Alþýðublaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júní 1944. fU|>^dnbladl5 Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. i ___________ Sjémannadagurinn, sjómannaskólinn og sjómannaheimilið. IDAG verður hornsteinninn lagður að hinum nýja sjó- mannaskóla á Vatnsgeymishæð- inni. Þétta er merkilegur við- burður í framfarasögu sjó- niennsku og siglinga, því að rnenntun sjómannastéttarinnar er eitt fnrmskilyrði þess að sigl- ingar okkar íslendinga geti auk 'ist og batnað og fært þjóðinni þau gæði, sem nauðsynleg eru fyrir líf hennar og sjálfstæði; en þjóð, sem byggir land, sem er umlukt hafi til allra átta — og ekki getur annast sjálf sigl- ingar frá og að landinu en verð- ur að njóta annarra í því efni, getur ekki orðið sjálfstæð á borði, þó að hún kunni^að vera kolluð það í orði. * í meira en hálfa öld hefir ís- lenzk sjómannastétt fengið menntun sína í gamla timbur- húsinu við Stýrimannastíg. Það hefir ótal sinnum komið áþreif- anlega í ljós, að þó að kostur námssveinarma hafi oft verið þröngur, þá hefir menntun þeirra reynst haldgóð þegar á reyndi, svo að þeir hafa getað notað hið rnikla þrek sitt til iúns ítrasta. En þrátt fyrir þetta heíir það, hversu þröngt hefir verið urn sjómannastéttina í skóla hennar, dregið mjög úr árangrínum, ekki aðeins hvað snertir hin venjulegu sjómanna fræði, það hefir einnig stað- i 5 í vegi fyrir því að hægt væri, e.S fylgjast vel með þróun hinna ýmsu sérgreina. Vélskól- inn hefir verið á hrakhólum, enginn matsveinaskóli hefir ver ið til o. s. frv. En í hinum nýja skóla verður komið fyrir' öllum greinum sjómannafræðslunnar í nægilegu húsnæði. Það er óþarfi að vekja upp garnlar deilur um fræðslumál sjómanna, en það var blettur á íslenzku þjóðinni, hversu lengi var dregi'ð að byggja veglegan skóla fyrir sjómannastéttina. þar streittust á móti sömu öflin, sem á'SÍnum tíma voru á móti „Sigurjónskunni", eins og þau kölluðu allar ráðstafanir til að tryggja líf og öryggi sjómann- anna. En nú er verið að þvo þann blett af. í dag safnast sjómenn saman í stórhópum undir fanum félaga sinna við hinn nýja skóla. Þeir vita aö samtök þeirra hafa átt inestan þáttinn í því að hafizt var handa um byggingu skól- ans. Hann er einn árangurinn af samtökum sjómanna. Skólinn • mun gnæfa yfir Eeykjavík, og þegar sjómenn- irnir koma af hafi munu augu þeirra fyrst 'hvíla við þessa foyggingu þeirra, sem á að verða fyrir þá ungu. Og í dag, þegar hornsteinn- inn verður lagður að Sjómanna- skólanum munu sjómennirnir um leið hugsa til annars máls, sem nú er unnið að af mesta kappi, byggingar hvíldarheimil- is fyrir aldraða sjómenn, sem innan skamms mun rísa á ein- hverjum fögrum og friðsælum stað við bæinn. Þrjú stórveldi óska Islandi til ham- ingju með þjéðaratkvæðið Og árna hinu væntanlega lýðveldi allra heilla. v Kveðjur frá fullfrúism BreflasicSs, Banda-*T ríkjanna og ItússSands bárnsf ufanríkis- málaráðuneyfinu í gær. FULLTRÚAR þriggja stórvelda, Bretlands, Bandaríkj- anna og Rússlands, hafa isent ríkisstjórninni kveðjur í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðinn og lýð- veldisstofnunina, og óskað stjórninni til hamingju með úr- slitin og hið væntanlega lýðveldi okkar. Kveðjur þessar bárust utanríkismálaráðuneytinu í gær, en áður hafði það tilkynnt sendiráðum þessara stórvelda svo og sendiráðum Noregs og Svíþjóðar, úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar og jafnframt látið sendiherra íslands er'lendis eða sendifulltrúa tilkynna þau stjórnarvöldum allra þessara ríkja. Bréf brezka sendiherrans lýk- ur á þessa leið: „f þessu tilefni leyfi ég mér að færa yður, herra ráðherra, ríkisstjóminni og íslenzku þjóð- inni einlægustu óskir mínar rnn áframhaldandi framfarir og far sæld landi yðar til handa og er það einlæg von mín, að erfið- ar aðstæður og óróatímar, er ríkja, þegar lýðveldið á að end- urfæðast, geri eigi annað en að þroska það og styrkja, svo að það megi blessast og blómgast á ókomnum árum.