Alþýðublaðið - 06.06.1944, Qupperneq 7
I»riðjudagur 6. júní 1944.
| Bœrinn í dag. f
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki.
Næturakstur annast Hreyfill,
sími 1633.
ÚTVARPIÐ:
12.10—13.00 Hádeigsútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Einsöngur: Daníel Þórhalls-
son frá Siglufirði.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar Tónlistarskólans:
a) Svíta í a-moll eftir Tele-
mann. b) Fjögur danslög í
gömlum stíl eftir Niemann.
(Hljómsveit leikur. — Dr.
Urbantschitscr stjórnar).
21.00 Erindi: Ferð til Vestur-
heims (Sigurgeir Sigurðs-
son biskup).
21.25 Tónleikar.
21.30 Erindi: K. F. U. M. 100 ára
(Ástráður Sigursteindórsson
cand theol.).
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Þjóðhátíðardagur Svía.
í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía
er móttaka í sænska sendiráðinu
í dag kl. 16—18.
Jón Símcnarson, bakarameistari,
hefir heitið að gefa brauð til
Vinnuheimilis íslenzkra berkla-
sjúklinga, fyrsta árið, sem heim-
ilið starfar.
Hjónaefni.
Á Hvítasunnudag opinberuðu trú
lofun sína ungfrú Sigrún Sigurð-
ardóttir, starfsstúlka í Laugavegs-
apóteki og Guðmundur Guðmunds
son sjómaður, Bárugötu 29.
Pétur Gautur
verður sýndur í næst síðasta
sinn annað kvöld. Aðgöngumiða-
sala hefst kl. 4 í dag.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Paul Lange og Thora Pars-
berg kl. 8 í. kvöld. Aðgöngumiðar
seldir í dag frá kl. 2.
Félagslíf.
íþróttasýningar þjóðhátíðar-
innar.
Hópsýning karla:
Samæfing í kvöld með öllum
flokkum kl. 8,30 í Austurbæjar
skólaportinu, ef það er þurt.
Annars æfingar á venjulegum
tímum.
Fjölmennið.
Hópsýninganefndin.
Í.S.Í. Í.R.R.
17. júní íþróttamótið
verður að þessu sinni haldið
sunnudaginn 18. júní á íþrótta-
vellinum. — Keppt verður í
þessum íþróttagreinum: 100
m., 800 m. og 5000 m. hlaup-
um, Kúluvarpi, Kringlukasti,
Hástökki, Langstökki og 1000
m. Boðhlaupi. Öllum félögum
innan Í.S.Í. er heimil þátttaka.
— Tilkynningar um þátttöku
skulu komnar til Jens Guð-
björnssonar form. framkvæmd-
arnefndarinnar eigi síðar en 10.
júní.
Glímufélagið Ármann,
íþróttafélag Reykjavíkur.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur.
FaSíegar
HSidartöskur
í'l 'Á h Qi . þ l .1 G' ‘ Vr'í l [ : l't G; •
H. TOFT.
Skólavörðust. 5. Sími 1035.
^LÞYÐUBLAÐIP
Akranes fékk veglega sundíaug
að gjöf á sjómannadagsnn
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar,
ÍÞorfojorn fHfaEldórsson trésmiSur,
andaðist að heimili sínu, Hofsvallagötu 20, laugardaginn 3. þ. m.
Helga Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Alúðar þakkir vottum við öllum hinum mörgu vinum og
skyldfólki, fyrir auðsýnda samúð, margvíslega hjálp og gjafir
við fráfall og jarðarför mannsins míns
GuÓ|óus HristiBis Sveinssonar,
Brautarholti, Hafnarfirði.
Kristensa Arngrímsdóttir og börn.
iahöld sjómannadagsins
Frh. af 2. síðu.
ASJÓMAíNNADAGINN var
Akraneskaupstað afhent
vegleg sundlaug að gjöf. Tildrög
til ibyggingar laugarinnar voru
þessi: Stjórn Minningarsjóðs
ÍBjarna Ólafssonar, s’kipstjórafé-
lagið Hafþór, sjómanna- og vél-
stjóradeild Verkalýðsfélags
Akraness, bundust samtökum
vorið 1939, um fjársöfnun til
þess að koma upp fullkominni
sundlaug með tilíheyrandi böð-
um og útbúnaði. Þessi fjársöfn
un gekk lákaflega vel, var al-
mennur og níkur áhugi fyrir því
að þetta mætti verða sem fyrst.
