Alþýðublaðið - 24.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.05.1944, Blaðsíða 6
«r Reykjavíkurlið haiispyimráis Maríbvprður: .................................... Hægri bakrv.: ...................................... Vinstri balsv.: . ... ■;........................... Hægri fram!h.: .................................... iV[iðframvörður: .................................. Vinstri fraimiv.:.................................. Hægri útframlherji: Hægri inníherji: . MiSframiherji: ... Vinstri inniherji: . Vinstri útiherji: . Veljið í stöðurnar bezta liðið, að ykkar dómi. Sendið síðan atkvæðaseðilinn á lokuðu umslagi til Aiþýðublaðsins fyrir 29. jþ. m. merktan: „Reykjavrkurlið Knattspyrnu- ráðs.“ M III Máiifjilla... Frh. af 5. síðu. ræða. Þegar hann kom aftur til Gondar og tjáði konungi lands- ins, hversu för sín hefÖi tekizt ■ giftusamlega, varð hans hátign glaður og lét orð um það falla, að Bruce yrði að setjast þar að og ala þar aldur sinn til æviloka. En til þess mátti Bruce ekki verða hugsað. Nú þráði hann mest af öllu að komast sem fyrst heim til Bretlands og gefa Georgi þriðja skýrslu um för sína. En í hvert sinn, sem hann baðst far- arleyfis, var honum tjáð, að slíkt kæmi ekki til mála — að Abyss- íníumenn ætluðust til þess, að hver sá gestur, er sækti þá heim og fengi leyfi til landvistar, dveld ist meðal þeirra eftir það. Og sízt hafði aðstaða Bruces gerzt hagfelldari við það, að hann hafði komizt til mikilla mannvirðinga og hlotið almennar vinsældir. Ástæðan til þess, að hann fékk brottfararleyfi að lokum, var sú að hann kenndi sjúkleika, er ágerð ist óðum. En því aðeins var hon- tim brottfararleyfi veitt, að hann hét því að hverfa aftur til Abbys- síníu og dveljast þar, ef hann kæmist til heilsu að nýju, sem eigi varð. Förin til strandar Norður- Afríku var ef til vill mesta mann- raunin, sem hann rataði í um ævina, því að hann var sjúkur maður. Hann ákvað að leggja ieið sína yfir hina miklu Nubíu- eyðimörk og fylgja því næst Níl til Miðjarðarhafsins. Þegar þeir félagar voru staddir í miðri eyði- mörkinni, urðu þeir þess varir, að sandbylur myndi brátt skella á þá. Matvælabirgðir þeirra voru af skornum skammti. Menn og úlfaldar voru nær örmagna af völdum hita og þreytu. Bruce freistaði þess að hraða för þeirra sem mest hann mátti, en sann- færðist brátt um það, að von- laust var að þeim myndi heppn- ast að hafa undan óveðrinu, er í vændum var. — Hann tók þá þann kost að skilja allan farang- urinn eftir og lyraða því næst för sinni sem frekast var auðið. Þeg- ar hann kom til Assuan, var hann nær dauða en lífi. En eigi að síð- ur fékk hann sér óþreyttan úlf- alda og hélt aftur út í eyðimörk- ina til þess að leita að hinum dýr mæta farangri sínum, sér í lagi þó dagbókum sínum, uppdráttum og handritum. Honum til ólýsan- legrar gleði bar leit hans tilætl- aðan árangur. Því næst hélt hann svo áfram för sinni meðfram Níl — heim á leið. Honum var í fyrstu vel fagnað, er heim til Bretlands kom. — Konungurinn stefndi honum á fund sinn og óskaði honum til hamingju með þá miklu dáð, er hann hafði drýgt. Hann hafði efnt til vináttu milli Abyssíníu og Bretlands. jHann hafði kynnzt lífi og háttum fólks þess, er byggði Norður-Afríku. En hamingja hans reyndist skammvinn. Fólk tók brátt að efast um sannleiks- gildi sagna Bruces. Margir urðu til þess að vefengja frásögur hans opinberlega. Þeirra meðal var dr. Johnson. Bruce ákvað þá að rita ferðasögu sína til þess að hnekkja þessum orðrómi. Hann fluttist til Skotlands og vann