Alþýðublaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.06.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. júní 1944. ^ítœrmn í á&g. m&»9<»Q&90<><>90m9a>9<»V&O0t»9l Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Bifröst, simi 1508. ÚTVARPIÐ: 10.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) „Skáld og bóndi“, forleik- ur eftir Suppé. b) Suðrænar rósir, vals eftir Strauss. c) Lag án orða eftir Tschaí- kowsky. d) Mars eftir Sousa. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magnús- son). :21.10 Kórsöngur: Karlakórinn Vís ir frá Siglufirði (Þormóð- ur Eyjólfsson stjórnar). '21.50 Fréttir. Viðskiptaráðið og Eimskip. Ein meinleg prentvilla hefir slæðzt inn í greinargerð viðskipta- ráðs fyrir drættinum, á lækkun farmgjaldanna í blaðinu í gær. Þar stóð, aftarlega: „Ríkið gat að sjálfsögðu fylgst með siglingatíma skipanna og flutningsmagninu . . — en átti vitanlega að standa „Ráð- ið gat“ o. s. frv. Lögfræðikandidatarnir. í blaðinu í gær misrituðust eink anir tveggja lögfræðikandidata, sem útskrifast höfðu úr lögfræði- deild, iþeirra Björgvins Bjarnason- ar og Einars Ingimundarsonar. Var sagt að Björgvin, sem hafði 2. eink- un betri, hefði hlotið 177 stig, en átti að vera 157 stig. Aftur á móti var sagt að Einar, sem hlaut 1. einkun, hefði hlotið 164% stig, en átti að vera 194 stig. Bifreiðaslys. í fyrrakvöld ók vörubifreiðin G-348 á fólksbifreiðina G-382 skammt frá Þóroddsstöðum. Slasað ist farþegi, sem var rheð vörubif- reiðinni, með þeim hætti, að hann kastaðist á framrúðu bifreiðarinn- ar og skarst nokkuð á höfði. Var maðurinn fluttur á slysastofuna og var þar gert að sárum hans. Pétur Gautur verður sýndur í síðasta sinn að þessu sinni snnað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Upplýsingastöð Þingstúku Reykjavíkur um bindindismál, er opin í dag kl. 6— ■8 e. h. í Templarahöllinni við Frí- kirkjuveg. íslandsmótið. I kvöld fer fram þriðji leikur mótsins, með því að Fram og Í.R. keppa. Lagfæringar á Arnarhólstúni. Undanfarna daga hefir vcrið unnið að lagfæringu Arnarhóls- túnsins. Hefir verið rist ofan af því meðfram Hverfisgötunni, og það sléttað. Er í ráði að gróður- setja tré á túninu meðfram Hverf- isgötu og yrði að því mikil prýði. Enn fremur hefir verið lögð bellu- lögð gangstétt meðfram túninu frá Ingólfsstræti og niður að Kalk- ofnsvegi. Kaupum fuskur laviunustc Baidufsgöiti 30. St. FREYJA nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8,30 Fundarefni: Inntaka, fréttir frá Þingstúkufundi, erindi.: Jón Árnason. Æðstitemplar. Afmælismót K. R. Skemmtilei keppni í frjáisum íþróttum á iaugardaginn Nýtt met sett í hástökki, án atrennu, og drengjameí í langstökki. A AFMÆLISMÓTI K. R. í frjálsum fþróttum á laugardaginn, voru sett tvö ný met, var annað metið sett af Skúla Guðmundssyni úr K. R., í hástökki án atrennu, stökk Skúli 1,51 m. en gamla metið var 1,42 m. sett af Sveini Ingvarssyni árið 1939. Hitt metið setti Haildór Sig- urgeirsson úr Ármanni, í iangstökki, stökk hann 6,42 rnetra en það er nýtt