Alþýðublaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 2
z flíj)i|$nbUM5 Ritstjóri Stefán Pétursson. Síxnar ritsjómar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- I-ýðunúsinu vió Z. *•—«*m i Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lpusasölu 40 aura. I Alþýðuprentsmiðjan 'n.f. Nýr flokkur? ÞAÐ hefir um nokkurt skeið verið opinbert leyndarmál hér í höfuðstaðnum, að nýtt blað væri í uppsiglingu. Sagt er að það eigi að vera vikublað, en þó mun stærra og umsvifameira en þau, sem undanfarið hafa öðru hvoru verið að skjóta upp höfð- inu til þess eins að lognast aftur út af að litlum tíma liðnum, enda er fullyrt, að töluvert fjármagn standi að þessari nýju blaðstofn- un, og hafi þegar verið safnað álitlegri fjárupphæð, fleiri hund- ruð þúsund krónum, til þess að tryggja útgáfu þess um alllangan tíma. Meðal þeirra, sem að blaðstofn- un þessari standa, eru aðallega nefndir nokkrir efnaðir útgerð- armenn. En á bak við tjöldin eru sagðir ýmsir aðrir, þar á meðal einn eða jafnvel fleiri þekktir pólitískir lukkuriddarar, sem lent hafa í hrakningum á hafi stjómmálalífsins, og brotið þar skip sitt, en ekki enn viljað gefa upp alla von um það, að geta fengið sér annað skip og annað föruneyti. * Með öðrum orðum: Á bak við hina fyrirhuguðu blaðstofnun er talið að búi sú von, að minnsta kosti í hugum sumra, sem að henni standa, að hún gæti orðið upphaf að stofnun nýs stjórn- málaflokks, og þarf engum að koma það óvart. I báðum stærstu, stjómmála- flokkum landsins, Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokkn- um, hafa í seinni tíð verið uppi hatrammar deilur bæði um menn og málefni og oftar en einu sinni legið við borð að þeir beinlínis klofnuðu. Og í sambandi við þær deilur voru á síðasta ári, og raunar langt fram á síðastliðinn vetur, uppi lítt dulbúnar tilraun- ir í þá átt, að sameina hin óá- nægðu öfl í báðum flokkum um stofnun nýs flokks, sem þá þeg- ar var gefið nafn og kallaður „framleiðandaflokkur“; en höf- uðpaurinn í þeim fyrirætlunum var eins og allir vita Jónas Jóns- son alþingismaður, sem þá enn var formaður Framsóknarflokks- ins, en þó farinn að sjá sína sæng út breidda þar, enda nú afdank- aður, eins og öllum er kunnugt. Þá var hugmyndin, að leggja grundvöllinn að hinum nýja „framleiðandaflokki" með stofn- un nýs bændablaðs, og kom það út í nokkra mánuði undir nafn- inu „Bóndinn“. En það náði ekki tilgangi sínum; og nú er ætlunin að byrja á öðrum enda og stofna útgerðarmannablað, sem á að slá á strengi hins endurheimta frels- is og heita „Lýðveldið“! * Orðrómur gengur um, að með undirbúningi þessarar blað- stofnunar og • þeim bollalegging- um, sem á bak við tjöldin eiga sér stað í sambandi við hana, sé fylgzt af töluverðri athygli af nú- verandi stjóm, að minnsta kosti tveimur ráðherum hennar, sem finni sárt til þeirrar einangrunar, sem hin flokkslausa stjóm á við að stríða og ógjarnan geti hugsað sér það, að hverfa þegjandi af ALÞÝÐUBLAÐIÐ -p—»r •,■ .