðrum. Og hér er skýringin á- líka einföld. Hýðið sjálft er nefni- lega skilið eftir vestur í Ameríku, en það sem á baukana er látið, er kímið eða frjóið af korninu. í því er að vísu mikil næring, bæði fita, ágætis eggjahvítuefni, málmsölt og fjörefni. En það vantar það sem við á að éta, nefnilega grófefninu, sem eru til þess ætluð að gefa fæð- unni fyrirferð í meltingarfærun- um og örva hreyfingar þarmanna.** „Á BAUKNUM stendur með stóru og greinilegu letri „Wheat germ“, sem þýðir hveitikím, því að „germ“ þýðir „kím“ en ekki hýði. Þessvegna er mér það óskilj- anlegt, hvernig lcaupmenn, sem flytja þetta inn og auglýsa það og selja, hafa getað misskilið orðið svona herfilega. Ég er ekki að hafa á móti því, að þetta sé borðað, síður en svo. En hitt á ekki að viðgangast, hvorki um þessa vöru né aðrar, að þær sigli undir fölsku flaggi.“ „VEGNA MIKILLAR eftirspurn- ar eftir alfa-grasmjöli þykir mér rétt að láta þess getið, að eftir því sem mér er bezt kunnugt, mun það koma á markaðinn, áður en lang'ir tímar líða. Það alfa-mjöl, sem var á boðstólum hér í vetur, var ætlað til refafóðurs. En í Ame- ríku er það einnig ræktað til mann eldis og betur og hreinlegar með það farið en refafóðrið, en jafn- framt miklum mun dýrara. Mun sú tegund koma hingað að öllu forfallalausu.“ Hannes á horninu. Skálar og fleira EmaiieraHar ¥Örur Kaffikömmr og fleira nýkomiS. K. Einarsson & Björosson AUGLÝSiÐ í ÁLÞÝDUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.