Alþýðublaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ Þegar Freuchen varð að raka af sér skeggið. AR EÐ maður hefur ár- um saman þekkt Peter Freuchen, er skartaði hinu mynd- arlegasta alskeggi, sem, ásamt gáfum hans, hefur fært honum heimsfrægð, verður vart hjá því komizt, að samtalið fjalli frá upphafi um skeggið, þegar mað- ur hér í Gautaborg hittir nauð- rakaðan ferðalang fyrir. Peter Freuchen strýkur sér um hökuna og andvarpar þungan: „Fyrir mánuði fékk ég tilboð frá hinni umfangsmiklu auglýs- ingastofu Harlang & Toksvig í Kaupmannahöfn um að leika í kvikmynd, þar sem ég átti að leika eiginmann, er segði við konu sína í leikslok: ■—• „Jæja, gæzkan, ég raka þá af mér skegg- ið fyrst þú þolir það ekki.“ — Þetta átti að vera aúglýsing fyrir sérstaka tegund rakvélablaða. Fyrirtæki þetta bauðst til þess að greiða mér fimm þúsund krónur fyrir raksturinn. — En ég hló upp í opið geðið á herra Harland og lýsti yfir því, að ég vildi að minnsta kosti fá tuttugu þúsund- ir fyrir ómakið. Þrem dögum síðar símaði hann til mín og tjáði mér, að fyrirtækið væri reiðubú- ið að greiða mér tíu þúsundir, en ég vísaði því tilboði einnig á bug og hélt fast við það, að ég vildi fá tuttugu þúsundir, enda var ég þess fullviss, að þeir myndu láta undan. En svo að segja í sama mund og mál þetta var á döfinni barst mér frétt sú til eyrna, að í ráði væri að svipta mig lífinu, svo að ég tók þann kostinn að fara huldu höfði. Eg hvarf að heiman, án þess að hafa nokkuð á brott með mér, og til þess að mér væri auðið að dyljast of- sækjendum mínum, bar nauðsyn til þess fyrir mig að losa mig við skeggið. Þ^nnig atvikaðist það, að ég varð að greiða tvær krónur fyrir það að láta raka af mér þetta sama skegg og mér höfðu verið boðnar tíu þúsundir fyrir að raka af mér! Ja, það er svo sem ekki ein báran stök, eða hvað finnst yður? En þar sem skeggið var tekið að vaxa að nýju, þá bauðst auglýsingastofa í Stokkhólmi til þess hér á dög- unum að greiða mér þrjú hundr- uð krónur fyrir að mega láta taka ljósmynd af mér, meðan ég væri að raka af mér broddana, sem vaxið höfðu frá því að ég kom til Svíþjóðar sem flóttamaður hinn tíunda marz. En ekki meira um það. Frá og með deginum í dag fær skeggið á mér að vaxa að vild sinni, og ég geri mér vonir um það, að ekki muni líða mörg ár, unz það verður aftur eins myndarlegt og það var árið 1909. ímyndið yður bara hvílík- ar tekjur og frægð þetta skegg mitt hefur fært mér að höndum síðustu þrjátíu og fimm ár.“ * — En af hverju ætlið þér nú að lifa, fyrst þér hafið ekki leng- , ur tekjur af skegginu? „Eg hef sem betur fer meira en nóg að gera. Eg er nú að skrifa tíundu bók mína frá Grænlandi, sem á að heita „Hvítur maður“, og fjallar hún um landnám stærstu nýlendu Dana. Bonniers er að láta þýða hana og strax og ég hef lokið við hana, tek, ég til við að skrifa elleftu bók mína frá Grænlandi, sem á að fjalla um heill þá, er Grænlendingum hef- ur hlotnazt af kynnunum við hvítu mennina. Eg er raunar ekki eins snjall rithöfundur og Knut Hamsun, sem heldur því fram, að Grænlendingum stafi bölvun af okkur, en aftur á móti tel ég mig þekkja betur til við- horfanna á Grænlandi en Ham- sun. Eg hef dvalizt á Grænlandi árum s aman og hefi meðal annars haft heim með mér þaðan dóttur,. Pipaluk, er ég eignaðist með hinni græn- lenzku konu