Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. júní 1944. alþyðubiabið 5 Nokkur orð um ágæta bók — æfisögu Niels Finsens og reiðilestur yfir bókaútgefendum sem virðast vera í klónum á sérvitringum. UUNDANFARNA DAGA hef ég verið að lesa. nýja bók, sem kom út rétt fyrir þjóðhátíðina. Þetta er æfisaga Niels Finsens, eft- ir Anker Aggerbo í þýðingu Maríu Hallgrímsdóttur læknis. Þetta er góð bók og göfgandi. Þetta er sag- an um unga íslenzk-danska pilt- inn, sem var næstum alla æfi sína helsjúkur, en gafst aldrei upp, gaf aldrei eftir fyrir veikindunum og vann þrekvirki í læknavísindum, sem gerði hann heimsfrægan og færði milljónum manna heilbrigði og blessun. ÞAÐ ER MIKILL fengur að slíkri bók á íslenzkri tungu, ekki aðeins vegna þess, að hún er sága eins af fremstu sonum íslands og að hún gerist að nokkru hér í Reykjavík og lýsir meðal annars, hvaða áhrif- um söguhetjan varð fyrir af ný- látnum kunnum Reykvíkingi, Jóni Helgasyni biskupi, en þeir voru skólabræður, heldur fyrst og fremst vegna þess, að hér er lýst glæsi- menni og hetju, sem getur verið ungum mönnum, sem eru að byrja líf sitt, til fyrirmyndar. LÍF OG BARÁTTA Niels Fin- allt frá því er hann heyrði söguna af Sigmundi Brestissyni við hné föðurs síns, < amtmannsins í Fær- eyjum, og þar til hann lézt, til- tölulega ungur að árum, en þá orð- inn frægur vísindamaður, er lær- dómsríkt og allar slíkar bækur eru nausynlegar — ómissandi fyrir alla og ekki sízt unga fólkið ,sem er að velja sér lífsstefnur og sjónar- mið. EN MÉR ÞYKIR Íeitt að þurfa að segja það um svona góða bók, að ég er óánægður með brotið á bókinni. Þessi bók er stærri en all- ar aðrar bækur, sem komið hafa út á síðustu árum. Hún kemst ekki fyrir í bókaskápnum mínum og svo hygg ég að fari fyrir flestum. Ég skil ekki hvernig þeir útgefend ur hugsa, sem gefa út bækur, sem eru svona gjörólíkar að broti. Ég sá grein eftir Skúla Guðjónsson, Strandabóndann, í tímariti nokkru fyrir stuttu síðan um brot á bók- um. Ég er 100 prósent sammála honum. Með þessu fáranlega broti á bókum eru bókaútgefendur að hlaða múr á milli bókmenntanna og okkar lesendanna. BÓKAÚTGEFENDUR hafa mikl um skyldum að gegna gagnvart bókakaupendum. Bækur um sama eða líkt efni, eiga að vera í sama broti, bækur eftir sama höfund eiga að vera í sama broti. Þetta er sjónarmið hinnar lestrarfúsu al- þýðu í landinu, og mig varðar engu sjónarmið einhverra sérvitra bóka- safnara, milljónamæringa, sem safna bókum eins og hálfvitlausir lávarðar í Englandi safna teboll- um, frímerkjum eða eldspítna- stokkum. ÉG VIL vekja athygli bókaút- gefnda á því, sem þeim er ef til vill ekki ljóst, að til eru þúsundir heim ila hér á landi, sem álíta það mesta prýði sína og stolt að eiga bóka- skáp með góðum bókum. Flest þessara heimila eru ekki auðug. Þau geta því ekki keypt dýrindis bókaskápa með breytilegum hill- um. Þau reyna heldur að leggja fé sitt í bækurnar sjálfar. Þau vilja setja verk sama höfundar á sama stað og þau vilja, þeg'ar um erlend- ar bækur er að ræða, eða nokkurs konar tækifærisbækur, við skul- um taka til dæmis héraðabækur, setja þær saman í sömu hilluna. EN ÞETTA eru bókaútgefendur að eyðileggja, og ég vil fullvissa þá um, að þrátt fyrir ást fólksins á bókmenntunum sjálfum, þá mun þetta draga úr bókakaupunum. Ég man eftir því, að einu sinni í vetur sló ég upp á þessu við prófessor Sigurð Nordal, hinn ágæta fræði- mann og bókmenntafrömuð, en i hann tók máli mínu ekki vel. Hann vildi hafa bækurnar sína úr hverri áttinni, hvað