Alþýðublaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.06.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. júní 1944 ALÞYÐUBLAÐf Enginn Hannes á sunnudögum — Vont skap Reykvík- inga — Bannsett útsvarsskráin — Bréf um blessuð hrein ' dýrin. EG HEFI sorgartíðindi að flytja: Þið fáið engan Hannes á sunnudögum í sumar. Ástæðan er sú að prentararnir hafa sagt stopp, eins og kongurinn í gamla daga. Þeir vilja eiga frí seinni partinn á laugardögum og fara því svo snemma úr prentsmiðjunum að ekki er hægt að gefa blöðin út eins og aðra daga. Alþýðublaðið á að verða fjórar síður, það verður engin fimmta síða. Það er síðan mín. Ég vona að þetta fái ekki of mikið á ykkur og að þið náið ykk- ur aftur á þriðjudagsmorguninn. NÚ ERU margir sjóðandi vondir í Reykjavík. Ég hugsa að skap Reykvíkinga sé aldrei eins grátt og síðari hluta maímóhaðar og fyrri hluta júnímánaðar. Um Iþað leyti kemur bannsett útsvarsskrá- in út. Nú sló hún öll met svo að það er engin furða þó að mönnum sé gramt í geði. „Borgari“, meira að segja heldri borgari, eins og sumir kalla þá, skrifaði mér bréf í gær— og þið sjáið á því, hversu þungt honum er niðri fyrir. Bréfið er á þessa leið: „MIG MINNIR, að ekki alls fyrir löngu, hafi Morgunblaðið eitthvað verið að minnast á útsvörin og jafnframt flutt þann boðskap, að væntanleg hækkun kæmi aðallega niður á fyrirtækjum og „stórgróða- mönnum“, en á lægri-launastétt- unum hækkaði mjög lítið. Nú er útsvarsskráin komin út. Ekki verð- ur sagt að bún sé í samræmi við spádóm Morgunblaðsins því hækk- unin virðist aðallega koma á herð- ar millistéttanna svokölluðu, eða manna sem hafa meðaltekjur, og þar í kring.“ „ÉG T. D. TEL mig vera einn af þessum meðaltekjumönnum, hækkun á mínu útsvari nemur um 200% og hefi ég þó sömu tekj- ur og í fyrra. Hyað veldur þessum ójöfnuði? Mér er nær að halda að ekki sé farið eftir neinum reglum í sumum tilfellum, heldur viðhafð- ur slumpareikningur og ágizkanir og oft og tíðum „lagt á mennina“ án tillits til tekna þeirra.“ „ÁN EFA MUN mörgum veit- ast erfitt að greiða útsvör sín í ár, þeim er hækkunin kemur aðallega niður á, en allt væri þetta mun léttara ef maður yrði var við eitt- hvað í staðinn fyrir allan þennan útsvars-austur í bæjarsjóðinn. En, fljótt á litið, virðist sem bærinn hafi annað við fé þetta að gera en nota það til fegrunar eða viðhalds í bænum eða til almenningsheilla." „REYKVÍKINGAR eru orðnir langþreyttir á slíkri stjórn bæjar- málanna, sem undanfarið hefir ríkt hér. Óheilindin eru orðin svo aug- ljós.“ Þ. E. SKRIFAÐI mér um daginn eftirfarandi bréf: „Fyrir nokkrum árum ritaði Helgi Valtýsson ágæta blaðagrein um hreindýr hér á landi og nauðsyn til þess að friða þau, því þeim hefði fækkað mik- ið. Fækkun hreindýranna stafar án efa mikið af því, að þau hafa verið skotin eða drepin á annan hátt af mannavöldum, en hitt er líka sennilegt, að þau hafi fallið mikið af harðrétti og fóðurskorti." ',,ÉG HEF OFT síðan ég las téða grein, hugsað um þetta mál og sannfærst um, að það er ekki nóg að friða hreindýrin villt, til þess að þeim fækki ekki, heldur ættu bændur hér sunnanlands, sem búa á fjallajörðum þar sem gott er beitiland, að afgirða í heimahög- um nokkurt landsvæði og afla sér ungra innlendra hreindýra og koma sér upp hreindýrabúum.“ „HREINDÝRIN hér eru orðin svo vön, í gagnum marga ættliði, íslenzkri veðráttu og lífskjörum, að ef þau væru flutt ofan úr óbyggðum til betri kjara í sunn'- lenzku byggðunum, þá efast ég ekki um, að þeim myndi skjótt fjölga og betri þrif komast í þau við bætt lífsskilyrði." „MATTHÍAS EINARSSON lækn ir mun (eftir því sem ég hefi heyrt) vera búinn að koma á stofn all- snotru hreindýrabúi við Þingvalla- vatn og væri fróðlegt að vita hvern ig dýrin hafa dafnað.