Alþýðublaðið - 03.06.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.06.1944, Qupperneq 4
 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugiardagur 3. júuí 1944 fU|>i|5nb(Q5t5 Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjónn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „Baráttan“ við dýrtiðina. REIKNINGAR Eimskipafé- félags íislands fyrir síðast- liðið ár, sem nú haifa verið lagð ir fram, bregða einkennilegu Ijósi yfir „ibaróittu“. núverandi rákisstjórnar við dýrtíðina. * ÍÞegar stjórnin var skipuð fyr- ir um (það bil hálfu öðr-u ári, lýsti hún íþví yíir, að hún teldi það böfuðverikefni sitt, að halda dýrtíðinni á skefjum. Og með- al annars í þeim yfirlýsta tiT- gangi var viðskiptaróð stofnað; það útti öðrum ‘þræði að 'hafa eftirlit með farmgjöldum tíl landsins og verðlagi innanlands. Og stórkostlegar f j'árupphæðir hafa verið greiddar úr ríkissjóði til jþess <að halda niðri vöruverð inu á innanlandsmarkaðinum. En nú sýna reikningar Eim- skipaifélags íslánds, að það hef- ir á síðastliðnu ári grætt hvorki meira né minna en 24 milljónir króna á vöruflutningum til lands ins; þannig hefir eftirlit við- skiptaráðsins og ríkisstjórnarinn ar verið með farmgjöldunum! Með öðrum orðum: Á sama tíma og stórkostlegum f járupp- hæðum hefir verið ausið úr rdk issjóði til þess, að halda niðri vöruverði á landinu, hefir rák- isstjórnin og viðskiptaráð henn- ar látið það viðganga'st, að Eim- skipafélag ísl. hefir rakað saman tugmilljónagróða á einu einasta ári á farmgjöldum til landsins og sprengt þannig upp vöruverð ið. ÍÞannig hefir „barátta“ ríík- isstjórnarinnar og viðskiparáðs- ins við dýrtíðina verlð. Það, sem gert hefir verið með verð- lagseftirlitinu innanlands og frjiárframlögum úr ríkissjóði til þess að halda afurðaverðinu á innanlandsmarkaðinum niðri, hefir jafnharðan verdð eyðilagt sakir algers eftirlitisleysis með flutningsgjöldunum til landsins. Það er eins og þegar hundur er að elta skottið á sjlálfum sér. ❖ Hvað eiga menn að hugsa um annað eins hneyksli? Viðskiparáðið' hefir reynt að afisaka sig með því, að því hafi ekki fyrr en nýlega verið kunn- ugt um hinn óhemjulega gróða Eimskipafélags íslands á farm- gjöldunum. Mlá vera að það sé rétt. En er þá hægt að hugsa sér öllu aumari frammistöðu af stofnun, isem meðal annars bein- línis er sett á laggirnar til þess að halfa eftirlit með Iþessum þýð ingarmikla þætti verðlagsins og dýrtíðarinnar í landinu? Það getur að minnsta fcosti varla hj'á því farið, að þjóðin geri kriöfu til, að þetta hneykslismál sé upp lýst til hlítar, þannig,'að úr því verði skorið, hver sökina ber á því, að dýrtáðin á landinu hefir verið mögnuð á svo ábyrgðar- lausan hátt. Guðjón B. Baldvinsson : Lögin nr. 33 frá 1915. Rakarastofam bæjarins verður lokað kl. 12. á Mdegi í dag og eftirleiðiac'á laug- ardögum í sumar. Eftixfiarandi grein hefir iblaðihu borizt frá ritara Bandalags starfsmanna rík is og bæja, Guðjóni B. Bald vinssyni: Þ EGÁiR árslaun biskupsins ýfir íslandi voru lögákveð- in kr. 5 þúsund, prestanna kr. 1800—1700 eftir 22. ára starfs- aldur, prófessoralaun við Há- iskóla líslarids kr. 3000—4800, landsbókavarðar kr. 3 þúsund, dósenta kr. 2800 og bókavarða kr. 1500 og kr. 1000, þá voru sett' lög, sem gerðu þessum em- bætitsmönnum að greiða allt að kr 5 þúsund' í sekt ef þeir yrðu brotlegir. Lög þessi eru frá 3. nóv. 1915 og hljóða um verkföll opin- berra starísmanna. Hér skal taka upp 1. og 3. gr. laga þessara. 