Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 6
Föstudagur 9. júní: 1944« ; ú' n u i j>;h % .n r I rra t j ú <r. j -1- T i Iky n nin g Að gefnu tilefni vill þjóðhátíðamefndin láta þess getið, að aðgangur að þjóðhátíðarsvæðinu á Þing- völlum 17. júní, er ókeypis og öllum heimill. Tjaldstæði á Þingvöllum, sem pöntuð eru hjá nefnd- inn eru einnig ókeypis. Eftirlitsmenn nefndarinnar munu vera á Þingvöllum frá og með 15. júní með lista yfir þá sem gert háfa pantanir á tjaldstæðum hjá nefndinni. Ber mönnum, er þeir koma til Þing- valla að snúa sér til þeirra viðvíkjandi tjaldstæð- unum. Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARNEFNDIN w Við snúum ekki aflur lil hluiiéysisslefnunn- ar, - segir Hákon Horegskonungur. 7 TYRRADAG, 7. júní, var *■ haldinn fundur £ Félagi erlendra blaðamanna í London Var samkoma þessi haldin til heiðurs Noregi og Noregskon- ungi. Fundurinn var haldinn á Savoygistihúsinu í London og var þar margt stórmenna sam- ankomið. Formaður félagsins, Rússinn Rothstein flutti þar snjalla ræðu og hyllti Noreg og norsku þjóðina. Hákon Noregskonungur flutti síðan ræðu og fer hér á eftir megin- efni hennar: Þessi fundur, mælti konung- ur er haldinn á þeim degi er Noregur fékk fullt sjálfstæði. .Að vísu er stjórnarskráin frá 17. maí 1814, en fullt sjálf- stæði fengu Norðmenn, er þeir skildu við Svía 7. maí 1907. — Konungur lagði áherzlu á, að skilnaðurinn hefði skeð með vinsemd og sambúð þessara þjóða hefði verið með ágætum æ síðan. Þá lagði konungur ennfrem- ur áherzlu á, að brátt væri þessi ófriður á enda og menn ættu að minnast þess, að þeir hefðu skyldum að gegna gagn- vart næstu kynslóð. Stórveld- i in hefðu þegar lagt drög áð I framtíðarskipulagi og framtíð- arsambúð þjóðanna. Að sjálf- sögðu munu stórveldin haM mest að segja í þessari sam- vinnu, en á hinn bóginn geta smáþjóðirnar geta lagt fram drjúgan skerf í þessum málum, bæði í menningarlegum og tæknilegum atriðum. Konungur ræddi nokkuð þátt Noregs á þessári styrjöld og í bétati > á ummæli/- <brekka j þingmannsins Noel Bakers, er hann sagði, að norski flot- inn hefði haft svipaða þýðingu í orrustunni um Atlantshaf og brezku Spitfireflugvélarnar í orrustunni um England 1940. Það væri altalað, að norski kaupskipaflotinn væri banda mönnum Ineira virði en ein milljón hermanna. Hákon konungur Iauk mikia lofsorði á Norðmenn heima fyr ir, sem hefðu heidur kosið'að láta lífið eri að beýgja sig í duft- ið fyrir innrásarhernum. Síðan sagði kónungur: Ég tel að mér sé óhætt að fullyrða, að smá- þjóðirnar hafi lagt mikið af mörkum í baráttunni. Þetta veitir þeim rétt til þess að hafa áhrif á framtíðarskipulag heims ins, sér í lagi það, sem varðar þær sjálfar. Það erokkur ánægja að vita, að því hefir verið lýst yfir, að grundvöllur hinna nýju alþjóðasamtaka verði jafnrétti allra hlutaðeigandi þjóða. Þessi styrjöld er fyrir okkur Norð- menn barátta um frelsi og lýð- æði og um það að fá að vera húsbændur á okkar eigin heim- ili og ráða sjálfir örlögum okkar. Að lokum mælti konungur á •þessa leið: Okkur Norðmönnum er ljóst, að við getum ekki snú- ið aftur til hlutleysisstefnurm- ar. Hvorki Noregur, né önnur lönd geta staðið ein sér. Við þurfum alþjóðasamvinnu til þess að tryggja okkur gegn nýju ofbeldi og atvinnuleysi og neyð. Að styrjöldinni - lokinni munu Norðmenn fúsir til samvinnu um alþjóðasamvinnu. - Loks sagði konungur, að Norð menn væru reiðubúnir til þess að viðurkenna, að stórveldin yrðu að hafa mest að segja um alþjóðamál, en samtímis yrði þess krafist, að smáríkin yrðu ráða, þegar taka bæri ákvarð- anir. (Frá norska blaðafulltrúanum). Ífalía. Frh. af 3. síðu. eftir brottför Þjóðverja. Loftárásir 'hafa verið gerðar á ýmsa staði á Riviera-strönd Ítalíu og Frakklands, en ekki var getið um staði þá, sem