“ „VERÐUR ÞAÐ að teljast mjög lofsamlegt, að slíkir menn sem hann, sem verða þó daglega að sinna mörgum og ábyrgðarmiklum læknisstörfum, skuli gefa sér tíma til að gera tilraunir á þessu sviði, er virðist þó fremur vera' verksvið bænda eða búnaðarfélaga.“ „ANNARS HYGG ÉG að hrein- dýrarækt myndi gefa góðan arð í beztu héruðum hér sunnanlands, því eins og dýrin geta bjargast sjálf inn í óbyggðum, ætti ekki að þurfa að kosta miklu þeim til fóð- urs niður í byggðinni, þó sjálfsagt væri að sjá um að þau hefðu alltaf ríflegt fóður, svo frálag þeirra yrði sem mest og bezt. Þó hreindýrin væru höfð í girðingum, væri nauð- synlegt að hafa gott eftirlit með þeim og eims yrði að sjá þeim fyrir einhverjum skýlum eða afdrepum í illviðrum, en sá kostnaður ætti ekki að verða svo mikill, að ekki yrði góður hagnaður af uppeldi þeirra og gott að bændur fengju þannig gott og ódýrt kjöt í búið.“ Hannes á horninu. 1116! vantar okkur frá mánaðamótum • til ða bera blaðið um GrímsstaSahiolt. Álþýðufe laSiS. - Sfmi 4900. Brezkt flugvélamóðurskip á Indlandshafi. Á mynd þessari sést brzka flugvélamóðurþkipdð Indiamitable á Indlandíihafi, og var mynd- in tekin úr einni af flugvélum Iþess. nn m □ s e s. ími Álþýðublaðsins er 4900. S UMARIÐ 1897 kvaddi tutt- ugu og tveggja ára gamall maður borgina Pinsk í Rússlándi með aðeins nokkra skildinga í vasanum og tók sér far með flutningaskipi til þýzku borgar- innar Danzig. För hans var þó endanlega heitið til borgarinn- ar Basel í Sviss, þar sem aust- urrískur rithöfundur, Theodór Herzl að nafni, hafði kvatt saní- an þing Zionista. Nafn unga mannsins frá Pinsk — Chaim Weizmann —■, er var efnaverk- fræðingur að atvinnu, gat að líta, meðal þeirra, sem sitja skyldu þing þetta. Meira en tíu árum áður hafði þennan unga mann dreymt um upprisu Zionar, og hann hafði prédikað um hana við skóla- bræður sína, svo og þá af hinni eldri kynslóð, sem hann þekkti. Hugmyndin hafði vaxið með honum. Sem stúdent var hann ákafur fylgismaður Chowewe Zion, hreyfingar, isem bar fram þá yfirlýsingu, að Gyðing- ar ættu að eignast Palestínu með vinnu handa sinna. Theo- dór Herzl gekk þó enn lengra í kröfum sínum — því að hann krafðist þess. að stofnað yrði Gyðingaríki í Palestínu, er hlyti viðurkenningu og nyti fullting- is allra þjóða og ríkisstiórna heims. En gallinn var aðeins sá, að Herzl virtist sjálfur þekkja næsta lítið til Gyðinga- þjóðarinnar, sögu hennar og menningar. Ungi maðurinn frá Pinsk hafði margt að segja — en þó ekki að sinni. Mörgum dögum áður en þingið skyldi sett gekk hann á skipsfjöl, En för skips- ins miðaði sorglega hægt, og því dvaldist mjög á fjölmörgum höfnum, sem ekki hafði verið getið um í ferðaáætluninni. Þegar hann kom loksins til Dan zig þrautlhugsaði hann það hvern ig hann ætti að ná til Basel með sem skjótustum og ódýrustum hætti. Hann kom til hinnar svissnesku borgar daginn, sem þinginu var slitið. Rússnesku þátttakendurnir drógu dár að hopum. ,,Brúðguminn hefir mætt of seint til brúðkaupsins. Brúðurin er hlaupin brott.