Alþýðublaðið - 06.06.1944, Page 3

Alþýðublaðið - 06.06.1944, Page 3
3 Þiiðjudagur 6. júní 1944. ALÞYÐ UB LAÐJÐ ®pí Littoria 1 =$k°2Wt vatican cityxa ^San Lorenzo ? Malagrotto Ciampino —ígaöLik'j Tíber R'ver Ostia Antica Castel Rotnan® Fynli höMoriin IGÆR BÁRUST FREGNIR út um heiminn, að Róm borgin eilífa, sem svo hefir verið nefnd, væri loksins á valdi bandamanna. Baráttan um borgina hefir verið löng og ströng. Við kunnum utan að nú orðið nöfn eins og Velletri, Frosinone, Aquino og Cassino. Allt voru þetta örðugir hjallar á leið banda- manna í norður. Nú loksins er þetta höfuðvirki Þjóðverja fallið. Raunar er ekki rétt að nefna það virki, í venjuleg- um skilningi þess orðs, því þeir bjuggust ekki til varnar þar á sama hátt og víðar áð- ur. En Rómaborg var samt virki þeirra í andlegri merk- ingu. Það var engin Maginot- lína, Hitler-lína eða Kessel- ringlína. Rómaborg er meira en höfuðborg Ítalíu hún er líka höfuðborg kaþólskra manna um 'heim allan. Og ef takast mætti að telja hinum fjölmörgu milljónum ka- þólskra manna um allan heim trú um, að bandamenn væru villimenn, einhvers konar Vandalar 20. aldarinn- ar, sem ynni fyrst og fremst að því að eyðileggja menn- ingarverðmfæti, þrátt fyrir mótmæli Þjóðverja, væri mkiið unnið. EN ÞETTA HEFIR misheppn- azt. í fyrsta lagi er það, að menn leggja yfirleitt ekki trúnað á sögur Þjóðverja, þær hafa þótt heldur ýkju- kenndar fram til þessa. Og í öðru lagi eru menn ekki minnissljórri en það að þeir muna, hverjar voru aðfarir Þjóðverja, er þeir tóku Rotterdam, Belgrad og fleiri borgir á sínum tíma. ENGUM HEILVITA MANNI dettur í hug, að nazistar hafi viljað vernda Rómaborg vegna menningarverðmæta hennar. Slíkt er barnaskapur einn. Þeir urðu að hörfa vegna þess, að þeir gátu ekki haft lengri viðdvöl þar. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að Þjóðverjar myndu hafa hörfað úr borginn, ef ekki væri bein hernaðar- nauðsyn að því. Hver trúir því að nazistar hafi viljað vernda páfann fyrir villi- mönnum engilsaxnesku veld- anna? Það er, hlægilegt. ÞETTA ER ÚT AF FYRIR sig táknrænt, að Róm skyldi verða fyrsta höfuðborgin, sem bandamenn ná úr hönd- um nazista eftir ára áþján. Við getum minnzt þess, að það eru rúm 20 ár síðan Benito Mussolini blekkti al- þýðu Ítalíu með hinni hlægi- legu „sigurgöngu11 sinni til Rómaborgar. Nú er hann mm mmmmi 5. hemum, sem lók borgina fagnað af legum mannfjöida. O ANDAMENN tóku Rómaborg í fyrrakvöld. Var þaS ■““^ 5. herinn, sem tók borgina en Þjóðverjar yfirgáfu hana orrustulaust. Bandamenn halda uppi loftárásum á flutningalestur Þjóð- verja fyrir norðan Rómaborg og vald þeim því tjóni, sem þeir mega. Milli Alban-hæðanna og sjávar hrekja hersveitir banda- manna lið þjóðverja á undan sér. Áttundi herinn heldur áfram sókn og nálgast þjóðveginn milli Rómaborgar og Pescara á aust- urströndinni. Clark, yfirmaður 5. hersins sagði í gær, að bandamenn hefðu gersigrað mikinn hluta 10 hersins þýzka, svo og 14. hersins. Láuk hann miklu lofsorði á frammistöðu hermann- anna, sem höfðu tekið þátt í hini sigursælu sókn bæði brezka, ameríska og franska, sem hefðu gengið mjög vasklega fram. Fall Rómaborgar er mjög mik ilvægur þáttur í herför banda- manna á Ítalíu. Hann er ef til vill öllu meiri siðferðilega séð en hernaðarlega. Nú hefir ver- ið rofið það skarð í fylkingu Þjóðverja, sem trauðla verður bætt. Talið er, að meginhluti 14. hersins þýzka sé óvígfær og muni hann ekki taka þátt í frek ari bardögum. Einn fregnritari bandamanna skýrir svo frá, að hersveitum bandamanna hafi verið tekið með kostum og kinjum, er þær héldu inn í Rómaborg. Menn lögðu niður vinnu, þyrptust út á götur og torg og menn virtust