Alþýðublaðið - 17.05.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.05.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. mal 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ | Bærinn í dag Næturlæknir er í Læknavarð- sofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast B. S. í., sími sími 1540. 12.10- 13.30 15.30- 19.25 19.40 20.00 20.30 21.00 21.10 21.25 21.45 21.50 ÚTVARPIÐ: —13.00 Hádegisútvarp. Útvarp úr Listamannaskál- anum: Hátíðarsamkoma Norðmanna á íslandi. —16.00 Miðdeghitvarp. Hljómplötur: Norsk tónlist. Ávarp vegna Mæðradagsins (Laufey Valdimarsdóttir). Fréttir. Erindi: Eiðsvallafundurinn 1814 (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). Norskir söngvar (plötur). Minningar frá Noregi 1905 séra Sigurbjörn Á. Gísla- son). Hljómplöitur: Norsk tónlist. Ávarp frá Skógræktarfélagi íslands (Hákon Bjarnason, skógræktarstj óri). Fréttir. Hallgrímssókn. Séra Sigurbjörn Einarsson mess- ar í Austurbæjarskólanum kl. 2 á uppstigningardag. Fríkirkjan. Messað á morgun (uppstigning- ardag) kl. 5, sr. Árni Sigurðsson. Nesprestakall. Messað í kapellu Háskólans kl. 11 árdegis, uppstigningardag. Frjálslynái söfnuðurinn. Messa á uppstigningardag kl. 2, séra Jón Auðuns. Eftir messu verð- ur aðalsafnaðarfundur. Áríðandi mál, Hjónaband. Nýlega vóru gefin saman í hjóna- band af sr. Bjarna Jónssyni, ung- frú Aðalheiður Stefánsdóttir sauma kona og Magnús Ketilbjarnarson trésmíðameistari. Heimili brúð- hjónanna verður í Garðastr. 49. Hjónaefni. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína frk. Jóna Einarsdóttir frá Seyðisfirði og Einar Guðgeirs- son, bókbindari. Dagsbrún heldur trúnaðarráðsfund í kvöld kl. 8.30 í Baðstofu Iðnaðarmanna. Rætt verður um vegavinnuverk- fallið, kosningu trúnáðarmanna á vinnustöðvum, orlofin o. fl. „Pétur Gautur“ verður sýndur í kvöld kl. 8. Að- göngumiðasalan er opin frá kl. 2. BARNASKEMMTUN Frh. af 2. síðu, eldrum og aðstandendum ,''">ra, með því að koma og hlusta á þau. Skemmtunin var fjölþætt og tókst mjög vel. Voru það aðal- lega börn á aldrinum 6 til 9 ára sem skemimtu, með söngv- um, upplestrum og listdans. Þá sýndu þau smáleikrit (Draum Dísu). Ennfremur lék Snorri Þorvaldisison, nemandi úr Tón- listaskólanuim einleik á fiðlu og Áslaug Sigurbjörnsdóttir, einnig nemandi í simábarnaskóla ísaks. Loks ihylltu börnin ís- lenzka fánann; tólf telpur í ís- lenzkum búningum gengu inn á leiksviðið með lítil flögg í hönd unum, en fjórir drengir héldu á tveim stórum fánum, og telpurn ar mæltu í kór fram fánakvæði Einars Benediktssonar. Að end- ingu var sýnd smá kvikmynd. Húsið var þéttskipað áheyrend- um, bæði börnum og fullorðnum sem höfðu sanna ánægju af kom unni þangað. Tulemusarkeppnin: Fyrsfa knaflspymu- mélinu laul með siflri „ 7 YRSTA knat'tispymumóti ! ársins 1944, Tulmíusarmót 1 inu er lokið, úi'slitaleikurinn fór fram s. 1.' öunnudag, milli K.R. og Valis. Sigraði Valur svo að ekki verður um villÉt með 4:1 eftir fjörugan leik. Yfirburðir Vals voru ótvíræðir eins og leiks lok sýna, og sanna enn einu sircii, að þegar Vals liðið beitir sér og vinnur markvíst, að þá er þar engin lömib að leika sér við. Sú breyting var á liði Vals frá fyrri Leik, að Fnímann Helga son liék nú aftur með á sínum gamla stað sem bakvörður, en Ánton lék útfrv. en Hafsteinn var ekki með. Fyxri hálfleik lauk með sigri Vals 2:1 og sköraði