Alþýðublaðið - 14.05.1944, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.05.1944, Qupperneq 6
ALfrTÐUBLAPIÐ r Siliuiudá'gur 13. i _ efna til útifundar við Austurvöll sunnud. 14. þ. m. kl. 3 e. h. FUNDAREFNI: Skilnaðurfnn við Danmörku og slofnun lýðveldis á íslandi. Ræður flytja af svölum Alþingishússins: Kristín Jónsdóttir Heigi Sæmundsson Magnús Jónsson Gunnar Vagnsson Rannveig Kristiánsdóttir GuÓm. Vigfússon Ágúst H. Pétursson Friófinnur Óiafsson Friðgeir Sveinsson Jóhann Hafstein Lúðvík Hjálmtýsson Lúðrasveitin „Svanur" undir stjórn Árna Bjömssonar leikur frá kL 2,45 e. h. og á milli ræðanna. *i Reykvíkingar IJðimemið á útifundinn við Ungmennafélag Reykjavíkur Félag ungra jafnaðarmanna Stúdentaráð Háskólans Félag ungra framsóknarmanna Æskulýðsfylkingin Heimdallur. 1 PhiladeSphfusáffmÉlinn Frh. af 4. síðu, aðnjótandi verða menn að hafa staðið í skilum með iðgjöld sín, ella er frádráttur eftir vissum reglum. Iðgjöldum launþega er haldið eftir af launum þeirra. Kostnaðinum er skipt niður á hina tryggðu (iðgjöldin), á at- vinnurekendur og á ríkið (skatt- greiðendur). Allar tryggingar séu undir einni stjórn, en gert er ráð fyrir að ýmsir aðilar, svo sem verka- lýðssambönd, atvinnurekenda- sambönd, bændasambönd, kvennasamtök og barnaverndar félög eða- nefndir, skipi menn í ýmsar ráðgefandi nefndir til að fylgjast sem bezt með trygg- ingunum og koma með tillögur til úrbóta. Ennfremur séu sér- stök tryggingarráð eða dómstól- ar til þess að leggja fullnaðar- úrskurð á kröfur um bætur. * Að svo miklu leyti sem trygg ingakerfið getur ekki tryggt öll um nauðsynlegar framfærslu- tekjur, er gert ráð fyrir opin- berri framfærslu, sem að öllu leyti er borin uppi af hinu opin- bera. Myndi bún hafa miklu minna verksvið en nú á sér stað, fyrst og fremst væri um að ræða fólk, sem hefir óvenju- miklar þarfir og ófélagshæfar persónur. Auk þess er gert ráð fyrir að hið opinbera greiði að öllu leyti almenna ómagastyrki. Hetlsngæzlan. Hvað heilsugæzluna snertir mun ég að þessu sini fara fljótt yfir sögu, en mun ef til vill gera henni betri skil síðar. Eins og fyri: var getið er hún skilin frá hinum eiginlegu almannatrygg- ingum, nema’ bvað dagpepinga snertir, og er ætlast til að hún vnorgian;. . r-', g b úl&xi■-g>iv ITma Uikúoá c| "íim-l ... eíSvT?. .» 4k‘H sé algerlega skipuiögð af heil- brigðisyfirvöldunum. Þó er álit- ið að til mála geti komið að veita sjúkrahjálpina (þ. e. lyf, læknis- hjálp, sjukrahúsvist o. s. frv.) á tryggingargrundvelli og er því í tillögunni gert ráð fyrir tvenns konar skipulagi, annars vegar opinberri heilsugæzlu, sem nái til allra og sé algerlega kostuð af því opinbera, hins vegar sér- stöku tryggingarkerfi, sem að nokkru leyti sé borið uppi af iðgjöldum hinna tryggðu. Lögð er áherzla á að hlut- verk heilsugæzlunnar sé ekki að einis að sjá hinum sjiúka fyrir hjálp 'eftir að þeir eru orðnir veikir, heldur einnig og jafnvel fyrst og fremst að koma í veg fyrir veikindi með alls konar heilbrigðisráðs töfunum. ❖ Að sjálfsögðu eru samþykktir ráðstefnunnar ekki bindandi fyrir ríki þau, sem -_ru í Vinnu- málasambandinu. Samt getur ekki hjá því farið að mjög mik- ið tillit verði tekið til þeirra af hinum einstöku ríkjum. Hafa fjölda margar af samþykktum ráðstefnanna verið framkvæmd ar að miklu eða verulegu leyti af einstökum ríkjum. Vitað er að margar þjóðir eru um þessar mundir að undirbúa þessi mál af fullu kappi og hafa þegar víða komið fram heildar- tillögur um þau, svo sem í Bret- landi, Canada, Bandaríkjunum og I SuðurAmeríku. Svíar eru og langt komnir með heildar- endurskoðun tryggingarmál- anna. Mætti vænta þess að Phíla delphíusáttmálinn og hin mikla vinna, sem lögð hefir verið fram af Vinnumálaskrifstofunni til undirbúnings honum, gæti orðið til þess að sem bezt og örugg- ast skipulag verði tekið upp á sviði almannatryggiriga eftir stríðið. Enda þótt þær séu áð- HINN merkasti borgari Hafn- arfjarðar á sjötugsafmæli, á morgun, er það Björn Helga- son fyrv. skipstjóri. Ber hann aldur sinn vel og í raun og veru hálfótrúlegt að aldur hans sé orðinn þetta, því enn er Björn léttur og kvikur í spori. Fæddur er hann 15. maí 1874 að Glammastöðum í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu. Voru for- eldrar hans þau Helgi Hanson Borgfirðingur að ætt og Eygerð ur Björnsdóttir ættuð úr Húna- vatnssýslu. Á 4. aldursári missti Björn föður sinn. Voru ■. systkinin fjögur. Var þá heimil ‘ ið leyst upp vegna erfiðra kring umstæðna og börnunum komið fyrir hjá vandalausum. Birni var komið fyrir á Iðunnarstöð- um í Lundarreykjadal og fluttist þaðan að Indriðastöðum og svo að Neðra Hreppi í Skorradal. Mega ungir menn sjá hver mun ur er á meðferð munaðarleys- ingja nú eða þá. 9 ára gamall fór Björn með móður sinni suð- ur í Garð, sem þá var þar hluta kona. Var hann þar í 2 vetur, en í sveit á sumrum. Eftir það var hann til fermingaraldurs í Ferju koti og Ferjubákka í Borgar- firði. Gætti hann eitt sumarið 70—80 áa. Átti hann þá að fá í kaup eitt lamb, en sú borgun kom aldrei. Varð hinn ungi drengur að flækjast bæ frá bæ, og fram til fermingaraldurs frá því, er heim ilið var leyst upp, var hann sam tals á 7 bæjum, og jafnan að vinna etftir mætti fyrir mat sín- um og húsaskjóli, auðvitað án nokkurs kaupgjalds. Og ekki var heldur að ræða um að hirin ungi og efnilegi drengur fengi að nema neitt bóklegt á þess- um árum, en vegna frábærrar atorku og dugnaðar, sem marg- an íslenzkan sveitapiltinn hefir prýtt, bæði nú og fyrr, varð Björn vel menntaður maður í sinni stafrsgrein, enda kom það sér vel, því Birni hafa verið fal- in ýmis ábyrgðarmikil trúnaðar- störf um dagana. Að Þyrli í Hvalfirði fór Björn 1889 og var þar í 6 ár, og fór þá í fyrsta sinn til sjómennsku, seytján ára gamall á „Sleipni“, en skiþstjóri á því var Jóhannes Hjartarson, alkunnur skipstjóri hér syðra. Árskaup hans á Þyrli var 40 kr. 1895 réðist Björn til vinnumennsku að Nesi á Sel- tjarnarnesi til Guðmundar Ein- arssonar. Stundaði Björn næstu árin sjómennsku á sumrum, en landwinnu á vetrum. Fyrsta ár. sitt að Nesi byrjaði Björn að kaupa sér tilsögn í sjómanna- fræði bæði hjá hinum velþekkta skipstjóra Geir Sigurðssyni og