■■■'■■!! wd Sunnudagur 9. júlí 1944. Myndarlegar umbæfur á um- hverfi forsefabústaðarins En kirkjan og kirkjugarðurinn eru í vanhirðu. EINS og frá hefir verið sagt í blöðunum undanfarna daga, hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á húsaskipun forseta- setursins að Bessastöðum, en engu eftirtektarminni eru þær stórfelldu umbætur, sem gerðar hafa verið úti umhverfis for- setabústaðinn. Það, sem fyrst vekur eftirtekt gesta, er koma heim að forseta- setrinu, fyrir utan hinar veglegu byggingar, er hin fagra grasflöt fyrir framan forsetahúsið og blómaraðirnar meðfram boga- löguðum lágum steinvegg, sem aðskilur grasflötina frá hinu mikla bífreiðastæði, sem er út frá húsinu að norðanverðu. Um- hverfis allt húsið er grasbekkur, einnig þeim megin, sem að bif- reiðastæðinu veit, og gefur þetta staðnum hlýlegan og snyrtilegan svip. Það væri ekki nóg þótt byggingarnar væru veglegar, ef umhverfis þæf væri óræktarlegt og hrjóstrugt, en fyrir því hefir nú verið séð svo sem bezt má verða, enda mun það vera áhuga- mál forsetans, að umhverfi stað- arins sé sem fegurst og vinaleg- ast. I hólnum neðan við flötina er stórt kringlótt sólbyrgi og er það grasi gróið að innan, en steinlagð- ur stígur er in* í það. Hóllinn og flötin fram undan forsetahúsinu er mjög grasgefin og er t. d. búið að slá flötina átta sinnum á þessu sumri. Eina ó- prýðin, sem telja mætti á þessari fallegu grassléttu, er umgirt leiði og minnisvarði, sem stendur þar framan í barðinu. Þá má og segja, að kirkjugarðurinn sé í hrópandi ósamræmi við þetta snyrtilega umhverfi, og þyrfti hann gagngerðra endurbóta við, því að hann er langt frá því að vera í þeirri hirðu, sem æskilegt væri og sæmandi er staðnum. Sama er að segja um kirkjuna sjálfa, sem er í slæmu ásigkomu- lagi bæði utan og innan. Bessastaðakirkja er gamalt en virðulegt hús, og verðskuldar sannarlega að henni verði sómi sýndur, enda líður væntanlega ekki langt þangað til að hafizt verður handa við umbætur á kirkjunni og kirkjugarðinum, sem eins og áður er sagt, er í mestu vanhirðu. Fjöldi fólks leggur leið sína suður að Bessastöðum um þessar mundir, og hefir raunar gert löngu fyrr, til þess að sjá þennan sögufræga og virðulega stað. En ekki fer vel á því, að fólk gerizt of nærgöngult við forsetabústaðinn, því vitan- lega er það siðleysi, að hver sem er troði inn á svæðið umhverfis forsetahúsið. Það er hægt að sjá staðinn og umhverfið vel, þótt ekki sé skoðað inn um glugga forsetahússins, eins og dæmi munu vera til, að fólk hafi Mtið sér sæma. Það er vitanlega freklegasta ókurteisi, sem ekki má eiga sér stað. Á Bessastöðum er dásamlega leiksviði stjórnmálanna, jafn- skjótt og einhver þingmeirihluti skyldi skapazt um nýja stjórnar- myndun. Og er það ætlun sumra, að í hugskoti þeirra sé í sam- bandi við hina nýju blaðstofnun vöknuð einhver von um það, að takast mætti að stofna hér stjórn- arflokk, sem byði fram við næstu kosningar og gæti lengt lífdaga núverandi stjórnar eða að minnsta kosti þeirra sjálfra, ef ekki sem ráðherra í bili, þá í öllu falli sem stjórnmálamanna, með von um það að komast í ráð- Flugbátur og flugvél keypl vestan hafs. .. V Vænfanleg lil landsins innan skamms. | EST hafa verið kaup á 8 farþega flugbát og fjórum frþegaflugvélum í Ameríku. Það er flugfélagið Loftleiðir hf,. sem kaupir þessi flugtæki og eru þau væntanleg til Landsins innan skamms. Sigurður Ólafsson flugmaður hefir unnið að þessum kaupum vestra. Fór hann vestur um haf í febrúarmánuði s. 1. í þessum erindagerðum. Hefir hann nú fest kaup á 4 farþega Stirison- flugvél, af sömu gerð og félagið átti hér áður, og tveggja hreyfla flugbát með 8 sætum af allra fullkomnustu gerð. Flugvélin er tilbúin og bíður hún eftir skiprúmi hingað. Flug báturinn verður afhentur frá verksmiðjunni 15.