“ í bréfi sendiherra Rússlands segir svo: „Þetta ár, og þó einkum 17. júní, verður þýðingarmikill timi í sögu Iands yðar. Ég leyfi mér, herra ráðherra, að færa hinni frelsisunnandi. . þjóð. . íslands heztu ámaðaróskir mínar og ósk um farsælá framtíð“, Löks segir í bé£i sendiiull- trúa Bandaríkjanna: „í þessu tilefni leyfi ég mér að óska yður hágöfgi til ham- ingju með árangnr þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, sem greiui- lega hefir sýnt þjóðarvilja fs- lendinga, og færa mínar hezíu ámaðaróskir um framtíð hins ís- lenzka lýðvcldis“. KariakórinR „Vísir" í Gamla Bíó. KARLAKÓRINN VÍSIR frá Siglufirði söng hér í Gamla Bíó á föstudagskvöldið og aftur í gær. Á föstudagskvöldið var 'húsið þéttskipað áheyrendum og hylltu þeir kórinn mjög mikið. Úm leið og Vísir gekk inn á leiksviðið söng Karlakór Reykja víkur ,,ísland“ eftir Árna Thor- steinsson, en Vísir svaraði með því að syngja „Ég vil elska mitt land“. Þá flutti Sveinn G. Bjömsson formaður Karlakórs Reykjavík- ur, ávarp og þakkaði góðar mót- tökur er kórinn hafði heimsótt Síplfírðinffa. Því næst svaraði Halldór Kristinsson formaður Karlakórsins Vísis. Á söngskránni voru 12 lög og varð kórinn að endurtaka mörg beirra. Fjóldi Mómvanda barst Vísi. / • NATTSPYRNUMÓT íslands ■ verður hátíðlega sett ann- að kvöld, miánudag, kl. 8,30 e. h. á Íþróttavellinum. Setningarræðuna fljrtur forseti í. S. L, Benedikt G. Waage, en JJúðrasveitin „Sýanur“ leikur á undan og eftir í'æðu í'orset- ans. Atihlcifnin, sem verður vænt arilega hin hátíðlegasta, verður kvikmynd'uð. •4^ |Bcemnn í dag.í Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Helgidagslæknir er Katrín Thor oddsen, Egilsgötu 12, sími 4561. /Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 12.10—13.00 Há- degisútvarp. 14.00 Útvarp frá úti- hátíð sjómannadagsins við Sjó- manna skólann nýja. Ríkisstjórinn leggur hornstein sjómannaskólans. Lúðrasveit leikur. Hreinn Pálsson svngur. Ræður og ávörp (Sigur- geir Sigurðsson biskup, Vilhjálm- ur Þór siglingamálaráðhera, Sigur- jón Á. Ólafsson, fulltrúi sjómanna, Kjartan Thors, fulltrúi útgerðar- manna, Ásgeir Sigurðsson, skip- stjóri). 18.30 Barnatími sjómanna- dagsins (Jón Oddgeir Jónsson o. fl.) 19.10 Erindi (Friðrik Ólafsson skipstjóri). 19.40 Hljómplötur: Sjávarlög og sjómennsku. 19.45 Til kynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Út- varp sjómannadagsins: Ræður og upplestur: (Bjarni Benediktssson borgarstjóri, Pétur Björnsson skip- stjóri, Gils Guðmundsson kennari, I-Iaukur L. Jóhannesson). Kvartett- söngur (Hallur Þorleifsson stjórn- ar. Leifeþáttur (Brynjólfur Jóhann esson o. fl.). Útvarpshljómsveitin. Fréttir Sjómannadagsins (Bárður Jakobsson). 22.30 Dagskrárlok. A MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, síxni 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30- 16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljóm plötur: Dönsk tón'íist. 20.00 Fréttir. 20.30- Erindi: Frá Danmörku (Ole Kiilerich ritstjóri). 21.00 Um dag- inn og veginn (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson blaðamaður). 