Alþýðublaðið - 20.06.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.06.1944, Síða 5
Þriðjudagur 30. júní 1944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ræða biskups á Lögbergi 17. júní: Vér njótum þeirrar sérstöku mega láta okkar fórn ANNgfii uðs.að npR^ „Hversu dýrmæt er miskunn þín ó, Guð, mannanna .börn leita hælis í skugg.a vængja þinna. Því að ihjá þér er uppspretta lífsins, í Iþínu ljósi sjáum vér iljóis“. (iSálmur 36). HUGFAiNGIN og hljóð erum vér stödd í dag á helgasta musteri vors hjartkæra föður- lands — muisteri, sem hönd droittins sjlálfs hefir gjört. Fjar- lægir landar vorir dvelja hér einnig lí anda, í þeseari dýrlegu hamrakirkju, sem þjóðin sjálf hefir vígt og valið sem þingstað alþingis, er hér var háð um aldir. Hér er uhdursamllegur heim- ur fegurðar, litbrigða 1 jómi og töfrar Menzkrar náttúru. Hér er söguníkasti staður landsins. Hér voru mörkuð spor í þjóðar- sögu íslendinga. Hér reis sól kristni íislandls* og kirkju. Vér feomum hingað gagntek- in af þakklæti til forsjónarinin- ar, ttil Guðs. Á þessum istað opn ast oiss sýn inn í fortíð og fram- tíð. Sagan líður fyrir sjónir. En það, sem vér dýrlegast eygjum, er þó handlleiðsla Guðis á þass ari þjóð — ihans eiliítfa miskunn og náð. Og vér þurtfum hennar sann- arlega við. iÞrengingar og margs konar áþján þjökuðu þjóðina. Vér uudrumst þrek hennar í þeirri miiklu raun. Vér litfðum oft sem blaktandi strá, en vér reyndum jafnframt þann sannleika, að það varst þú, Drottimn, sem lyftir oiss dutftinu ifrá. Fyrir Guðs hjálp hélt íslendingurinn veili. Misk- unn hans ivakti yfir þjóðinni frá öndlvierðu. Og hún vakir enn í dag. Stormarnir í þessu landi eru tíðir og sterkviðrin mörg. Storm arnir í Hfsstriíði íslenzku þjóð- arinnar hafa eigi síður verið miklir iOjg máttiugir. En vér átt- um skjól. Vér áttum öruggt at- hvarf tfná byni ti.1 kyns. Ljós fagnaðanboðskaparins logaði á heimilunum. ‘Siálimar Hallgríms gátfu huggun, þrek og von. Við þessi ljós vöknuðu hugsjónir í brjóstum íslendinga. Hugsjónir um fretei og framför í þesisu landi. Hugsjóinir uim að standa með Guði, sem kristin menning arþjóð við hlið annarra þjóða -— verða frjáls og tfu.llvalda' frammi ifvrir ölilum heiminum. Frelisislhetjurnar komu fram stórar, siterkar og fórnrákar. Þær hóifu kyndil himna fögru frelsishugsjóna og lýstu þjóð- inni fram á veg, Guð stjórnaði og leiddi. — En um leið og vér minnumst þeirra með verðskuld aðri þiökk, má ekki gleyma nafnlausu þúsundiunum, sem lagt ihafa stein í musteri frels- isins í þesisu landi. Mæðrunum, sem kenndu börnunum sínum móðurmálið, og vöktu í brjóst- um þeirra ást til Islands, trú og dug, drengskap og öllum þegnum þe&sa lands, sem í dyggiilegu Hfsstarfi unnu þjóð sinni giott verk. Hið stóra í þessum heimi verður ekki unnið án þess að einstafelingarnir, þúsundirnar — feomi til —. SamstilMing íislendinga varp- ' ar miklum Ijóma á þennan hkm mikkt og langþráða dag, sem nú er runninn upp. ®ska- stund hinnar fslenzku þjóðar. Vér fögnum atf hjarta. Hilýtt er handtak sérlhvers manns í þessu lanidi í dag. Vinarhugur, samúð og kærleiki býr í ferjóstum vor allra. Fögur og háleit hugsjón Þreifað á slagæð fólksins — Hvað fann ég? — Tvö vitni leidd — Alþingismaðurinn við.stjórnaráðið og móðirin — Blómabreiður á Þingvelli og við styttu Hannesar Haf- stein — Augnablikið, þegar gremjan greip fólkið — „Allt fór svó vel af því fólkið var svo gott.