Lofti Loftssyni frá Bollagörð- um. 1896 fór svo Björn í stýri- mannaskólann, og eftir eins vetr ar nám fékk hann undanþágu til að vera skipstjóri á sk-ipi Guð- mundar í Nesi, „Klarenu“ eitt úthald og annað á „Gunnu“. Stýrimaður var jþá með Birni hinn landkunni rnaður, sem skáldið Örn Arnar ,hefir gert frægan mjög, Kristján Jónsson (Stjóni blái). Ekki undi Björn því vel að vera undanþágumað- ur við skipstjórn og 1899 sett- ist hann aítur í stýrimannaskól- ann og lauk burtfaraprófi vorið 1900. Að loknu námi réðist Björn nú í siglingar til erlendra landa á danska skonnortu fyrst, fór til Rússlands og víðar. Réðst svo á gufuskipið „Inga“, eign Þórar ins Thuliniuisar. Kom hingað heim haustið 1900 og réðist þá til Ediniborgarútvegsins í Rvík. Var á „Hildi“ eitt úthald. Fór svo skipstjóri á „Hjálmar“ eign Péturs Sigurðssonar frá Hrólfs- 1 skála ofl. Að því loknu fluttist Björn til Hafnarfjarðar og var skipstjóri hjá Ágúst Flygering í 11 ár, lengst af á „Morgunstjörn unni“ og „Róbert“. 1.913 varð Björn stýrimaður á norskum tog ara „Alpatros“- í eitt ár, en skip stjóri á sama skipi í 2 ár. Fór svo á togarann „Váðir“ og var skipstjóri á honum í 4 ár. Eftir það hefir Björn lítið á sjó farið og hætti alveg sjómennsku 1925, en hafði þó verið sjómaður í 35 ár. Sáðan 1925, hefir Björn stund að fiskimat öðrum þræði, en 1931 var hánn skipaður skipaeft irlitsmaður í Hafnarfirði. Þá hef ir hann lengi setið í stjórn skip- stjórafélagsins Kára og gjald- keri þar í 10 ár. Árið 1904, kvongaðist Björn hinni ágætustu konu, Ragrihildi Egilsdóttir frá Arabæ í Reykja- vík. Hefir hjónaband þeirra ver ið með ágætum og konan stutt mann sinn í margháttuðum störf um á langri lífsleið. Þau hjón- ín eignast 6 börn 4 dætur og 2 syni. Eru þau öll hin mann- vænlegustu. Þetta stutta ævisögubrot, sem hér er skráð að framan, sýnir að Björn hefir átt erfiða daga í uppvextinum, en mannkostir Björns hafa yfirstigið alia erfið- leika þeirra gömlu daga, og nú 70 ára að aldri í dag, getur hann litið með þakklæti til forsjónar- innar fyrir að hafa gefið honum haldgott veganesti, og enginn sem fylgst hefir með ævistarfi þessa mæta og yfirlætislausa manns, efast um hvernig hann hefir ávaxtað pundið sitt. Slík- ir menn eru hinurn ungu mönn- um nú til fyrirmyndar. Trú- mennsku í öllum störfum, hver annars, sem þau hafa verið, hafa einkennt öll hans störf. Og sá, er þetta ritar þekkir af eigin reynd að störf hins algenga verka- manns láta Birni jafnvel og hver önnur ábyrgðarstörf, sem hann hefir leyst af liendi. Eftir þeim kynnum, sem ég hefi hatft af Birni Helgasyni skipstjóra, fullyrði ég, að hann miá telja með merkustu mönn- um þessa bæjar. Og viss er ég um það að hu^heilar árnaðar- óskir berast Birni margar í dag bæði honum sýnilegar og eins ósýnilegar, og vildi ég óska þess að mörg árin ennþá ætti hann eftir að starfa hér á meðal okk- ar. Því okkur er jafnan hollt og gott að hafa sem mest af slík- um mönnum, sem gæddir eru eins einn að vísu merkilegur þáttur í því að tryggja öllum viðunandi lífskjör og öryggi uxn afkomu sína, þá eru það gleði- legur vottur um þrá mannkyns- ins eftir betra og réttlátara þjóð skipulagi og um vilja þess til þess ac> íáta drauma sinria beztu manna, um jÖfnuð og bræðra- lag rætasí. 