eins og hálf trylltir af fönguði. Alls staðar mátti sjá fána banda manna og ítalska fána. Fólk stökk upp á hermannabifreið- arnar, faðmaði hermennina og kyssti þá, kastaði til þeirra um og gaf þeim vín og ávexti. Var ekki annað að sjá en að fólki fyndist að það hefði losn- að úr álögum. Mikill mannfjöldi lagði leið sína til Vatikanborgarinnar. Eftir nokkra stund kom páfi fram á svalir og blessaði mann- fjöldann. Talið er, að ekkert hafi skemmzt í Rómaborg, hvorki listaverk, né fornminjar borgarinnar. Taka borgarinnar hefir vakið mikinn fögnuð um öll lönd, sem Þjóðverjar hafa ekki á valdi sínu. Þykir taka borgarinnar næsta táknræn og merkileg og fagna menn þess- um atburði sem meiriháttar stríðsfréttum. Nýsjálendingar hringja kirkjuklukkum og í löndum Frakka í Norður-Afríku fagna menn sigrinum af heilum hug. Bandamenn tilkynna, að þeir hafi frá 11. maí, er sóknin hófst, tekið höndum um 20 þús- und þýzka hermenn. Grikkir reynast skeleggir. ÞAÐ hefir verið tilkynnt, að grískir skæruliðar hafi sprengt í loft upp Maritza-forúna isivonefndu. Brú þessi var eyði- lögð á undanhaldi gríska hers- ins og forezku hersveitanna, sem aneð hionum börðust 1941. Það var mikið verk að koma brúnni upp á nýjan lek, en nú hefir hin nýja brú verið eyðilögð. Japanar fara halloka á Kyrrahafi. AFBÁTAR Bandaríkja- manna á Kyrrahafi hafa verið a'll athafnasamir að und- anförnu. Hafa þeir sökkt sam- tals 16 skipum Japana. Sex þeirra voru herflutningaskip, en hin vöruflutningaskip. Er ekki annað að sjá, en Banda- ríkjamenn ráði nú lögum og lofum á Kyrrahafi, enda hafa Japanar goldið mikið afhroð á Kyrrahafi nú á síðastliðnum mánuði. horfinn úr stjórnarsessi. Hjá róma rödd hans hljómar ekki lengur af svölum Fe- eyjahallarnnar. Hann er hættur að sæma hina og þessa bófa heiðursmerkjum. Mennirnir, sem myrtu Matte- otti fyrir 20 árum síðan eru ekki lengur hlutgengir menn Þeir eru, eins og vera ber, óalandi og óferjandi. NÚ VERÐA ÍTALIR að gera upp við sjálfa sig, hvaða stjórnarfar þeir helzt kjósa sér. Vafalaust er, að ítalskt Viktor Emanúel konungur og Umfoerto krónprins. Vikfor Emanuel konunpr legg- ur niiur konungdóm Afsaiar sér vöicSum í iie^cSwr syni sínum Umberto krónprins. HP ILKYNNT var í Rómaborg í gær, að Viktor Emanúel konungur hefði afsalað sér konungdómi í hendur syni sínum, Umberto krónprins. Undir afsagnarskjali því, sem gefið var út, var nafn Badoglips marskálks. Tekið er fram, að hér sé ekki um að ræða valdaafsal konungsættarinnar, heldur aðeins konungsins sjálfs, og verði ítalska þjóðin að gera það upp við sjálfa sig síðarmeir, hvaða stjórnarform hún kjósi sér. P ORBÆTISRÁÐHERRA *■ pólsku stjórnarinnar í London er nú staddur x Was- hington mun dveljast þar um viku tííma. Mun hann eiga við- ræður við Bandaníkjastjórn. Áður hafði Viktor Elmanúel konungur tilkynnt, að haim cmyndi segja af sér konungdómi þegar á stað er bandamenn tækju Rómaborg. Vktor Eman- ©1 konungur er 75 ára að aldri, en Uimfoerto krónprins fertugur. Rómaborg og umhverfi hennar I ROME AND VICINITY alþýðufólk hatar og hefir, andstygð á fasismanum og öllu því, sem Mussolini hefir inn leitt. Það lifir enn og hrærist í anda Giuseppe Garibaldi, sem barðist manna mest fyrir sjálfstæði Ítalíu um og eftir miðbik aldarinn- ar, sem leið. | NÚ HEFST nýtt endurreisn- artímabil á Ítalíu, ný „rena- issance“ þessarar þjóðar, sennilega sú glæsilegasta, sem sögur fara af, ef að lík- um lætur. Á kortinu sést áin Tiber, sean rennur í igegnum Rómafoorg og það- an til sjávar fyrir norðan hafnarfoorgina Ostia. Páfaríkið, Vati- kanfoorgin, er í vesturjaðri Rómafoorgar, eins og koritð sýnir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.