af miklu kappi að því að semja bók sína. Ritverk þetta reyndist nema fjór- um binaum. Mér er næst að ætla, að engri bók annarri hafi verið öllu verr tekið. Hún varð almennt umræðuefni manna, og flestir urðu til þess að kveða henni þunga áfellisdóma. En tveir menn á Bretlandi létu þó allt þetta sig litlu skipta. Annar var James Bruce sjálfur. Hinn var Georg konungur þriðji. En könn- uðir þeir, sem fóru í slóð Bruces, færðu mönnum heim sanninn um það, að hvert orð frásagna hans var sannleikanum samkvæmt. — En Bruce lifði það ekki að hljóta fulla viðurkenningu afreks síns. Ævi hans lauk með furðulegum hætti. Hann var að fylgja aldur- hniginni hefðarfrú niður stiga, er hann missti fótanna og féll. Hann lézt næstu nótt. Slík urðu enda- lok hins mikilhæfa manns, er kannaði ókunna stigu og lagði fyrstur Norðurálfumanna leið sína til Mánafjalla og Nílarlinda. Skoðanakönnun Inatl spyrnumanna. EINS og áður hefir verið frá sagt sér í blaðinu, efnir Knattspyrnuráð Reykjavíkur til kappleiks á íþróttavellinum 31. þ. m. af tilefni 25 ára afmælis ráðsins. Og eiga áhugamenn knattspyrnunnar að skipa lið- in, sem keppa, með því að út- fylla atkvæðaseðil þann, sem birtist hér í blaðinu í dag. Æski legt er að skrifað sé greinilega á seðilinn, svo ekki verði um neinn misskilning að ræða er at- kvæoin verða talin. Eins og áð- ur var frá sagt skipa þeir A-lið, sem flest atkvæði fá, en B-lið þeir, sem fá næst flest atkvæði. Fresturinn til að skila atkvæða- seðlinum til blaðsins er útrunn- inn 29. þ. m. ALÞYÐUBLAPIS___________________________________ Mlðvikudagtu- 2,4. maí 1944. f;í,s . . Gaðtntmdur G. Bagalí n EG HEYiRI svo sagt, að Sig- uxður Thoroddsen — ég sleppi viljandi s-inu milli skírn- ar- og ættarnafnsins — og bið um leið Sigurð stærðifræðikenn- ara og verkfræðing Tboroddsen og hans aflooomendur velvirðing ar á þessu, — já ég heyri sagt, að Sigurður Thoroddsen — þing maður svo sem — hafi á föstu- dagskvöldið geipað nokkuð í út- varpið um Hannibal Valdimars- son skólastjóra og ritstjóra á ísa j firði út af afstöðu hans gagnvart 5 stjórnarlskrármiálinu. Heyri svo j sagt, segi ég, vegna þess, að þó í að ég hlustaði á ræðu Ásgeirs j alþingismanns Ásgeirssonar og í fleiri merkra manna, fluttar j þetta kvöld, þá nennti ég ekki að leggja eyrun viðskvaldri Sig- urðar, frekar en ég fyrir nær- fellt tveim árum hirti um að mæta fyrir rétti, þá er 'hinn sami iSigurður stefndi mér út af iþeim sannindum, sem ég skrif aði um hann, þegar hann var að gutla við framiboð til alþingis á ísafirði, talandi þannig, að auð heyrt var, að bæði skorti hann þekkingu og álhuga á þeim mál- um, sem fólk varðar nokkru, en hins vegar reynandi að staula út úr sér kímni- og keskni-yrð- um með nokkurra miínútna milli bili og stami. Þarna stóð nafn þetta sem 'hver önnur undirtylla þeirra undirtyllna, er snúa jafn .an snældu sinni eins og erlendri landránaþjóð, undirokara smá- þjóðanna, þykir bezt henta, og jþótti mörgum Vestfirðingi það harðla Iþungbært, að nafn hinn- ar gömlu kempu, Skúla gamla Thoroddsen, skyldi vera notað sem eins konar hommerki í fána hamars og sigðar, og fannst flestum góðum mönnum slík 'breytni ekki óáþekk hátterni jþeirra, sem hafa haft Danne- brog í hjartanu og hafa þar nú stjörnufánann, en ibera svo mynd Jóns Sigurðssonar í hnappagatinu . . , . . . . Þó að menn séu í sama flokki og um heiidarstefnu sam- mála, getur þá gjarna greint á um bæði stór mál og smá, en slíkt verður ekki hugsandi mönn 11111 og sjálfum sér ráðandi til sundurlyndis og ekki