Alþýðublaðið - 20.06.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 20.06.1944, Page 6
Gardínufðu á kr. 2,5«. Silkisokkar 4,45 ísgarnssokkar 5,60 Sumarkjólatau 8,25 Nærfatasett 12,70 Brjósthaldarar ...... 7,70 Sokkabandabelti .... 20,50 Barnasokkar 3,40 Barnabuxur 7,50 Barnasloppar 19,50, Taft . 7,20 DYN6JA Laugaveg 25. bAWMES Á HORNIMU (Frh. af 5. síðu.) undrunarsvipnum á fólkinu, sem ég horfði á, þegar fyrsti auði seð-- illinn kom fram og ekki minnkaði þessi undrunarsvipur, eftir því, ,sem þeir urðu fleiri, og atkvæði fóru að falla á annan mann. Svo vék þessi undrun úr svipnum — og gremja kom í staðinn — og það fóru að heyrast háðsyrði: „Auður hefur það!“ „Alltaf eru þeir góðir, nú ætla þeir að gera herra auðan að forseta. Það verður dáfallegur forseti það!“ „Hver er þessi Jón Sigurðsson?" „Hvað er þetta eigin- lega?“ „Hvað meina menirnir?“ EN ÞEGAR KOSNINGUNNI var lokið, greip fagnaðaralda fólkið. Það hyllti fyrsta forseta landsins. — Það hyllti Svein Björnsson, manninn, sem nú er treyst betur en nokkrum öðrum íslendingi. Fólkið safnaðist um hann, sem persónugerfing þeirra vona, sem það gerir sér nú um framtíðina. — En gleymið því ekki, að í fagnaðar- látunum fólust og mótmæli gegn sundrungu alþingis í þessu máli. ÉG VERÐ AÐ SEGJA ÞAÐ, að ég er sannfærður um, að þjóðin'er meira einhuga í kosningu forsét- ans en alþingismennirnir sýndu sig. Það var furðulegt að alþingi — alþingismennirnir skyldu valda einu vonbrigðunum, einu gremj- unni, — einu reiðinni, sem ég varð var við á Þingvelli 17. júní 1944. Og mér þykir vænt um að vita, að sú reiði hittir ekki flokk minn, Alþýðuflokkinn. HÁTÍÐAHÖLDIN í REYKJAVÍK é sunnudaginn, báru sama svip og hátíðahöldin á Þi-ngvelli. Þarna var fólkið sannarlega sjálft. Það bjó börn sín hátíðaskrúða, það tæmdi heimilin. Áttræð kona, sem ekki hefur komið niðru- í bæ í mörg ár, fór með áttræðum manni sínum oían af Grettisgötu, um allan miðbæirin, að Alþingishús- inu, um Austurvöll og eftir Aust- urstræti og heim til mín, vestast í bæ — til að hvíla sig, áður en þau legðu aftur í gönguförina heim til sín í Austurbænum. Og hvernig sem á því stendur, þá held ég að heimsókn þessara öldruðu vina minna, muni alltaf verða bundin beztu minningunum, sem ég á frá þessum hátíðahöldum. OG BLESSUÐ BÖRNIN í skrúð- görigunni! Það var sama blóma- breiðan, aðeins enn fegurri á Stjórnarráðsblettinum, umhverfis styttu Hannesar Hafsteins — eins og ég sá í brekkunni á Þingvelli. Og svo breiddi fyrsti forsætisráð- herra íslands, leiðtoginn og skáldið, út lófann, eins og hann vildi segja: „Sjáið blómin ykkar“, — og mér datt í hug ljóðlína hans: „Þá hug- sjónir fæðast fer hitamagn um lönd.“ ÞETTA ALLT fann ég, þegar ég þreifaði á slagæð fólksins í Reykja- vík og á Þingvelli 17. og 18. júní 1944, þegar lýðveldið var endur- reist og fyrsti forseti íslands var kosinn. Hannes á horninu. Kveðja Richards Beck írá Vestur-íslendingum 17. )úní: ■j í | . ii 5 'f ié &' íií 5 S 4 !s 8-4 stofninn einn ERRA FORSETI! Góðir ís- lendingar! Sumir dagar í æfi þjóðanna eru eins og tindar, af þeim frétta, sem henni má til sveipaðir Ijóma hækkandi sólar. Dagurinn í dag er slikur dagur í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Því er það mikil gæfa og óum- ræðilegt fagnaðarefni að méga lifa þennan dag, upprisudag hins íslenzka lýðveldis. Veglegt hlutverk hefi ég einnig með 'höndum, er ég ávarpa yður frá l þessum helgistað þjóðar vorrar, j og hugþekkt að sama skapi. Ég er hingað kominn um langa vegu