2. og 4. gr. eru með isamskonar ákvæði um þá, er hvetja til eða styðja þennan verknað: íl. gr. Hiver sá, er ‘sjálfur tek- ur þátt í verkfalli, enda skyldi starfið unnið samikvæmt em- bættisskyldu eða sem sýslan í þarfir landsins, Landsbankans, spátala, sveitar, sýsílu eða kaup- staðar, skal sæta sektum frá 500 —1500 krúnum eða fangelsi eða emfeættis- eða sýslunarmissi, ef miklar saikir eru, enda liggi eigi jþyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum. Ef sérstaikar máls bætur eru fyrir hendi, svo sem æska, upphvatning vandamanna eða yfinboðara, má færa sektina niður úr 500 kr. allt niður í 200 kr. 3. gr. Embættis- eða sýslunar- maður, sem ógnar^neð að taka þétt á verkfalli, sem í 1. gr. seg- ir, skal, enda þótt verkfallið kiomi eigi til fraimkvæmda, sæta sektum, allt að 2000 kr., enda liggi eigi þyngri refsing við samlkvæmt öðrum iögum. 5. gr. er þannig: Með mál út af ilögum þessum skal farið sem sakamál. Mikils hefir þótt við þurfa, og lítur út fyrir að löggjafinn hafi álitið Ihættu á ferðum. Ekki voru verkalýðsfélögin sterk á þessum tímum. Ekki voru sam- tök opinberra starfsmanna, sem þurfti að ó-ttast, þVí að þau voru ekki til. Hins vegar var heims- styrjiöld í gangi, sem hatfði á- hrif á verðlagið og launin hiækk uðu ekki samkvæmt verðlags- vísitölu. Launalögin voru gömul og í ýmsum pörtum, r-addir munu haf-a heyrst um þörf á end-ur- skoðu-n. Sen-nilega h-efir þetta verið fyrir byggjandi ráðstöfun 'og áreiðanlega undanfari þess sem siíðar fcom, að vilja banna öll •verkföl-1. Einis og lesendum er kunnugt þá eru verkíöll nú lögleyfð hjá stéttarlfélögum á landinu öðrum -en starf-sm-annafélögum ríkis og bæja. Lögin -um stéttarfélög og vi-nnudeilur -eru viðurkenning löggjafanis á samiökum -lau-n- þega og auk þess si-gu-r félags- legrar þróunar og menningar | 'svo langt -s-em þau n-á. Með iþeim ákvæðum, sem þar gilda, er treyst á þegnsk-ap og félagslegan þroska stéttarfélag- ann-a. Annað væri líka vart sæm andi lýðfrjiálsu m-enningarríki. íslenzka lýðveldið á að gefa öll- um þegnum sínum jöfn mann réttindi. -Ég vona að flestir aiþingis- menn séu þeirrar skoðunar að þegnréttindi á íslenzka lýðveld- inu eigi að vera sem bezt tryggð l lagalega. Vissulega yrði afleið- ing þess -sú að endurskoða bæri næikilega gru-nidvöll löggjafar- innar, stjómarskrá-na nýju. Sennilega reynist beldur ek-ki oinnt að geyma lengi þau störf, sem til þess iþarf að inna *af hendi, og væntanlega munu áslenzkir lýðveldisþegnar ekki láta á sér standa að sýna vilja isinn 1 orði og verki. En hvað sem þeirri endurskoð un Mður — og síðar gefst vænt- amlega tóm til að ræða nánar — þá munu frelsisunnandi þing- menn að sjiálfsögðu vilja gera sitt til að tryggja sem jafnast og almennast fr-eisi. í þeirri fagnaðarvímu, sem fylgir síðustu skrefum í sjálf- stæðilsbaráttunni, getur vel far- ið svo að jdfnvel beztu mönnum sjóist yfir sjiálfsagða hluti og gleymi þeim. Eg vildi því leyfa mér að minna á þessi lög frá árinu 1915, sem sk-erða mjög tilfinn-anlega ath-afnafrelsi þeirra þjóðfélags þegn-a, sem þau ná yi'ir. Eg vil minna á þau, til