Alþýðublaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1944, Blaðsíða 3
Sjuimidsgur 25. jiiní 1944 ALÞY©UBLA©IB ELÍSABET PRINSESSA varð nýlega átján ára gömul. Hér eftir mun hún eiga sæti í ríkisráði Breta í fjarveru kon- sangsins eða ef hann skyldi vera veikur. Tvö frumvörp hafa verið samþykkt í brezka þinginu, til þess að koma þessu í kring. Prinsessan er erfingi kórónunn- ar. Þess eru engin dæmi, að ó- myndugur þjóðhöfðingi hafi erft kórónu Bretaveldis frá því á dögum Játvarðar VI, en það er lögfest, að þjóðhöfðinginn geti erft kórónuna á hvaða aldri sem er, ef hann stjórnar með aðstoð ríkisráðs, unz hann er átján ára gamall. Árið 1937, þegar Elísabet prinsessa var ellefu ára gömul, voru sett lög um ríkisráð, til þess að tryggja óslitna kon- ungsstjórn, en prinsessan átti ekki sæti í ríkisráðinu. En árið, sem leið, kom að því, að það skyldi tryggt eftir að hún væri orðin átján ára, svo að notuð séu orð konungsins, „að hún fái tækifæri til þess að hljóta allan nauðsynlegan undirbúning til þess að rækja skyldur þær, *em koma munu í hlut hennar, en hún tekur við völdum.“ Þessar samþykktir þingsins eru nokkuð frábrugðnar því, er var árið 1830, er valdsvið Vikt- óríu drottningar var ákveðið, en hún var þá ellefu ára gömul og erfingi kórónunnar. Þá var svo ákveðið, að skyldi þannig fara, að Vilhjálmur konungur IV. félli frá áður en Viktoría yrði myndug árið 1837, skyldi móðir hennar hafa þau völd með höndum, sem nú myndu koma í hlut ríkisráðs. Þingmenn sóttu það fast, að hin unga prinsessa héti því að nefna sig Elísabet II, er hún yrði drottning. Það er sögn, að Viktóría hafi þegar í æsku neit- að því að taka upp nafnið Elísa- het, en hvað sem til kann að vera í því, er það staðreynd, að hún valdi sér ekki það drottn- ingarheiti og nafn hinnar fyrstu mikilhæfu meydrottning- ar Breta fellur því í hlut prins essu þeirrar, sem nú er uppi og kemur til með að skipa kon- ungsstól Bretaveldis fyrr eða síðar. Viktóría drottning gat ekki litið til baka til hamingjuríkrar barnæsku, en henni lærðist það að hafa lifandi áhuga fyrir hag lands síns og stjórnmálaviðhorf- um samtíðarinnar. ,,Ég skal gera mitt bezta“, reit hún í dagbók sína“, til þess að rækja skyldur mínar við land mitt og þjóð. Ég er ung að árum og ef til vill að ýmsu leyti illa undir þann vanda búin, sem •fellur í hlut minn, en ég er þess fullviss, að fáir muni hafa haft til að bera meiri góðvilja né þrá til þess að gera hið rétta en ég“. Forfeður vorir og mæður, sem uppi voru á þessum tímum, hugðu sig lifa tíma mikilla breytinga og straumhvarfa. Prinsessan unga, sem er erf- ingi að kórónu brezka samveld- > Kaffibollar, Djúpir diskar, Steikarföt, Kartöfluföt, Sósukönnur, Kaffikönnur o. fl. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958 ðíbreiðiB áiþýðublaðið. Mynd þessi var tekin á sveitasetri brezku konungsfjölskyldunnar á afmæ-lisdegi Elísabetar er hún varð átján ára gömul. Á myndinni sést prinsessan milli foreldra sinna Georgs kon- ungs VI. og El&abetar drottningar. Elís prmsessa. GBEIN ÞESSI er hér þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest og fjallar um Elísabctu prinsessu erfingja að kórónu Bretaveldis. Lýsir hún á glöggan og skemmtilegan hátt upp- eldi þessarar efnilegu stúlku, sem á sinum tíma mun verða einhver .voldugasti þjóðhöfðingi heimsins. Elísabet prinsessa varð eigi alls fyrir löngu myndug, og þegar hún er setzt í hásæti föður síns og forfeðra, mun hún taka upp nafnið Elísabet II. Framtíðin á svo eftir að sanna hversu henni muni takast að feta í fótspor Viktoríu og Elísabetar miklu. \ isins árið 1944, hefir lifað meiri þrautatíma, en