“ „Hún hleypur ekki brott öðru sinni“, sagði ungi maðurinn frá Pinsk rólegur í bragði. Hann reyndist hafa satt að maala. Eftir hið misheppnaða upphaf lét hann sig ekki vanta á neitt þing Zionista, og hann reyndist brúðinni trúr ævilangt. REIN ÞESSI, sem er eft- ir Michael Wurmbrand og hér þýdd úr tímaritinu World Digelst, fjallar um hinn mikilhæfa leiðtoga Gyðinga, Chaim Weizmann, sem hefir helgað sig því starfi að leiða þjóð sína aft- ur heim til lands síns og má því með sanni nefna hinn nýja Moses. Mun mörgrnn þykja fróðlegt að lesa um leiðtoga hinnar nauðstöddu og hröktu þjóðar, sem hefir orðið að sæta meiri ofsókn- uui og ógnum en nokkur önn ur þjóð og enn í dag á víða um heim við þrautahag að búa, en hefir með sér stqrk samtök og Iifir ávalt í von- inni um það, að henni auðn- ist að endurheimta land sitt að lokum. Hann gerðist gagnrýninh og oft óvæginn félagi í herjum, gæt- inn, framsýnn leiðtogi, sem aldrei sparaði menn sína og þreyttist aldrei að aðvara þá, þegar vel gekk né hyetja þá, er á móti blés. Oftar en einu sinni ægði hreyfingunni hætta af völdum árekstra milli ríkja, og hugdeigir menn töldu, að allt væri glatað, en þá tókst Weiz- mann jafnan að bjarga viðhorf- unum á elleftu stundu. Fylgis- menn hans og andstæðingar nefndu hann „manninn, sem heldur hliðum Palestínu opn- um fyrir Gyðinga“. IONISTAR hafa átt tveim frægum mönnum á að skipa, Herzl og Weizmann. Báð- ir eru þeir mikilhæfir menn, en þó hvor með sínum hætti. Herzl hélt ávallt áfram að vera son- ur aðalsfólks, sem gerði sér allt far um að finna þjóð sína, en raunverulega án árangurs. Weizmann var hins vegar skil- getinn sonur þessarar þjóðar, sætti sig við allt það, sem hún færði honum að höndum, skildi allt hið góða og illa í fari sér- hvers manns og glataði aldrei kímnigáfu sinni. Herzl va’kti þjóð sína af svefni hennar, en átti þess engan kost að vinna aðra en þá, sem voru Gyðingar, til fylgis við stefnu sína og hreyf ingu. Weizmann vissi hvemig umgangast átti stjórnmálamenn hinna ýmsu þjóða þannig, að þeir fengjust til þess að viður- kenna rétt Gyðinga til þess að endurheimta ættland sitt. Hann var hinn þriðji í röð- inni af fimmtán systkinum. Móð ir hans, sem Lea hét, hafði heit- ið því, að börn hennar skyldu hljóta þá menntun, er nægði til þess að „frelsa þau frá þræl- dómi keisaraeinræðisins“. For- eldrar Weizmanns voru ekki rík ir, og það krafðist mikillar fórnfýsi. að senda níu börn til háskólanáms í ýmsum löndum. Chaim nam við verkfræðiháskól ann í Darmstadt og Berlín- Charlottenburg og varð doktor í Freiburg í Þýzkalandi. Árið 1901 flutti hann fyrirlestra við háskólann í Genf, og árið 1904 kenndi hann lífefnafræði við há- skólann í Manchester. Þar auðn aðist honum að vekja áhuga Balfours lávarðar og annarra mikilhæfra Englendingar fyrir málum Zionista. Þegar Gyðinga háskólinn í Jerúsalem var vígð- ur, en það var fyrst og fremst Weizmann að þakka, að hann reis af grunni, mælti Balfour lávarður á þessa lund við hina aldurhnignu, lágvöxnu konu, er var móðir leiðtoga Zionista: „Blessuð sé móðir slíks sonar.“ LLT frá því um aldamót hefir Wfizmann verið ein- hver hinn skeleggasti leiðtogi Zionistahreyfingarinnar. Árið 1910 átti hann verulegan þátt í því að stofna Lýðræðisflokk Zionista. Á áttunda þingi Zion- ista gerði hann grein fyrir skil- greiningu sinni á „frum-Zion- ismanum“, það er að segja því að halda áfram baráttunni fyrir stjórnmálalegum markmiðum hreyfingarinnar jafnframt því, sem pnnið væri að raunhæfu umbótastarfi í Palestínu. „Þið getið ekki alið kú á ræðum“, sagði hann við andstæðinga sína, er trúðu því, að nægilegt væri að vinna að máli þessu á vettvangi stjórnmálanna. Eítir það hefir þetta kjörorð hans mótað afstöðu Zionista. Hamingjudagur Weizmanns rann upp árið 1916, meðan heimsstyrjöldin fyrri stóð yfir. Forsætisráðherra Bretlands, Lloyd George, mæltist þá til þess við Weizmann, sem var orð Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.