þess að þingrnönnum gefi'st kostur á að afnema þau. Ég vildi m-ega væ-nta þess að alþingismenn vorir telji starfs- menn ríkis og bæja ekki verr mannaða né vanþroskaðri en aðra launþeg-a. Ef að einhver kynni að álíta slíikt hlý-tur sú skoðun að skapast af þvá einu að -lauma- og startfiskjör þau, sem oss -eru veitt og boðin, þættu eigi viðhlýtan-di í samaniburði við þau, sem einkar-eksturinn býður. Riíkið hlýtur að geta gef- ið starfisfó'lki sánu og bæjarfé- laganna samia rétt og t. d. starf s fólki olíufélaganna, stórfcaup- manna-nna eða skipafólaganna. Þjóðfélagsleg hætta af lýðfrelsi? Þeirri sfcoðun ka-nn að skjóta upp, sem að vísu þótti gersemi $ * Skrifstofa eftirtalinna starfsmanna Reykjavíkurbæjar er í Austurstræti 10 (4. hæð). Viðtalstímar þeirra eru sem hér segir: Fræðslufulltrúi: Jónas B. Jónsson, Ræktunarráðunautur: Jóhann Jóriásson, Garðyrkjuráðunautur: Sigurður Sveinsson, íþróttaráðunautur: Benedikt Jakobsson Borgarstjórinn í Reykjavík. kl. 10- -12 f. h. kl. 1- -3 e. h. nema kl. 3- -41/2 e. h. laugar- daga. kl. 3- -5 e. h. 1915, en er ekki í samræmi við félagsmenningu nútúnians, — að það -sé þjóðfélaginu stórhættu- legt, — ríkinu dauðadómur, ef þetta fólk fær verkfallsrétt. Vást á hið opinibera mikið u-nd ir því, að fá unnin nauðsynleg störf, en er -ekki mest um vert að framleiðslan stöðvist ekki? Hvernig er áistatt um framieiðslu fyrirtæki hins opinfoera t. d. Lamdisssmiðju, ríkispren-tsmiðju, síldarverfcsmiðju, sandnám og grjótnlám? HYernig er með vega gerðir, brúa- og hafn-argerðir, vitabyggingar, bifreiðastjórn og sfcipaútgerð? Við a-llar þessar atvinnugrein ir miá stöðva vinnu o-g ótal margt fleira unnið fyrir reikn- ing þess opi-nbra, t. d. búrekst- ur, rælstingu og þvotta á skól- um, skrifstofum og sjúkrahús- um og alla flutninga. Ég tel óþa-rft að rekja þetta niá-nar. Hver heilskyggn maður -sér þegar í stað, að það er órétt- ur einn að láta téð lög vera í gildi. í lýðveldi á lýðf-relsi að vera jafnt, svo á að búa að Auglýsingar, sem birtast ©iga f Alþýðublaðmu, verða að ven komnar til Augíýs- ingaskrifstofuimár í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 aó kvöldl. Sími 4906 'hverjum þegn fjárhgaslega og: menningarlega, að ekki þurfi sérstök þvingunarlög um á~ kveðnar stéttir eða starfshópa. Opintoerir starfismenn vænta þess, að á morgni 'hin-s íslenzka lýðveldis muni alþingismenn- irnir leftir því, ,að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Alfniemið lög nr. 33 frá 3» nóv. 1915 um verkfall opin- toerra starlfsmann'a, þjó&félaigs hætta af lýðffr-elsi getur ekki verið til, ef rétt er stjórnað. Guðjón B. Baldvinsson. 13 LÖÐIN skrifa nú margt í til- 4-5 efni af hinni væntanlega endurreisn lýðveldis á íslandi. Tíminn skrifar í gær í aðalrit- stjórnargrein, sem nefnist „Stærsta verkefni þjóðveldisins nýja“: „íslendingar eru nú að stofna þjóðveldi í annað ’sinn. Þótt þeir séu fáir og smáir, beinist nú að þeim athygli stærri þjóða, vegna þessa atburðar. Hin mörgu erlendu blaðaummæli, sem sagt hefir verið frá að undanförnu, bera þess óræk vitni. Þessi athygli mun haldast á- fram og því munu gefnar nánar gætur, hvernig hin önnur þjóðveld- isganga verður. Endurreisn íslenzka þjóðveldis- ins gerist á óvenjulegum tímum. Mögnuð félagsleg óáran hefir þjak- að