drengja- met í þessari grein. Mót þjetta var fjölbreytt og skemmtiiegt, yfir þrjátíu kepp- endur frá 5 félögum tóku þátt í því og var keppt í átta íþrótta- greinum, 110 m. grindarhlaupi, spjótkasti, 3000 m. hlaupi, lang stökki, kúluvarpi, 300 m. hlaupi, hástökki án atrennu og 4x200 metra boðhlaupi. Úrslit urðu, sem hér segir: í 110 m. grindarhlaupi varð fyrst ur Skúli Guðmundsson K .R. á 18 sek., ánnar Brynjólfur Jóns- son K. R. á 19,4 sek. og þriðji Magnús Baldvinsson í. R. á 21,3 sek. í spjótkasti urðu úrslit þessi: Lengst kastaði Jón Hjartar K. R., 53,78 m.,Jóel Kr. Sigurðsson í. R. kastaði 52,28 m. og Oddur Helgason, Á. kastaði 45,20 m. í 3000 m. hlaupi urðu úrslit þau, að fyrstur varð Óskar Jóns son í. R. á 9 mín. 42,8 sek., annar varð Sigurgísli Sigurðs- son í. R. á 9 mín. 47,4 sek. og þriðji Hörður Hafliðason Á. á 9 mín. 56,6 sek. í langstökki sigraði Skúli Guð mundsson úr K. R., stökk hann 6,59 m., annar varð Halldór Sig- urgeirsson, Á. Stökk bann 6,42 m. og er íþað nýtt drengjamet. 'Hall'dór 'er aðeins 17 ára, og þriðji Höskuldur Skagfjörð frá Ungmennafélaginu Skallagrim- ur í Borgarnesi, stökk hann 6,05 m. í kúluvarpi urðu úrslit þessi: Lengst kastaði Jóel Kr. Sigurðs son úr 1. R., 13,46 m., annar varð Bragi Friðriksson úr K. R., kastaði hann 12,53 m. og þriðji Einar Þ. Guðjohnsen úr K. R., kastaði hann 11,73 m. Í 300 m. hlaupi urðu úrslit þau, að fyrstur varð Kjartan Jóhannsson úr í. R. Hljóp hann vegalengdina á 37,6 sek., annar varð Jóhann Bernhard úr K. R. á 39,1 sek. og þriðji Svavar Páls son K. R, á 39,6 sek. í há&tökki án atrennu hlutu .tveir vérðlaun, þeir Skúli Guð- mundsson, sem stökk 1,51 m, og setti eins og áður var sagt nýtt met, og Brynjólfur Jónsson úr K. R., sem stökk 1,35 m. Að endingu var svo 4x200 m. boðhlaup. í því tcku þátt kepp- endur frá Ármanni, í. R. og Á- og B-sveit frá K. R. Fyrst varð A-sveit K. R. á 1 mín. 38,3 sek., þá í. R. á 1 mín. 39 sek og þriðja B-sveit K. R. á 1 mín. 39,2 sek. Erlendur Pétursson formaður K. R. stjórnaði mótinu og af- 'henti sigurveguranum í hverri íþróttagrein verðlaunapeninga. Eins og áður var sagt var mótið hið skemmtilegasta og fór vel fram. Happdrætti Háskóla ístands. Dregið verður í 4. flokki á laug- ardag. Á laugardagsmorgun verða engir miðar afgreiddir, svo að menn verða að kaupa miða og end urnýja annað hrort í dag eða á morgun. HátfSleg setning KnattspyreunKHs ísl. K.R. vánn Fram með 1:0. Knattspyrnumót ís- LANS, mei’kasti viðburð- urinn á sviði knattspyrnunnar hér á landi, hófst 5. júní s.l. Fór setning mótsins hátíðlega fram, eins og vera bar um svo merkan íþróttaviðburð. Að þessu sinni taka aðeins Reykjavíkurfélögin þátt í mótinu, K.R., Fram, Val- ur og Víkingur, hin gömlu og grónu knattspyrnufélög, en auk þeirra sendir hið góðkunna í- þróttafélag Reykjavíkur, nú í fyrsta sinn, kapplið til leiks á Íslandsmótið, en það hóf upp merki knattspyrnunnar i fyrsta sinn í fyrra með þátttöku í I. flokksmótinu, og spáði fram- koma fliokks þess, iþar öllu góðu um gengi þess á