Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 5
Föstúdagur 9. júní 1944. ALÞYÐUBLAgao Það er verið að punía ;upp á borgina — Vesalings Safnahúsið — Landakaup Dagsbrúnar — Hver þýddi „Einu sinni var . . *?“.— Veðmál, sem enginn vann! AÐ ER VERIÐ að punta upp á bæinn. Verið er að mála ijölda húsa, meðal annars er búið að mála þá Silla og Valda, allar eignir þeirra í Aðalstræti. Þá er búið að punta húsin umhverfis brunarústirnar. Stjórnarráðið er orðið fagurhvítt og Hótel Heklu er verið að fægja og hreinsa. Svona er þetta víða um bæinn og er það alveg ágætt. Bærinn fær nýjan svip með þessu. EN SAFNAHÚSIÐ stendur enn grátt og skjöldótt og skítugt. Það eru meiru vandræðin með það hús. Oft er það kalkað, ekki vantar það, en alltaf næsta vor er það orðið allt gráflekkótt. Þetta er leiðinlegt, þar sem hér er um að ræða eina fegurstu byggingu bæjarins. Er ekki hægt að finna einhver ráð til þess að málning haldist á þessu húsi? Gamla aðferðin hefur ekki gefizt vel og það þýðir ekki að endurtaka hana einu sinni' enn. MÉR LÍST MJÖG VEL á landa- kaup Dagsbrúnar og landnámssjóð félagsins. Fyrirkomulag þess með landið og framtíð þess líkar mér líka vel. Það verður ekki leyft neinum einstakling að byggja á landinu. Þarna á að verða félags- heimili reykvíkskra verkamanna í fríum þeirra. Vonandi bregðast verkamenn í Reykjavík vel við og leggja bæði fram fé og vinnu til þess að hægt verði að gera þetta land vel úr garði, sem allra fyrst. HÉR ER um merkilegt menning- arstarf að ræða, sem verkamanna- fjölskyldurnar í Reykjavík munu njóta góðs af í framtíðinni. Orlofs- lögin hafa hrint þessu af stað og ég hygg að þessi ágætu lög muni í framtíðinni hafa margvísleg slík á- hrif. Verkamenn! Takið þessu máli vel. Fjölmennið í sumar austur og vinnið í landinu ykkar. Gerið það að fögrum og gróðursælum reit, þar sem þið getið í fríum ykkar notið friðar og kyrrðar með konum ykkar og börnum. „NOKKRIR HLTJ STENDUR" skifa mér þetta bréf: „Blessaður, ver.tu ókkur nú hjálplegur. Við vorum á laugardagskvöldið 4. þ. m. að hlusta á „Einu sinni var“ eftir Drachmann. Og þar sem að við þóttumst viss um, að hann hefði ekki ort leikritið á íslenzku, þá langaði okkur mikið til að vita, hver hefði þýtt það. En um það mynduðust ýmsar skoðanir, og endaði sú kappræða með veðmáli 100 kr., sem þótti einu sinni ekki lítið fé á íslenzkan mælikvarða.“ „VAR NÚ VEÐJAÐ á þá Indriða Einarsson og Einar H. Kvaran. Okk ur minnir, að „stykkið“ hafi verið leikið í Rvík fyrir mörgum árum, og þýðingin finnst okkur snilldar- leg og bera á sér íhandbragð þeirra snillinganna, sem báðir voru af- bragðs þýðendur." Og nú bíðum við átekta Hannes minn. — En eitt kom okkur saman upi, að það væri skortur á háttvísi hjá okkar ágæta leikstjóra, Lárusi Pálssyni, að láta þýðandans ekki getið, eins og það sé einskis virði.“ „HLUSTENDUR VILJA undan- tekningarlaust fá að vita hver hef- ur ort og hver hefur þýtt það, sem alþjóð er boðið upp á. Úr því að það er álitið, að hlustendur varði um hverjir leika t. d. smáhlutverk- in, sem margir myndu geta gert, en fáir þýtt svo í nokkru lagi væri.“ LÁRUSI PÁLSSYNI þykir mjög miður, að þýðandans var ekki get- ið. Hvorki Einar H. Kvaran né Indriði, þýddu „Einu sinni var . . .