Alþýðublaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.06.1944, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júni 1S44. ALÞYBUBLAÐgD 3 Upton Sinclair svarar spurningunni. Hvað á að aera við HINN heimsfrægi ameríski rithöfxmdur og skáld Upton Sinclair svarar í eftirfarandi grein, sem nýlega hirt- ist í „Daily Herald“ í London, þeirri spurningu, hvað gera eigi við Hitler eftir stríðið. Hann leggur til, að hann verði einangraður á smáey úti fyrir strönd Kaliforníu, örskammt frá Hollywood og Los Angeles. HITLER hefir gert sér allt far um að stæla Napoleon. Þegar þýzki herinn hafði hald- ið innreið sína í París, lagði hann leið sína til grafar Napo- leons til þess að komast í eins konar andlegt sam'band við hinn fræga fyrirrennara sinn. Mér virðist, að það, sem Bret- ar gerðu við Napoleon, megi verða fyrirmynd þess, hvað gera skuli eigi aðeins við Hitler held irr og alla þá bófa og glæpa- menn, sem nefnast nazistar og fasistar. Meðan heimsstyrjöldin fyrri stóð yfir, birti ég grein, þar sem ég lagði til, að ein af eyj- un.um úti fyrir mynni 'hafnar- innar í Los Angeles skyldi verða sá staður, þar sem Þýzkalandskeisari dveldist í út- legð ásamt vinum sínum. En forlögin höguðu þessu á annan veg. Keisarinn hvarf af sjálfsdáðum í útlegð, og Lloyd George framkvæmdi aldrei þá ógnun sína að láta hen heldur leyfði honum að eyða ellinni í friði við þann starfa sinn að 'höggva brenni í eldinn. Keisarinn var gamalsdags dánumaður, er aðhylltist fom- legar skoðanir um virðuleik, og honum var leyft að hafa um sig hirð og stjórna henni. En Hitler er allt önnur manntegund. Hitler er Napoleon, er myndi hverfa aftur heim frá Elbu og efna til nýrrar styrjaldar. Það verður að taka Hitler og mála- lið hans til fanga og hafa á hon- um strangan vörð. Ég geri tillögu um eyjarnar úti fyrir Kaliforníu, vegna þess að þær eru afskekktar, loftslag er þar milt og heilnæmt og jafnframt eru þær örskammt frá bækistöðvum flughers og flota Bandaríkjanna. Ein þessara eyja, Catalína, hefir verið sumardvalarstaður og er nú, að því er ég bezt veit, •æfingastöð. En ein hinna stærri þessara eyja er stór, og þar hafast aðeins við geitur og önn- Ur húsdýr, sem hafa flúið þang- að og gerzt 'hálfvillt. * l AÐ ÆTTI að reynast unnt að búa stjórnmálamönnum og morðingjum nazista stað á eyju þessari á skömmum tíma, þannig að þeir mættu vel við una. Að sjálfsögðu yrði hafður st angur vörður á hafinu um- hverfis eyjuna nótt og dag, og þess í hvívetna gætt, að fang- amir yrðu ekki numdir á brott. Ef ég mætti ráða, myndi ég láta, skipta eyjunni milli hinna þýzku, ítölsku og japönsku glæpamanna. Þeim yrði leyft að ráða sér sjálfir, en ekki að ræna eða Adoif Hitier. Upíon Sinclair. drepa hvern annan. Þeim yrðu látnar í té nauðþurftir og veitt- ur kostur á að r.jóta þeirra lífs- þæginda, sem 'hverjum rnanni ber, en þeim yrði neitað að hafa nokkur samskipti við umheim- inn. ÖIl bréf, sem þeim kunna að verða send, ber að brenna ólesin. Þeir skulu eldd fá blöð né tímarit. Þeir skulu ekki heldur hafa viðtæki til af- nota, og það, sem skiptir mestu máli, þeir skulu ekki iá að 'hafa