nokkur maður lét sér til hugar koma árið 1830, að upp myndu renna. — Hún horfir og fram til framtíðar,. sem mun gerbreyta hugarfari og skapgerð þjóðanna, er þær hefjast handa um byggingu nvs heims. Hún hefir verið vel undir starf sitt búin, þar eð hún hefir hlotið kynni af fólki flestra stétta og skilur vel, hvað gera skal til þess að treysta og tryggja farnað þjóðarinnar. Á tímum Viktóríu drottning- ar höfðu þjóðhöfðingjarnir í Evrópu mjög mikil áhrif á allan gang mála. Elísabet prinsessa hefir hins vegar alizt upp á tíma, þegar ferðalög til útlanda og kynni af erlendum þjóðum hafa engan veginn reynzt mögu- leg. En eigi að síður er sjón- deildarhringurinn mun víðari og upplýsingin og menningin mun meiri nú en var á dögum fortíðarinnar. Prinsessan er fjörleg og hisp- urslaus, vel menntuð, einkum um bókmenntir og tónlist, ung og mikilhæf mær. Þannig er mynd sú, er ég hefi gert mér af henni, eftir að hafa rætt við þá, sem hafa haft af henni kynni á uppvaxtarárum hennar. Hún hefir erft . eðliskosti beggja foreldra sinna. — Hún hefir erft þann eiginleika af föður sínum að temja sér ná- kvæmni og gera hið rétta með réttum hætti. Hún er mjög hneigð fyrir útivist eins og hann. Hún er dýravinur mikill og einkum hefir hún mikið yndi af hestum. Eftir að styrj- öldin kom til sögu hefir hún og lagt mikla áherzlu á garðyrkju. Styrjöldin hefir mjög orkað á æsku Elísabetar eins og raunar allra annarra barna, sem hafa alizt upp í skugga hennar. En styrjöldin 'hefir að því leyti reynzt henni til heilla, að hún hefir aukið alvörugefni hennar og skerpt sjón hennar á lífið. Prinsessan hefir líka verið svo hamingjusöm að fá notið heim- ilislífs, sem er til sérstakrar fyrirmyndar. Frjálsræði það, sem prim- essan hefir átt að venjast í upp- vexti sínum, og hið æskilega andrúmsloft, sem hún hefir fengið notið, hefir haft mikil á- hrif jafnvel á útlit hennar. Þegar hún var barn að aldri, var hún ærslafengin og leik- gjörn, en síðar hefir það vikið fyrir alvöru hennar og íhygli. Móðir hennar hefir og brýnt það fyrir henni öllum stundum, að hún njóti aðstöðu, sem önnur börn hafi farið á mis við, og þetta hefir verið og er hinni ungu prinsessu ríkt í minni. Elísabet hefir sýnt mikinn á- huga fyrir því að veik börn fái notið sem beztrar hjúkrunar og aðhlynningar. Konungurinn og drottningin hafa lagt áherzlu á það, að prinsessan fengi notið æsku sinnar sem bezt og því ekki verið fíkin í það, að hún tækist vandasöm ábyrgðarstörf á hendur. Fyrir nokkrum mán- uðum gerðist prinsessan þó for- seti barnasjúkrahússins í East End, sem ber nafn hennar. I Það er og mjög skemmtilegt og gleðilegt, hversu unga prins- essan er barngóð og gerir sér mikið far um að reynast öllum vel. Systir hennar, Margrét Róse, prinsessa, ungi hertoginn af Kent og systir hans, Alex- andra prinsesse, Mikael prins af Kent og börn annarra vina brezku konungsfjölskyldunnar, eiga öruggan málsvara og vin þar sem Elísabet er. Kærleikar þeir, sem eru með Elísabetu og systur hennar, eru vissulega fögur fyrirmynd annarra barna. Prinsessan hefir vanizt fá- breyttum lifnaðarháttum alla ævi, svo og því að rækja skyld- ur sínar af stakri alúð og kost- gæfni. Þannig má með sanni segja, að andi og eðliskostir brezku konungsfjölskyldunnar móti mjög líf og háttu hinnar ungu stúlku. Mestan hluta æsku sinnar hefir hún alið aldur sinn uppi í sveit. Hún hefir fylgzt vel með erfiðleikum þeim, sem styrjöld- in hefir haft í för með sér fyrir fjölskyldur og heimilislíf. Hún hefir notið alhliða menntunar. Drottningin hefir falið kennslu- konu frá Edinborg, ungfrú Crawford að nafni að hafa yfir- stjóm menntunar