minni, Nar- vönu. Jæja, þegar ég hef lokið HINN FR'ÆGI danski ferðalangur og rithöfundur Peter Freuchen er einn þeirra mörgu Dana, sem flúið hafa 4 til Svíþjóðar. Viðtal það, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, var tekið við hann, er hann kom til Gautaborgar eftir flótt- ann úr heimalandi sínu, og hirtist það í hinu víðlesna hlaði Göteborgs-Posten. — Maður getur þó varla sagt, að þér séuð lítilþægir, því að yð- ur mun hafa græðzt mikið fé um ævina? „Getuir það verið? Eg hef aldrei haft bókhald yfir tekjur mínar, og nú er ég að minnsta kosti fátæk- ur flóttamaður. Eg lifi eins og allir aðrir, sem haldnir eru út- þrá, en það get ég þó með sanni sagt, að ég hef aldrei eytt fé mínu fyrir áfengi eða tóbak. Eg drekk Coca-Cola eða blávatn. Eg mun alls hafa drukkið þrjú staup af víni og átta bjórflöskur um æv- ina. Eg reyki ekki heldur. Mér gezt ekki að tóbaki, og það er ástæðan fyrir því, að ég reyki ekki. Eg hef engan hug á því, að telja fólki trú um það, að ég sé betri en ég raunverulega er — því að ég er nógu góður!“ — En hvað þá um konurnar? „Já, það var nú annað mál. Eg á raunar konu og börn, en kven- fólkið er nú samt sem áður alveg vitlaust í mér. Það þyrpi'st kring- um mig eins og mýflugur kring- um lampa á hlýju sumarkvöldi á norðurslóðum. Kvenfólkið er hið bezta, sem til er í heiminum, og þess vegna hef ég nú látið til leiðast að koma aftur til Gauta- borgar innan skamms og halda fyrirlestur á vegum Kvenfélaga- sambandsins, sem hefur skrifað mér. Að þessu sinni dvelst ég að- eins sex klukkustundir í Gauta- borg, en ég kem sem sagt aftur og yfirleitt mun ég halda fjölmarga fyrirlestra jafnframt ritstörfum mínum næstu mánuðina. Að- gangur er ókeypis að allt of mörgum þessara fyrirlestra, en hvað um það, hvað gerir maður svo sem ekki til þess að gleðja aðra!“ Þegar við erum í þann veginn að ganga út úr Grandgistihúsinu, þar semPeter hefir hvíltsigítvær klukkustundir, setur hann upp fornfálega en sérkennilega húfu og leggur því næst af stað út í borgina, klæddur blárri skyrtu, rytjulegum buxum og jakka. — Hvað er þetta, er sem mér sýnist, Peter, er þá húfan að tarna til ennþá? Hann hlær, glaður og ánægð- ur. „Hún var nú líka hið eina, sem ég hafði á brott með mér frá Kaupmannahöfn. Eg gat falið hana undir frakkalafinu mínu. Hún er heillagripur minn, ef svo mætti segja. Eg keypti hana fyr- ir tuttugu og tveim árum, þegar ég ætlaði að taka þátt í kapp- siglingu, og þegar við komum í land og fengum inni í gistihúsi nokkru, var ég svo öreigalegur, að dyravörðurinn fékk mér til um ráða herbergi, sem var þrem krónum ódýrara en hérbergi hinna þátttakendanna í kappsigl- ingunni — og þó fór því alls fjarri, að það vseri nokkru lakara herbergjum hinna. Eftir þetta hef ég alltaf borið þessa húfu, og hún hefur raunverulega fært mér drjúgan skilding vegna þess, að hún heíur valdið því, að ég hef fengið margs konar afslátt í gisti- húsum og verzlunum, auk margs i annars góðs, sem ég á henni að þakka. Ja, maður verður að vera hagsýnn, enda þótt maður sé dá- lítill listamaður og hafi lagt leiðir sínar víða um hnöttinn.