Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 7
Föstudagúr .9. gúní! 1944; Næturlæknir er í Læknavarð- atofunni, sími, 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTYÁRPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. 20.35 Erindi: Um skátahreyfing- I una og Baden Powell (Þor- geir Ibsen kennári). 20.25 Ávarp frá þjóðhátíðarnefnd (Guðlaugur Rósinkranz). 20.55 Strokkvartett útvarpsins: Þjóðlög eftir Kassmeyer. 21.10 Takið undir. Æfing undir þjóðhátíðarsöng á Þingvöll- um 17. júní(Þjóðkórinn — Páll ísólfsson stjórnar).' 21.35 Sönglög eftir Brahms. 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía nr. 7 í C-dúr eftir Schubert. b) Rósa- munduforleikurinn eftir sama höfund. Heimilisritið, marz—maí heftið er komið út. f ritinu eru fjölmargar þýddar smá- sögur og greinar. Þá er í (þessu hefti framhald af Berlínardagbók blaðamanns, en hún hefir birzt í þrem heftum áður. Happdrætti Háskóla íslands. Á morgun ki. 1 verður dreigð í 4. flokki happdrættisins, og verða engir happdrættismiðar afgreiddir þann dag. í dag eru því allra síð- ustu forvöð að kaupa miða og end- urnýja. Á Sjómannadaginn voru gefin saman í hjónaband Guðrún Sigríður Pétursdóttir frá Skammbeinsstöðum og Ágúst Auð- unsson sjómaður frá Svínhaga. Heimili þeirra er á Laugaveg 98. Jén Sfarfeots. Frh. af 2. síðu. menning. Betri skip. Virðing al- jþingis. Gildi íslandssögu. Far- sæld 'þjóðanna. Almenningsálit. Kostað hefir verið kapps uam að gera úr þessu snyrtilega og fagra hók. Er hún á fjórða ihundrað blaðsiíður í stóru broti JÓg í ágætu handunnu bandi. Rit Jóns Sigurðssonar hafa hingað til verið of dreifð og of •óaðgengileg og lítt kunn. Nú gefst öllum kostur á að kynn- ast þeirn, enda hafa þau sér- stakt gildi s>em heimildarrit og tótiíðarit á þeim tímamótum, þegar lýðveldið er stofnað. Þessi nýja bók, „Jón Sigurðs- son í ræðu og riti“ er bók eftir Jón Sigurðsson og um hann. Kosning frinaSar- manna! Fih. af 2. síðu. <og sjá um, að allir verkamenn viti af henni með nægum 'fyrir- vara. Á vinnustöðvum, þar sem enginn trúnaðarmaður er, þurfa verkamenn sjálfir að skipu- leggja kosninguna. 5. Kjörin er sá, er flest at- kvæði fær. Séu atkvæði jöfn, ræður hlutkesti. 6. Úrslit kosninganna á hverj um vinnustað tilkjrnnist félags- stjórn skriflega og undirritist af tveimur félagsmönnum úr við komandi vinnuflokki. 7. Þar sem nýir vinnuflokkar eru myndaðir þurfa verkamenn að kjósa sér trúnaðarmann þeg- ar í stað. 8. Fari trúnaðarmaður af vinnu9tað eða úr vinnuflokki, er hann skyldur að sjá um kosn ingu trúnaðarmanns í sinn stað.“ Nokkur minningarorð. a G UÐMUINiDUR V. KRIST- JiÁNlSSiGN úrsmiður hér í bænum var greftraður laugar- daginn fyrir hivítasunnu. Þetta hefir sjállfisagt farið fram hjá flesrtum, svo sam vonlegt er, því að maður sá átti sér ek-ki mikla sögu hið ytra, hafði ekki staðið í neinum framkvæmdum og aldrei gegnt opinberum störfum eða látið á sér bera á neinn veg á þeim vettvangi, sem á bvfla augu almennings. Og atvinnu siína stundaði hann einnsamall og í kyrrþey. En samt er það nú svio, að þeir, sem hann þekktu og á annað 'borð hafa nokkur skilyrði til að meía andliegan þroska og menningu, telja hann í röð hinna beztu og eftirminnileg- ustu manna, er þeir hafa kynnzt. Guðmundur var fæddur í Troststamsifirði í Suðurfjarða- hrepp í Arnanfirði hinn 20. dag maiímánaðar árið 1880, og var honum vant tveggja daga á sex- tíu og fjógur ár, þá er hann lézt. Hann fluttist barn að aldri með foreldrum sínum að. Bratta hllíð á Rauðasandi, og ólst hann upp þar og 1 Sauðlauksdal, unz hann árið 1898 fór til Reykja- víkur til lækninga, en hann hafði fengið hina svonefndu ensku sýki, en slíðan