Ofannefndir aðilar kusu fram-
kvæmdanefnd sem þessir menn
áttu sæti í. Frá Minningarsjóði
Bjarna Ólafssonar: Ól. B.
Björnsson, Niíels Kristmanns-
son og Þórður Ásmundsson og
síðar Júlíus Þórðarson. Fyrir
sj cmannadeildina: Guðmundur
Siveinbjörnsson. Fyrir vélstjóra-
deildina: Gunnar Guðmundsspn
og fyrir Skipstjórafólagið Haf-
þór: Axel Svieinbjörnisson. —
Nefndinni fannst það timabært
að befja byggingu vorið 1943.
Laugin var vígð á sjómannadag
■inn 4. júnlí kl. 4 e. h. að við-
stöddu mjög miklu mjölmenni.
Vlígsluræðuna hélt formaður
nefndarinnar Ól. B. Björnsson.
Hann skýrði aðdraganda og
gang mrálsins frá upphafi til
enda. Nefndin hafði fyrst hugs
að sér 25 m. langa laug og síðar
16% m. En við eftirgrenslan af
reynslu annara í þessum efnum
varð nefndin sannifærð um að
imálið fengi rétta lausn og happa
drýgsta með því að byggja laug
ina ekki stærri en 12V2X63á m.
og það er stærð þessarar laug-
ar. Hún er 2 m. þar sem hún er
dýpst en 90 cm. grynnst. Fram
með syðri hlið laugarinnar er
allstórt áho rf e ndas v æ ði (upp-
hækaðir pallar). Yfir því er
sólskýli. Sitt hvoru megin í
aðalbyggingunni eru búnings-
berbergi fyrir ikarla og konur.
Eru þar samtals 44 fataskápar.
Þar innaf' eru herbergi fyrir
þrifaböð (sturtur) ásamt snyrti
Iherbergjum. Á efri hæð húss-
ins er gufubaðstofa Rauðakross
deildar Akraness, sem fljótlega
verður fullgerð. Undir öllu hús-
inu er kjallari. Stærsta herberg
ið ’þar er ætlað fyrir hreinsun-
arvélar laugarvatnsins. ‘Laugin
er hituð með kælvatni ljósa-
mótora. Hiti laugarinnar var í
dag 20 stig. En það er talið víst
að það sé það lægsta sem það get
ur orðið, vegna þess að nú dag-
lega er aðeins minnsta vélin not
uð og með litlu álagi.
Eftirtaldir menn stóðu fyrir
verkinu við bygginguna: Óskar
S veinsson byggingameistari,
Aðalsteinn Árnason, múrara-
meistari, Sveinn Guðmundsson
rafvirkjameistari. Vélsmiðja
Þorgeirs og Ellerts sáu um nið-
ursetningu allra hitunartækja
svo og um vatnislögn í laugina.
Vélsmiðjan Jötunn smáðaði for-
vermarann. Lárus Árnason mál-
arameistari sá um málningu, og
Lárus Þjóðibjörnsson húsgagna-
smiður smíðaði hurðir og
glugga.
Teikningar voru gerðar af
húsameistara í samráði við í-
þróttafulltrúa Þorstein Einars-
son, Óskar Sveinsson og nefnd-
ina.
Eftir iþví sem nú þegar er vit-
að um bostnaðinn er hann
2ili8972,35. Styrkur úr ríkissjóði
hefir þegar verið greiddur 50
þúsund kr. En það er ekki loka-
greiðsla. Yfir 100 þúsund hefir
nú þegar komið í frjólsum fram
lögum og það er búizt fastlega
við að það sem ávantar fulla
greiðslu komd á sama hátt.
Nefndin aflhenti í dag í um-
boði áðurnefndra aðila og al-
mennings, bænum þetta mann-
virki skuldlaust samkv. svo-
feldu gjafabréfi:
„Fyrir hönd ofanritaðra, höf-
uim við ákveðið, í fullu trausti
til vilja allra annarra sem hér
hafa lagt fé til eða fyrirhöfn,
að aflhenda mannvirki þetta
eins og það nú er, skuldlaust,
Akraneskaupstað til ævinlegrar
eignar, með eftirgreindum skil
yrðum:
1. Að laugin sé rekin með al-
menningsheill fyrir augum, og
að aðgangur að henni og böð-
un sé ekki sélt hærra verði en
sem þarf til viðhalds, og til að
standa undir rekstri.
