Alþýðublaðið - 24.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÖUBL&MÐ Miðvikudagrur 24. maí 1944L Gtitatjórl: Stefán Pétnrsson. Simar ritstjómar: 4901 og 4902. Utatjóm og afgreiðsla 1 Al- þýSuhúsinu við Hverfisgötu. Otgefandl: Alþýðuflokknrinn Símar afgreiðslu: 4900 og 4908. Verð i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmlðjan h.f. NiSurlag á grein Ragnars Asgeirssonar. Málverkasýningar vorsin ÞJéðalajasafalð. Hugmynd blaðamanna FÉLAGS ÍSLANDS um að reisa varanleg húsakynni - yfir Þjóðminjasafnið í tilefni af end- urreisn fullvalda og óháðs lýð- veldis á íslandi fær hvarvetna hinar beztu undirtektir. Þjóðhá- tíðarnefnd hefir gert þessa hug- mynd að sinni tillögu og ritað ríkisstjórninni og formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um málið. Er talað um, að bygging húss yfir Þjóðminjasafnið verði ákvörðuð af alþingi jafnhliða því, sem lýðveldið verður stofnað. Allur þorri landsmanna hefir glöggan skilning á þessu máh. Alþingi myndi því tvímælalaust breyta mjög í samræmi við þjóð- arviljann, ef það tæki þessa á- kvörðun. Almenningur í landinu mun vera nálega á einu máli um það, að vegleg bygging yfir þjóð- legar minjar íslendinga væri framkvæmd, sem væri vel til þess fallin að vera gerð í minn- ingu um einstæðan atburð í sögu þjóðarinnar, stofnun lýðveldis á íslandi, * Þjóðminjasafnið er fullra átta- tíu ára gamalt. Allan þann tíma hefir það verið á hrakhólum um húsakost. Munir þess hafa legið undir skemmdum, og þjóðlegir minjagripir, eins og til dáemis minjagripir frá Alþingishátíðinni 1930, hafa glatazt vegna óhæfi- legs umbúnaðar um þjóðleg.verð mæti okkar íslendinga. Þetta er höfuðsmán, og brýn þörf, að úr verði hætt án tafar. Sama máli gegnir um listasafn ríkisins. Fyrir það hefir aldrei verið til neinn samastaður. Lista- verkin eru dreifð hingað og þang að: í opinberum skrifstofum, í al- þingishúsinu, í skólahúsum og jafnvel í einkahíbýlum manna. A1 menningar hefir aldrei átt þess kost að skoða listasafnið, og sjá allir, að við svo búið má ekki standa. Gagnsemi safns, sem. er fólkinu sjálfu lokaður heimui, er auðvitað mjög takmörkuð. < * Það er ætlazt til, að bygging sú sem hér um ræðir, rúmi alla þjóð lega minjagripi íslenzku þjóðar- innar og listaverkasafn hins op- inbera. Ef sú bygging á að verða til frambúðar, má ekki skera hana við nögl. Söfn þjóðlegra gripa, sem hafa minja- og menn- ingargildi, hlýtur að vaxa jafnt og þétt. Og það er ekki hvað sízt ástæða til að leggja ítarlega rækt við söfnun slíkra gripa einmitt um þessar mundir. Hinar| stórstígu breytingar í lifnaðarháttum og atvinnulífi þjóðarinnar undan- fama áratugi hafa valdið alda- hvörfum. Margskonar gripum, á- höldum og munum, sem verið hafa í eigu þjóðarinnar öldum sam an, hefir verið kastað fyrir róða. Hér eftir munu þeir hvergi finn- ast nema í safni þjóðlegra minja- gripa. Húsnæðisskortur Þjóðminja- safnsins hefir til þessa staðið í vegi fyrir ítarlegri söfnun þessara muna. En nú má engan tíma missa. Það eru síðustu forvöð að bjarga því, sem bjargað verður. Af þessum sökum, ekki sízt, er það aðkallandi nauðsynjamál, að reisa Þjóðminjasafninu húsa- kynni, er nægja megi til fram- búðar. ÞANN 25. marz opnaði Bene- dikt Guðmundsson mál- verkasýningu í Safnahúsinu á 35 olíumyndum. Þeir sem hafa dregið mjálara okkar í dilka und anfarið, 'hafa skipt iþeim í at- vinnu- eða listmúlara og „fri- stundamálara11 — o.g mun eiga að leggja mun óæðri merkingu í sáðará titilinn. En sú skipting er algerlega röng, því það gildir einu hvort verk er málað í „frí- stundum“ eða ekki — aðalatrið ið er 'hvort vel sé á pennsli hald ið og vel með liti farið eða illa. Þarna var margt að sjá sem óvenjulegt (þykir hér, svo sem blaðaúrklippur límdar inn í myndaflötinn og alúmiímum