pappír, blýanta, penna né blek handa milli. Það á að banna þeim skilyrð- islaust að rita endurminhingar sínar og koma nokkrum skrifum á framfæri við eftirkomo'- -1-- Það ber að gera þeim skiljan- legt í eití skipti fyrir öll, að sérhverri orðséndingu, sern þeir kunna að vilja láta frá sér fara, verði grandað strax og tekst að hafa upp á henni. Það á að leyfa þeim að lifa í fortíðinni, íhuga verk sín og skeggræða um glappaskot sín og yfirsjónjr. ILGÁTA mín er sú, að þeir myndu brátt þreytast á fé~ lagsskapnum 'hver við annan og hugsunum hvers annars, og það er sú refsing, sem ég vildi, að þeir yrðu látnir sæta. Menn þeir, sem eiga að gæta þeirra, skulu vera hámenntað- ir menn og gæddir miklum per- sónuleik. Það á eigi aðeins að fela þeim að annast vörzlu fang anna heldur og að taka dreng- skaparheit af þeim um það, að þeir skuli ekki tala við þá né hlusta á þá, nema á vikulegum viðræðufundum, þar sem full- trúum fanganna sé leyft að bera fram fyrirspurnir og umkvart- anir. Með öðrum orðum, ég legg til, að tengsl þessara manna við samfélagið verði gersamlega rofin. Þeir hafa lýst því yfir ,að þeir séu HERRENVOLK, _ yfirþj óð, hafnir yfir alla aðra. Ég vil láta þá njóta yfirburða sinna í fé- lagsskap hvers annars. Ég vil láta neita þeim um það, sem þeir meta mest í heimi hér, að láta áhrifa sinna gæta á samfé- lagið. Ég hefi gert mér far um að kynna mér sálarlíf þessara manna um tuttugu ára skeið, og ég er þess fullviss, að þetta er sú refsing, sem þeir verð- skulda mest og á bezt við. Vegna þess að hér er um að ræða refsingu, sem þeir hafa sjálfir kalláð yfir sig, myndi réttmæti hennar verða öllum Ijóst, nema litlum hópi öfga- manna — sem ætti að búa stað hjá hinum þýzku, ítölsku og japönsku varmennum. * ESS BER að láta getið, að tilkostnaður þessa kæmi til með að verða nokkur, en þó er hann smámunir saman borið við það, sem ný 'heimsstyrjöld myndi kosta. Vopnaðir hraðbátar og flug- vélar" yrðu að hafa strangan vörö um eyjuna allar stundir sóláPÍringsins og auk þess yrði að láta kastljós lýsa upp strend- ur hennar á hverri nóttu. Ef svö ólíklega skyldi fara, að einhverjum útlaga þessara tækist að flýja, verður að sjá svo um, að hann 'lxafi hvergi höfði sínu að að halla. Til þess að unnt verði að firra heiminn síyrjöldum í framtíðinni, ber að koma á alþjóðalögreglu og sjá svo um, að alþjóðlegir glæpa- menn verði sóttir til saka og látnir sæta áhyrgð gei-ða sinna í hverju því landi, þar sem þeir kunna að leita hælis. Ef ekki verður á komið ein- hvers konar alþjóölegri yíir- stjórn, munum við lifa eins og hingað til við það stjónrarfar, þar sem kenningin um auga fyr- ir auga og tönn fyrir tönn mót- ar afstöðu manna og þjóða. Það er því vissulega fyílsta ástæða til þess að taka til alvarlegrar athugunar hvei'ja þá tillögu, sem byggð er á grundvelli al- þjóðalaga, rnannréttinda og trú- arbragðafrelsis. Innilegar þakkir fyrir sýnSa samúð við andlát cg jarðarför jkonunnar mirtnar GMðrúiraar HaSldéru Berg~'. Kliéartöslasr H. TOFT. Síkólavörðust. 