Alþýðublaðið - 17.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.05.1944, Blaðsíða 6
» ALÞYÐUBLAÐBÐ Míðvikudasrnr 17. waí 194«. Nordahl Grieg Myndin tekin 1940, er hann var á flótta frá Noregi. Friheten Það er sögulegur viðburður að síðustu baráttuljóð norska skáldsins og hetjunnar Nordahls Griegs koma út í fyrsta skifti á fs- Iandi í dag — á þjóðhátíðar- degi Norðmanna. í þessari Ijóðabók eru öll Ijóð þessa glæsilega skálds, sem það orti frá því það flúði Noreg 1940 og til síð- astliðins hausts, er það féll í loftorustu yfir höfuðborg Þýzkalands, Berlín, nema eitt — tileinkað íslandi, sem heit ir Þingvellir, en það verður hirt síðar í sumar. Esmarch sendiherra og Tómas Guðmunds son skáBd rita formál? fyrir hókinni, þar sem þeir lýsa skáldinu á glæsilegan hátt — Ijóðum þess og haráttu. AHeins 200 eintök eru til af bókinni og mimu því fá hana færri en vilja. / Friheien er glæsileg bók og ógleyman- leg. Eignist hana strax í dag. BALDVIN JÓNSSON VESTURGÖTU 17 SÍMI 5545 HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Fáseignasala — VERDBRÉFASALA MALFLUTKINGUR — INNHEIMTA Kaupum tuskur Básaa anaYinnus]tof a|n Baidursgötu 30. Úlbreiðið Alþýðublaðið. Snorri Sturluson og Noregur Frh. af 5. síðu. at derpá styres kan. Björnson notar í þessu kvæði orð, sem er eðlilegt að viðhafa um Snorra Sturluson hér í Reykholti: „Það er eins og ör- lög þjóðarinnar búi í þessum eina 'manni“. Örlög Noregs fól- ust í verkum Snorra, þegar land ið komst undir stjórn Dana og við lá, að þjóðin leystist upp í einangraðar sveitir og afskekkta dali. Sál Noregs lifði í verkum Snorra um hinar dimmu aldir á niðurlægingartímabili Noregs og íslands, þegar sagan virtist hafa gleymt því, sem hún vissi. Með norsku þýðingunni á Heimskringlu, sem presturinn í Unadal, Peder Claussön, gerði, og út kom 1633, hófst endur- reins norska ríkisins, þótt hægt færi. Hún varð bók þjóðarinn- ar, bændurnir tóku ástfóstri við hana og hún hélt við voninni og trúnni á framtíð Noregs, þótt dimmt væri yfir. Á átjándu öldinni gaf Ger- hard Schöning út nýja þýðingu, I og hið mikla verk hans, „Saga | Noregs-ríkis“, kveikti logann í j hinu fræga kvæði Nordahls í Bruuns frá Norska félaginu í Kaupmannahöfn. Það heitir ,For Norge, kjæmpers födeland', og í því eru þessar kunnu línur: Dog vaagne vi vel op engang og bryde lenker, baand og tvang. Þarna var endurreisn Noregs 1814 boðuð, og þetta er bar- áttusöngur enn í dag. Sagan er undirstaða atburð- anna, sem gerðust á Eiðsvelli. Verk Snorra blésu lífsanda í 17. maí. Það kemur bezt fram í orð- um, sem forsetinn, Georg Sver- drup, sagði þegar konungskjör- ið hafði farið fram: „Hin forna konungstign í Nor- egi er nú endurreist." Fyrsitiu Iþýðinguna á ritum Snorra, eftir að landið varð frjálst, á Noregur að þakka Jak- ob Aall, járnsmiðjueiganda. Var einn Eiðsvallarmannanna og hann lýsti hörmungarárun- um spaklega. Næstu þýðinguna gaf P. A. Mundh út, mesti sagn- fræðingur vor. Um hann hefir verið sagt, að þegar þjóðemis- leg uppgjöf vofði yfir, gerði hann forrasögu vora að varnar- múr fyrir oss. 