brot snerti. Hann sagði þetta við mig brosandi og elskulegur, en ég var ogi er enn hjartanlega og algerlega ósammála honum. BÓKAÚTGEFENDUR mega ekki gleyma litlu heimilunum. Þeir verða að munna það, að litlu heim ilin eru flest í þessu landi og að atvinnuvegur þeirra lifir fyrst. og fremst á þeim. Þeir eiga þess vegna fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra, en ekki að vera að hugsa um að fara eftir duttlungum fárra sérvitringa ,sem vilja hafa bækurn ar sem ,,skrítnastar“. — Þetta vildi ég segja um lejð og ég minnt- izt á bókina um Niels Finsen. Hún kemst ekki fyrir í mínum bóka- skáp, en þrátt fyrir það finnst mér hún ómissandi og hún verður að fá góðan stað á mínu heimili. Hannes á liorninu. Eldfasi gler mikið úrval Bollar, stakir 1,75 Matskeiðar, silfurplett 2,65 Matgafflar, — 2,65 Borðhnífar, — 6,75 Teskeiðar, — 2,05 Nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Á mynd þessari sjiást hermenn auistur í Burrna reyna að koma asna upp í flutningaflugivél og er ætlunin sú að flytja hann loftleiðiis til 'hersiveita bandamanna, er 'berjast við Imphal. En asninn stritar á móti og er auðsýnilega óljúft að takast sliíka för á hiehdur. Asninn, sem vildi ekki fljúga. Styrjöídin og Grænland ETTA er saga frá styrjöld- inni á Grænlandi. Þetta var einmanaleg og leyndardómsfull styrjöld háð í rökkurheiminum handan heimskautsbaugs. Hetjur hennar voru menn úr ameríska flughernum, sem gegndu störfum í fimmtíu stiga frosti eða dvöld- ust vetrarlangt í veðurathugun- arstöðvum, er þaktar voru fimmtán feta djúpum snjó. Þetta var styrjöld um veðrið. Frá eyjunum norður við heim- skaut koma vindar og straumar, sem orsaka storma við England og meginlandið. Grænland gætir lykilsins að veðri morgundagsins í Evrópu. Sérhver löftárásarleið- angur gegn Þýzkalandi er skipu- lagður með tilliti til veður- spánna frá heimskautalöndun- um. Og það hversu til tekst með innrásina verður ef til vill ekki hvað sízt undir því komið, að það eru bandamenn, en ekki nazistar, sem hafa aðsetur á Grænlandi í dag. En svo var einnig annað, sem olli því, að bandamenn höfðu mikinn áhuga fyrir því að ná fótfestu á eyju þessari. Styzta flugleiðin milli Vesturheims og Evrópu liggur sem sé um suður- hluta Grænlands. Grænland er því mikilvægur áfangastaður flugvéla á leið þeirra frá Vest- urheimi til Bretlands. Sumarið 1941, mánuði áður en árásin var gerð á Pearl Harbor, var gerður út leiðangur undir forustu minni fró Bandaríkjun- um til Grænlands. Okkur var það hlutverk fengið, að byggja flugvöll á suðurströnd Græn- lands — nyrzta flugvöll heims- ins. Menn þessir voru allir sjálf- boðaliðar, menn úr ameríska flughernum valdir af handahófi. Margir þeirra voru frá Alabama, Tennessee og Texas. Margir þeirra höfðu aldrei litið snjó augum á ævi sinni. Hafísjakarn- ir vöktu óskipta undrun manna þessara. Jafnvel stærð Grænlands varð þeim undrunarefni. Eg minnist þej^S, að Brooklynbúi, sem var í hóþi okkar, kvaðst þora að veðja mánaðarlaunum sínum um það, að Grænland væri ekki stærra en Long Island. En raunverulega er Grænland lialmingur af stærð allra Bandaríkjanna. Uppi á landi eru þar há fjöll þákin snjó og ís, og raunverulega er allt |H^KEIN þessi, sem er eftir Bernt Balchen og Corey Ford og hér er þýdd úr tíma- ritinu Reader’s Digest, fjallar um ameríska hermenn, er höfðu aðsetur sitt á Græn- landi. Fjallar greinin um að- búð og ævintýri þessara manna, svo og átök þau, sem átt hafa sér stað á þessu af- skekkta landi, er nú þykir