5. Sími 1035. Krisíjá endr. on -.mmmma Estíher Wiilliams, ameríska leikkonan hér á myndini, er hinn rnesti sundgarpur, enda ver hún flestum tómstundum sánum í vatninu. Myndin var tekin af henni í Beverley Hills í Kaliíorníu. Isuiirás § dag? Aróðurssérfræðingar ÞJÓÐVERJA hafa harnrað á því nú um skeið, að innrás bandamanna úr vestri myndi hefjast í dag, 4. júní, en nú eru liðin nákvæmlega fjögur ár síðan brottfi.utningun.um frá Dunkerque lauk. Eins og áður hefir verið sagt í þessum dálld, er ekki unnt að vita, hvenær innrásin hefst, það vita aðeins Eisenliower og nánustu sam- starfsmenn hans. Hvers vegna Þjóðverjar segja. þetta, e;r ekki gott að viía. Ef til vill til þess að ögra 'bandamörmum, fá þá til þess að gera innrásina á ein- hverjum vissum degi, þegar þeir eru við öllu bxxnir, en það er hæpið og ósennilegt, að bandamenn gíni við slíku. En þetta gefur þó tilefni til þess að minnast hinna örlaga- þrungnu daga, þegar Bretar unnu mesta hernaðarafrek sitt í þessari styrjöld. Við skulum hvei'fa fjögur ár aftur í tím- ann og sjá, hvernig þá var um- horfs á vettvangi styrjaldar- innar. Óvígur þýzkur her, grár fyrir járnum, hafði rutt sér braut gegnum virkjabelti Belga og hina ;,óvinnand.i“ Maginot- línu og sóttu að hafnarborginni Dunkerque við Ermarsund. Þar voru samankomnar leifar, eða öllu heldur meginhluti þess herafla, sem sendur hafði verið til Frakklands xmdir forystu Gorts lávarðar. Þama biðu hermennirnir, þúsundum sam- an, örþreyttir en óbugaðir. Þeir stóðu þárna við fjöru- borðið og biðu eftir einhverju. Þeir voru ef til vill ekki trúaðir á, að takast myndi sð koma þeim undan. Þeir gátu ekki veitt Þjóðverjum neití teljandi við- , nám, því að þá vantaði fallbyss- ur, skriðdreka og önnur stærri hergögn. Þeir höfðu orðið að skilja þau eftir, er holskefla hinna þýzku herja reið yfir þá. Yfir þeim svifu Messerschmitt og Junker-flugvélar og létu skothríöina dynja á þeim varnarlausum, en Bretar- áttu lítinn fiugvélakost. í þýzka út- varpinu mátti heyra sífelldar frásagnir af gereyðingarorr- ustum, Vernichtungsschlacht, taugasíríðið var í fullxim gangi. En kraftaverkið skeði. Bretar drógu saman all það, sem ílotið gat, togara, drátt- arbáta, lystisnekkjur og vél- báta og öllu var stefnt til Dunkerque. Tundurspillar voru til verndar. Óbreyttir borgarar, sem aldrei höfðu nálægt stríði komið, sýndu af sér fádæma hetjudáð og sagan um þá at- burði, sagan um Dunkerque, er óskráð enn. Um það bil 335.000 manns varð bjargað frá ströndunum við Dunkerque, þes'sir menn voru hrifnir úr klóm Þjóðverja á síðasta augnábliki. Meðal þeirra voxu alknargir franskir hermenn, sem síðar urðu fyrsti vísirinn að her Frjálsra Frakka. Þegar ölluan hermöimunaim hafði verið komið um borð í skipin, sem biðu úti fyrir, stóð maður í fjörunni. Hann var síð- astur allra. Ekki sást blettur né hnikka á fötum hans. Skór hans voru gljáfægðir, hann var of- boð rólegur og lét eins og ekk- ert væri á seiði. Svo leit hann snöggvást urn öxl, til þess að hyggja að, hivort nokkur væri eftir, sté sáðan um borð í bát- inn, som flutti hann til skips. Havxn hét Sir Harold Alexander, og haxm starfar nú að því að hrekja Þjóðverja af Ítalíu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.