prinsessurm- ar með höndum. Það hefir vakið mikla athygli, að prinséssan hefir mikið yndi af námsgrein þeirri, sem telj- ast verður nauðsynleg öllum þeim, er hyggjast leggja stjórn- mál fyrir sig — sögu. Herra C. H. K. Marten frá Eton hefir verið sögukerinari hennar, og valdari mann til þess starfa getur vart. Það er vitað mál, að prin^^- an hefir mikinn áhuga fyrir vexti og viðgangi brezka sam- veldisins, svo og náinni og heillaríkri samvinnu Bretaveld- is og Bandaríkjanna. Styrjöldin hefir valdið því, að prinsessan hefir átt þess kost að kynnast mörgum áhrifa*--" - - " -~ ’p- ríkjanna og hinna ýmsu sam- veldislanda Breta persónulega. Þetta hefir orkað miklu sem gefur að skilja, til þess að auka þekkingu hennar á því, sem hún hefir lært af bókum. Prinsessan talar frönsku og og þýzku ágætlega. Hún hefír yndi af tónlist og er slaghörpuleikari. Hún hefir og yndi af leiklist, og sömu sögu er að segja af hinni yngri systur hennar. Hún hefir haft kynni af fjölmörgum æskulýðs- félögum, og það hefir orðið til þess að veita henni þekkingu á hugðarefnum og sk^’v-- unga fólksins. Einnig hefir hún kyunzt verkalýð Bretlands með því að heimsækja námur, hafn- arborgir og verksmiðjur viðs vegar um landið í fylgd með foreldrum sínum. Og nú er að því komið, að prinsessan taki að kynna sér landstjórnina og búa sig undir hina miklu skyldu, er bíður hennar á þeim vettvangi. Öll rök virðast að því hníga, að traust og virðing brezku konungsættarinnar muni auk- ast og treystast eftir að stjórn brezka samveldisins er komin í hendur hinnar ungu og efnilegu prinsessu. Það er vissulega á- stæða til þess að ætla, að hún muni ávaxta pund það dyggi- lega, sem henni er fengið til varðveizlu af foreldrum sínum og forfeðrum. Mannlausu flugvélarnar ÞAÐ, sem fréttamönnum ó- friðarþjóðanna hefir orðið hvað tíðræddast um undanfama daga, að undanskilinni hinni nýju sókn Rússa í Finnlandi og í Hvíta-Rússlandi, er leynivopn Þjóðverja, sem sVo hefir verið nefnt, eða hinar áhafnalausu flugvélar. í fréttum Breta var fyrst greint svo frá, að ekki þyrfti að óttast vopn þetta, bandamenn myndu finna ráð við því, sem dygði, og þegar hefðu fjölmarg- ar þeirra verið skotnar niður. Morrison ráðherra tók í sama streng og sagði, að engin ástæða væri til þess að óttast, ekkert tjón hefði orðið á hergagna- smiðjum Breta, sem valdi® gæti truflun á hemaðarrekstrinum. En það er þó eftirtektarvert, að bandamenn skuli á degi hverjum greina frá því í fréttum, að hat- rammar árásir hafi verið gerðar á stöðvar í Calais, þar sem hinum mannlausu flugvélum er skotið á loft. Árásir þessar em gerðar dag eftir dag og nótt eftir nótt og ekki er óskynsamlegt að ætla, að ef flugvélar þessar væru gagnslitlar eða gagnslausar, myndu bandamenn «kki eyða tíma og orku í að reyna að granda þeim. í fregnum Þjóðverja kennir annarra grasa eins og búast mátti við. Þeir gera mikið úr árangri þeim, sem náðzt hefir og fullyrða, að mikil skelfing hafí gripið íbúa borganna á Suður- strönd Englands, sem harðast hafa orðið úti í árásum þessum. Þó er ekkert, sem bendir til þess, að neitt ofboð hafi gripið Breta síðan leynivopn þetta kom til sögunnar, frekar en endranær. Þjóðverjar vitna meðal ann- ars í hlutlaus blöð, svo sem sviss neska blaðið Neue Berner Zei- tung, sem segir, að Þjóðverjum sé ljóst, að árásir sprengjuflug- véla í stórum st'íl borgi sig ekki, bæði vegna manntjóns og flug- véla, heldur muni slíkar mann- lausar flugvélar reynast væn- legri til árangurs. Þetta er þó allt á huldu, enn sem komið er, og næstu dagar og vikur verða að skera úr u*i \gildi leynivopnsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.