knatspymu- sviðinu í framtíðinni. Hins veg- ar ber að harma það, að félög utan af landi skulu ekki hafa séð sér fært að senda flokka til keppni á mótinu. Allir flokkar hinna fimm fé- laga gengu fylktu liði inn á völl- inn undir félagsfánum, með glæsilegan íslenzkan fána í fylkingarbrj ósti. Mynduðu flokk arnir eins konar hálfhring á vellinum, meðan forseti í. S. í., Ben. G. Waage, flutti setningar- ræðuna. Afhenti hann við þetta tæki- færi formanni K.R.R., Ólafi Sigui’ðssyni, íslenzkan fána á stöng, sem gjöf frá sér til K.R.R. í minningu látinna og lifandi samherja sinna þar. — Lúðrasveitin „Svanur“ lék frá kl. 8 og undir göngu flokkanna inn á völlinn, og lauk leik sínum með bjóðsöngn- um, að ræðu forseta í. S. í. lok- inni. Var setning mótsms öll hin hátíðlegasta og sömuleiðis öll regla og aðbúnaður ágætur, og á mótanefndin, sem skipuð er fulltrúum Vals og Víkings, þakkir skyldar fyrir umsjón alla og 'hugulsemi í 'þessu sambandi. Þau ifé'lög, sem skyldiu byrja mótið að þessu sinni, voru Fram og K.R. Átti Fram völ á marki og kaus að leika undan sól og virdi. K.R. hóf þegar sókn, sem fljótlega fór út um þúfur. Frammarar sóttu í sig .veðrið, fengu og ýmis góð tækifæri, en glötuðu þeim öllum. Markspyrnur voru margar hjá báðum aðilum á víxl, en alJ.t kom fyrir ekki, fór fyrir ofan garð ogj neðan, og hálfleikurinn endaði með jafntefli 0:0. K.R. hóf síðari hálfleik einrig með sókn, sem 'þó ekki stóð lengi, bæði liðin fengu mörg góð tækifæri til þess að skora mark, en ekkert dugði, en er um 25 mín. voru af leik, fengu K.R - ingar komið föstu skoti á mark Fram, en sem Magnús ver með prýði, en hljóp alllangt 2rá marki til þess að losa sig við knöttinn, en var hins vegar ekki nógu snar að hörfa afcur í mark- ið, því hefði hann verið kominn á sinn stað, hefði hann ugg- laust getað varið linkjulegt skot sem sendi knöttinn ósköp leti- lega í mark Fram, nálgast þetta 'hálfgerða slysni. Fleiri mörk voru ekki gerð, en liðin skiptust á sóknum það sem eftir var leiksins, Úm leikinn sem heild má segja, hann var tilþrifalítill og yfirleitt lélega leikinn, áberandi snauður að hugsun, Leikmenn úr báðum liðum, sendu knött- inn iðulega beint í mótherjana, jafnvel þó samherjar beirra stæðu mjög vel að við að taka á móti honum. Sóknirnar voru illa undirbún- ar og flausturslegar, miðja vall- arins oft auð og mótherjar litt valdaðir. til hlulhafa Útvegsbanka íslands h.f. Samkvæmt ákvörðon aðalfundar verðor greiddur 4% arður af hSuta- bréfum bankans fyrir árið 1943. Arðurinn verður greiddur í skrif- stofu bankans í Reykjavík og i útibú- um hans gegn afhendingu arðmiða fyrir nefnt ár. Útvegsbanki Islands h.f. Flestar hornspyrnur mistók- ust, lentu fyrir aftan mark eða allt of nærri jafnvel iniivörp voru ranglega framkvæmd. Dómgreind og hugsun eiga að einkenna leiki meistaraflokk- manna, ekki síður en öruggar spyrnur. Dómari var Jóhannes Berg- steinsson, og dæmdi vel. Áhorf- endur voru mjög margir. Ebé. 200 þúsund kronur bafa safnasl fil bágsfaddra Dana |'* j IMAÍMÁNUÐI hafa skrif- istöfamni, vegna