“ Biskupinn flytur ræðu sína að Lögbergi 17. júní. hefir r-ætzt. — Isi-and — landið sem ól okkur — landið sem vér elskum meira -en nokk-urt ann- að land, er alfrjálst land — og vér erum frjáís þjóð — i frjálisu landi. Þetta er fagur dagur og fagnaðarríkur. Hamingja íslands er mikil. Hugsum um þær þjóðir, sem nú eru að fórna dýrmætustu eign sinni í styrjöldinni miklu, til þess að vernda frelsið nú fulltrúa sína standa vinar- vörð um okkur í dag — vörð um frelsi okkar og sjálfsforræði. Vér viljum berá bróðurhug til allra manna og þjóða. Vér hugsum með hlýhug og bæn til Norðurlandaþjóðanna og sér- staklega til þeirrar þjóðar, sem nú um alllangt skeið hefur ver- ið sambandsþjóð vor. Vér minn- urrist með þakklæti, bjartra stunda i sambúðinni. Hinu er gleymt, sem annan svip kann að hafa borið. Vér stöndum við dyr nýrrar aldar, nýs tímabils lýðveldis á Islandi. — Nú tekur vissulega að reyna á. Aðrar þjóðir fórna nú hjartablóði sínu fyrir frelsið. Vér njótum þeirrar sérstöku náðar Guðs, að mega láta okkar fórnir í té í friðsælu starfi. Er það ekki þakkar- og fagnaðar- efni? Lýðveldishugsjóninni er ekki náð fyrr en þjóðin er frjáls hið innra jafnt sem hið ytra. Fyrr en hún er göfug og and- lega ster'k þjóð. Fyrr en hún hefur skrýðst skrúða þess frels- is, sem skapar henni farsæld og innri frið. Vér vitum og skynjum, að leiðin til hins fullkomna, sanna írelsis er erfið og löng, framtíð- in er ávallt hjúpuð móðu og mistri óvissunnar. En í gegnum þá þoku sjáum vér ljós, ljós kristindómsins — ljós Guðs. Hjá honum er uppsnr-*'1- lífsins. Uppspretta alls þess, sem er fegurst og bezt í þjóðlífi voru. Þess vegna á Guð ramfram allt gð verða leiðtogi þjóðar- innar um alla tíð. Hið sanna frelsi öðlast þjóðin aðeins á Guðs vegum. Skál&ið bendir á hina réttu leið: „Lær sanna tipn Mn sjálfs, ver sjálfur hreinn og frjáls, þá skapast frelsið fyrst, og fyrir Jesúm Krist skal dauðan fjötur falla“. Vér fögnum því öll, aci fá að lifa þessi augnablik. Barnið, æskumaðurinn, sem hér ®ru, munu á efri árum blessa þennaií dag. Guð hefur falið oss mikið hlutverk, að taka í dag á móti stærstu og dýrmætustu gjöfinni, sem unnt er að gefa ■ Minnztu þess, þegar allar kirkju klukkur- landsins hringja frels- ið inn i dag, að þú varst kall- aður til þessa veglega hl’-J Mundu eftir ábyrgðinni, sem því er samfara. Gott er þeim, er að frelsi ís- lands studdi, að eiga þá meðvit- und, er að því dregur, að hinzta sinn verði breitt yfir hvílurúmið hans í þessum heimi, að hafa lagt frelsismálunum lið, og mjúklega mun móðurmoldin umvefja frelsisvinina íslenzku látna. — Minningin um þá mun lifa, meðan islenzk tunga er töluð. Og mætti svo ljós Guðs skína yfir Islandi um alla framtíð. Ljós hans verma, styrkja, hugga, lífga og glæða allt hið fegursta og bezta, sem