'Snjorri Sturluson styrkti 'oss í baráttunni á mióti sambandi við Svía. Og Ernst Sars gekk á milli bols og höfuðs á þeirri kenningu, að engin tengsl væru á milli Norðmanna á söguöld og Norðmanna á Danaöld. Hann sannaði hinsvegar, að samheng- ið í Noregssögu sannaði það beinllínis, að þjóðin hefir alltaf verið sjálfri sér lík. Ríkisihug- sjónin hafði lifað í hugum fólks- ins, og það var Heimskringla, sem var vopnabúr þjóðernisins. Þetta samhengi hlaut stað- festingu hinn hrímgráa nóvem- berdag 1-905, þegar skotdrunurn ar frá Akershus sögðu þjóðinni að Hákon VII. væri kominn í landið. í fyrsta sinn um sex ald- ir höfðu Norðmenn. nú innlend- an konung yfir sér. En það var ekki fyrr en ógnir styrjaldar- innar dundu yfir oss, að oss var þetta sögulega samh-engi full- komlega ljóst. Þiá stóðst það eld- raunina. Þá barg fortáðin oss. 9. apríl 1940 heyrði öll þjóð vor orð Hákonar fynsta að nýju, og nú voru þau heróp gegn á- rásarmönnunum þýzku: „Haltu svá fram stefnunni, ef þú vilt finna Norðmanna-konung.“ Þeg- I ar nazistarnir heicmtuðu það í j ofstopa sínum og illsku sumarið ] 1940, að norska þjóðin ræki þjóð ' kjörinn konung sinn frá ríkj- um og tætti sjálf í sundur grund vaHarilögin frá Eiðsvelli, gerðu þeir greypilegustu skyssuna og mögn/uðíu mótþróa þjúðarinnar. iÞeir höfðu misboðið einni dýpsitu tilfinningu vorri. Kon- ungshugsjónin var ríkishugsjón. iKonungurinn var löggjöfin, stjórnarskráin og fr,elsið. Ilann var Noregur. Sagt hefir verið, að bardagiinri hafi verið milli Hitlers og Ól- afs helga, en í augum þjóðar- innar var það ölafur, sem stökkti triöllum og óvættum á flótta. En ennþá san-nari eru um mæli Sigurðar Nordals, að bar- daginn hafi staðið milli Adolfs Hitlens og Snorra Sturlusonar. Það var Snorri, sem bar sigur af hóLmi. Á þessum hönmuingartímuni sóttu margir hugsvölun til Hei'mskringlu. Þar fundu þeir vopn andans. Þjóðverjarnir gátu ekki handtekið Snorra eða hrak ið hann úr landi. Fyrir skömmu kom út í Noregi ný bók af kon- ungasögum hans. Hin kefluðu blöð fluttu bókarfregnir um hana, og þær voru eins og brenn heitir ættjarðarp-öngvar. Hver lína bar svip vopnaðra manna. Hefði Ólafs saga helga ekki get- að sagt margt frá Norðmönnum vorra tíma? Þar mundi verða hægt að lesa frásagnir um svik höfðingja, um sendimenn Knúts rdka, sem bauð skíragull fyrir höfuð konungsins um ósigur Ólafis konungs og fall hans, sem einmitt skapaði grunidvöll sig- ursins og lausnarinnar umdan erlendu kúguninni. Snorri færði þeim ''áftur heim sanninn um, að þeir væiru Norðmenn, sem búið hiefðu í landinu um þús- und ára skeið. Þeir fundu nú, að það var skylda þeirra að sýna það, að þeir væru sögu sinni samiboðnir, og þeir völdu sér leið þjáninganna. Þetta hugarfar hreiddist út frá fangaherb-úðum og dýfliss- um. Sagan endurfæddist í blóði og tárum. Banátta sjóniannanna, her- mannanna, sjóliðanna og flug- mannamna er söguefni. Þúsund- ir ungra manna og kvenna hafa engu skeytt um hríðar og hætt- til margra þeiirra markmiða, sem aðrar þjóðir hafa nú gert að tak marki sínu. Vér vorum taldir brautryðjendur og framherjar um margt. Það, sem skiptir mestu miáli fyrir norsku þjóð- ina, er að vinna aftur það, sem tapazt hefir að völdum stríðs- ins og hernámsins, og því næst að 'hefja nýja og