Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 8
ALÞTÐUSLAÐ8Ð I»ri#judagur 27. jóní 1944. SSTJARNARBiðSSS Á tæpasia vaði (Background to Danger) Spennandi mynd um viður- eign njósnara ófriðarþjóð- anna í Tyrklandi. George Raft Brenda Marshall Sidney Greenstreet Peter Lorre Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Fréttamynd: INNRÁSIN í FRAKK- LAND. Innreið bandamanna í Róm. Páfi ávarpar mannfjöldann. ffiiecdcM' ; FRÚ EIN kom inn í verzlun og ætlaði að kawpa drykkjar- ílát handa hundinum sínum. „Vilduð þér já ílát með orð- inu hundur prentuðu á?“ spurði búðarþjónninn hævérsk- lega. ,jNei, þess þarjekki,“ svaraði, frúin. „Maðwrinn minn drekkur , nejnilega ekki vatn, og hundur- i inn minn er ekki læs.“ ÞAÐ VAR VERIÐ að raka forstjórann. Allt í einu segir rakarinn: „Afsakið, en þér hajið víst ekki borðað jarðarberjasultu með morgðunverðinum?“ „Nei,“ anzaði kaupmaðurinn. „Ja, livert í logandi, þá hlýt ég að haja skðrið yður í háls- inn.“ * * * TVEIR NEGRAR voru að tala um væntanlegt stríð. „Ég ætla að vera i riddara- liðinu,“ sagði annar þeirra. „Ekki dettur mér það i hug.“ svaraði hinn. „Ég .vil ekki hossast á neinni bykkju, þegar lagt verður á jlótta.“ * * * FAÐIRINN (við unga mann- inn): „Hvernig dirjist þér að biðja dóttur minnar? Haldið þér, að þér getið veitt henni það atlæti, sem hún hejur átt að venjast hjá mér?“ Hinn ástjangni: „Ekki skil ég annað. Ég er mesti jantur líka.“ leit nákvæmlega út ein;s og verk smiðjustúlka, þegar anjdilitið er undianskildð. Hún haifði reglu- legri andlitsdrætti en algengt er og svipur hennar var blíðlegur, stillilegur og mjög aðlaðandi. Það er eniginn hægðarleikur að fara eldisnemma á fætur á miorgnana fyrir þá, sem eru van ir að sofa til sjö eða átta eins og Carrie. Hún féfck dálitla inn- sýn inn í líif Hansons, þegar hún leit hálfsofandá /inn í borðstiof- una um sexleytið og sá hann sitja þar þegjandi og borða morgunmatinn ásamt Minnu og 'barninu, en það var orðið nógu gamalt til að sitja í háum stól og róta með skeið í matnum. Carrie var orðin kvíðáfull, þeg- ar hún hugsaði tii þess, að hún átti að taka að sér nýjar og ó- •þekktar skyldur. Nú var aðeins eftir askan af öllum draumum hennar — en æskan huldi þrátt fyrir allt nokkra vonarneista. Hún var svo taugaóstyrk að hún borðaði án þess áð segja nokkurt orð, og reyndi að gera sér í hug- arlund. hvernig væri að vinna þama, hvað hún yrði látin gera oig hvernig yifirboðarar hennar kæmu fram við hana. Kannske kæmist hún í samband við for- stjórana og hún yrði iátin vinna undir eftirliti alvarlegra og vel klæddra manna. ,,Jæja, gangi þér vel,“ sagði Minna, þegar.hún var að fara af stað. Þær böfðu komizt að 'þeirri niðurstöðu, að það væri bezt að fara gangandi að minnsta koisti í þetta skipti til þess að vita, hvort hún gæti ekki aliltaf farið gangandi í vinn una — sextíu cent á viku í far- gjöld var ekki svo lítil upphæð undir þessum kringumstæðum. ,,Ég skal segja þér í kvöld, hvort ég get