sem boðberi góðvilja, ræktarhuga og heillaóska Is- lendinga í Vesturheimi til ætt- þjóðar vorrar á þessum mikla heiðurs- og hamingjudegi henn- ar; en talið er, að vestanhafs séu nú búsettir um eða yfir 30 þúsundir manna og kvenna af íslenzkum stofni. Brennur öllum þorra manna enn þá glatt í brjósti eldur ástarhuga og djúp- stæðrar ræktarsemi til „gamla landsins, góðra erfða“. Rödd ís- lands slær á næma strengi í brjóstum yngri eigi síður en eldri kynslóðarinnar íslenzku í Vesturheimi. Já, hingað á þennan helga sögustað þjóðar vorrar, stefna hugir þúsundanna íslenzku vestan hafs, á þessari hátíðar- stundu. Ástarhugur þeirra leit- ar heim um haf sem heitur straumur, umfaðmar land og lýð, samfagnar ættsystkinunum heima fyrir yfir unnum sigri, yfir því, að þær frelsishugsjón- ir þjóðarinnar, sem voru leiðar- ljós hennar á liðnum öldum og beztu menn hennar hafa vígt krafta sína, rætast að fullu á þessum degi. Saga íslands er og verður alltaf sigursaga andans. Þjóðin íslenzka hefir sigrað í viður- eigninni við óvæg ytri öfl og andvígt umhverfi, af því að hún bjó yfir nægilega miklum andans þrótti, glataði aldrei frelsisást sinni né slitnaði úr tengslum við glæsilega fortíð sína, og átti á öllum öldum leið- toga, sem voru henni eldstólpar á eyðimerkurgöngu hennar og héldu vakandi sigurtrú hennar. Hin fríða og djarfa fylking þeirra líður oss fyrir hugskots- sjónir á þessari stundu. Og þó „vík skilji og fjörður frændur“, sameinast íslendingar í Ver"L ■ heimi ættþjóð sinni, er hún á þessum degi blessar nöfn þeirra allra, sem ruddu henni veg til áfangans, sem nú hefir verí^ náð, og þessi fagnaðarhátíð er helguð. Þó að vér íslendingar í Vest- urheimi eigum eðlilega fyrst og fremst borgaralega skuld að gjalda þeim löndum, eigum vér eigi að síður fullan þegnrétt í hinu íslenzka ríki andans og höldum áfram að vera hlutháfar í hinum margþætta íslenzka menningararfi. Vér erum tengd- ir ættjörðinni og heimaþjóðinni íslenzku órjúfarilegum böndum blóðs og erfða. Saga Vestur-ís- lendinga er órofsþáttur í sögu íslands, og verður því aðeins rétt skilin og metin, að það sé í minni borið. Það er ánægjulegt til frásagn ar á þessum s.tað: — að íslend- ingsnafnið er orðið heiðwwafn í Vesturheimi. íslendingum vestan hafs hefir verið og er það enn hið mesta metnaðar- mál, að ættjörðin megi það eitt sem gnæfa hátt við himin, sæmdar verða. Hins vegar hefir meðvitundin um það, að þeir væru af góðu bergi brotnir, hvatt þá ti! dáða oe menningar- arfleifðin íslenzka orðið þeim Dr. Richard Beck talar á Þingvelli 17. júní. bæði þroskalind og andlegur orkugjafi. Sagan hefir, með öðr- um orðum, verið íslendingum vestan hafs, eigi síður en heima- þjóð vorri, vængur til flugs, en aldrei fjötur um fót. Með þá staðreynd í huga höld- um vér íslendingar þeim megin hafsins, ótrauðir áfram þjóð- ræknisstarfsemi vorri. En vitan- lega er það grundvallaratriði í þeirri viðleitni vorri að halda sem nánustu menningarsam- bandi við heimaþjóðina. Þess vegna er það oss hið mesta fagn- aðarefni, að gagnkvæm sam- skipti og samúð milli íslendinga beggja megin hafsins hefir stór- um farið vaxandi hin síðari ár. Er mér bæði ljúft og skylt, að þakka í nafni Þjóðræknisfé- lagsins og íslendinga vestan hafs heimsóknir ágætra gesta héðan að heiman og hin mörgu vináttumerki, sem Þjóðræknis- félagið hérna megin hafsins, ríkisstjórnin og íslenzka þjóðin, hafa sýnt oss á undanförnum árum; nú seinast þann höfðings- skap og mikla sóma, sem ríkis- stjórnin vottaði oss með