lömunar- veiki. Hionum batnaði svo, að hann gat komizt ferða sinna með staf og hækju. Hann nam úrsmíði hjá Pótri Hjaltested, var sdðan um hríð úrsmiður hér í bæn- um, en dvaldi :því neest eitt ár hjá vini slínum Pétri Oddssyni kaupmanni og útgerðarmanni í Bolungalvík. Síðan setti hann upþ úrsmiíðavinnustofu á Seyð- isfirði og var þar mörg ár, en fluttist loks til Reykjavíkur á ný og stunidaði hér iðn siína, unz hann varð berklaveikur og varð að dvelja á Viífilstöðum. En enn á ný komst hann til vinnu, stundaði sömu störf og áður, en kraftarnir máttu nú ekki við miklu, og þar kom, að hann veiktist að nýju, og hann dó eftir langvarandi vanheilsu á Liandsspítalanum hinn 18. maí s. 1. Þetta mun nú virðasit, fátæk- leg saga, enda er það svo, að í rauninni heÆir minnst af því verið sagt, sem segja má um Guðmund V. Kristjánsison, og hér verður ekki við komið að skýra frá neinu því til nokk- urrar hlítar, sem merkast var í fari hans. Guðmundur þótti snemma greindur, og lestur bóka var honum þegar kœrastur alls, einkum þó þeirra, seim að ein- hverju leyti viku að vandamál- um tilverunnar. Sóknarpresitur • hans reyndist honum vel, og þá er Guðmundur kom til Reykja- víkur og naut þar læknishjáíp- ar hins ágætasta manns, Guð- mundar Bjöirn'ssonar, þá hér- aðslæknis, en síðar landlæknis, rann upp fyrir hinum unga manni stjarna á himni hugsun- ar hans og hugsjóna. Guðmund ur Björnsson var ekki lengi að finna það, að nafni hans var ekki aðeins óvenjulegur örlag- anna Job, heldur Hka sérstak- ur að greind og hugsun. Sagði Guðmundur úrsmiður mér, að ótrúiega miklum tíma hefði hinn önnum kafni og ágæti hér- aðslæknir varið til að tala við drenginn, sem var hrakinn og hrjláður af forsjóninni — að því er. virtist •— og læknirinn lánaði honum bækur og skýrði og ræddi við hann efni þeirra. Dönsku mun Guðmundur hafa byrjað að nema hjá sóknarpresti sínum, ágætum manni, en e;nsk- an varð hans eftirlæti. Hann nam hana fyrst hjá Þorsteini Guðmundur V. Kristjánsson. skáldi Erlingssyni, sem varði ekki -ávallt öllum tímunum í enskuna og reiknaði ekki held- ur mínúturnar mjög svo grannt heldur talaði um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Dáði Guð- Guðmundur jiafnan gáfur Þor- steins og góðmennsku, en þó ekki slízt sannleiksást hans og þrá eftir réttlæti. Eins og áður er getið, þótti Guðmundi það hin bezta skemmtan að lesa bækur, en það varð snemima uppi á ten- ingnum hjá honum, að meta meira en fagrar bókmenntir heimspekirit og bækur um sál- arfræði og trúfræði. Þó var honum jafnan yndi að góðum akáld'skap, einkum þeim, þar sem meiri áberzia er lögð á myndir, Mkingar og djúphygli heldur en hið lótta og ljóðræna. Mest hygg ég, að hann hafi met ið Einar skáld Benediktsson, en á síðari árum sínum hafði hann ekki augnastyrk til að lesa mjög mikið og þvá las hann Mtt skáld- skap, mat meira þau rit, sem voru fyrst og fremst bans yndi og eftirlæti. Hins vegar var það honum hinn mesti unaður að fyriir hann væru lesin fögur ljóð og ótrúlega vel fylgdist hann með í þróun íslenzkra bók- mennta, skildi hana vel og mat margt það er nýstárlegt þótti, sem nauðsynlega tilraunastarf- semi á sviði formsins. Hann las fyrst almennt um heimsspeki, sálarfræði og trúar- brögð, á dönsku og þó einkum á ensku. Það mál lagði hann við miklia alúð, og einn vetur var hann á heimili menntaimanns í Lundúnum og kynniti sér þá betur enska tungu en hann hafði áður átt kost á. Smátt og smátt hneigðist hugur hans meira og meira að dulspeki, spiritisma, guðspeki, stjörnufræði og ýms- um austrænum fræðum. Og loks var svo komið, að hin aust- rænu fræði, trúarbrögð Ind- verja og Kínverja og trúarleg heimspeki þeirra og dultrúar- legur