það“, sagði Carrie. Þegar Carrie var komín út á bjarta götuna milli verka- manna, sem skálmuðu framhjá henni, hestvagna, sem óku framhjá troðfullir af skrifstofu- fólki og verzlunarfólki, milli manna og kvenna, sem komu út úr húsunum og gengu til vinnu sinnar, varð henni strax rórra í huga. Hver finnur til ótta í bjartri morgunsólinni undir heiðum, bláum himni og í hlýj- um vindblæ? — Enginn nema sá, sem er gripinn vonlausri ör- væntingu. Á næturnar eða á daginn í dimmum og skuggaleg- um herbergjum getur hræðsla og illur grunur gripið um sig, en í sólskini getur ekkert þess- háttar þrifizt —- ekki einu sinni dauðaskelfing. Carrie gekk beint áfram, þangað til hún var komin yfir ána, og þá beygði hún inn á Fifth Avenue. Þarna var stræt- ið eins og djúp, breið gjá með veggjum úr brúnu graniti og dökkrauðum múrsteinum. Gluggarúðurnar voru hreinar og fágaðar. Vagnarnir skröltu af stað í þéttum röðum, og menn og konur, piltar og stúlkur voru á hraðri ferð í allar áttir. Hún mætti ungum stúlkum, jafnöldr- um sínum, sem horfðu á ófram- færni hennar með fyrirlitningu. Hún furðaði sig á mikilleik þessa lífs og allri þeirri þekkingu, sem þeir yrðu að hafa, sem gætu komizt áfram. Hún var gripin af ótta yfir sínu eigin dugleysi. Hún vissi ekki 'hvernig hún ætti að haga sér, hún yrði allt of sein. Henni hafði verið synjað alls staðar, vegna þess .að hún kunni ekki neitt og vissi ekki neitt. Hún yrði skömmuð, auð- mýkt, og loks yrði 'hún rekin burt með smán. Hún var máttlaus í hnjánum og greip andann á lofti, þegar hún kom að skóverksmiðjunni á horninu á Adams Street og Fifth Avenue og fór inn í lyft- una. Þegar hún steig út úr henni á fjórðu hæð, var enginn mað- ur sjáanlegur. hún sá aðeins háa stafla af öskjum og kössum. Hún stóð þarna hrædd og kvíðafull og beið eftir því, að einhver kæmi. Nokkru seinna kom herra Brown þangað. Hann virtist ekki þekkja hana aftur. „Hvers óskið þér?“ spurði hann.1 Carrié missti næstum kjark- inn. „Þér sögðuð að ég ætti að koma hingað og fá vinnu —“ • „Nú“, greip hann fram í. „Ein- mitt það. Hvað heitið þér?“ „Carrie Meeber.“ „Ójá“, sagði hann. „Þér skul- uð koma með mér.“ Hann gekk á undan henni á milli hárra hlaða af kössum, sem ilmuðu af nýjum skóm, þangað til þau komu að járn- dyrum, sem voru að sjálfri verk- smiðjunni. Það var stór salur, en lágur undir loft með glamr- andi og skröltandi vélum, og snöggklæddir menn í hvítum skyrtum með bláar bómullar- svuntur gættu þeirra. Hún fylgdi honum auðmjúk eftir framhjá skröltandi, sjálfvirkum vélum. Hún horfði beint fram fyrir sig og var litið eitt rauð í kinnum. Þau fóru innst inn í salinn og fóru þaðan í lyftu upp á sjöttu hæð. Nú gaf herra Brown verkstjóra nokkrum merki, sem stóð þar inn á milli véla og vinnuborða. „Þetta er stúlkan“, sagði hann. Bíðan sneri hann sér að Carrie og sagði: „Þér skuluð fara með honum..