samskota til bágstaddra Dana, borizt eft- irlfarandi upphæðir: Leiiftur h.f., starfsfólk kr. 290,00, Eiimskipa- félag íislands kr. 375,00, ('starfs- fóllk), starlfsmenn Skinnaverk- smiðjunnar Iðumn, Aikureyri, kr. 1260,00, Kvenifélagið Hring- urinn, StykkishaLmi kr. 300,00, Ofnasmiðjan 'h.f. (starfsfólk) kr. 3i60,00, afgreiðsluimenn hins ís- lenzka Steinolíufélags kr. 3150,00, Starfsfólk Klæðarverzl- unar Andrésar Andréssonar kr. 830,00, Kexverksmiðjan Esja h.f. (starfsfólk) kr. 315,00, safn- að af séra Finnboga Kristjáns- syni kr. 840,00, Eggert Claessen, hrm., kr. 500,00, Órligur, Pat- reksfirði kr. 300,00, starfsfólk Sláturfélags Suðurlands kr. 1465,00, saínað af bókaverzlun Þorsteins Johnson, Vestmanna- eyjum eftirfarandi upphæðum: Kristjana Guðmundsdóttir kr. 100,00, Helgi Jónatansson kr. 100,00, Márgrét' S. Jónasdóttir kr. 10,00, Kjartan Guðmunds- son kr. 100,00, Margrét Ingi- mundardóttir kr. 10,00, ágóði af söngskemmtun Karlakórs Vest- mannaeyja og barnakórsins Smávinir kr. 2250,00, Þorsteinn Johnson kr. 200,00, Magnús Bergsson kr. 200,00, Martin Tómasson kr. 100,00, Jósúa Teits s'on kr. 50,00, Tómas Jónsson, kaupm., Reykjavík, og frú Sig- riður Sighvatsdóttir kr. 2000,00, starfsfólk Tómasar Jónssonar kr. 815,00, Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir, kr. 150,00, H. Bene diktsson & Co. kr. 5000,00, starfsfólk H. Benediktsson & Co. kr. 555,00, starfsfólk Ing- ólfsapóteks kr. 240,00, safnað af séra Eiríki Þ. Stefánssyni, Torfa stöðum kr. 570,00, frá fræðslu- málaskrifstofunni kr. 1020,00, afhent af sama vegna A. J. og B. J. kr. 1000,00, Kristján Bergs sön til minningar um Johs. Schmidt, próf. kr. 1000,00, María Jóhannsdóttir, Flateyri kr. 1435,00, séra Páll Þorleifsson, Skinnastað, kr. 100,00, safnað af séra Hálfdáni Helgasyni, kr. 2700,00, Kaupfélag Verka- manna, Akureyri kr. 300,00, starfsmenn Þjóðskjalasafnsins kr. 150,00, Karl Þorsteins, frkv.- stj., kr. 50,00, Ármann Halldórs son, Seyðisfirði kr. 270,00, safn að af Morgunbl. kr. 2867,00, L. V. kr. 100,00, safnað af séra Jóni Sigurðssyni, Stórafjarðarhorni, 4cr. 325,00, safnað af séra Jóni íBrandssyni í Kirkjubólshreppi kr. 350,00. Nemur söfnunin þá samtals kr. 200,826,00. AHarisklæði og höguil Wsh. af 2. arlaust að öllu. Ennfreanur hefir Tryggvi Magnússon mál- ari gert allar frumteikningar !að verkinu, eftir uppástungu frúarinnar, en sjiálf hefir hiún svo fært þær út við sjálft verk ið. Munir þessir eru mjög at- Shyglisverðir og íbéna órækan vott um listlhæfni frú Unnar, og skilning hennar á viðfangs efnunum. Aðgangur að sýningunni verð ur ekki seldur neinu vissu verði, en hinsrvegar er ætlast tii þess að hver sem sýning- una sækir borgi eftir því sem hionum sjiálfuim þóknast, og rennur |það íil Blindravinafé- lags íslands, sem inn kemur með þessum hætti. I Afgirf land nærri bænum, hentugt fyrir sumarbústað, er til sölu. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardag, merkt ,Land 1944‘ Linoleum fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.