mjólkurtappa negldan í eina myndina o. fl. (þess háttar uppá- finningar. Þó þetta sé miáske nokkur nýjung hér, þá er Bene- dikt þó aldarfjórðungi á eftir tímanum í fþessu efni — 'því þeg ar ég var unglingur úti í Kaup- mannalhöfn iþiá léku ungir og hug rakkir og uppreiisnargjarnir list málarar sér að þessu, er þeir voru að losa sig undan gömlu og þungu þrældómsoki. Þá þurfti ihugrekki brautryðjenda til að gera og sýna siíkt í fyrstu skiptin — og það er ævinlega skemmtilegt að sjá uppreisnar- hug æskunnar brjótast út. Þó var þetta ekki danskt í uppruna sínum, heldur franskt, menn eins og Picasso og Matisse gengu á undan í að rífa niður gömul lögmál og byggja upp eftir öðr- um nýjum. Svo komst margt af þeasu í blöð og bækur og barst út ium allan beim og loks hingað á hala veraldar, þegar það er orðið-'úrelt og ófrum- legt og nú þanf ekkii hugrekki fyrir tvo aura til að ganga þessa troðninga, sem Benedikt Guð- mundssori veður upp að hnjém 25 áruim á eftir Danskinum en hálfri öld á eftir þeim sem mynd uðu þessa nýju slóð. Það er sagt að Benedikt bafi notið til sagnar Þorvaldar Skúlasonar, — slæmir kennarar sem for- danska íslenzka nemendur sína og forlheimska þá svo að per- sónuleiki þeirra minnkar eða verður að engu, gera þiá að eftir- hermum ií stað íþess að efla þá til sjálfstæðis. Þarna voru öll „mótívin“ sem við könnumst svo vel við frá ýmisum sýning- um og erlendum bókum, borð- ið, gítarinn og glugginn. konan með skakka nefið o. s. frv. sam- kvæmt alþjóðaresepti. En sjálf- stæðan listamanninn eygði ég f hvergi. i Til þess að sýna hann skorti hugrekki, þessir menn þora ekiki upp úr troðningunum, nú þarf | meira hugrekki til bess en til að vaða bá upp að hnjiám eða skríða þar. Eyjöllfur Eyfells er hugrakk ari miálari en Jón Þorleifsson og Benedikt Guðimundisson, hann þorír að miála eins og honum sýnist, þorir að taka ekki þátt í kaiprhlaupi tnVkunnar. ' iSamkvæmt „myndrænu“ res- epti tiískumálara hétu myndirn- ar: „Uppstilling.“ — „Frjálsar hreyfingar“ fmyndbygging). LÍff hlutanna," „Myndlbygging yfir bvæði“ „Rauði klúturinn“. „Stillt á stól“ „Myndbygging í rauðu“ o. s. frv. ’— bvi nú mega nöifn miálverka ekki vera „bók menntaleg“, það var skammar- vrði ií munni sumra danskra listdómara fyrír meira en manns aldri síðan. Sjálfsagt að fara eft ir því, hér, — ikke sandt? Um listameðferð og vinnu- brögð á þessari sýningu Bene- dikts Guðmundssonar, miátti ýrh islegt gott segja, í surnum mynd um mátti sjlá vel samaistillta liti og snoturt handlbragð. Hann hlaut líka þá uppörvun að tveir menn úr hópi góðra málara — Engilbert og Scheving skrifuðu um sýninguma af skilningi og góðvilja — eins og þeirra var von og vísa. Máske má vænta einhvers góðs af honum í fram- tiíðinni, ef hann losar sig und- an áþján erlendra og innlendra tízikuimálara og sýnir sinn eigin per.sónuleiika, — sé hann til, undir húð þesis lærdóms er hann hefir tileinkað sér hér og þar. Er mér jafnilla við eftirlíkingar erlendra meistara, sama hvort það er frá Picasso á Bsnedikt — „via Þorvaldur Skúlason“, eins og B. G. orðar það svo neyð arlega lí Viílsi; eða frá Cezanne ,via Jón Þorleifsson1. Eitt fannst mér þó vítaverðast á þesSari sýn ingu B. Guðm. í Safnahúsinu og var það mikill óskapnaður sem hann nefndi „Orrustan um Stal ingr.ad.