Alþýðublaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 2
2 Sutmudagur 25. júm 1944 Félagsbók M. F. L í ár: Önrcur merk iíék einnig í undirbúningi. Nýr framkvæmcfastjóri sambandsiitss ilrafgi Bryn|éifss®fi béksaii,, fUfrijfotbUðið Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- 1-ýðunúsinu vió I- 1 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 Og 4906. Verð í lpusasölu 40 aura. I Alþýðuprentsmiðjan h.f. Forseii sameinaðs þings og forseiakjörið AÐ, að vera forseti samein- aðs þings, felur í sér marg- víslegar skyldur, sem ekki allir eru færir um að gegna. Meðal annars þá, að varast allt fleipur um vilja eða skoðanir þing- manna eða þingsins í heild, þvi að það er ekki forseta sameinaðs þings, né þingdeilda, að vera með neinar getgátur eða bollalegg- ingar út á við um skoðanir éða atkvæði einstakra þingmanna og þingflokka, vdð þetta eða hitt tækifæri, heldur að stjóma þing- fundum, þegar þeir standa yfir og koma fram fyrir hönd þingsins í heád, þegar nauðsyn krefur. Þetta virðist núverandi forseti sameinaðs þings ekki gera sér fullkomlega ljóst, því að ef hann gerði það, þá myndi hann ekki hafa látið til þess leiðast, að túlka úrslit fyrsta forsetakjörsins á alþingi á þann hátt, sem hann gerði í viðtali við Morgunblaðið á föstúdagsmorguninn. Það má yfirleitt varpa fram þeirri spurningu, hve heppilegt það sé, að forseti sameinaðs þings komi fram í blöðum sem á- róðursmaður fyrir þann flokk, s«n hann tilheyrir, eða banda- menn og vini hans. Venja mun það ekki vera í útlöndum, og hér á landi er það vissulega nýjung, að minnsta kosti í seinni tíð, að slíkur trúnaðarmaður alþingis og þar með þjóðarinnar í heild ger- ist pólitískur skóburstari fyrir einstaka þingmenn eða þing- flokka, eins og núverandi forseti sameinaðs þings hefur gerzt í við- tali sínu við Morgunblaðið á föstudagsmorguninn. * Það getur vel verið, að forseti sameinaðs þings hafi sem þing- maður og meðlimur Sjálfstæðis- stæðisflokksins fundið hvöt hjá sér til þess, að bera blak af þeim þingmönnum, sjálfstæðismörinum og kommúnistum, sem skiluðu auðum seðlum við forsetakjörið og rufu þar með þjóðarein- inguna á stund lýðveldis- . stofnunarinnar, sem, enginn hafði heimtað af meiri fjálgleik en eínmitt hann sjálfur. En þá skyldi hann að minnsta kosti hafa gert það án þess, að fara með þau hálfyrði eða dylgjur um aðra ílokka, að einnig þeir eða einstakir þingmenn þeirra, hefðu „ef til vill“ skilað auðum seðl- um. Því að Alþýðublaðið getur að minnsta kosti upplýst, að slíkar dylgjur hafa við ekkert að styðjast, hvað þingmenn Alþýðu- flokksins snertir, þeir greiddu allir atkvæði með Sveini Bjöms- syni í samræmi við áður yfirlýst- an vilja sinn, sem forseta sam- einaðs þirigs er fullkunnugt um af þeim umræðum, sem fram fóru milli ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna áður en lýðveldið var stofnað. Það þýðir því ekki meitt fyrir hann, að reyna að víkja við sannleikanum í þessu máli, jafnvel þótt hann láti sín getið sem forseta sameinaðs þings í sambandi .við svo furðulegan málflutning. MENNINGAR og fræðslu- samband alþýðu hefir nú starfað í 5 ár. Því miður hefir starfsemi þess ekki ver- ið eins virk upp á síðkastið og hinir mörgu félagar þess hafa óskað og valda því ýms- ir örðugleikar, sem af því stafa, að félagið hefir ekki haft yfirráð yfir prentsmiðju eða bókbandsvinnustofu. AlþýðublaðiS frétti nýlega að nýr framkvæmdastjóri, Bragi Brynjólfsson hóksali, sem er þaulkunnugur öllu því, er að bókaútgáfu lýtur, hefði verið ráðinn framkvæmdarstjóri MFA og snéri það sér því til formanns sambandsins, Ármanns Halldórs- sonar, skólastjóra, og spurði hann um framtíð og fyrirætlanir þess. Snéri blaðið sér jafnframt til Braga Brynjólfssonar og spurði hann um rekstur félagsins og fyrirkomulag þess undir stjóm hans. Armann Halldórsson skóla- stjóri sagði meðal annars: „I Menningar- og fræðslusambandi alþýðu eru nú hátt á 5. þúsund félagar. Það hefur gefið út fjölda bóka, sem hafa náð miklum vin- sældum, og sem alltaf er eftir- spum eftir Þrátt