árás irnar voru gerðar á. Badoglio marskálkur og Um- berto krónprins eru komnir til Róm og hafa átt viðræður við leiðtoga bandamanna. Páfinn hefir veitt Mark Clark yfirmanni 5. hersins, áheyrn, svo og öðrun^ leiðtogum banda- mannaher j anna. Ekkert hefir verið upplýst um, hvað þeim fór á milli. Frh. af 3. síðu. unga fallbyssum á strandvirk- in, en síðan ruddust fótgöngu- liðar á land. Veður fór batnandi á Ermar- undi í gær, en í gærkvöldi var kominn krappur sjór. Engu að síður var haldið áfram að senda herlið og margháttaðar birgðir yfir sundið. Eisenhower skýrði svo frá í gær, að traust það, sem hann hefði á hersveitunum undir for ystu Montgomerys væri full- komlega á rökum reist, enda hefðu þær sýnt frábæra frammi stöðu í byrj unaraðgerðunum á Frakklandsströndum. í Þjóðverjar reyndu að trufla herflutniriga bandamanna með því að gera loftárásir á strönd- ina, en þeim var öllum hrundið og voru níu þeirra skotnar nið- ur. Allan daginn í gær fluttu svifflugur bandamanna smábif- reiðar (Jeeps), loftvarnabyssur og annan útbúnað yfir sundið og var þessu haldið áfram þeg- ar síðast fréttist. í árásum sínum reyndu Þjóðverjar að tefla fram flug- vélum, sem voru merktar ein- kennum bandamannaflugvéla, en það mistókst. Hins vegar sendu bandamenn mikinn fjölda Mitchell-, Boston-, Lightning-, Mustang- og Typ- hoon-flugvélar, sem gerðu skæð ar árásir á hermannaflokka, birgðarlestir og stöðvar Þjóð- verja að baki víglínunni. Hvar er „Allanfs bafneggurinn"! Frh. af 3. síðu. mikilvægum tíðindum frá þeim löndurp nú á næstunni. Fyrst í stað verður þó að gera ráð fyrir, að bandamenn geri sér allt far um að tryggja að- stöðu sína sem bezt í Norður Frakklandi, áður en frekar verður að hafzt. HITT VERÐUR AÐ TELJAST ósennilegra, eins og sakir standa, að innrás verði gerð í Noreg. Þangað er langt og erfitt að koma við innrásar- prömmum, bæði vegna land- fræðilegrar aðstöðu og eins vegna vegalengdarinriar. NÚ BÍÐA MILLJÓNIR manna í Evrópu, Pólverjar, Tékkar, Hollendingar, Belgar, Danir, Frakkar og Norðmenn þess, sem verða vill næstu daga. Allir þeir, sem andstyggð hafa á kúgun nazismans, vona að bandamönnum takist það, sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur: að losa Evrópu úr viðjum kúgunar og villi- mennsku. Josef Beck láiinn. OSEF BECK, ofursti, fyrrver- andi utanríkisráðherra Pól- verj^, er látinn. Hann Iézt í bæ einum, skammt frá Bukarest. Hann hafði þjáðzt af berkla- veiki undanfarin tvö ár. Hann flýði land er Pólverjar urðu að gefast upp fyrir Þjóðverjum í september 1939 og mun hann síðan hafa dvalizt í Rúmeníu. Baráttan um ðidur Ijósvakans Frh. af 5. síöu. því hin þyngstu viðurlög. Bret- ar hafa iðulega sannað þetta með því að leika á Þjóðverja þannig, að ekki verður um villzt. Og í sambándi við inn- rásina, mun mikilvægi brezka útvarpsins birtast betur en nokkru sinni fyrr. Þá mun verða útvarpað orðsendingum til fólks- ins í héruðum þeim, sem um verður barizt, og því fyrir lagt hversu það skuli hegða sér. Sumum verður boðið að flýja brott, öðrum að efna til skemmdaverka eða jafnvel að grípa til vopna. Þannig mun annars vegar reynast unnt að bjarga mannslífum, sem ella myndu óhjákvæmilega týnast, og hins vegar að flýta fyrir loka- sigri bandamanna í baráttunni við hina rángjörnu uppivöðslu- seggi, sem um skeið hafa fellt hið 'harðasta ok á háls saklauss fólks. En eftir styrjöldina mun koma í ljós, að þeir, sem hlust- að hafa á brezka útvarpið þessi síðustu þrautaár, munu halda tryggð við það framvegis. — Bretum hefir tekizt að stofna útvarpsveldi, sem veldur því, að málstaður Breta og hugsjónir á nú hljómgrunn í hjörtum mill- jóna manna, sem annars hefði lítt komizt í kynni við áhrif hinriar merku og mikilhæfu þjóðar, er byggir eylandið hand- ári Ermarsunds. Ferðir fil Þingvalla