“ Ég krefst þeirrar bátt- vísi af miálurum okkar að þeir láti helgustu hugtiök annarra þjóða í friði, þegar þeir geta ekki gert þeim betri sikil en þarna var gert. Engin þjóð hefir fórnað jafn miklu fyrir land sitt og menningu einis og hin rúss- neska hefir gert í þessari styrj- öld og Stalingrad er hið bjarta tákn baráttu þeirra og sóimir sér illa að við íslendingar, sem eng an þátt hefum tekið í baráttunni fyrir frelsinu, en viljum þó njóta þess ií ríkum mæli, mánn- uimist 'baráttu Rússanna með Mt- ilsvirðingu. * Nokkru eftir að Jón Þorleifs- ison lokaði sýndngu sinni í Lista- mannasikálanum opnaði Guð- mundur Einarsson frá Miðdal í Mosfellssveit sýningu á lista- verkum sínum á sama stað. Það er langt stíðan Guðmundur hefir haldið jafn yfirgripsmikla sýn- ingu og þarna og gat þarna að líta á hvaða stigi þessi listamað- ur stendur nú — þsgar hann nálgast fimmtugasta aídursárið. Guðmnndur Einarsson er f jöl hæfur listamaður — vafalaust sá fjiölhæfasti sem við eigum. Við eru-m vanir að nefria hann myndhöggvara í daglegu tali og þarna voru allmörg mynd- höggvara verk og mörg þs-irra góð stærst þeirra var „Móðir hafsins,“ hafmeyjar með barn sitt, hugþekkt og vel unnið verk en ekki sérlega frumlegt, haf- meyjan, eins og hugmyndaflug þjóðanna hefir mú einu sinni mótað hana. Bezta mótaða mynd in fannst miér vera brjóstmynd- in af Einari Guðmundssyni bónda í Miðdal, sem látinn er •fyrir nokkrum árum. Var hún snilldarverk, sönn og rétt lýs- ing hins prúða mianns sem Einar var alla daga og hefir Guðmundur minnzt föður síns eins vel og honum bar með þessu verki. Hinar yngrí högg- myndir Guðmundar 'báru vott um ágæta framför, borið sam- an við eldri mvndir hans eins og t.d. Loka og Sigýn konu hans. Guðmundur er handverksmaður ágætur, ber virðingu fyrir góð- uim fallegum vinnulbrögðum. leyfir sér aldrei að fúska við hlutina. Um langt skeið hefir Guð- mjundur verið eini íslendingur- inn sern hefir rist myndir í málm — raderað, svo nokkru nerni. Var margt miáknristu- mynda á þesisari sýningu bæði eldri og yngri. Væri æskilegt að fleiri listam.enn okkar legðu stund á svartlistina, grafið, rad- eringu, tréskurð og þ. h. því að venjulega eru prentuð nokkur eintök af hverri mynd og verð- inu stil'lt í tóf og því auðveldara fyrir alm'enning að eignast slík listaverk en dýrar vatnslita- eða olíumyndir. Það sem setti glæsilegastan svip á þessa sýningu Guðmund- ar frá Miðdal voru þó olíumiál- verkin. Vegna þeirra var þessi sýning ein hin heilsteyptasta sem hér hefir verið haldin, i>g eftir hana er það augljóst mál að Guðmiunidur er ekki einungis góður myndhöggvari heldur einn af betri máluruim okkar. Myndir hans hafa allar svo per- sónulegan blæ að eiginlega er óþarft fyrir hann að mála nafn- ið sitt á þær, þær eru hans eig- in verk, hann er ekki taglhnýt- ingur annarra meiistara. Guð- mundur fná Miðdal þekkir á- reiðanlega list Cezannas, Matiss es og Picassos og alla „isma“ síð ari tíma jafnvel og sumir þeirra sem mest henma eftir þeim, — en hann hfafnar iþvá að láta þá hafa áhrif á málverk sín og högg my.nidir — gengur siína eigin leíð án þess að koma við á þeim bæj um. Það sem hefir mótað list hanis mest er okkar eigið, bless- aða og kalda land, ibyggðir þess og þó miáske einkum óbyggðir og allt það sem þar lifir og hrærist í skauti náttúrunnar. Frá því ölilu skýrir hann með pennsli þess manns sem er vel sjáandi og skilur það sem hann sér. í mynd unum er jafnvægi sjiálfrar nátt- úrunnar og Guðmundur notai frekar kalda liti en heita og við- fangsefni imlálarans ná frá því smiæsta og yndislegasta í náttúr unni '(OBláber og Gulviðir) til hinna stórkiostlegustu eldsum- brotá í Vatnajökli. Guðmundur hefir hugrekki til að gera myndir af því sem hann sér, til að gefa sanna' mynd, „illustrera“ enda þótt tízkumál arar og tízkulistd'ómarar noti nú orðið „Illustration“ sam hálf- gert háðsyrði þegar um mynd- list er að ræða. Við þurfum að Gardínutau á kr. 2,50. Silkisokkar 4,45 ísgarnssokkar 5,60 Sumarkjólatau 8,25 Nærfatasett . 12,70 Brjósthaldarar 7,70 Sokkabandabelti .... 