‘ Því næst fór NYJA BIO Rómantísk ásl Dans og söngvamynd. Aðalhlutverk: Fred Astaire Rita Hayworth Adolpke Menjou Xavier Gugat og hljómsveit hans Sýnd kl. 5, 7 og 9 OAMLA BIO PÉTUR MIKLI (Peter the First) Rússnesk stórmynd, SIMONOV TARASSOVA Sýnd kl. i, 1 og 9. Sóknarpresturinn í Panamint (Parson of Panamint) Charlie Ruggles Ellen Drew Bönnuð fyrir börn ingri en 12 ára. Sýnd kl. 5. I hann burt og Carrie elti þenn- an nýja yfirboðara sinn að litlu skrifborði úti í horni, sem hann notaði sem nokkurs konar skrif- stofu. „Hafið þér aldrei unnið áður við neitt svipað þessu?“ spurði hann fremur hranalega. ,,Nei“, svaraði hún. Hann virtist hálf ergilegur yf- ir þvi að þurfa að gera sér ó- mak við svona viðvaning, en hann skrifaði nafn hennar hjá sér og gekk síðan á undan henni þangað sem hópur af stúlkum sat fyrir framan skrölt- andi vélar. Hann lagði höndina á öxlina á einni stúlkunni, sem var að setja göt á yfirleður með aðstoð vélarinnar. „Heyrið þér,“ sagði hann. „Þér getið sýnt þessari ungu stúlku, hvernig hún á að haga 4 sér við þetta. Þér skuluð koma til mín, þegar þér eruð búnar.“ I Stúlkan, sem ávörpuð var, BJORNINN eftir HENRIK PONTOPPIDAN um, að hann yrði með þolinmæði og auðmýkt að bera ok það, sem drottinn hafði lagt honum á herðar. Þorkell leit fyrst dagsins ljós í litlu, józku sveitarþorpi. Faðir hans var þar undirkennari, og hann dó skömmu eftir að Þorkell fæddist og skildi konu sína og son eftir í hinum kröppustu kjörum. Nokkrir ættingjar Þorkels hlupu þá und- ir bagga með móður hanS til þess að kosta hann til náms í latínuskóla þorpsins frá því, að hann var tíu ára gamall, þar eð það hafði verið síðast ósk föður hans á dánarbeði hans, að sonur hans yrði látinn ganga menntaveginn, og skyldfólk hans taldi það skyldu sína að verða við þeirri ósk. Þetta voru löng og þjáningarfull ár fyrir hið misheppn- aða barn, Oftar en einu sinni var honum skapi næst að ör- vænta og leggja árar í bát. Þegar Þorkeli auðnaðist svo loks- ins að ná stúdentsprófi tuttugu ára gamall, var hann þegar í stað látinn innrita sig í guðfræðideildina með það fyrir aug- um að verða prestur í Grænlandi, þar eð móður hans hafði verið talin trú um það, að það væri hið eina hyggileg, sem sonur hennar gæti tekið sér fyrir hendur í lífinu. Þorkell veitti sjálfur ekkert viðnám heldur sætti sig við þessa ákvörðun með sömu þolinmæði og hann hafði van- ið sig á að taka öðrum ákvörðunum forlaganna. Hann hafði varla áttað sig á þessu fyrr en allt var komið í kring. En þó var sannleikurinn sá, að því fór alils fjarri, að hann væri eins sljór og sinnulaus eins og margur myndi hafa ætlað. YliA IíJMjI KATA: „Ég hæfði hann . . . ég hæfði hann . . . Þetta er hræðilegt“. MILLY: „Svona nú, Kata, kærðu þig kollótta. Hann átti það skiildð. þeir eiga það allir iskilið. Þeir byrjiuðu þennan hræðilega leik. Þú miátt ekki •vera veikgeðja, systir góð. Svona niú, við höfum verk að vinna“. SÆRÐUR FLUGMAÐUR: „Ó, mamma, hjálpaðu mér. Mér líður svo iiha“. KATA: „Ég er að koma. vinur minn . . . óg er að koma . . .“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.