2. Að skipstjórafélagið, sjó-
mannafélögin og stjórn Minning
arsjóðs Bjarna Ólafissonar megi
velja 3, af 5 manna nefnd er
sjláf um rejkstur laugarlnnar.,
Bærnn velji 2 menn í nefndina.
3. Að á þar til gerða stöpla
.— framan við laugina — sem
(byggðir verði utan um núver-
andi flaggstengur, láti bærinn
eftir nánari samkomulagi siðar,
letra nöfn þeirra sjómanna er
béðan hafa drukknað — og vit-
að er um — svo og síðar, jafnóð-
um og isliík slys bera að höndum.
4. Að húsi og tækjum sé á-
valt vel við haldið, til þess að
allt þetta svari 'þeim tilgangi
sem að er kept.“
Laugin var vígð með því að
3 sjómenn í fullum sjóklæðum
stungu sér og syntu yfir hana.
Á elftir vígsluræðunni þakk-
aði bæjarstjóri Arnljótur Guð-
mundsson með ræðu. Þá héldu
þeir og ræður Guðm. Kr. Guð-
mundsson formaður íþrótta-
nefndar rlíkisins og Ben G.
Waage forseti I. íS. í. Á eftir
þreyttu 8 menn kappsund í
lauginni. En að því búnu var
mannfjöldanum sýnd bygging- j
in öll. Þá var öllum sem vildu, i
gefinn kostur á að nota laugina
og foöðin endurgjialds laust.
Var oift um 40 manns í lauginni
ií einu Formaður gat þess í ræðu
sinni að þennan dag og næstu
daga ó undan hefðu nefndinni
borizt um 15 þúsund kr. og þeg-
ar eftir vígsluna bárust benni
og noikkur þúsund kr.
Þetta er fyrsta laug á landi
hér sem hefir áhorfendasvæði.
fluttu ávörp, auk ríkisstjóra, en
milli þess lék Lúðrasveit Reykja
víkur. Biskup minntist fallinna
sjómanna en að því loknu varð
mínútu þögn og um leið var
lagður sveigur á leiði óþekkta
siómannsins, að því loknu söng
Hreinn Pálsson „Alfaðir ræður“.
Að þessu loknu voru björg-
unarverðlaunin veitt og hlaut
þau að þessu sinni Þorstp;v”- TA
hannesson skipstjóri á v. b. Jóni
Finnssyni frá Gerðum, en hann
bjargaði skipverjum af v. b.
Ægi er honum hvolfdi á s. 1.
vetri. Þá voru og veitt verðlaun-
in fyrir íþróttaafrekin.
Allri þessari athöýn var út-
varpað. Um kvöldið var hóf að
Hótel Borg og skemmtanir í öðr
um samkomuhúsum. Að Hótel
Borg var ríkisstjóri og frú hans.
Henry Hálfdánsson ávarpaði
ríkisstjóra og afhenti honum
gjöf til minningar um það, að
hann lagði hornstein að Sjó-
mannaskólanum þann dag. Var
gjöfin múrskeið úr silfri með
fílabeinshandfangi. Um leið og
formaður sjómannadagsráðsins
afhenti ríkisstjóra gjöfina árn-
aði hann honum allra heilla og
sagði það von sjómanna, að með
landsföðurshendi sinni mætti
honum auðnast að múra festu
og gæfu í íslenzku þjóðina og
þar með leggja traustan horn-
stein að hinu endurreista ís-
lenzka lýðveldi. — Ríkisstjóri
þakkaði gjöfina. í þessu hófi
heiðraði ríkisstjóri tvo gamla
sjómenn með því að veita þeim
riddarakross fálkaorðunnar, þá
Friðrik Ólafsson skólastjóra og
Guðmund Markússon skipstjóra.
Karlakórinn Vísir frá Sigul-
firði mætti á hófinu og hyllti
sjómenn með söng, en sjómenn
þökkuðu og fögnuðu kórnum á-
kaflega. Ræður fluttu m. a. í
þessu hófi Sveinn Jónsson og
Brynjólfur Jónsson.
íþróttakepfHii sjé-
mannadagsins
Mikil þátttaka var í íþrótt-
um sjómannadagsins á laugar-
dag og sunnnudag. Nítján skips
hafnir tóku þátt í kappróðrin-
um á Rauðárvík, þar á meðal
skipshöfnin á Arinbirni hersi,
sem kom í höfn í Reykjavík kl.