örugga sókn eftir þeirri leið, er liggur til auk innar hamingju og heillar 'þjóð ar vorrair. Norska þjóðin heyir um þess- ar mundir hetjulega ibaxáttu á tímum hinna mestu þrenginga, sem komið hafa yfir Noreg. Eri eigi að síður hefir hún hvorki glatað tnú sinni né dirfð. Hún hefir -tekið á sig hyrði sína vegna lands 'síns, og ég er þess full- viss, að hún mun ekki leggja hana af sér heldur hera hana, unz takmarkinu er náð. Vér, sem erlendis dveljucmst, höfum hins vegar lagt okkur alla fram um það, að verja Noreg og endur- heimta hann. Vér höfum lagt af mörkum bariáttu hinna niorsku hermanna og sjálf- boðaliða heima á Noregi. Vér höfuim lagt af mörkum betju- starf sjómannia vorra, og her- sveitir vorar taka iþátt í hern- aðaraðgerðum við hlið banda- manna. Norðmenn þeir, sem hafa tekið þátt á eða taka (þátt í haráttunni, 'hver á sínum vett- vanki, hafa með dirfð sinni og framlagi öllu, sannað, að þjóð vor er, þrátt fyrir hið langa ur, kafbáta og flugvélar, en fóru yfir Norðursjó í opnum bátum, jafnvel róðrarhátum. Þessar svaðilfarir fóru þau til þees að helga föðurlandinu krafta sína, oig þau sanna það, að saga þjóð- arinnar lifir. Enniþá sögulegri er iþó hin þögia, þolinmóða og stórfengilega barátta í' söknuði, fórn og þjámingíu. Norska þjóðin berst nú fyrir lí'fi sínu. Hún berst fyrir þeim anda, sem alþingi á Þingvöllum mótaði, og l'ögsögumaðurinn, Snorri Sturíuispn, boðaði af Lög- bergi: Réttarhugsjóninni, drott- invaldi laganria. Hin fögru urri- mæli Adams frá Brimum um ísland: „þar er enginn bonung- ur annar en lögin,“ sýna glögg- lega, hvert regindjúp er staðfest milli Þjóðverja að fornu og Þjóð verja vorra fcíma. Þér verði'ð að skilja, að þetta sfcníð er stórveldastyrjöld, sem enginn getur verið hlutlaus í. Það er bylting, sem hótar öllu, sem oss er heilagt, tortíming-U og dau'ða. Þetta sýnir baráttan, sem kirkjan og kennararnir heyja til verndar barnssálinni og til þess að frelsa sál þjóðar- innar. Þjóð vör er í nauðum stödd. Hún benst við óvin, sem er svo grimmur og siðspilltur, að eng- inn skilur það, sem ekki hefir reynt það. En hún gefst aldrei upp. H-ún er tilbúlnn að leggja allt r sölurnar. Á því er enginn vafi, að ein- hvemtíma rennur dagur sigurs- inB upp. Þá mun frjáls og sjálf- stæður Noregur senda hinu frjálisa íslandi kveðju sina, því að gleði þes-s er líka vor gleði. Þá reisir Noregur Snorra-ílikn- eskið hér 1 Reykhoilti. Það á að tj-á íslenzku þjóðinni hina inni- legustu þakklætistilfinningu, sem nútíma Norðmenn bera í brjósti til mesta sagnfræðings íslandis. Það var lífsstarf Snorra Sturlulsonar, sem ibjargaði norsku þjóðinni r mestu raun- um, sem yfir hana hafa dunið. frielsið -og föðurlandið. Þúsundir manna hafa þegar fórnað lífi sánu fyrir Noreg. Margir þeirra hviíla í framandi mold, og enn fleirum hefir verið ibúin gröf á ’hinum ýmsu höfum, þar sem þeir störfu'ðu í þágu Noregis til hinztu istundar. Norskar konur og börn geta þess vegna ekki lagt blóm á graf ir þessara manna í framfcíðinni. En þar irreð er eigi sagt, að þeir og dáðir þeirra hafi gleymzt. Öll-um þeim, sem fórnað hafa hinu dýrmætasta, sem nokkur maður á — lífinu — mun norska þjóðin búa