getur gróið í brjóstum íslenzkra manna og kvenna. Ljós Guðs ljóma yfir Þing- völlum og helgistöðum þjóðar- innar öllur. Yfir kristni og kirkju landsins. Guð blessi ís- land. — Guð blessi landið og sjóinn, bændabýlin og fiskimið- in. — Guð blessi íslenzku þjóð- ina alla, íslendinga í Vestur- heimi og víðs vegar um veröld- ina, forsetann, sem nú verður kjörinn, ríkisstjórnina, alþingi, starfsmenn þjóðarinnar, alla sonu hennar og dætur. — Guð blessi og annist sjúka — og öll sorgar- og olnbogahörn lífsins. Guð blessi allar þjóðir heims- ins — og gefi þeim að sjá friðar- og frelsissól ljóma á himni fram- tíðarinnar. Guð blessi þennan dag, 17. júní og lýðveldi ísland».“ í. R. fer til Vestfjarða. Á milli 30 og 40, konur og karl- ar, úr íþróttafélagi Reykjavíkur, fara á morgun af stað til ísafjarð- ar og víðar um Vestfirði, og verður flokkur þessi þar fyrir vestan á vegum íþróttasamhands ísfirðinga. Þetta er fyrst og fremst sýningar- för, en ennfremur er í ráði að keppni fari fram í frjálsum Iþrótt- um og handknattleik kvenna við félög vestra. Fararstjóri verður Gunnar Andrew, gamal.1 ísfirðing- ur. Gert er ráð fyrir að flokkur þessi verði í kringum hálfan más- uð í fiörinni. < Fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnake»n- ara verður sett í Kennarastofu Austurbæjarskólan§ í fewöld kl. e.so. EGAR ÉG er að skrifa þetta, er komið fram yfir miðnætti, aðfaranótt mánudags. Ég var að koma heim. Það er búið að draga fána af stöngum víðast hvar. — Fólkið hefur verið að streyma lieim eftir götunum. Það er að komast kyrrð á og ég sit hérna við skrifborðið mitt og er að reyna að safna saman í huganum þeim heildaráhrifum, sem ég varð fyrir undanfarna daga, í Reykjavík og á Þingvöllum. Mér finnst það svo áríðandi fyrir mig að geta kaliað fram í hugann sem sannasta og bezta mynd, í fyrsta lagi vegna þess, að ég vil ekki skrökva að ykkur lesendum mín- um, og í öðru lagi vegna þess, að ég vil ekki skrökva að þeim, sem um alla framtíð leita í blöðunum að myndum frá þessum merkustu tímamótum í sögu íslenzku þjóðar- innar. ÉG ÞREIFAÐI eftir föngum á slagæð fólksins, bæði hér í bænum og á Þingvöllum, og ég vil byrja með því að segja það, að bjartsýni mín hefur aukizt um allan helming þessa daga. Mér finnst að ég lifi meðal góðs fólks! Mér finnst, að ég geti treyst samferðafólki mínu! Getur meiri gæfu en að trúa á sam- ferðafólk sitt og treysta því? Har- aldi Guðmundssyni, þeim gáfaða manni, tókst í ræðu sinni, við stjórnarráðið á sunnudaginn, að segja í einni setningu, fullkomna staðreynd. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Fólkið, íslenzka þjóð- in, hefur skapað þetta lýðveldi. Það hefur skapað þessa hátíð.“ > EN ÉG HITTI LÍKA fátæka barnakonu á sunnudagsmorgun- inn, sem ekki hefur gengið á skóla og hefur eytt lífi sinu í þjónustu barna sinna og heimilis síns. Hún gaf mér setninguna, sem mér finnst að sé táknræn fyrir öll þessi há- tíðahöld. Hún sagði: „Allt fór svo vel, af því að fólkið var svo gott.