því að senda sem fulltrúa sinn og þjóð- arinnar á aldarfjórðungsafmæli Þjóðræknisfélags vors, sjálfan herra biskupinn yfir íslandi, dr. Sigurgeir Sigurðsson. Var 'hann oss að vonum hinn mesti auÞV ’ gestur, ferð hans mikil frægðar- för, og koma hans Vestur um haf oss mikill styrkur í þjóð- ræknisbaráttu vorri og íslandi til gagns og sæmdar út á við. Einnig tjái ég Sveini Björns- syni, forseta íslands, hugheilar þakkir stjórnarnefndar Þjóð- j ræknisfélagsins og félagsmanna ■ þess, fyrir þann góðhug og ' sóma, er hann sýndi félagi voru ■ með því að gerast verndari þess í tilefni af aldarfjórðungsafmæl- inu. Loks vil ég þakka hjartan- lega, ræktarsemina og höfðings- lundina, sem ríkisetjórnin sýndi oss með því að bjóða fulltrúa vestan um haf á þessa ógleym- anlegu frelsishátíð þjóðar vorr- ar. Kæru þjóðbræður og systur! Vér þökkum innilega fyrir handtakið hlýja vestur yfir ál- ana djúpu, og vér réttum fram höndiina á móti, austur um haf- ið. Það handtak frændsemi og bræðralags verður að halda á- fram að brúa djúpið breiða, sem skilur oss Íslendingabörn aust- an hafs og vestan. Allt annað yrði báðum aðilum til vansæmd- ar og hins mesta tjóns. Minn- umist orða Einars Benecliktsson ar, er átti svo dýran metnað fyrir hönd þjóðar vorrar: „Stánda ckal í starfsemd andans Þa-iðjudagur 20. júní 1944. “f* ,"C i .W.; M ýj' i, stofninn einn með greinum tveim.“ Herra forseti! Ég flyt ríkis- stjórn íslands og íslenzku þjóð- inni, landi og lýð, hjartans kveðjur og heillaóskir Þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vest- .uriheimi og hinna mörgu þús- unda íslendinga í landi þar í heild sinni. Þeir myndu hafa fjölmennt á þessa sigurhátíð þjóðar vorrar, eigi síður en þeir gerðu á Alþingishátíðina til- komumiklu og minnisstæðu 1930, ef óviðráðanlegar ástæð- ur hefðu eigi verið þrándur í götu. En hjörtu þeirra og hugir sameinast hjörtum og hugum þjóðsýstkina þeirra hér heima í þökk og bæn á þessari helgu og hátíðlegu stundu. Vissulega leikur bjartur ljómi og fagur um hátindana í sögu íslands, og mikill orkugjafi hafa minningarnar um afrek forfeðranna, um foVna frelsis- og frægðaröld, hin sögulega arf- leifð vor, verið þjóð vorri á liðnum öldum og fram til þessa dags. Enn þá fegurri er samt morgunroðinn á fjöllum þeirra vonalanda hínnar íslenzku þjóð- ar, sem rísa í hillingum af djúpi framtíðarinnar í djörfum draumum sona hennar og dætra. Aukið frelsi og aukinn mann- dómur haldast löngum í hend- ur, enda ber sagan því vitni, að sjálfstraust þjóðar vorrar, djörf- ung og framsóknarhugur henn- ar hafa vaxið í hlutfalli við aukið sjálfsforræðí úPr--- vegna er það von og trú, barna hennar vestan hafs, að hún fari svo með fjöregg síns endur- fengna forna frelsis, að hennar bíði „gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár“, helgað framkvæmd þeirra þjóðfélags- og menning- arhugsjóna, sem verið hafa henni leiðarstjarnan í sjálfstæð- is'baráttu 'hennar og hana hefir fegurstar dreymt. En réttur skilningur á hlutverki þjóðar- innar, trúnaður við hið æðst.a o" göfugasta í arfi hennar, þjóð- hollusta og þegnskapur, er grundvöllur framtíðarhlutskipt- is hennar og hamingju. Blessunar- og bænarorðum vor íslendinga vestan hafs, ætt- jörðinni og ættþjóðinni til handa, fæ ég svo, að málslok- um, eigi valið hæfari búning heldur en þessar ljóðlinur frú Jakobínu Johnson, er ortar voru nýlega til íslands: „Gefi láns og gæfustjarna gullöld nýja fyrir dyrum. LeiQin var myrk og langsótt ■ ' gegnum hættur. Lýðveldið — íslands stóri draumur rættur!