fyrir geysihá upplög eru nú flestar bækur samhándsins uppseldar. Utgáfan hefur ekki verið eins ör undan- farin tvö ár og við hefðum viljað og stafar það af því, að við höfð- um ekki nógu greiðan aðgang að prentsmiðjum eða bókbandi. Nú vonum við, að þetta sé komið í lag. Höfum við ráðið einn vinsælasta bóksala bæjarins, Braga Brynjólfsson, sem nýlega hefur sett á stofn nýja bókaverzl- un við Lækjartorg, — til þess að vera framkvæmdastjóri félags- ins. Ber stjórn MFA gott traust til hans um alla afgreiðslu og fyrirgreiðslu bóka sambandsihs. Hefur hann nú tekið við starfi sínu, og hefst það með því, að hann afgreiðir hina nýju bók sambandsins, sem jafnframt er tvímælalaust ein merkasta skáld- sagan, sem út hefur komið á ís- lenzku á þessu ári, Nobelsverð- launasaga ameríska skáldsins Sinclair Lewis, Babbitt, sem vak- ið hefur óskipta aðdáun um all- an heim. Babbitt er mikið lista- verk, enda fékk höfundur sög- unnar, Sinclair Lewis, Nobels- verðlaunin fyrst og fremst fyrir hana. Sigurður Einarsson skrif- stofustjóri hefur þýtt bókina á á- gætt mál.“ — Hvað er árgjaldið í MFA?“ „Það er 25 kr., og fyrir það gjald fá menn Babbitt, sem er 460 síður og auk þess hina frægu bók, „Traustir hornsteinar,“ eftir Sir William Beveridge. Sú bók lýsir tillögum þessa kunna hag- fræðings um almannatryggingar. Eg hygg, að þetta verði talin góð bókakaup um þessar mundir — enda er það markmið MFA að gera alþýðu manna kleift að eign- ast góðar bækur fyrir sem lægst verð.“ — Framtíðarfyrirætlanir? „Við höfum margar fyrirætlan- ir á prjónunum, en ég vil að þessu sinni aðeins geta tveggja bóka, sem við höfum ákveðið að gefa út. Onnur er úrval ferða- sagna úr ísl. bókmenntum: Þetta verður mikil bók og efalaust mjög vinsæl. Hún verður 20—30 arkir og prýdd myndum og upp- dráttum. Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. hefur verið ráðinn til að annast útgáfuna. Þarna verða birtar snjöllustu ferðasögur Is- lendinga frá fyrstu tíð og mikl- um fróðleik fyrirkomið. Bjarni er farinn að vinna að þessu verki og er ætlunin að því verði lokið það snemma, að bókin geti komið út í haust, enda á hún að verða félags- bók MFA í ár. Hin bókin er eftir Lúðvík Kristjánsson ritstjóra. Fjallar hún um menningarlíf við Breiðafjörð á 19. öld, en í þeim atþurðum, sem þá gerðust við Breiðafjörð, endurspeglast upp- hafið að sjálfstæðisbaráttunni og yfirleitt upphafið að íslenzkri endurreisn. En eins og ég sagði, höfum við mörg járn í eldinum, en munum fyrst um sinn leggja meiri áherzlu á að gefa út íslenzk- ar bækur en áður.“ — Hvernig er um annað bindi bókar Valtins, ,.Úr álögum?“ „Fyrsta bindið er að mestu Bragi Brynjólfsson. uppselt. Við höfum selt handriÉj.8 að síðara bindinu, og mun ’Pið koma út síðar í sumar. Er það efalaust gleðiefni öllum þeim, ■— sem spurt hafa um þetta bindi hjá sambandinu.“ Bragi Brynjólfsson sagði í sam- tali við blaðið um hið nýja starf sitt: „Mér þykir vænt um að geta unnið fyrir MFA. Það vinnur að því að gera bókmenntirnar að al- ménningseign. Eg mun í starfi mínu sem framkvæmdarstjóri fé- lagsins stefna að því, að félagið geti náð þeim tilgangi sínum. Af- greiðsla þóka samþandsins verð- ur í þókaverzlun minni í Hafnar- stræti 22, og til mín eiga allir hin- ir mörgu umboðsmenn félagsins að snúa sér. Mér þykir gaman að byrja starf mitt með því að af- greiða Babbitt svo glæsilegt verk og ágætt.“ Það er mikill áhugi hjá stjórnendum MFA — og maður getur búist við nýjum bókum frá þessu ágæta útgáfufélagi á næstunni. Hýr söguprófessor og nýr lands- békmáw Þarkell Jóiiamiesseii veröisr söguprófessor, en Finnur Sigmiindss®ii landsbékavöröur |R. ÞORKELL JOHANN- ESSON landsbókavörður hefir nú verið skipaður pró- fessor í sögu við Háskóla ís- lands irá 1. sept. n. k. að telja. Frá sama tíma hefir Finnur Sigmundsson magist- er, 1. bókavörður við Lands- bókasafnið, verið skipaður landsbókavörður. Dr. Þorkell Jóhannesson lauk stúdentsprófi árið 1922 og meist- araprófi í íslenzkum fræðum við háskóla íslands árið 1927. Dokt- orsritgerð