Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 7
V í: > í tsif ?. i? *> X I'l t:. r; £ jjjj'* «J Þriðjudagur 3ð. jÚBÍ 1944 ~ . ^»#»»»>**a»C3»»»»»»»»»»< ‘ |BcBriim í áag^ Næturlæknir er í Læknavarð- stofurini, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá sögusýningunni í Reykja vík. k 21.00 Hljómpl.: Norræn tónlist. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið að geta þess, að af alveg sérstökum ástæðum verði hægt að hafa sýningu á Paul Lange og Thora Parsberg annað kvöld, en það verður áreiðanlega sú allra síðasta. — Aðgöugumiðasala hefst kl. 4 í dag. — Það má búast við mikilli aðsókn, því seinast, þegar leikið var, var troðfullt hús. Frk. Thora Parsberg leikur frú Gerd Grieg. Hálíðahöld í Færeyj- um 17. júní TTÓR S H AV N í Færeyjum komu menn saman við þing- að kvöldi 17. júní þetta skeyti frá utanríkisráðherra belgisku stjórnarinnar í London, P H. Spaak: „Gerið svo vel að bera fram við hæstvirtan forseta íslands og ríkisstjórn íslenzka lýðveld- isins hjartanlegustu hamingju- og heillaóskir belgisku stjórnar- innar í tilefni af gildistöku lýð- veldisins. Gerið svo vel að mæta fyrir hönd bélgisku stjórnarinn ar við hátíðahöld gildistökunn- ar.“ Því miður barst skeytið svo seint að 'eigi var hægt að lesa það á hátíðinni. &_.■■■ :_3 Heillaóskir belgisku stjórnarinnar í London RÆÐISMANNI Belgíu, Carl Olsen stórkaupmanni, barst húsið 17. júní. I skrúðgöngu fólksins voru bornir íslenzkir og færeyskir fánar. Fánar blöktu víða við hún, þ. ám.á lögþings- húsinu, húsi bæjarstjórnar, hafn arstjórnar, barnaskóla og víðar. Thorstein Petersen, forseti lögþingsins, Jóannes Patursson og stjórnmálamennirnir Andre- as Ziska og Richard Long fluttu ágætar ræður. Karlakórinn Havnar Sangfélag söng auk annarra laga ,,Ó guð vors lands“ og „Eldgamla Isafold", og enn- fremur voru sungin tvenn ljóð, sem þeir Jóannes Patursson og Hans A. Djurhuus höfðu ort í tilefni dagsins. Veizlan að Hétel Borg Frh. af 2. síðu. hlý ummæli forseta sameinaðs þings'og minntist fósturjarðar- innar. Að ræðu hans lokinni var þjóðsöngurinn leikinn og sungu gestirnir með. Utanríkismálaráð- herra ávarpaði erlenda gesti og ambassador Bandaríkjanna svar- aði ávarpi hans, af hálfu erlendu sendiherranna. í lok borðhaldsins flutti Helgi Hjörvar ávarp am- bassadorsins í ísl. þýðingu, og að því búnu létu gestirnir í ljós á- nægju sína yfir þeirri vinsemd, sem þjóðir sendiherranna hafa sýnt íslendingum, með öflugu lófataki. Laust fyrir klukkan hélf tólf var staðið upp frá borðum, en eftir það var setið enn um hríð við veitingar og samræður. ALÞÝDUBLAÐHB Forsetaárskyrður þar um hi$ nýja skislciarrsierki íslancis Guðmundur Ágústsson leggur einn keppinauta sinna. O ÍÐAiRI HLUTI fslands- glímunnar, sem fram átti að fara á Þingvelli 17. júní, en var frestað, var háður í íþrótta Fréttatilkynning frá Ríkis- ráðsritara. UNDUR var haldinn í ríkis *■ ráði að Þingvelli 17. júní kl. 6 síðdegis. Voru þar staðfest lög um þjóðfána íslands og gef- inn út forestaúrskurður um skjldarmerki hins íslenzka lýð- veldis. Ennlremur voru gefin út að nýju embættisskilríki handa’ sendiherra íslands í London, herra Stefáni Þorvarðarsyni, sendiherra íslands í Bandaríkj- unum, herra Thor Thors, og sendiherra Islands í Sovétríkj- unum, herra