“ Guð blessi ísland og íslend- inga! Lengi lifi og blómgist hið endurreista íslenzka lýðveldi!“ Ræða Sveins Björns- soriar forseta 18. júní Frh. af 4. síðu. því, að þegar allt kemur til alls, erum vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðum vér að læra þá list að setja öryggi þjóðarheildarinn- ar ofar öðru. Hér á landi er ekk- ert gamalt og rótgróið auðvald eða yfirstétt. Heldur ekki kúguð og undirokuð alþýða. Flestir okk- ar eiga frændur og vini í öllum stéttum þjóðfélagsins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýmsum öðrum, að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti heift og hatur, öfund og tortryggni hver til annars, þótt vér höfum lent í 'mismunandi stéttum í þjóðfélag- inu. Oss ætti að vera auðveldara að leggja hver sinn skerf æftir efnum og ástæðum til þess að byggja upp fyrirmyndar þjóðfé- lag á þjóðlegum grundvelli. Vér verðum að sækja þekk- ingu til annarra -um margt. En vér verðum að temja oss það, að semja þá þekkingu að íslenzkum högum og háttum. Það mun aldrei blessast að færa íslenzku þjóðina í erlendan stakk, sem sniðinn er eftir öðrum aðstæðum. Vér verðum að sníða stakkinn sjálfir eftir vorum eigin vexti. Eg hef veitt því eftirtekt í löggjöf vorri, að innflutt löggjöf annarra landa svo að segja óbreytt, án þess að laga hana eftir íslenzkum aðstæðum, hefur ekki komið að * því gagni, sem ætlast var til. Það eru ekki margir áratugir síðan vér þóttumst vanfærir um að færast nokkuð verulegt í fang, vegna fátæktar. „Vér höfum ekki ráð á því“ var viðkvæðið. Á því sviði hefur oss vaxið svo ásmeg- inn, að sumir telja oss nú hafa ráð á hverju sem er. Vér verðum að reyna að temja oss þá hugsun, að það er til takmarkalína, sem ekki verður farið út fyrir, ef vel á að fara. Sú takmarkalína er framleiðslugeta þjóðarinnar sem heildar. Oss ber að varast þá hættu, að eyða rrieiru en vér öfl- um, þjóðin sem heild og einstak- lingarnir. Merkur danskur bóndi sagði við mig á kreppuárunum eftir 1930: „Búskapur getur alltaf borið sig, hvernig sem árar, ef hann er ekki byggður á skuldum. Hæfilegt bú mun alltaf sjá bónd- anum farborða. En það gefur aldrei þau uppgrip, að það geti staðið undir háum vöxtum og afborgunum af skuldum.“ Má ekki heimfæra þetta upp á þjóðarbúið íslenzka? Vorum vér ekki fyrir fáum árum að sligast undir þessari skuldabyrði? Nú teljum vér oss vel stæða vegna gróða á stríðsárunum. Otalmörg- um hefur tekizt að losa sig úr skuldum og standa því betur að vígi en nokkru sinni fyrr, ef þeir kunna sér hóf. Þjóðarbúið mundi einnig standa allt öðruvísi að vígi, ef ríkið gerði sama og ein- staklingamir, að losa sig úr skuldum. Og okkur ætti að vera það hægt. Ef vér svo gætum þess, að nota þá fjármuni, sem oss hafa safnast, að öðru leyti til þess að auka þekkingu vora, framleiðslutækni og aðra menningu, þá getum vér horft með bjartsýni fram á veg. Þá ættum vér að geta skapað vinnuöryggi fyrir allt vinnufært fólk í landinu. Þá gætum vér orðið liðtækir í samvinnunni með öðrum lýðfrjálsum þjóðum til þess að skapa betra framtíðar- skipulag þjóðanna. Þetta er hægt, ef mönnum tekst að samlaga skoðanir sínar og stefnur betur en verið hefur á þessu sviði og vilja færa þær fórnir, sem nauðsynlegar erú til þess. Með þessum orðum flyt ég allri þjóðinni, hverjum einstökum, kveðju mína og bið þess, að blessun megi fylgja þjóð vorri á þeirri braut, sem hún hóf með stofnuri lýðveldisins á Lögbergi í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.