hans, sem fjallaði um frjálst verkafólk á Islandi frá öndverðu og fram um miðja 16. öld, kom út á þýzku árið 1933. Dr. Þorkell hefir verið 1. bóka- vörður við Landsbólcasafn Is- lands síðán 1932 og landsbóka- vörður síðan 1. júní 1943. Finnur Sigmundsson lauk magistersprófi í íslenzkum fræð- um við háskóla íslands árið 1928. Hann hefir verið starfsmaður við Landsbókasafnið síðan 1929, og 1. bókavörður síðan 1. júní 1943. Guðbrandur Jónsson prófessor hefir verið ráðinn aðstöðarmaður við Landsbókasafnið frá 1. júlí n.k. Læknír og prestur tala um sálgæzlu. Á aðalfundi Prestafé- íagsins á mánudaginn | NÆSTU VIKU verður mik- k ið um prestafundi hór í bæn- um. Á mánudaginn verður að- alfundur Prestafélags íslands haldinn í háskólanum, en dag- in eftir hefst synodus og stend- ur í þrjá daga. A mánudagsmorgun hefst fundurinn kl. 9.30 með morgun- bænum, með leiðsögn síra Sig- urðar Stefánssonar á Möðruvöll- um. Að svo búnu flytur for- maðurinn, próf. Ásmundur Guð- mundsson, ávarp og þá verður félagsskýrsla rædd. Eftir hádegi (kl. 2) hefjast um- ræður um sálgæzlu, og verða tveir framsögmnenn, og er ann- ar þeirra læknir, en hinn prefet- ur. Eru það þeir dr. med. Helgi Tómasson og síra Guðbrandur Björnsson á Hofsós. I Útvarpíð í dag. f Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Helgidagslæknir er Jóhannes Björnsson, Hverfisgötu 117, sími 4057. Næturakstur annast ,,Hreyfill“, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 11.00 Morguntónleikar (plötur): a) Fiðlusónata nr. 1 í g-moll eftir Bach. b) Píanósónata nr. 1 (Es- dúr eftir Haydn. c) Sónata fyrir tvö píanó eftir Mozart. d) Cello- sónata í C-dúr eftir Beethoven. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 15.15—16.30 Miðdegis tónleikar: 1) Einleikur á píanó (ungfrú Helga Laxness): a) Prelu- dium og fúga í Cís-dúr eftir Bach. h) Intermezzo í b-moll eftir Brahms. c) „Grillen des Abends“ eftir Schumann. 2) Hljómplötur: Tónverk eftir Sibelius: a) Symfón- ía nr. 2, D-dúr. b) Dóttir Pohjola. c) Milliþáttur og mars úr Kyrjála- svítunni. 19.25 íþróttaþáttur f. S. í. (Jóhannes Stefánsson bæjarfulltrúi í Neskaupstað). 20.00 Fréttir. 20.20 Frá lýðveldishátíðinni: Hljómplöt- ur, talplötur og frásagnir. 22.00 Fréttir. 22.10 Danslög. 23.00 Dag- skrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast ,,Hreyfill“, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.19—13.00 Hádegisútvarp. 15.- 30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Ungversk tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Skóla- mál sveitanna (Stefán Jónsson námsstjóri). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítar. 21.00 Um dag- in og veginn (Gunnar Benedikts- son rithöfundur). 21.20 Útvarps- hijómsveitin: Lagasyrpa eftir Björg vin Guðmundsson. Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir): Lög eftir ís- lenzka höfunda. 21.50 Fréttir. Dag- skrárlok. Hallgrímssókn. Messa í Austurbæjarskólanum kl. 11 f. h. -— Séra Sigurbjörn Ein- arsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Messa í dag kl. 2. — Séra Árni Sigurðsson. * Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa í dag kl. 5. — Séra Jón Auðuns. Ressastaðakirkja. Messa í dag kl. 2 e. h. — Séra Garðar Þorsteinsson. W VEÐJUM Stefáns Þor- fia, varðssonar, sendiherra íslands í London, sem átti að útvarpa 18. júní en var frestað, verður útvarpað í dag, sunnudaginn 25. júní. Fer útvarpið fram kl. 14.15—- 14.30 á 25.15 m. öldulengd. Verð ur þetta í síðasta skipti, sem reglulegt útvarp á íslenzku fer fram frá London. Mr. Turville Petre, sem er mörgum íslend- ingum kunnur og tók þátt í fyrsta íslenzka útvarpinu frá London, mun einnig tala við þetta tækifæri. Síðar um daginn er gert ráð fyrir því, að síra Jakob Jónsson flytji stutt erindi um undirbún- ing fermingar og mun hann þá kynna prestunum nýja námsbók í kristnum fræðum, er hann hefir samið. Um kvöldið fara fram kvöld- bænir í Háskólakapellunni, með leiðsögu síra Jóns Skagan á Berg- þórshvoli. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.