hetjugrafreit í sögu sinni og þakklátari endurminn- irigu. Og þennan grafreit munu komandi kynslóðir varðveita löngu eftir að hinir svonefndu hetjugrafreitir hafa verið jafn- aðir við jörðu og öllum gleymzt. * VÉR, sem í dag dveljumst ffjarri Noregi, erum eigi aðeins á huga okkar og draum- um heldur og í veruleikanum ávallt á leiðinni iheim. Eftir því, sem dagur sigursins nálgast, fær umst vér og nær heimkynnum vorum og hinu dýrmæta föður- landi. Johan Nygaardsvold. Hverfisstjórar við lýðveldiskosningarnar, eru beðnir að skila störfum í dag í skrif stofu kosninganna í Hótel Heklu. Sími 1453. friðartíinabil, sem hún hafði lif að, þróttug þjóð, 'sem — þá þörf in krefur — er þess albúin að fórna öllu, jþegar um er að ræða Glímufélagið Ármann heldur dansleik í kvöld í Tjarn- arcafé kl. 10 s.d. Ágóði af dans- leiknum rennur til bókasafns sjúklinga á Vífilsstöðum. 17. maí og Noregur Frh. aí 4. áaðu Sagan um líflðogbar- álfuna í Noregi f dag Baráttan á heimavígstöðvun- um í Noregi hefir vakið at- hygli og aðdáun um allan heim. Þar hefir þroskuð og menntuð þjóð sýnt, hvernig snúizt er við kúgun og áþján og fórnir hennar, í heild og hvers einstaklings, finnast okkur, sem erum áhorfend- ur, furðulegar, en þeim, sem færa þær, jafnsjálfsagðar og okkur að ganga til vinnu okk ar dagsdaglega. M@^ao DofrafjöII sfanda l er sagan um þessa þaráttu að vísu skáldsaga, en hinn tæri og heilbrigði skáldskap- ur er alltaf sannasta lýsing- in á veruleikanum, köldum, gráum og miskunarlausum, eins og mannlegt líf er á öld járnburðarins. — Og þannig er þessi skáldsaga Christians Wessels. Að vísu er þetta dul nefni, því að handriti sög- unnar var smyglað út úr Nor egi og saga þeirra hctja, sem það verk unnu, er óskráð. Rithöfundurinn, sem dylzt undir þessu nafni, var hins- vegar fyrir slríðið þekktur rithöfundur í Noregi, en nú , hefir hann fyrir löngu gripið annað vopn en pennan og berst með það í hendi, hinni leynilegu hetjubaráttu fyrir frelsi þessa undurfagra lands, sem nú stynur undir þýzkum stígvélahælum, og þjóðarinn ar, sem það byggir, sem nú verður að þola hörmungar kúgunarinnar, njósnanna, of- beldisverkanna, misþyrming- anna og annars styrjaldar- þöls. Meðan Dofrafjöll sfanda lifir frelsisþráin í Noregi og þaráttan gegn ofbeldinu og kúguninni. , Persónur í þessari dásamlegu skáldsögu verða öllum ó- gleymanlegar: Eyvindur, skáidið í baráttuklæðum leynistarfseminnar, Elín móð irin, sem er afsprengi hinnar norsku, mjúku móður, gamla frú Svan, sem elskar landið sitt, en á erfitt með að velja milli barnanna og þess, Elías á hryggjunni, gamli maður- inn, sem skipuleggur harátt- una þegar aðrir sofa, skó- smiðurinn, sem hefur upp- reisnina á eigin spýtur með hikugrun höndum og bæklað- an fót, Drengsi, sem ekki kann kænskulistirnar, en ræðst á garðinn, þar er hann er hæstur, Lotta, flóttakon- an, sem fellur á landamærun um og svo fjölda margar aðr ar persónur. Þetta er ógleym anleg skáldsaga af því að hún er hvorttveggja í senn: Sönn og dásamlegt listaverk. Þegar tímar líða verður það skráð í söguna, að þessi skáld ' saga kom út á íslenzku áriS 1944.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.