mannkynið að undanförnu, þséði í samskiptum þjóðanna og sam- búð einstaklinga. Margvíslegur ó- farnaður og fjárkreppur hafa sprottið af þessari óáran, auk tveggja heimsstyrjalda. Allar þes-s- ar hörmungar hafa sýnt og sannað mönnum iþað, að mannkynið þárf betri og friðsamlegri sambúðar- hætti, ekki aðeins milli þjóðanna, heldur engu síður innan° þeirra. Hinn komandi friður helz-t ekki lengi, ef hann verður aðeins vopn- aður friður sigurvegaranna. Hinn varanlegi friður getur aðeins byggzt á auknu félagslegu réttlæti og bættum sambúðarháttum ein- staklinga og þjóða. Til -þess- að skapa þennan varan- lega frið geta smáþjóðirnar ekki síður lagt fram veigamikinn skerf en stórþjóðirnar. í mörgum stórblöðum Breta segir nú á þessa leið: Við vei^ton ekki jafn voldu-gt stórveldi efTir þessa styrjöld og t. d. Bandaríkja- menn og Rússar, því að þeir ráða yfir meiri auðæfum og mannafla. En við getum samt orðið eýis á- hrifamikið stórveldi. Það getum við, ef okkur tekst að hafa hina fé- lagslegu og andlegu forustu. Ef við byggjum upp þjóðfélagshætti, sem eru til fyrirmyhdar um réttsýni og almenna velmegun, munu aðrar þjóðir taka okkur til fyrirmyndar og treysta forustu okkaos. 1 blöífcim annarar minni þjóðar, Svía, gætir þdssárar skoð-unar einnig, þótt það sé hins vegar ekk£ í sambándi við neina heimsveldis- drauma. Svíar hafa líka við reynslu að styðjast. Það, sem hef- ir vegið mest gegn þeirri andúð, sem hlutleysi þeirra í styrjöldinni hefur stundum vakið meðal Banda- manna, einkum þó í Ameríku, er sú útbreidda skoðun, að Svíum hafi tekizt sérstaklega vel að halda uippi frjálslyndu og réttlátu stjórn- arfari. í vesturheimsblöðum er Sví- þjóð iðulega nefnd „land hins gullna meðalvegar“. Einkum eru það þó afrek sænsku samvinnufé- laganna, er skapað -hefir Svíum hróður vestan hafsins. íslendingar, þótt fáir séu, geta lagt fram svipaðan skerf til að vísa- öðrum þjóðum á réttar félagslegar leiðir og Bretar og Svíar og fleiri slíkar Iþijóðir hafa í undirbúningi. St j órnskipulag þeirra til forna hefir orðið mörgum til drjúgrar hvatningar og skipar veglegan sess í sögu lýðræðisins í heimin- um. Ef gifta fylgdi hinu endur- reista. íslenzka þjóðveldi, ætti það að geta unnið s-ér svipaðan sess í sögu hins endurfædda og umbætta lýðrgdðis, er hefst að styrjöldinni lokinni. Ef íslendingar skapa hér farsælt réttarríki, myndi þjóð- veldið vinna sér slíkan virðingar- sess í sögunni. Boðorð hins nýja tíma er að tryggja öllum sem bezta atvinnu- og afkomumöguleika með vitur- legri ski-pulagningu fjármagns og vinnuafls, án þess þó að ganga off nærri persónufrelsi og athafna- þörf borgaranna. Fyrsta og stærsta vekefni hins endurreista þjóðveld- is er að skapa íslenzku þjóðinní slíkt hagkerfi. „Fátt myndi hefja hærra virðingu hins gamla þings og hinnar elztu lýðræðisþjóðar“, segir formaður Framsóknarflokks- ins í formálsgrein flokksþingstíð- indanna, ,,-en ef hún gæti sýiit það í byrjun nýja tímabilsins, að hún hefir þroskann og hæfileíkann til þ-ess að tileinka sér öruggt hag- kerfi í samræmi við kröfur hins nýja tön«“. Þetta er fallega mælt. En á- reiðanlega verður Framsóknar- flokkurinn að taka töluvert aSra §tefnu, en Jaann befir haft hin síðari ár, er f í..,- wrða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.