20,50 Barnasokkar 3,40 Barnabuxur 7,50 Barnasloppar 19,50 Taft 7,20 D Y N G i A Laugaveg 25. eiga hugrakka listamenn, sjálf- stæða gegn erlendum yfirdrottn unarstefnum, ef liist okkar á að verða sjálfstæð og íslenzk — í stað þess að' Mkja eftir erlendri tízku. Það er vonandi eitthvað táknrænt, en ekiki út ií bláinn, að félag islenzkra myndlistamanna hefir nýlega skipt um forystu og kosið Guðimund frlá Miðdal fyrir formann sinn. Sýningin bar vott um að Guð mundur Einarsson er víðfförull og menntaður maður sem hefir traust tök á viðfangseffnum sem hann velur sér og þessi nýaf- staðna sýning hans var hon- um og íslandi til sóma. Of langt mál yrðii hér að minnast á ein- stök málverk, af þeim 55 fugla- dýra og manna- og landlags- imyndum sem á isýningunni voru. Myndin af svönum sem hefja sig til flugs yfir fjallavatninu verður minnisstiæð þeim sem séð haffa, Grasafjallið, Selir i Æðey, Heiðán há, Grímisvatna- Framhald á 6. síðu. INN ötuli talsmaður land- græðslunnar, Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustj., gerir stofnun landgræðslusjóðs- ins að umtalssefni í Tímanum á laugardaginn og hlutverk hans. Gunnlaugur segir þar meðal^ann ars: „Stjórn Skógræktarfélags íslands hefir ákveðið að safna fé og stofna sjóð, sem heita skal „Landgræðslu- sjóður Skógræktarfélags íslands“. Sjóðinn á að nota til þess að vernda gróður íslands og græða upp auðn- ir þess. Bjarkarlaufin þrjú eru merki þessarar stefnu og starfsemi. Starfið er hafið af þjóðrækni og einlægri ættjarðarást, við þessi einstæðu og áhrifaríku tímamót, þegar þjóðin verður frjáls og land ið sjálfstætt, fullvalda ríki, eftir að að hafa verið í tengslum við er- lend' ríki og konunga í 680 löng og oft erfið ár. Skógræktarfélag íslands ávarpar allan landslýð og segir: „Komið grænum skógi að.skrýða skriður berar, sendna strönd“. G. G. Starf Skógræktarfélags íslands er fagurt og það má segja, að þeir aurar séu lagðir í guðskistu og helgaðir háleitu starfi, sem varið er til þess að efla samstarf og ein- hug í því að verja og klæða land- ið. Fjallaloft íslands er heilnæmt, og heiðríkjan oft tær og blá. Stund um skyggir þó í bakkann yfir land inu. Hríðarbyljir og fannkyngi get- ur byrgt fyrir útsýnið, en furðu ratvísir hafa synir landsins reynzt, til sjós og lands, og svo mun enn þá verða, í þeim þrautum. Oft hafa eldfjöll íslands gosið með svo miklu ösku- og vikurfalli, að myrkt hefir verið um bjartan dag sem um dimmustu nætur. Við: hríðarbylji og öskufall geta menn ekki ráðið; því verður að taka,. sem að höndum ber frá þeim öfl- um, sem þar að standa. Tvenns konar myrkur hefir þó ógnað landi og þjóð, sem merm geta þokað frá lífgeislum sólarinn- ar. Réykjavík, höfuðstaður landsins, er að létta af sér reykjarsvælu og sótþrungnu og sýklafullu borgar- lofti. Heitar uppsprettur og fossa- afl er notað til þeirra umbóta. Við sólarbirtu og heilnæmt loft eykst hreystin og lengist lífið. Notkun rafmagns bjargar lynggróðri og: birkikjarri frá öxi og eldi. Vonandi tekst sem flestum byggð um landsins, við sjó og til sveita, að njóta jarðhitans og rafmagns- ins, svo að bjart verði yfir býlum þar. Víða hefir hér á landi byrgt fyr- ir sólu og heiðskírt loft af sand- foki og moldroki, sem nefnt er „mistur“. Þá eru bújarðir að blása upp, og gróðrarmold landsins að fjúka út í veður og vind, þá eru skógar að eyðast og tún að hverfa, þá er byggð að falla og björg að þverra. Við þetta geta menn ráðið. Þeir, sem völdu birkiblöðin þrjú. fyrir kosningamerki, hafa ef til vill ætlað þjóðinni að greiða at- kvæði um, hvort föðurlandið ætti að- verða örfoka land, eða skógi vaxið milli fjalls og fjöru, svo sem það var á ]andnámstíð.“ Hafi svo verið, er vonandi, að ekki verði látið sitja við þá at- kvæðagreiðslu eina, — að ein- hver meiri ending og þátttaka verði í því átaki, sem nú er verið að hefja til þess að klæða landið, en oft hefir revnzt áður, þegar um það hexir verið rætt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.