“ Peter Freuchen við elleftu bók mína frá Græn- landi, tek ég mér dálitla hvíld, hvað Grænland varðar, og tek mér eitthvað annað fyrir hendur. Meðan ég vinn að þessum tveim bókum, hyggst ég lifa af því, sem ég á inni hjá Bonniers og fyrir- framgreiðslu fyrir níundu bók mína frá Grænlandi, „Æska mín í Grænlandi,“ sem kemur út í nýrri og vandaðri útgáfu næstu daga. Bonniers hefur tryggtmér tuttugu þúsund eintök sem lágmarksupplag. Af þessu fé eig- um við Pipaluk að lifa í sumar. Annars fluttum við um daginn inn í lítið hús á Lidingö utan við Stokkhólm.“ * — Og hvað hyggist þér svo taka yður fyrir hendur? „Eg ætla til Ameríku, og ég er þegar tekinn að undirbúa för mína þangað með haustinu. Eg fekk í hinni vikunni símskeyti frá Metro-Goldwyn-Mayer, er hafði lesið það í amerískum blöðum, að ég hefði komizt undan til Sví- þjóðar. Það er Louis gamli May- er sjálfur, sem hefur boðið mér að hafa á hendi leikstjórn þriggja kvikmynda og semja textann fyr- ir þeim. Eg hef áður unnið að kvikmyndum vestra og hafði þar raunar samning, enda þótt ég hafi ekkert samband haft við Hollywood frá því 9. apríl 1940. Mayer gamli skírskotar sem sagt til þessa samnings og vill fá mig sem fyrst til Hollywood. — Við höfum skipzt á fjölmörgum sím- skeytum og orðið ásáttir um það, að ég skuli gera kvikmynd af No- bel og púðurgerð hans. Þetta á að vera stríðskvikmýnd og tjá allar ógnir styrjaldanna. Eg geri mér auðvitað vonir um það, að ég verði sæmdur Nobelsverð- launum fyrir þessa kvikmynd! — Önnur kvikmyndin á að fjalla um Hudsonfélagið og rauðskinn- ana og hin þriðja um haimskauta- könnuðina tvo, Cook og Peary. Cook verður að sjálfsögðu lýst eins og hann var. Hann var meira háttar glæframenni, og það sló í brýnu með okkur hér á árunum, þegar ég opinberaði nokkra glæfra hans Hann krafðist þess, að ég greiddi honum skaðabæt- ur, er næmu hundrað og fiinmtíu þúsund Bandaríkjadölum. Þegar amerísku blaðamennirnir spurðu mig, hvað ég ætlaði til bragðs að taka, svaraði ég því einu til, að ég hefði gaman af því aB sjá hann hafa þessa fjárupphæð af mér. Eg hef aldrei átt peninga. Eg eyði þeim strax og ég eignast þá, og það hygg ég, að sé skynsam- legt.“ Séra Einar Thorlacius áftræður ATTRÆÐUR er á morgun elnn af merkisprestum ands ins, séra Einar Thorlacius, síðast prestur í Saunbæ á Hivalfjarðar- strönd og proífastur í Borgar- fjarðarprófaistsdæani. Hann er fœddur á Öxnafelli í Eyjafirði 10. júlí 1864, sonur Þorsteins bónda þar og hreppstjóra, en Þorsteinn var sonur hins nafn- togaða latínuskálds, séra Einars Thorlacius ,í Saurbæ í Eyjaífirði. Hafa verið fleiri mjög nafnkunn latínuskáld í þeirri ætt. Sóra Einar vígðist 1889 til Stóruvallar prestakalls oig þjón- aði því kalli um tíu ára skeið, en var þá veittur Saurbær (á- samt Leirfár og Melasóknum). Effitir það breytti hann ekki til unz hann lét af .embætti 1932 og filuttiist til Reykjavíikur, þar sem hann hefir dvalið síðan. Um sama leyti og séra Einar vígðist, gekk hann að eiga heit- mey sína, Jóhönnu Aðalbjörgu Benjamiínsdótitur, er þá hafði um hríð staðið fyrir heimili bróð ur síns, Magnúsar Benjiamínsson ar úrsmiðs. Konu sína missti hann 1937, eftir næríellt 48 ára hjónalband, sem var með slíkri fyrirmynd að enginn vissi að þar drægi nokkru isinni skugga yfir. Friú Jólhanna Hhorlacius var óvenjuleiga ágæt kona, góð- um hæfiieikurm búin, skörungur að gerð og þó sérstaklega tfín- gerð kona og kvenleg, hrein- skilin og opimsifcá og drengur hinn bez'ti. Naut hún óskoraðrar virðingar allra þeirra, er til hennar þekktu, og ávallt mun