þröskuld- ur á vegi saimivinnu þeirra í framtíðinni. Við Hannibal Valdi marsson hiöfum nú á ellefta ár unnið saman í bæjarstjórn ísa- f jarðar, auk þess sem við höfum verið samstarfsmenn í skólamál um, útgerðarmiálum, verzlunar- máíum og verkalýðtemáluna og í bæjarstjórn auðnaðist okkur með aðstoð góðra manna árið 1934 að hnekkja sameiginlegri óstjórn íhalds og komimúnista. Eftir það hengdu kommúnistar á ísafirði hafuð sín á brjóst nið- ur um margra ára skeið og ihafa raunar aldrei borið sitt barr síð an. En nokkuð Aækkaði hagur þeirra, þá er þeir fyrir síðustu bæjarstjórmarkosningar undir forystu versta verkalýðsböðuls á Vesturlandi — og blikkdósa- sala og landslhornamanns — rugluðu saman reytum sínum við ruslaralýð úr Sjálf- stæðMlokknum, studdir af vand ræðagemlingi úr Alþýðuflokkn um, og hafði sá flosnað úr ull allrar samvizkusemi og sjálfs- virðingar, svo að gljáði á náber- an herðakamlb sjálfshyggju og ræktarleysis, jatfnvel við hans nánustu. Þetta var svo það lið, seon kaus Sigurð við kosningar til alþingis . . . Mig óar við að segja drottinn sé með yður yfir Skeiðamönnum! er haft eftir presti nokkrum. Það hefir þó nokkrum sinn- um komið fyrir, að við Hanni- bal Valdimarsson höfum ekki getað orðið samferða um úr- lausn miála, og hefir það ekki komið að sök, en í sjálfstæðis- málinu vorum við lengst sam- mála — eða fram að því, að skeyti konungs og ummæli bár- ust hingað til lands nú fyrir skemmstu. En þá er leiðir skildu vildi ég, að afstaða mán kæmi glögglega fram vestra, þó að ég væri fjarverandi, og isendi ég því svdhljóðandi skeyti: „I/ýðveldisnefndin, ísafirði. Óska að birta sem fregnmiða eftirfarandi yfirlýsingu: Svo sem allir ísfirðingar vita, var ég einn af þeim fyrstu, sem létu i ljóis, að okkur Islending- um bæri — vegna nútíðar og framtíðar — að gæta svo, að ó- yggjandi væri, laga og réttar við niðurfellingu sambandslaga- samningsins frá 1918 og fresta gildistöku lýðveldisst j órnar- skrár, unz vitaður væri vilji konungs, sem ég bjóist við að verða mundi í samræmi við þjóðarviljann. Aftur á móti ’hefi ég alltaf litið svo á, að meira bæri að virða vilja þjóðarinnar en fconungsins, ef árekstur yrði. Nú hefir konungur lýst van- þóknun sinni á gildistöku lýð- veldi'sstjórnarsikrár, sem Al- þingi hefir samlþykkt, og honum verið birtur boðskapur frá rík- isstjórn íslands. Þiá hetfir kon- ungurinn einnig sagt, að þó að miálið hefði yerið við hann rætt, þá hefði hann ekki að sinni sam þykkt gildistöku stjórnarskrár- innar, og ekkert lof-orð hefir hann gefíð um það, að hann muni gera það síðar. Ég er þess minnugur, að árið 1918 greiddi atkvæði ó móti sambandslaga- samningnum allur líhaldsflo'kk- urinn danski, og virðist mér fyllsta ástæða til að ætla, að ó- hreyttur andi hans ríki í svari konungs, is-em virðist meta meira danskan óhaldshugsunarhátt, en íslenzkan þjóðarvilja. Ég tel því hvorki rétt né öruggt að fresta gildistöku stjórnarskrár þeirrar sem næstu daga á að berast undir atkvæði allra íslenzkra kjósenda, hvað þá greiða at- k-væði á móti henni. Hins vegar mundi -afstaða m)ín hafa verið öðruvísi, ef konungur hefði sagzt vilja hlíta íslenzkum þjóð arvilja, þótt hann aftur á móti ósikaði þess, að gildistaka stjórn arskrárinnar færi -efcki fram fyrr en að lokinni styrjöldinni bér í Evrópu.