“ Hún var á Þingvöllum, í tjaldi, að- faranótt laugardags í slagviðrinu. Hún var með börn og átti við marg- víslega erfiðleika að stríða vegna veðurfarsins: „Það gerði ekkert til“, «agði hún. „Allir hjálpuðust að, allir brostu til manns, allir véku úr vegi, allir voru glaðir.“ FÓLKIÐ FÓR NEFNILEGA EKKI til iÞingvalla að þessu sinni, til þess fyrst og fremst að skemmta sér. Það fór þangað til þess að vera vottar að örlagaríku spori í sögu þjóðar sinnar, til þess að heita því, á þessum stað, að vera þjóð sinni og landi sínu gagnlegur þegn. Inni fyrir var hlýja og þel, þó að kápan væri rennandi blaut og regnið streymdi jafnvel niður bert bak og brjóst, innan klæðanna. ÞAÐ VAR FÖGNUÐUR meðal þessara mörgu þúsunda, sem klæddu brekkurnar á Þingvöllum þennan rigningardag. Já, klæddu brekkurnar. — Þegar ég loksins náði í bifreið og gat ekíð nálægt staðnum, sá ég fjærri mér yfir brekkuna, þar sem fólkið sat — og það var eins og yfir að líta skrúð- garð. Ég greindi í fjarlægðinni varla andlitin, en litauðgin var svo mikil — og það var furðulegt, hversu fánalitirnir voru yfirgnæf- andi, þegar maður leit yfir mann- hafið. Blátt, rautt og hvítt. Aðrir litir hurfu í bakgrunn jarðarinnar og bergsins.'Þetta var fögur og til- komumikil sjón. Þetta var — hvernig á ég að koma orðum að því? — mosaik — eins og eitt af fegurstu málverkum Kjarvals. „TÁR HIMINSINS“ döggvuðu Þingvöll, fólkið og fánana. Ég er ekki frá iþví, að það hafi verið þessi tilfinning, sem var ríkust í hugum fólksins. Það sjiálft sneri öllu til góðs. Þetta kom mér á ó- vart. Þegar ég ók eftir Almanna- gjá á laugardagsmorguninn og sá umflotin tjöldin, Öxará kolmórauða og reiðilega og fólkið hrakið og blautt, datt mér ekki annað í hug, en að skap þess væri eins. En brosin, sem ég- fékk gegnum rúð- una frá fólki, sem fór báðum megin vegarins, gaf mér annað til kynna. OG MÉR ÞÓTTI GAMAN AÐ ÞVÍ, þegar bifreiðin var að þræða gegnum manngrúann á þröngum veginum, er ungur piltur sló flöt- um lófa á aurvar bifreiðarinnar og kallaði: „Enga frekju á Þingvelli í dag.“ Hann var rennandi blautur, leiddi unnustu sína eða konu — og hún var í rennblautri kápu og rjótt andlit hennar var vott, en bæði voru þau glöð í bragði. Á brúnni rétt hjá Valhöll hitti ég lítinn, kvikan mann og gráskeggjaðan. Hann sagði: „Rigningin, uss, það er bara betra að fá blessaða rekj- una. Þingvellir eru bara fallegir í svona rigningu. Ég kom hér fyrst 1930 og ég varð að koma núna. Ég hélt aldrei að ég myndi fá að upplifa þessa stund.“ Ég spurði hann hvað hann væri gamáll. „Ég er á því sjötugasta og níunda,“ sagði hann. Svo kippti hann í blautt hattbarðið og hljóp við fót burtu frá mér. AÐ SJÁLFSÖGÐU fór margt öðruvísi en ætlað var, ýmiss konar skipúlag fór út um þúfur vegna veðurfarsins, en allir gerðu gott úr öllu. Þjóðin var svo sameinuð þennan dag. Og þá kem ég að því. Mér fannst að fólkið fylltist gremju áðeins einu sinni þennan dag. Það var meðan forsetakjörið fór fram. Þingmennirnir voru búnir að stofna lýðveldið og síðan stofnuðu þeir forsetaembættið og kusu fyrsta forsetann. Ég gleymi ekki Framhald á 6. síðu. Grasfræið er komið. G ARÐASTR.2 SÍMý

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.