mjög hernaðarlega mikilvægt. landið ein hjarnbreiða nema landræma meðfram ströndinni. Grænland er enn nýlenda Dana, og því er stjórnað af sendi- ráði Dana í Washington, er veitti Bandaríkjamönnum leyfi til þess að byggja þar flugvelli og hafnir. íbúar landsins munu vart vera fleiri en tuttugu þúsundir að tölu, og flestir þeirra hafast við á suðurströnd landsins. Það er miklum erfiðleikum háð að reisa flugvelli í svo strjál- byggðu og hrjóstrugu landi sem Grænland er. Það var að minnsta kosti hundrað og fimmtíu kiló- metra leið til næstu Eskimóa- byggðar frá stað þeim þangað sem för okkar var heitið. Við urðum því að hafa allar nauð- synjar með okkur. Auk verk- færa þeirra og matvælabirgði, sem við höfðum meðferðis, hafði skip okkar að geyma bókasafn, knetti, hnefaleikahanzka og jafn- vel jólatré. Eg vissi, hvað heim- skautanóttin myndi koma til með að þýða fyrir okkur. Við sigldum inn Iangan og þröngan fjörð og vörpfcðum akk- erum á grunnri vík. Eg horfði hljóður til lands. Þessi auðnar- legi staður átti að verða sama- staður okkar næstu tvö ár. Við hófumst ótrauðir handa um að reisa herbúð og byggja flugvöll þarna á auðninni. Þegar komið var fram í desember, var flugvöllurinn það langt kominn, að fyrsta flugvélin gat setzt á hann. Eg hygg, að félagar mínir hafi ekki gert sér þess glögga grein, hversu einangraðir við vorum, fyrr en síðasta skipið lét í haf til Bandaríkjanna um haustið. Eftir það var ekki skipsferðar von fyrr en næsta sumar. Skyndilega vor- um við orðnir einir okkar liðs þarna meðal ísjakanna og hrjóstranna. Þetta var í fyrsta sinni, sem við gátum hlustað á þögn náttúrunnar. Vetrarmyrkr- ið féll á, og kuldinn óx smám saman. Okkur varð órótt innan brjósts. Það gat ekki orðið öllu kaldara, en ef frostið hérti enn, myndum við vart lifa veturinn af. Og þó herti frostið daglega, skuggarnir lengdust og þögnin ágerðist. Frostið var svo mikið, að yfir- höfn manns varð gaddfreðin áð- ur en maður hafði lokað dyrun- um á eftir sér. Mönnum var mjög hætt við kali. Ef snjór komst niður í stígvél manns, mátti búast við svo hættulegu kali, að vel gat svo farið, að mað- ur missti fótinn. Og þó undum við hag okkar vonum fremur þai;na í þögninni og kuldanum. Eg gaf félögum mínum eitt ráð, sem ég lagði mikla áherzlu á, að þeir fylgdu vendilega. Það var að láta sér ekki vaxa skegg. Það virðist óþörf tilhaldssemi fyrir þá, sem ala aldur sinn í heimskautalöndum, að raka sig, en þó er það nauðsynlegt, þegar að því er gætt, hvaða kvalir fylgja því að þíða klaka úr skeggi sínu. Jafnvel. mataræði okkar breyttist mjög efúr að þessi mikli kuldi kom til sögu. Við lifðum á fæðu, sem við höfðum aldrei gert okkur í hugarlund, að verða myndi viðurværi okkar. Við snæddum þorsklifur og þorsk- hrogn, selskjöt, hreindýrakjöt, hérakjdt og annan þann mat, sem býðst í heimskautalöndum. Við lærðum og að tilreiða fisk- inn að hætti þeirra norður- byggja. Við skárum hann í stór stykki og suðum hann í sjó. En við þrifumst hið bezta af þessari fæðu, og sumir okkar þyngdust up tuttugu pund fyrsta árið. Nú var veturinn skollinn á í almætti sínu. Sólin var eins og * rauður hnöttur um hádegisbilið. Hið eina, sem við gátum haft fyrir stafni, var að iðka íþróttir, og ef maður gerðist þreyttur, var hægt að sofia að vild sinni. Við lögðum mikla áherzlu á að æfa skíðaíþróttina sem bezt. En þegar við gátum ekki verið úti við vegna storms og óveðurs, gerðum við allt það okkur til Frh. af 5. síöa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.