h. inn h. AlLi, bæði mörkin, fyrra markið með afarsnörpu loftskoti, sem vegna hraðans var ógerlegt fyr ir markvörð K.R. að verja, hið síðara með kollspyrnu eftir harða sókn. Siíðari bálfleikurinn lauk á þanm veg að aftur skorar Valur tvö miörk, og gera það útherjarn ir, Lolli og Jói, eru bæði þau mörk gerð með öflugum skotum ,eftir hraða sókn, í þessum háLf- Leik skorar og K.R. sitt eina mark, og geroi það Óli B. Jóns- son upp úr skoti mjög öflugu, frá Jóni Jónaissyni innh. en sem sendi knöttinn í aðra marksúl- una sivo hann hrökk út aftur, og fékk ÓLi þá náð honum og sent í markið og Hermann ekki við ger,t og lauk Leiknum þannig með sigri Valls, 4 mörkum gegn 1. Vann Valur þar með Tulin- íuisarbikarinn í annað sinn, en í fyrra var fyrista sinni keppt um hann og háði þá Valur úr- slitaleik við Fram tvívegis, lauk fyrri leiknum með jafntefli 1:1 og náði þá Valur sínu marki með vítaspyrnu, en seinni leik- um Lauk með sigri Vals 6:1. í þessum úrslitakappleik sýndi Valur enn yfirburði í við urieigninni við gamlan keppi- naut, var leikur hans allur mik ið léttari og öruggari en K.R. Siem þrátt fyrir álhuga sinn og góðan vilja tókst ekki að ná sér verulega á strik í Leiknum. ICannske að mörkin sem Vaiur skoraðii í byrjun fyrrihálfleiks hafi haft lamandi áhrif? Vert er að minna ieikmenn á það að knattspyrna og hand- knattieikur er áitt hvað. Tvíveg is eða þxávegis kom það fyrir að an-nar útfrv. Vals gerðd sér það til gamans að hriifsa knöttinn imieð böndunuim sýnilega vilj- andi, hins vegar má kannske veita honum það til vorkunnar að hann er einn af handknatt- leikismeisturum Vals, annars er svo.na yfirlagt handapat hund- i leiðinlegt í knattspyrnu og á auð vitað ekki að eiga sér stað. — En þrátt fyrir ýmsar misfellur og mistök í þessu móti eins og • t. d. rangar sendingar vitlaus * innivörp klauifalegar hiornspyrn- ur tog fléira, sem æt'ti ekki að sjást hjá meistarafílokksmiönn- um, þá spáir það þó ýmsu góðu um knattspyrnu í sumar, þegar miðað er við þann litla sem engan æfingatíma sem félögin hafa haft til að búa sig undir þetta mót. En þó því aðeins að æfiniga verði nú hafnar með full um krafti og alvöru. Ebé. Þakka hjartanlega alla vinsemd mér auðsýnda á sjötugs skáldsagan um IffitS heima í Noregi eins og það er i dag. Höfundurinn tekur sjálfur þátt í hinni leyni- Segu baráttu og handriti hans var smyglað með fSóttamönnum út úr landinu. Séra JaSc©ij J@bisss©h hefir þýtt skáldsöguna sniISdarSega. Hún hefir verið gefin út á sænsku og vakið geysiíega athygli. Innan skámms kemur hún út á svissnesku.. Friid blaðafulítrúi Norðmanna hér, hefir ritað á- gætan formáia fyrir ísSenzku úfgáfunni. Þetta er einhver dásamSegasta skáídsaga, sem komið hefir út á þessari öld járnburðar og kúgunar, sýnir hetjudáðir alþýðu, verka- fóíks, sjómanna, embættismanna, skálda og óþekktra stétfSeysingja. Þetta er ógSeymanlegur óður tsS hins frjáSsa Sífs og eldleg hvöt ölSum þeim, sem elska freSsi og hata kúgun. L E S S © rr VI3fal vi3 formann kánlns, Egil Sfefánsíön, fjæjarfólStrúa afmæli mínu. Anna Jónsdóttir, Hafnarfirði. í ‘ V Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Siglufirði, laugardag. KARLAKÓRINN „VÍSIR“ á Siglufirði hélt 20 ára af- mælisfagnað sinn að Hótel ; Hvanneyri á föstudagskvöld. A [ föstudaginn var efndi hann til söngskemmtunar í Bíóhúsinu ’ undir stjórn Þormóðs