Pétri Benidikts- syni, svo og veitingarbréf fyrir aðalræðismann íslands í New York, dr. Helga P. Briem. Staðfest voru lög um breyt- ingu á 85. gr. almennra hegning arlaga nr. 19, 12. febr. 1940, og lög um laun forseta Íslands. Gefin voru út aldursleyfi til vígslutöku handa guðfræðikandi dötunum Guðmundi Guðmunds syni, Sigurði Guðmundssyni og Stefáni Eggertssyni. * húsi Jóns Þorsteinssonar í gær- kveldi. Úrslit urðu þau, að Guðmundur Ágústsson úr Ár- manni bar sigur af hólmi og hlaut hann 8 vinninga. Annar varð Finnbogi Sig- urðsson úr K.R. og hlaut 7 vinninga. Þriðji varð Einar Ingimundarson úr ungmenna- félaginu Vöku og hlaut hann 5 vinninga. Guðmundur Ágústsson hlaut og fegurðarverðlaunin og bikar ríkisstjórnarinnar. Forseti í. S. í., Ben. G. Waage, afhenti ís- landsbeltið og fegurðarskjöld- inn, en Alexander Jóhannesson prófessor silfurbikarinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og þjóðhátíðarnefndar. Kristinn Sigurjónsson úr K. R. mætti ekki til leiks vegna smávegis meiðsla. Sigurður Hallbjörnsson úr Ármanni hlaut smávegis meiðsl í glímu við Finnboga Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson úr ungmennafélaginu Trausti hlaut og meiðsl í glímu við Guðmund Ágústsson, en hafði lagt alla aðra keppinauta sína; átti hins vegar eina glímu óglímda. Þessir þrír menn voru því úr leik. Hálíðahöldin erlendis Frh. af 2. tnSu. veldisins 17. júní, og að boð- ið yrði íslendingum, sem til næðist, ásamt erlendum gest um. Slík hátíðahöld fóru og fram í Washington, New York, Stokkhólmi, London og Moskva og hafa nú borizt fregnir af þeim. Sendiherra íslands í Wash- ington, herra Thor Thors og kona hans, höfðu síðdegisboð 17. júní að Statler Hotel kl. 5 —7, og komu þangað um 500 manns. Meðal þeirra voru ýms- ir ráðherrar, öldungaráðsmenn og þingmenn, dómarar í hæsta- • rétti, fulltrúar í utanríkisráðu- neyti og aðrir stjórnarfulltrúar, auk blaðamanna helztu blaða, útvarpsstöðva og fréttastofn- ana. Loks komu sendiherrar flestra ríkja, þar á meðal Dan- rherkur, Svíþjóðar og Noregs, og allir íslendingar og Vestur- íslendingar í Washington og Hátíðahöldin á Rafns eyri Frh. af 2. síðu. nagrenm. Sendifulltrúi íslands í Stokk- hólmi, herra Vilhjálmur Finsen, hafði tvískipt síðdegisboð. Komu íslendingar í sendiráðið á tímanum frá kl. 1—4%, en Rafnseyrar á föstudag og slógu þarna samtals, mismunandi stór. Veitingatjaldið rúmaði t. d. 500 manns. Kvenfélagið Von á Þing- eyri og íþróttafélagið Höfrung- ur, önnuðust veitingarnar. Tuttugu og fjórir bátar og' stærri skip, komu til Rafnseyr- ar með fólk á hátíðina, þar á meðal Fjölnir, sem fluttir fólk frá Súgandafirði, Önundarfirði og Flateyri. Sæhrímnir flutti aðallega fólk frá Þingeyri, og Þór, sem kom frá Reykjavík og flutti fólk frá Patreksfirði og víðar. Voru skipin fánum prýdd, stafna á milli. Fóru hátíðarhöldiia öll hið bezta fram, þótt veðvr væri ekki eins ákjósanlegt og kosið hefði verið. kl. 5—7 komu sænskir ráðherr- ar og embættismenn, fulltrúar erlendra ríkja og aðrir útlendir gestir. Um kvöldið héldu ís- lendingar í Stokkhólmi sam- sæti. í Moskva hafði sendiherra ís- lands, herra Pétur Benedikts- son, síðdegisboð fyrir um 100 manns úr hópi embættismanna og sendimanna erlendra ríkja. í London éfndi