þjóðháfíðardagana verða þannig: Frá Reykjavík: 16. júní kl. 9, 13, 17 og 21. — — 17. júní kl. 7,30 og 10,30. Frá Þingvöllum: 17. júní kl. 18, 22 og kl. 1 (um nóttina) — — 18. júní kl. 13, 17 og kl. 21. Farseðlar verða seldir í Iðnskólanum frá. 10—14. júní daglega kl. 10—12 og 13—19, á kr. 40,00 sætið báðar leiðir. Lagt verður af stað frá Fríkirkjuvegi. Farseðlarnir gilda að- eins fyrir þá ferð, sem þeir hljóða á. Nauðsynlegt er, að almenningur sýni lipurð við ferm- ingu bifreiðanna, að hópar, sem ekki komast í sömu bifreið- ina skipti sér, og sömuleiðis, að fólk hafi farseðla sína við' hendina og afhendi þá bifreiðarstjóra viðkomandi bifreiðar. Þjóðhátíðarnefndin *&*£*£$ * 'Mðreisn og sjávarútvegsins. u i, .<■ Frh. af 4. síðu. tryggt það að rekstur þeirra fari fram méð heill þjóðarheildar- innar fyrir augum, og hvaða ráð stafanir skuli gera í því skyni. En fé það, sem verja þarf til endurnýjunarinnar og aukning ar vélbátaflotans, sýnir að end- urriýjun togaranna kostar marga tugi milljóna króna. Jafnhliða því að auka skipa- flotann og endurnýja hann, þarf að nýta skipin þannig, að þau liggi ekki í höfn, nema sem allra skemmstan tíma úr árinu. Til þess að svo megi verða, þarf að bæta hafnarskilyrði mjög frá því, sem nú er. Sérstakar lands- hafnir þarf að byggja í grennd. við hin auðugu fiskimið. Þang- að safnast skipin síðan víðs veg- ar að a£ landinu u:m vertíðar. þetta mál er í undirbúningi hjá milliþinganefnd í sjávarútvegs málum og vitamálastjóra. Byggi ríkið slíka höfn eða hafnir, verð ur það að tryggja höfninni nægi legt landrými. Það verður að vera ódýr staður, þar sem fiski- menn og þeir, sem að fiskinum vinna, eiga köst á góðri aðstöðu til þess að gera að aflanum og notalegum híbýlum yfir vertíð- ina, en geti síðar horfið heim til sín að henni lökinni. Ríkið þarf ekki eingöngu að reisa höfnina, heldur einnig að eiga landið um hverfis hana og nægar bygging- ar til þess að tryggja nótendum góða aðbúð og væga leigu. Þrátt fyrir ýmsar framfarir á sviði sjávarútvegsins og hið mikla fiskimagn, sem okkar á- gætu sjómenn draga á land, má segja að hagnýting aflans sé að mörgu leyti enn á byrjunar- stigi. Sama gildir um fiskirann- sóknirnar, sem þó ættu að vera undirstaða fiskveiðanna ,og um rekstur skipanna. Rannsókn, sem milliþinga- nefnd í sjávarútvegsmálum gerði á árunum 1933—1935, sýndi að furðu lítið fé var bund ið í sjávarútvegi. Þetta hefir ekki breytzt til muna. Reynslan hefir sýnt, að það er mun álit- legri atvinnuvegur að verzla neð nauðþurftir sjávarútvegsins heldur en að leggja fé í útgerð. Fyrirtæki, sem slíkt stunda, græða stórfé og gefa eigendum sínum arð, ár eftir ár, þó að út- gerðin tapi. Fé þessara fyrir- tækja.er tekið beint frá útgerð- inni á bæði góðum árum og vondum og verður til þess að kippa fótum undan rienni í erf- iðu árferði. Þetta verður að breytast. Það þarf með löggjöf að hvetja útgerðarmenn til þess að tryggja útgerðinni allan verzl- unarhagnað, hvort heldur er af innflutningi eða útflutningi sín um, og þetta fé á að vera vara- sjóður útvegsins á erfiðu árun- um. Eins þarf- útgerðin sjálf að eiga harðfrystihús, niðursuðu- verksmið j ur, vélsmið j ur,lifrar- bræðslur og önnur fyrirtæki í sambandi við útgerðina. Ég hefi hér að framan dregið upp í stórum dráttum, hvaða ráðstafanir-ég tel nauðsynlegar til þess að byggja upp sjávarút- veginn á heilbrigðum grund- velli, eftir því sem unnt er með núverandi þjóðskipulagi. Engin ein ráðstöfun mun duga til þess, heldur verða margar að fara saman, og eru þær í stuttu máli þessar: Endurnýjun og aukning skipa stólsins. Nýtízku hagnýting aflans með vísindalegum aðferðum. 4uknar hafnarbætur. Fiskirannsóknir. Athugun nýrra veiðiaðferða og veiðarfæra. Olbreiðið Álþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.