öllum hjúum hennar hafa þótt vænt um hana, enda var hún glaðlynd og líffgaði upp heimil- ið. Elzt af börnuim þeirra hjóna er frú Rósa kiona séra Magnús- ar Guðmundssonar í Ólafsviík, en yngst þeirra er Magnús Thor- lacius, löigmaður við hæstarétt. Siéra Einar hefir verið hæglát ur maður og hávaðalaús, en hef ir jaifnan unnist vel. Hann hefir verið þáttur fyrir og fylgt trú- lega sínum mlálstað. Þannig var enginn maður óhvikulili en hann í baráttu þjóðarinnar fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði, en aidrei gerði hann það mál þó að deiluefni í sóknium sínum, og þó að hann væri á meðal þeirra, seon frekastar gerðu kröfurnar, var hann tfyrir það á engu minna vintfenigi við þaú atf sóknarbörn uim sínuim, sem alveg voru á öndverðum m'eiði. Hann var sá eini úr sókninni, er sótti hinn frœga bændatfund í Reykjavík 1905. Míá aif því marika, hve fjarri hann var póilitísku hlut- leysi þótt engin hefði hann stór yrðin. í sveitarmáluim var séra Einar átva'llt hvetjandi til fraimfara, en enginn var hann byltingarmað- ur. iSjóðum iSaurbæjarkirkju ráðstafaði hann af framsýni, svo að nú aukast þeir smátt og smlátt, en ella mundu þeir orðn ir liítiís virði, með því verðfalli, sem orðið hetf ir á peningum hin síðari árin. Séra Einar heldur hér sam- Séra Einar ” Thorlacius eiginlegt Iheimili með börnujm sínum og ríkir þar sama ró og friður og lávallt hetfir gert á heimili han’s. Hann var ætíð fá- skiptin heimatfyrir, enda þurtfti hann ekki að láta mikið til sín taka, svo stjórnsöm sem kona hans ivar. En ætáð hefir hann kunnað vel hótfsamlegri glað- værð, utan heimilis og innan og svo er enn. Hann hetfir alla tíð lesið mikið og unnað öllum sögulegum fróðleik, og ætíð hefir hann eitthvað fyrir stafni. Nú hin síðustu árin hefir hánn haft með höndum merkilegt starf, sem ætla má að honum verði lengi þakkað, en það er undirbúningur nýrrar útgáfu af ljóðasafninu Snót. Hinar fyrri útgáfur eru, eins og menn vita, verk þeirra Jóns Thor- oddsens og Gísla Magnússonar. Þær eru nú orðnar ákaflega tor- gætar, og þeir eru nauðafáir, sem eiga þær allar. Þó var að talsverðu leyti nýtt efni í hverri nýrri útgáfu. í útgáfu síra Ein- ars verður allt efnið tekið, og með því fyrirkomulagi, að strax má sjá, hvað var í hverri útgáfu, enda þótt ekkert sé tví- prentað. Þá verða og ný regist- ur eftir þeim fyrirmyndum, sem Oxford University Press hefir í hinum frægu kvæða- söfnum (anþológíum) sínum. Er þessi nýja útgáfa nú í prent- un og virðist munu verða hin mesta gersemi. Síra Einar ber ellina vel, gengur teinréttur, svo að eng- inn skyldi ætla að þar færi átt- ræður maður. Gamall sóknarmaður. Félagilff. BETANÍA Almenn samkoma í kvöld (sunnudag) kl. 8,30, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup talar, all- ir velkomnir. Munið eftir gjöf til hússins. Happdi’ættí Háskóla íslands. A mánudag verður dregið í 5. fl. .. ~ ‘sllí Minningarathöfn um móður okkar Kristínu Friðbertsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 11. þ. m. og hefst með bæn að heimili sonar hennar Hávallagötu 25 kl. 1. e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Hin látna verður flutt til Bolungavíkur með e. s. Esju og jarðað að Hóli. Ástríður Pálmadóttir Bjarni Pálmason Guðrún Pálmadóttir Salome Pálmadóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.