21.20 Út- varpshljómsveitin: Dönsk alþýðu- lög. Einsöngur (imgfrú Guðrún Þorsteinsdóttir): a) Lillc Rönne- bær eítir Lange-Möller. b) Sne eftir Sophus Andersen. c) Seren- ade eftir Lange-Möller. d) Irmelin Rose eítir Carl Nielsen. 21.50 Fi'étt ir, Dagskrárlok. Áheit á Stranrlarkirkju frá K. A. O. lcr. 50.00. Sjónleikur Ðjömsohs, „Paul Lange og Tfocra Parsberg“, hefir nú verið sýndur þrisvar fyrir fullu húisi og við ágætar undirtektir. Næst verður hann sýndiur á þriðjudagskvöMið. Myndin sýnir frú Gerd Grieg og Val Gíslason í tiveimur a'ðalhlut'verkum sjón- leiksixLS. Listamannaiskálamiuim, Iðnó og ÁTÍÐAHÖLD SJÖMANNA 1 í aag hefjast með því eins eg áður ar sagt, að kl. 12,45 safnast fólk saman við Miðbæj- arbarnasikólann, þaðan verður svo lagt af stað í hópgöngu kl. 1,15 og gengið um Lækjargötu, upp Bankastraeti, Laugaveg, R-auðanárstíg og upp Háteigs- veg, staðnæmst við hir.n nýja Sjómannaskóla á Vatosgeymis- hæð, þar sem aðahiátíðáhökí dagsins fara fram. Þar hefst svo minningarat- tófn. Kl. 2: Lúðrasveit Reykja- víkur leikur á rneðan sjómenn raða sár upp í fylkingar. Síðan hefst minningarathöínin með þivtí að sunginn verður sálmur- inn, „Eg horfi yfir hafið“. Þá syngur Hreinn Pálsson, „Taktu sorg miína svala haf“, en að því loknu mhiinist biskup íslands hr. Sigurgeir Sigurðsson, láta inna sjómanna. EÆtir ræðu ibiskups verður lagður blóm,- sveigur á gröf óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkj ugaröi, síðan verður þögn í eina mín- útu. Á eítir syngur Hreinn Páls- son „Alfaðir ræður“, með undir- leik Lúðrasveitar Reykjaivíkur. Klukkan 2,30 verður svo lagð ur homsteinn Sjómannaskólans nýja. Friðrik Ólfsson hefur at- höfnina, en Ríkisstjóri leggur hornstein skólans og flytur á- varp. Að því loknu fer fram fána- 'kveðja. Merkisberi jómanna gengur fram fyrir nkisstjóra og kveður hann með íslenzku fánakveðjunni. Á meðan leikur Lúðrasveitin , ,Rís þú irnga ís- í , landis merki“. > Þiá flytur siglingamiálaráð- herra, Vilijálmur Þór, áivarp. Að ávarpi ihans loknu verðúr leikið „ísland ögrum skorið“. Þá flytur fulltmi sjómanna, Sigurjóm Á. Ólafsson, ávarp og eftir ávarpi hans verður leikið , jsland'S Hrafniistimien n‘ ‘. DÞiví næst flytur Kjartan Tthors fuilltrúi útgjerGairjnanna áivferp, og á eftir verður leikið „Gnoð úr haíi skrautleg skreið“. Ijoks flytur isvo ávarp Ásgeir Sigurðsson skiostjóri, íulltrúi iFonmanna og d'ishimannasam- ■bandJS íislands, eftir ræðu hans verður leikið ,,Hörnbjarg“, lag eftir Pál Halldórsson. Að ræðunucm. loknum verða srvo alfhent bj örgunarverðlaun. Þá hiefst reipdráttur milli ís- lenzkra skipshafna og keppni sjomanna í hagnýtum vinnu- brögðum, netabætingu og víra- splæsningu. Þá verða affoent verðlaun sjó- mannadagsinis fyrir íþrótta- keppnirnar, þar á meðal fyrir kappróðurinn, stakka- og björg- unrsundið, sem fram fóru í gær. HátíðaJfoöldunum líkur með því að léikin verður þjóðsöngur- inn. Háfcíðalhöldunum . við Sjó- mannaskólann verður útvarpað, ennfremur verður dagskrlá út- varpsins á kvöld helguð sjó- mannadaginum, og barnatími ver- ur í dag á vegum hans. itingar verða við Sjómanna nn meða; hlátíðaffoöldin ö jdir, kvöid verða s/o ið Hótei Borg o; og dianfel'-Áir í Ingótös kaffi. Allur ógóði af skemmtunum dagsins srvo og merkjasölu og sölu Sjómanna- dag.vblaðsins, rennur til dvalar- foei" ilis aldraöra sjómanna. Æíþýðublaðið cr ekki nema íjérar síður í dag og verður svo á sunnudögum í þrjá sumarnaáuuðina, júní, júlí og ágúst, með því að hætt er að vinna í prcn i.srni öj unurn um iiádegi á laugardögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.