2. afgreiSsiustúlkor óskast HEITT og KALT trúmennsku festu í skapi, dugn aði athafnamannsins og yfirlæt isleysi í hvívetna. Mættum við eiga sem allra flesta slíka, þá er þessi bær vel setinn. Hafnfirðingur. Vairhugaverð vinnubrögð. Framhald af 4. síðu. skilnaðarmlálsins, hvatt alla til þess, að leggjast á eitt við þjóð aratkvæðagreiðsluna, svo að bæði niðurfelling samibandslaga sáttmiálanis og lýðveldiisstofnun ina verði saimiþykkt með sem glæsilegustum meirihluta og jálfstæðisrvilji þjóðarinnar verði öllum umheimi sem sýni- legastur. Og hann hefir einn- ig varað menn við því, að láta óánægju með einstök atriði lýð- veldis'st j órnarskrárinnar, eins og gengið hefir verið frá henni til bráðabirgða, glepja sér þann ig sýn, að íþeir greiði atkvæði ó móti henni, því að það væri sama og að greiða atkvæði á móti sjólfri lýðveldisstofnun- inni, að minnsta kosti á þessari stundu. * En því er þetta gert að um- talsefni hér í samhandi við sorp skrif kommúnistablaðsins um sjálfstæðismálið, að stór var- hgaverð viðleitni hefir gert vart við sig hjá einstökum mönn um og jafnvel flokkum í undir- búningi iþj óðaratkvæðagreiðsl- unnar í þá átt, að fara út fyrir takmark leyfilegs áróðurs í lýð- frjálsu landi og kúga menn að kjörborðinu með dulbúnum hót- unm, eins og siður hefir verið 1 leinræðisríkjum Hitlers og Stal ins. Það kemur engum á óvart, þótt hið rússneska útibú hér, Kommúnistaflokkurinn, vilji venja menn við slíka tegund „frelsis“ hér á landi, hann hefir alltaf talið hana eina sanna frels ið í heiminum. Hitt vakti meiri furðu, þegar fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í hinni svokölluðu lanidsnefnd , lýðVeldiskosning- anna, sem er jafnframt formað- ur hennar, skyldi fyrir viku síðan gera sig sekan um það hneyksli, í óvarpi, sem hann flutti til þjóðarinnar í ríkisút- varpið og í gær var birt á prenti í Morgunblaðinu, að reyna að hræða rnenn til þátttöku í 'þjóð- aratkvæðagreiðslunni með ýms- um dylgjum, svo sem um það, að „sjálfsagt verði af einhverj- um saminn listi yfir þá, sem ekki hafa greitt atkvæði,“ og jafnvel kjörstjórnirnar gerast hjálplegar til að brjóta leynd e|tkvæðagreiðslun.nar með því að auglýsa þá! Með slíkum vinnubrögðum við undirbúning þjóðaratkvæða- greiðslunnar er ekki aðeins veg- ið að sjálfu lýðfrelsinu í landi okkar á þann hátt, að fullkom- lega mun varða við lög. Með þeim er einnig málstað okkar í sjálfstæðisbaráttunni út á við sá mesti bjarnargreiði gerður, sem hugsast getur. Eða hvaða rök gætu iþeir, sem véfengja vildu úrslit iþjóðaratkvæða- greiðslunnar, fengið betri en þau, að 'hún hefði ekki verið löglega undirbúin; hún hefði ekki verið frjáls, Iþjóðin hefði verið kúguð með ihótunum á kjörstaðinn? Þetta ættu mestu ofstopa- mennirnir í Koxnmúuistaflokkn um og Sjálfstæðisflokknum að •hugleiða áður en lengra er hald ið út á slíkar brautir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.