Eyjólfs- ' sonar, og var húsið fullskipað og fór söngskemmtunin prýði- lega vel fram, enda hefir kór- inn æft vel undir þennan af- mælisfagnað sinn. í tilefni afmælisins sneri ég mér til formanns kórsins, Egils Stefánssonar, bæjarfulltrúa, og sagðist honum frá á þessa leið: „Karlakórinn ,,VIsir“ er stofn aður 22. jan. 1924, og tildrög til stofnunar hans voru þau, að veturinn 1923 komum við nokkr ir félagar saman að tilhlutun Halldórs Hávarðarsonar til þess að æfa nokkur lög okkur til skemmtunar. Milli jóla og nýárs sama ár héldum við svo sam- söng fyrir troðfullu húsi í fim- leikasal barnaskólans og feng- um við mjög góðar viðtökur hjá áheyrendum. Upp úr þessu óx okkur svo ásmegin, að við stofn uðum þetta söngfélag, sem nú er 20 ára. Var það mest að þakka hin- um prýðilega söngstjóra, Hall- dóri Ilávarðssyni, sem var lífið og sálin í þessum félagsskap okkar, en sem við urðum að, sjá á bak eftir skamma viðkynningu en góða, því hann andaðist 4. maí stofnárið 1924. Þá tók við söngstjórnipni Tryggvi Kristinsson kennarij og gegndi því starfi í 4 ár af mikl- um dugnaði. Við söngstjóra- starfinu af Tryggva tók Þormóð ur EyjólfsS'On. Hefir hann gsngt því starfi síðan eða í tæp 15 ár. Á því tímabili, sem Þormóður hefur stjórnað þessum kór, hef- ur „Vísir“ náð mestum og bezt- um þroska. Hvorutveggja er að Þormóður er duglegur og mað- ur einbeittur, svo hefir honum og tekist að fá hingað hinn á- gæta söngkennara Sigurð Birkis til þess að æfa kórinn, og nú síðast hinn efnilega söngvara Kjartan Sigurjónsson, sem hef- ur æft kórinn af miklum dugn- aði og smekkvísi. Fyrsti formaður karlakórsins var Dúi Stefánsson. „Vísir“ gekk í Samband íslenzkra karla kóra 1928. Fór hann fyrstu söngför sína til Ólafsfjarðar 24. janúar 1929. Hafði Tryggvi Kristinsson söngstjórn á hendi. Söngurinn tókst prýðilega vel. Alls hefur kórinn haldið um 120 söngskemmtanir á Siglu- firði, farið í 14 söngferðalög og sungið á 23 stöðum víðsvegar um landið. Þar með talið á Ál- þingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Voru söngmennirnir þá að eins 14 að tölu. Karlakórinn hefur og sungið nokkur lög á plötur. Meðal ann- ars lög eftir Bjarna prófessor Þorsteinsson, sem verið hefur hin skæra leiðarstjárna í öllum söngmálum þessa bæjar og ó- þrjótandi starfsmaður og leið- beinandi hins unga kórs, meðan hans naut við. Egill Stefánsson, sem er stofn andi „Vísis“ hefur verið formað ur hans í full 15 ár og í vara- stjórn í 5 ár, eða verið stjórnar- meðlimur kórsins öll 20 árin. ALla tíð hefir Egill sýnt hinn mesta dugnað ,sem formaður þessa félagsskapar enda á hann óskipt traust allra kórsfélag- anna. Hin mörgu söngferðalög hafa að sjálfsögðu mest mætt á formanninum, en Egill hefur jafnan verið formaður hverrar söngfararnefndar, enda hefur hann aldrei reynt ao hliðra sér hjá því að leysa úr þeim mörgu vandamálum, sem slík ferðalög hafa í för með sér. Egill Stefánsson hefur því með 20 ára stjórnarstarfi sínu í karlakórnum ,,Vísi“ urinið verk sem hann getur verið ,stoltur af og sem hefur verið 6g verður honum ávallt til mikils sóma. Stjórn kórsins skipa nú: for- maður, Egill Stefánsson, ritari, Sigurður Jonsson og gjaldkeri Bjarni Kjartansson. VISS Byggingarfélag verkamanna heldur aðalfund sinn næstkom- andi sunnudag kl. 2 e. h. í Albýðu- húsinu við Hverfisgötu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.