“ M'ér er kunnugt um það, að ágætir m-en-n úr að minnsta kosti þremur flokkum á ísafirði hafa sömu afstöðu og Hannibal Valdimarsson í stjórnarskrár- miálinu, og -veit ég að honum og þeim gengur ekkert annað til en samvizku-semi — og um- hyggja fyrir fyllstu sanngirni og drengskap af hendi okkar Is- lendinga. Þeir munu ekki vænta sér gulls eða grænna skóga úr suðri, austri eða vestri, og aldrei hafa þeir gerzt íblóðsugur, er tækju að sér fyrir okurverð framkvæmdir í þógu hinna -stríð andi lýðræðisþjóða og gyldu ekki einu sinni verkafólki sínu brot af okurgróðanmn, heldur stymgju honum i sinn eigin vasa. Ég mun ekki fara -verulega út í það, að 'bera saman verðleika Hanniibals ValdimarsEonar og Sigurðar þess, sem víst verður að nefna Thoroddsen, en ég kveinka mér við að láta fylgja svo mikið sem fyrsta staf föð- urnafnsins. Hvernig skyldi sá samanburður geta átt sér stað? Hannibal hefir — auk mikils startf-s í skólamálum ísfirðinga og sívakandi elju í toæjarstjórn, verið um langt skeið forystu- maður verkalýðssamtakanna á Veistfjörðum, verið lengi for- maður stærsta verkalýðsfélags- ins lá Vesturlandi, verið frum- kvöðull og öldubrjótur margs konar fraimkvæmda í verkalýðs- málum, haft Æorystu um atvinnu miál og verið ritstjóri blaðsins Skutuls fyrr og sáðar — allt án nokkurrar minnstu þóknunar. Sigurður? Vilja nú ekki einhv-erjir góð- ir menn vera með miér um að stofna til verðlaunasamkeppni, sem miði að þvá að leiða í ljós einhvern árangur af starfi Sig- urðar þessa í þágu hinna vinn- andi stétta á landi hér — eða þó að ekki væri nema á Vest- fjörðum? Jónas gamli Lie var ekki ein- ungis góðskáld, hann var líka einn atf sjálfstæðiskempum Norð ma-nna — n-ú otftnefndur Jónas Lie er alræmdur -kvislingur eða kúsinen, hvort sem menn held- ur segja, því að beiskt er hvort- tveggja í munni. Nafnið er ekki nóg. Og ein- hvern tarn-a mun hafa verið um það talað á landi hér, að menn köfnuðu undir nafni. En köfnun þótti aumlegur dauðdagi hér áður fyrr, hvað sem nú er talið. Guðm. Gíslason Hagalín. Nálverkasýningar vorsins. Frh. af 4. síðu. gos, Úr Kverkf jallarana, og Blá- her og Gulviðir sömuleiðis. íslenzkir listamenn eiga stórt hlutverk að vinna með okkar þjóð. Á þeirra herðum hvílir sú -skylda, öðrum fremur, að sanna veröldinni að við séum sérstök tþjóð sem eigum skilið að lifa isem sjiálfis-tæð þjóð. Málararnir okkar verða að skilja að það gera þeir ekki með því að gerast taglhnýtingar Cezanne og Pi- 'casso, heldur með því að hor-fa á viðfangselfinin með eigin aug- irn oig þora að koma fram fyrir umheimiinn s-em íslendingar. Ég hefi stundum undrazt hve er- lendir kennarar hafa getað þveg ið þjóoareinkenni fljótt og vel -af ungum mönnum sem leitað hafa utan til náms og er þá verr farið en heima setið. En því þakklátari megum við vera hinum sem halda sínum íslenzka svip og láta ekki er- lenda menn móta sig eftir -þeirra skapi eins og deigan leir. 10. apríl 1944. Ragnar Ásgeirsson. Vinnu- og skemmii- foif Dagsbriínar aasf- ur í iand félagsins um hvítasunnuna. VINNU- OG SKEMMTIFERÐ fer sjálfboðalið úr Dags- brún um hvítasunnuna austur í land félagsins til að vinna að lagningu ca. 150 metra langs vegar. Lagt verður af stað á laugardag. Ferðir fríar. Þátttakendr eiga að hafa með sér mat, svefnpoka eða teppi og tjöld, ef hægt er, ennfremur vinnuföt. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér skóflu og haka og hjólbörur, ef þess er kostur. Þeir félagsmenn, sem vilja taka þátt í ferðinni, eru beðnir að tilkynna þátttöku sína á skrif stofu félagsins eigi síðar en n. k. fimmtudagskvöld. Skrifstofa þjóðhátíðarnefndar er í Alþingishúsinu. Viðtalstími daglega fré kl. 1.30 til kl. 3. Sími 1564.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.