sendiherra íslands, herra Stefán Þorvarðs- son, og frú hans til síðdegisboðs að Grosvenor House fyrir fjölda manns. Komu þar marg- ir háttsettir embættismenn brezkir, fulltrúar erlendra- ríkja og íslendingar búsettir í Lynne Baggett heitir leikkonan, sem þessi mynd er af og á heima í Los Angelos ií Kalifiorníu. Hér hefir hún til til- breytingar látið taka mynd af sér með hundinum sínum. London og nágrenni borgar- innar. í New York hafði aðalræðis- maður Islands, dr. Helgi P. Briem, og frú hans kvöldboð að Henry Hudson hótelinu. Mættu þar um 270 íslendingar og Vestur-íslendingar. Sigurður Haraldsson 50 ára U IMMTÍU ÁRA er í dag Sigurður Haraldsson frá Hrafnkellstöðum, efnisvörður í Vélsmiðjunni Héðinn h. f., til heimilis á Njarðargötu 49. Sigurður hefur starfað hjá Vél- smiðjunni Héðinn h.f. sl. 20 ár og hlotið miklar vinsældir í starfi sínu, bæði hjá húsbændum sín- um og samverkamönnum, fyrir framúrskarandi lipurð og trú- mennsku. Starfsmannafélag vélsmiðjunn- ar gengst fyrir samsæti í tilefni af afmæli Sigurðar nk. föstudag í Tjarnarcafé og verður þar fjöl- menni bæði af samstarfsmönnum og öðrum vinum og kunningjum Sigurðar. Otlo Tulinius útgerðarmaður 75 ára EINN af kunnustu úf'"’rð'?r- mönnum Norðurlands, Ottó Tulinius, riddari af sænsku Vasaorðunni, er 75 ára í dag. — Tuliníus er mjög vel látinn maður, og var um langt skeið forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar. Kveðja frá hollenzku sljórninni í London. ER hinir fimm sérstöku full- trúar erlendra ríkja við lýðveldisstofnunina höfðu flutt ávörp sín af Lögbergi á laugar- daginn, las Vilhjálmur Þór utan- ríkismálaráðh. upp kveðjur frá utanríkismálaráðherrum hol- lenzku stjórnarinnar og pólsku stjórnarinnar í London, sem fulltrúar þeirra hér, Arent Claessen aðalræðismaður og Hjalti Jónsson ræðismaður höfðu fært honum. Kveðjur frá utanríkismála- ráðherra hollensku stjórnarinn- ar, E. N. van Kleffens, var svo- hljóðandi: „Gerið svo vel að tilkynna við hentugt tækifæri utanríkis- málaráðherra íslands að stjórn Hennar Hátignar Hollands- drottningar telji sér ánægju að því að komast í samband við hið nýstofnaða íslenzka lýðveldi og sendi einlægar árnaðaróskir um framtíð þess. Nú er í gildi bann við utanförum, og getur hollenzka stjórnin því eigi sent sérstakan sendiherra til hátíð- arinnar út af gildistöku lýð- veldisins, en oss væri kært, ef íslenzka stjórnin gerði yður það fært að vera við hana staddur“. Kveðja frá pólsku sljórninni í London. Kveðjan frá utanríkismála- ráðherra pólsku stjórnarinnar, Tadeusz Romer, var svohjóð- andi: „Gerið svo vel að mæta fyrir hönd pólsku stjórnarinnar við sjálfstæðishátíðina islenzku 17. júní og færið hamingjuóskir pólsku stjórnarinnar og beztu óskir um heill og hamingju ís- lands.“ Þá bárust og hinum nýkjörna forseta íslands eftirfarandi kveðjur frá einstaklingum og samtökum til Þingvalla á laug- ardaginn: Paul Lange og Thora | Parsberg - einu sinni enn! AF SÉRSTÖKTTM ástæðum, verður enn hægt að hafa eina sýningu á „Paul Lange og Thoru Parsberg“ og verður hún annað kvöld, en það verður á- reiðanlega í síðasta sinn, vegna þess að frú Grieg er á förum. Myndin sýnir Brynjólf Jóhann- esson í hlutverki kammerherr- ans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.