“ Það gerði Jakob Jóh. Smári — og þýðingin ber sannarlega vott um snilldarbragð hans. Hannes á horninu. óskast til að bera blaðið um HVEEFISGÖTU Matskeiðar Matgaflar Teskeiðar uýkomnar. K. Einarsson & Bjðrnsson Forsæf isráðherra r brezka samveldisins Mynd þessi, af forsætisráðherrum brezka samveldisins, var tekin af þeim í Buckingham-höll í boði Georgs konungs VI. Þeir eru (talið frá vinstri til hægri): Peter Fraser, forsætisráðherra Nýja Sjálands, John Curtin, forsætisráðherra Ástralíu, Winston Churchill, forsætisráðh. Bret- lands, Georg konungur, W. L. Mackenzie, forsætisráðherra Ka íada og Jan C. Smuts, forsætis- ráðherra Suður-Afríku. FRÉTTIR frá meginlandi Evrópu bera þess vitni, að brezka útvarpið hefir eignazt á- heyrendahóp, sem nemur tvö hundruð milljónum, í rökkur- heiminum handan við Ermar- sund. Rödd brezka útvarpsins hljómar yfir meginland álfuhn- ar á tuttugu og fjórum tungu- málum og tuttugu og sex bylgju lengdum dag hvern. í hinni ; sprengjuheldu útvarpsstöð í ! Lundúnum starfa um sex hundr ; uð manns, sem vinna ómetanlegt • afrek í þágu bandamanna. Útvarpsstríðið er rekið svo að segja fyrir framan nefið á Ge- stapo. — Það hafa borizt óyggj- ! andi fréttir til Lundúna um það hvernig fólk í löndum þeim, sem nazistar hafa hernumið, j hlýðir á brezka útvarpið. í sérhverju landi Evrópu á brezka útvarpið marga og góða , hlustendur. Sýnishorn af við- ! tækjum þeim, sem notuð eru á meginlandinu, eru send til Englandis, og svo eru isend- ir leiðarvísar frá Englandi til meginlandsins um það, ; hvernig nota eigi þessi viðtæki. j Þjóðverjar hafa til dæmis löngu ' lært það að leika plötur, þar ,sem háivær þýzk hljómlist glym ; ur við, svo og rödd dr. Göbbels. I Þannig gefst þeim svo kostur á því að hlusta örugglega á út- varpið frá Lundúnum. Þjóðverjar leggja mikla á- herzlu á það að koma í veg fyrir, að fólk heima á Þýzka- landi og í hernumdu löndunum á meginlandinu hlusti á brezka útvarpið. Þeir hafa lagt dauða- refsingu við því, að þegnar þeirra hlusti á útvarp óvinanna. En öll þeirra fyrirhöfn hefir verið fyrir gýg unnin. Bretar hafa mikla yfirburði í útvarps- styrjöldinni. Þjóðverjar gera sem gefur að : sikiljia mikið að því að reyna j að trufla útsendingar brezka útvarpsins. En Bretar hafa tek- ið upp það ráð að útvarpa sama j efninu á mörgum bylgjulengd- ; um í senn. Og nú er svo komið, i að Þjóðverjar verja mun meira f fé til þess að hindra það, að þegnar þeirra hlusti á brezka útvarpið, en til útvarpsreksturs sjálfra sín. Gestapo er jafnan í önnum við að hundelta þá, sem brjóta í bága við fyrirmæli valdhafanna í þessum efnum, og enda þótt því fari fjarri, að Gestapo takist að leysa þetta viðfangsefni eins og húsbændur J1J.REIN ÞESSI, sem er eftir William D. Bayles og hér þýdd úr tímaritinu Eeader‘s Digest, fjallar um þátt brezka utvarpsins og á- hrif þess á þjóðirnar á megin landi Evrópu. Lýsir hún glögglega yfirburðum Breta í baráttunni um öldur ljós- vakans, sem skiptir mjög mildu máli bæði varðandi. styrjöldina og einnig eftir að úrslit hennar hafa verið ráð- in. hennar kysu, hefir hún vissu- lega mörgum grand búið. Brezka útvarpið leggur mikla áherzlu á það að útvarpa því efni einu, sem við á í hverju hinna ýmsu landa um sig. Það er og sízt að undra, þótt for- stöðumenn þess leggi sig alla