—20. þ. m., og er nú verið að leita hófanna um það vestra, hvort leyfi fæst til að fljúga bátnum hingað heim. Maður bíður bana í Ljósafossslöðinni. T FYRRADAG vildi það svip- lega slys til austur í Ljósa- fossstöðinni að ungur maður varð fyrir rafmagnsstraum og beið bana af. Maður þessi hét Bjarni Ingjaldsson og var ættaður frá Sitokkseyri, hann var 19 ára að aldri. Talið er að Bjarni hafi fengið rafstrauminn fró vinnulampa með bilaðri leiðslu. Læknir frá Eyrarbakka gerði lífgunartilraunir á Bjarna en þær urðu árangurslausar. Breiðaíjarðarför Ferðafélags íslands hefst 13. júlí, en ekki 14., eins og áður var auglýst. Farmiðar takist í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túng. 5, mánudaginn 10. júlí, annars seldir öðr- um þeim, sem næstir eru á biðlista. Hallgrímsprestakall. Messað í Austurbæjarskóla á morg- un klukkan 11 f. h. Sr. Jakob Jónsson. fagurt og því ekki að undra, þótt fólk hafi löngun til að koma þang-í- að og sjá sig um, enda er að sjálfsögðu ekkert við því að segja, ef það sýnir háttvísi og góða framkomu og veldur ekki ónæði á forsetasetrinu herrastólana á ný, þótt síðar væri. En slíkar bollaleggingar eru á þessu stigi að sjálfsögðu ekkert annað en framtíðarmúsík. Fyrst er að sjá hið nýja blað, og ganga úr skugga um það, hvort það geti orðið það skip, sem nokkra pólitíska skipbrotsmenn og fram- gjarna en fylgislitla stjórnmála- menn vantar nú svo tilfinnan- lega. Síðar má alltaf gera út um það, hver skipstjórnina skuli hafa, og hvemig föruneytið, á- höfnin, skuli saman sett. Skemmlun Hringsins í Hljómskálagarðinum í I TISKEMMTUN Kvenfélags ins Hringsins hófst í hljóm skálagarðinum í gær kl. 3 e. h. Eins og áður var getið rennur all ur ágóðinn af skemmtiminni til barnaspítalasjóðs félagsins, svo um leið og fólk skemtir sér og kaupir hinar ágætu veitingar, sem framreiddar eru í hinni miklu tjaldborg í garðinum, styrkir það gott málefni sem alla varðar. Blaðajmenn sátu kaffi'boð kl. 2 í gær í hiirni istóra og vistlega veitingatjaldi fcvenfélagsins, og fengu að bragða hinar Ijúffengu kökur sem iþar eru seldar. Eru kölkurnar allar heimabakaðar, veitingar allar eru hinar vegleg ustu. Auk kaflfisalunnar eru aÚs feonar veitingar seldar í smærri tjöldum. . íSkemimtunin í gær hóÆst með þrví að frú Imgiibjörg Þorláksson form'aður Hringsinis setti 'Skemmjt'Unina, en Iþví næst !lék Lúðrasveitin Svanur þjóðsöng- inn. Að þvií ioknu flutti Katrín Tihor0ddlsen liaakni ræðu, enn- freimiur lék Lúðrasveitin Svanur s'íðar um daginn, en dans var stigin á pallinum fram á kvöld. í dag heldur svo skemmtun- in áfram og hefist kl. 2 e. h. með því að Valdimar Bjömsson sjó- liðsforingi filytur ávarp. Kl. 5 mun séra Jón Thoroddsen flytja þar ræðu. Kl. 8.30 í kvöld verða norískir þjóðd-ansar á pallinum ennlfemiur verður danis stiginn bæði fyrripart dagsinis og eins uim kvöldið fram .umdir mið- . nætti. Kl. 8.15 í kvöld verður skemmitun í Tripolúleikhúsinu við Melaveg, þar sem margir góðir innilendir og erleriddr islkemimtikraftar koma fram. Ennifremur heldur merkjasál an áfram allan daginn í dag. Þarlf ekki að efa að Reyfcvíkinig ar fjöilmenna í hljómskálagarð- inum í dag, engu síður en í gær. Fulltrúar íslands kjörn ir í aðalnefndir gjald- eyrisráðsleinunnar. Frá utanríkisráðuneytinu. FULLTRÚAR íslands hafa verið kjörnir í allar aðal- nefndir gjaldeyrisráðstefnunnar í Betton Woods, nefnd, sem fjallar um alþjóðagjaldeyris- sjóð, nefnd um alþjóða banka- viðskipti og nefnd um alþjóða samvinnu í