10 á laugardagsmorguninn og
Karlsefni, sem kom inn kl. 2 á
laugardag, en kappróðurinn
hófst klukkutíma síðar. Sýnir
þetta ljóslega þegnskap og á-
huga sjómanna til þess að gera
hátíðisdag sinn sem glæsilegast-
an.
Skipshöfnin af botnvörpungn
um „Helgafell" sigraði í kapp-
róðrinum með sérstaklega góð-
um tíma. Ennfremur sigruðu
menn af Helgafelli í öllum hin-
Kappróðurinn hófst eims og
r um greinunum, sem keppt var í
nema björgunarsundinu.
áður er sagt kl. 3 á laugardag-
inn. Gripir þeir sem keppt var
um eru „Fiskimaður“ Morgun-
blaðsins, fyrir skipshafnir af
skipum yfir 150 rúmlestir og
„June Munktel-bikarinn“, sem
er fyrir skipshafnir af skipum
undir 150 rúmlestir. Þá er og
„Róðrarfáni Sjómannadagsins“,
sem er veittur þeirri skipshöfn,
sem nær beztum tíma í róðrin-
um.
Eins og áður var sagt bar
skipshöfnin af Helgafelli sigur
af hólmi og fór vegalengdina á
4 mín. 12,7 sek. og er það tal-
inn sérstaklega góður tími, og
hlaut hún því bæði „Fiskimann-
inn“ og „Róðrarfánann“, en hún
var handhafi þessara verðlauna
gripa frá því í fyrra. Skipshöfn-
in af m. s. „Freyju“ hlaut June
Munktel-bikarinn og var tími
hennar 4 mín. 24. sek.
Er þetta með mestu þátttöku,
sem verið hefir í róðrarkeppni
Sjómannadagsins. Voru á milli
130 og 140 menn, sem þátt tóku
í róðrinum. Er virðingarvert
hve sjómenn leggja mikla rækt
við þessa íþrótt, bæði í æfingum
fyrir keppnina og þátttöku í
henni, og ber sérstaklega að
virða það er sjómenn koma
þreyttir af hafi utan og setjast
undir árar við kappróðurinn,
eins og skipshafnirnar á Arin-
birni hersi og Karlsefni gerðu.
Að kappróðrinum loknum
hófst stakka- og björgunarsund.
1 stakkasundinu bar sigur af
hólmi Jóhannes Guðmundsson
af botnvörpungnum Helga-
felli og hlaut hann stakkasunds
bikar Sjómannafélags Reykja-
víkur. En hann vann gripinn og
í fyrsta skipti, er keppt var um
hann. Björgunarsundsbikarinn
vann Valur Jónsson frá Keíla-
vík.
Veðbanki starfaði og var mik-
ið veðjað og mikill áhugi ríkj-
andi fyrir þessum keppnum.
Á sunnudaginn fóru svo fram
reiptog og keppni í netabæting-
um og vírasplæsingum. Voru
þessar íþróttir háðar upp við
Sjómannaskólann nýja, eftir að-
alhátíðahöldin þar.
í reiptoginu kepptu þrjár
skipShafnir: af Esju, Helgafelli
og Súðinni. Leikar fóru þannig,
að skipshöfnin af Helgafelli sigr
aði bæði skipshöfn Esju og Súð-
innar, og hlaut því verðlauna-
þikarinn sem veittur var fyrir
reiptogið. Handhafi þessa bikars
var skipshöfnin af Súðinni.
í vírasplæsingu varð fyrstur
Haraldur Ólafsson bátsmaður
af Helgafelli og í netabætingu
vann Sigfús Bjarnason netamað
ur af Ilelgafelli.
Með þessu höfðu menn af
Helgafelli borið sigur af hólmi
í öllum íþróttunum, sem keppt
var í nema björgunarsundinu og
er slíkt algert einsdæmi á Sjó-
mannadaginn.
Opinbert uppboð verður haldið í dag 6. þ. m., á eft-
irtöldum húseignmn, svo sem hér segir:
Kl. 1 e. Íi. á Hverfisgötu 16 A.
Kl. 3 e. h. á Njálsgötu 4 B.
■Ji í Hverfisgötu 16 A er laus neðri hæðin (3 herbergi
og eldhús), stórt herbergi á neðstu hæð og svo lítið
herbergi.
Borgarfógeftinn í Reykjavík.