skáldskapur, voru orðin hans aðalviðfangsefni. Hann skrifaðist á við enska austur- landafræðinga og indverska, japanska og kín|verska heim- spekinga og dulvitringa — og er mér kunnugt um, að þeir tóku fyllilega alvarlega spurn- ingar og aithugasjemdir þe^sa úrsmiðs við íshaf norður. Hann átti og mikið af bókum um þau efni, sem hann einkutm lagði rækt við, því að bæði var það, að ekki voru hér fáanlegar á söfnum þær bækur, sem hann hafði hug á að lesa, og svo fannist honum hann þurfa að eiga bækurmair, sjá þær jafnan fyrir sér og vita sig geta grip- ið tili þeirra, en sú er art allra sannra bókavina — og er þessi manntegund bókmenntunum eins konar tiryggingarsveit. Safn sitt um Austurlandafræði og skýld efni, sex til sjo hundruð bihdi gaf hann Háskóla íslands, og hefir prófessor dr, phil. Al- exander Jóhannesson, sem Guð- mundur kvaddi til sín í sam- bandi við gjöfina,. tjáð mér, að þetta muni vera hið merkasta safn. sMkra fræða á landi hér og það er hið prýðilegasfá að búnaði öllum. Það þarf varla að taka það fram, að Guðmundur Kristjáns- son hugsaði mikið um duMn rök tlQíverunnar. Hinu þykir mér rétt að skýira frá, að hann hugs- aði skýrt og skarplega, og hann var skeimimtilega djaríur og hugkvæmur, og er það hinn mesti skaði, að hann skyldi ekki skrifa neitt samfellt um hugs- anir sínar og viðihonf, og ekki mun hann einu sinni hafa tekið aifirit af bréfum sínum til er- lendra manna um þessi efni, en þau voru mörg löng og ýtarleg. Hleypidóma- og fordómalaust var hann með öMu, og .hann batt sig ekki á neinn klafa, hvorki trúarlega né siðferðilega. Hitt er annað mlál: Hann efaði það engan veginn, að á morgun vetrði aftur dagur. Hins vegar var honum nokkurt vandamál, hvernig í dag skyldi stefnt, lif- að og starfað til þess að morg- undagurinn yrði sem fegurstur og heillarlíkastur. Þó er víst um það, að skilyrði fyrir eiliífðar- hieill taldi hann réttsýni, mann- úð, sannleiksást og sannleiks- leit, og öllum þóim, er hann taldi stefna að slíku, þó að margs væri annars ávant um aðferðir og hátterni, var hann fylgjandi af hug o.g hjarta. Hluitskipti sitt harmaði hann aldrei, svo að ég vissi, og hversu mjög hefði þó högum hans verið á annan veg háttað, hins djúpúðga og óþreyt andi sannleiksleitanda, ef Mk- amsheilsan hefði staðið í nokk- urn veginn réttu hlutfalli við hinn andlega mátt, sem í hon- um bjó. Ég varð aldrei var við beiskju í orðum hans eða at- höfnum, og öllum unni hann hins bezta gengis. Ég hygg, að sú hin innri þróun hins dulda hugsana- og tilfinningastarfs- ins, hafi að fullu bætt honum. upp vegtyllur, hús og heimili, konu og börn — svo rlíkt var hið innra líf þessa manns, sem gat þess á engan hátt notið, sem flestir aðrir telja sér höfuðgleði og gæfu. í viðmóti var hann á- vallthinn ljúfasti. Stundum var svipurinn mjög alvarlegur, en , aldrei gremj'Utolandinn, en oft var hann launkíminn, stundum fullur gleði og Mfsnautnar. Þið hefðuð átt að sjá hann tala við börn, hefðuð átt að sjá, hve börn sóttust eftir að hitta hann. Sonur minn, þriggja ára gamall, kom með okkur hjónum til Guð- mundar. Næst þegar við fór- um fram hjá bústað hans, tog- aði drengurinn okkur þangað heim. Þegar inn kom sagði hann og hljóp tiil Guðmundar og flaug í fang honum: — Guðmundur klukka, Guð- mundur klukka! Já, þið hefðuð þá átt að sjá svipinn á Guðmundi Kristjáns- syni. í þjóðmálum var Guðmundur jafnan frjálslyndur, en þó hóf- samur, en honum veittist ekki örðugt að umgangast þá, sem höfðu aðrar skoðanir. Hann gat raunar haft gaman af að rök- ræða höfuðstefnur og sjónarmið, en ef í hart ætlaði að fara hjá þeim, sem hann átti orðastað við, þá brosti hann laundrjúgt eins og við