fram um að verða við óskum þeirra, sem ef til vill verða að gjalda það lífi sinu að hlusta á útsendingar þess. Allir hlust- endur á meginlandi Evrópu virðast vera sammála um það, að þeir kæri sig engan veginn um vandað útvarpsefni. „Við á meginlandi Evrópu“, kemst einn skemdaverkamaður á Pól- landi að orði, „eigum í harðri og miskunnarlausri baráttu við nazistana. Við kærum okkur ekki um fyrirlestra fagur- fræðilegs. efnis né sorgarlieiki. Látið okkur aðeins staðreyndir í té, svo að við fáum vitað, hvernig baráttunni miðar á- fram.“ Sjötíu og fimm prósent af út- varpsefni því, sem ætlað er þjóðunuip á meginlandi Evrópu, er fréttir. Tuttugu og fimm pró- sent útvarpsefnis þessa er aftur á móti ræður og ávörp ýmiss konar þjóðhöfðingja. Mikill munur er á fréttaflútningi brezka útvarpsins og útvarps- ins í Berlín. Dr. Göbbels og málaliðsmenn hans leggja alla áherzlu á æsifréttir, en brezka útvarpið gerir sér hins vegar allt far -um að skýra satt og rétt frá hverju máli. Brezka útvarpið gerir og mik- ið að því að vara hlustendur sína á meginlandinu við 'hætt- um, sem því er um kunnugt að ægja þeim. Gestapo grípur oft til Iþess bragðs að útvarpa hinni háværu hljómlist sinni á bylgjulengd brezka útvarpsins og sendir því næst njósnara sina á vettvang til þess að komast að því í hvaða húsuxh er hlustað. Brezka útvarpið leggur mikla rækt við það að vara hlustend- ur sína við slíkum hættum. Samkv. upplýsingum franska jafnaðarmannaleiðtogans, André Philip, sem skipulagði frétta- miðlun í stórum stíl, á viðnáms- hreyfingin á Frakklandi brezka útvarpinu mikið að þakka. Við- námshreyfingin franska miðlar svo fréttum eigi aðeins um Frakkland, heldur og víðs vegar um meginland Evrópu, — Brezka útvarpið og fréttamiðl- un frönsku viðniájmshreyfingar- innar, gefur og ritstjórum fjöl- margra leyniblaða kost á að afla frétta, sam þeim væri annars ó- gerlegt að fá. Brezka útvarpið leggur alla áh-erzla á að einkenna fréttir sínar við hin brezku viðhorf og sjónarmið. Þjóðverjar og Rúss- ar gera mikið að því að útvarpa fréttum, sem gefið er;í skyn, að sé endurvarpað frá „frelsis- stöðvum11 í löndum og héruðum, sem óvinirnir hafa á valdi sínu. Brezka útvarpið gerir hins veg- ar lítið að slíku. Það leggur alla áherzlu á að láta þess gæta sem mest, að Bretar standi sjálfir að starfsemi þessari fyrst og fremst, enda bótt þeir hafi, sem gefur að skilja, samvinnu við útlaga- stjórnirnar í Lundúnum, svo og fólkið í löndunum á megin- landinu eftir því sem unnt er. Þjóðverjar, jafnvel þeir, sem eru nazistum andvígir, hafa meirí eða minni vanþóknun á hverjum þeim samlanda sínum, er vinnur gegn ættlandi sínu er- lendis. En hins vegar hlýða þeir af kostgæfni á mál Englendings, hvort sem hann talar móðurmál sitt eða framandi tungur. Þetta' hafa Bretar löngu gert sér ljóst og bréytt samkvæmt þessu. Þess hefir í ýmsu orðið vart, að fólkið á meginlandinu hlust- ar af gaumgæfni á brezka út- varpið. Þegar það hefir flutt til- kynningar og tilskipanir til þjóðanna á meginlandinu, hefir það ávallt sýnt sig, að þeim hefir verið fylgt. Og þess hefir oft orðið vart, að nazistarnir veita sér það að hlusta á brezka útvarpið, enda þótt þeir banni þegnum sín-um það og leggi við Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.