gjaldeyrismálum og fj ármálum. KR keppir á Akranesi í dag í knaltspymu. KNATTSPYIRNUMENN frá KR, 1. og 3. flokkur, fóru til Akraness í morgun og ætla að lceppa við Akurnesinga í dag. Fararistjóri er Siigurjón Jóns- son. Miunu knattspyr-niumiennirnir kom aftur til bæjrins í kvöld. Á Akranesi eru margir snjall ir knattspyrnumenn, enda hafa þeir undanfarið notið kennslu hins ágæta kennara Axels And- résisonar. Nqsprestakall. Messað í kapellu Háskólans kl. 11 árdegis á morgun. Síra Jón Thorar- ensen. Bœrinn í dag. Helgidagslæknir er Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Útvarpið í dag: 12.10 Hádegisútvarp. 14.00—16.30 Miðdegistónl. (plötur): — a) Föðurl. mitt e. Smetana b) Dú- ettar úr óperum. c) Kreisler leikur lög eftir sjálfan sig. 20 Fréttir. 20.20 Ein- leikur á píanó (Fr. Weisshappel): a) Postludium e. Palmgren. b) Tónaflóð e. Mendelssohn. 20.35 Frá sögusýning- unni: a) Erindi Gils Guðm. kennari). b) Lokaorð (dr. Einar Ól. Sveinsson). c) ísl. lög (plötur). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Sunnudag og mánudag: . Næturlæknir er í Læknavarðstofunni — sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-Apóteki. Næturakstur annast BSR, sími 1720. Mánudagsnótt: Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Útvarpið á morgun: 12.10 Hádegis- útvarp. 15.30 Miðdegisútv. 20.00 Fréttir. 20.30 Þýtt og endursagt: Öræfaferð á íslandi fyrir 100 árum (Kjarten Ragn- ars lögfræðingur). 21.00 Um daginn og veginn (G. Ben. rithöf. 21.20 Útvarps- hljómsveitin: Lög frá ýmsum löndum. Einsöngur (ungfrú Kristín Einarsdótt- ir): a) Leiðsla eftir Kaldalóns. b) „Þú eina hjartans yndið mitt“ eftir sama höfund. c) „í rökkurró hún sefur“ eftir Björgvin Guðm. d) Vöggulag eftir Járnefeldt. e) „Nina“ eftir Pergolese. 21.21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Nlunda þing Alþýðu- sambands Veslfjarða 22 fullfrúar frá 13 félögum mæffu á þinginu. NÍUNDA þing Alþýðusam- bands Vestf jarða var haldið á ísafirði dagana 5.—7. þ .m. Þingið sóttu 22 fulltrúar frá 13 félögum á Vestfjörðum. Forseti sambandsins, Hanni- bal Valdimarsson, setti þingið með ræðu, en þingforseti var kjörinn Finnur Jónsson alþing- ismaður. Varaforseti var Eyjólf- ur Jónsson frá Flateyri. Ritarar þingsins voru Ágúst Vigfússon, Bolungavík og Tómas Helgason, Hnífsdal. Mörg mál lágu fyrir þinginu og mun blaðið birta ályktanir í þeim eftir helgina. Stjórn sambandsins skipa nú: Forseti Hannibal Valdimarsson, ritari Helgi Hannesson og gjald- keri Ragnar G. Guðjónsson, kjörnir af þingi sambandsins, en auk þess eiga þeir Finnur Jóns- son og Árni Magnússon sæti í stjórninni sem fulltrúar Alþýðu- sambands Islands. Varastjórn skipa: Forseti Guðm. Gíslason Hagalín, ritari Eyjólfur Jónsson og gjaldkeri Kristján Kristjánsson. Þingið samþykkti að fela Hannibal Valdimarssyni, forseta sambandsins, sem lengi hefir verið ritstjóri Skutuls, útgáfu og ritstjórn blaðsins, en eftir að skilnaður varð á faglegum og pólitískum málum innan Al- þýðusambandsins, hafði stjórn þess talið réttara að Alþýðusam- band Vestfjarða afhenti Skutul hinum pólitíska hluta alþýðu- samtakanna og hefir það nú ver- ið gert á þann veg, sem að fram- an greinir, gegn þeirri yfirlýsingu Hannibals, að blaðið haldi sömu stefnu og það hefir ávallt fylgt í verkalýðs- og þjóðmálum. Laugarnesprestakall. Messað klukkan 2 e. h. Sér Garðar Svavarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.