barni, og svo var vindurinn lægður. Hann var miskunnsamur og umbar þá sem erfitt áttu í einu eða öðru, og sumir “þeir, sem voru að ein- hverju leyti komnir út fyrir skækil hins venjulega og jafn- vel æskilega áttu hjá honum víst athvarf. Þá voru og allir til hans hjartanlega velkomnir, sem höfðu hug á andlegum mál um eða nýsköpun á einhverju sviði, og myndlist unni hann sérstaklega. Þó að Guðmundur hefði ekk- ert heimili annað en úrsmíða- stofuna, og þó að hann tæki eng an þátt í neinni opinberri starf- semi, kom til hans, ekki fjöldi, 'ieilli 11.1 SKIP/IUTCERÐ wmwt-B&BPaess ' E „Helgi" Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja í dag. aldri, og nókkrir sóttust mjög en þó allmargt manna að stað- eftir fundum við þennan sér- stæða mann og urðu einlægir og ævarandi vinir hans. Vina- hóp hans frá Seyðisfirði þekki ég einkum, og 4il ég sérstaklega minnast þeirra, sem nú búa hér í Reyjavík og reyndust' Guð- mundi slíkir vinir í raun, að framkoma þeirra er í mím”~ augum, svo órækur vottur manndóms og vinfesti, að þar ber ekki á neinn efasp'rcdc>v”ip skugga. Vil ég þar til nefna Svein Árnason fiskimatsstjóra, en þó einkum Hall Hallsson tannlækni, sem jafnvel á náms- árum sínum var Guðmundi stoð og stytta. Af listamönnum, éem þekktu Guðmund náið og þótt- ust geta eitthvað til hans sótt af hreinleika hugans og virð- ingu fyrir andlegum verðmæt- um vil ég nefna þrjá af okkar mestu meisturum og brautryðj endum í myndlist, einn af hinni elztu kynslóð, annan af þeirri næstu og þann þriðja af 'hinni næstyngstu, þá Einar Jónsson myndhöggvara, Jóhannes Kjar- val og Gunnlaug Óskar Schev- ing. A Seyðisfirði og eins hér í Reykjavík, kom mjög oft til Guðmundar Sigfús Sigfússon -ságnaþulur frá Eyvindará, og ?þótti þeim gamla og sérkenn- lega manni að þvi hin mesta fróun, að útausa beiskju hjarta síns út af vondri og vantrúaðri veröld fyrir hinum stillta, kímna og gjörhugula úrsmið, er gjarnan brá úrsmiðskíki sín- um fyrir augað og kipraði munn vikin, þegar alvarlegustu ákær- unum ringdi sem eldi og brenni steini yfir hina ungu og spilltu kyhslóð, sem „spjátraði og spor aði,. háleit og leggjalöng“ eíns og>^igfús. Jcomst að orði. ;;l Guðmundur V. Kristjánsson var, eins og vænta má, þá er menn hafa heyrt getið þeirra sjúkdóma, sem þjáðu hann í æsku, lítill maður og saman- knýttur. Það er ekkert sérstak- lega nýtt að sjá slika menn á götum Reykjavíkur, en það hygg ég þó, að eftir Guðmundi hafi þeir menn tekið all-náið, sem nokkurt auga toafa fyrir svip manna og hinum ytri persónu- einkennum. Ennissvipurinn var hvorttveggja í senn, gáfulegur og virðulegur, og augun voru ávallt björt og heið, athugul og jafnvel hvöss, ef hann beindi þeim að einhverju sérstöku, sem honum þótti þess vert, að virða það fyrir sér allnákvæmlega. En ef hann t. d. sá barn á götunni, brá allt í einu ljóma yfir and- litið frá hinum björtu og blik- skæru augum, og stundum gat að líta í þessum ljóma blæ af hlýrri og hjartanlegri léttúð. Okkur vinum hans, sem eigum samvistunum við hann mikið að þakka, er hann jafnkær í minn- ingunni í báðum þessum mynd- um: alvarlegur, skírlegur og skarplegur, grundandi rök hinn ar líttræðu tilveru — og hýr, glettinn, barnslega njótandi, en um leið skynjandi af djúphyggju hins þroskaða athuganda lífsins gróandina í sínxim hálfbroslega, en þó töfrandi hjúp þeirrar um sköpunar, sem getur oft og tíð- um komið álappalega fyrir sjónir um leið og hún þó felur í sér og skírskotar til hins mikla leyndardóms, sem Guðmundi V. Kristjánssyni var erfið gáta, en um leið dýrlegt og töfrandi við- fangsefni: Hvaðan, hverniq og hvert? Guðmundur G. Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.