Alþýðublaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júlí 1944. ALÞTÐUBLAÐIÐ Bcériim í t* ■ Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-Apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. Útvarpið: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómpl.: Mefistovals eftir sama höf. Ungv. rapsódía éftir Liszt. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.10 Hljómpl.: Lög leikin á cello. 21.15 Spurningar og svör um íslenzkt ! mál (Björn Sigfússon). 21.35 Hljómpl.: Richard Crooks syng- ur. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Innbrot í Eddu. Á þriðjudagsnóttina brauzt her- maður inn í prentsmiðjuna Eddu við Lindargötu. Vart varð við þjófinn og var lögreglan látin vita. Komu lög- reglumenn að vörmu spori á vettvang og handsömuðu þjófinn, sem reyndi að fela sig undir vélasamstæðu í( prent- smiðjunni. • Ný loftárás á Munchen í tyrrinótt 12@® amsrfskcar sprengfyfEugvélar tókoi þátt í lienni NÝ loftárás var gerð á Miin- chen og umhverfi hennar í fyrrinótt, og tóku þátt í henni 1200 amerískar sprengjuflugvél- ar, varðar fjölda orustuflugvéla. Nánari fregnir af loftárásinni á Toulon nóttina áður, herma, að kafbátabyrgi hafi orðið fyrir sprengjum í árásinni og margvís- legt annað tjón hlotizt af henni. Þetta var sjötta loftárás banda- manna á Toulon frá Italíu. Sprenging í þýzkri skoifærageymslu í Bodö í Noregi NF^AÐ hefur nú spurzt, að,ógur leg sprenging varð í hafnar- húsum sunnan við hafnargarð- inn í Bodö í Norður-Noregi sunnu daginn 2. júní s.l. Höfðu Þjóð- verjar geymt skotfæri í þessum húsum. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang reyndist ómögulegt að hafast neitt að fyrir braki og brotum, sem þeyttust í allar áttir við sprengingarnar. Á stóru svæði umhverfis brotnuðu allar glugga- rúður af loftþrýstingnum, og margir menn særðust af gler- brotum. (Skv. fregn frá norska blaðafulltrúanum). Frh. af 2. síðu. miála segir svo um tilgang bók- arinnar: ,,Bók þessari er ætlað að bæta úr brýnni þörf á leiðbeiningum um, hvernig megi með dálítilli athugun og að kostnaðarlausu auka ándingu bíla, spara rekstr arkostnað þeirra einkum benzín eyðslu, sem með núverandi benzínsköanimtun er orðið þýð- ingarmikið atriði — og benda bílstjórum á, hvernig þeir geta skapað sjálfum sér og farþeg- Skeytaskipti forseta íslands og forseta Bandaríkjanna. í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. P ORSETI ÍSLANDS, herra Sveinn Bjömsson, sendi herra Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna þetta skeyti í tilefni af þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna: ,,I tilefni af sjálfstæðisdegi Bandaríkjanna er mér ánægja að því að senda yður og þjóð yðar hjartanlegar kveðjur frá íslenzku þjóðinni og mér sjálf- um. Vér erum allir þakklátir yður og þjóð yðar fyrir vináttu í garð Islands, ekki sízt í sam- bandi við endurstofnun lýðveld- isins. Um leið get ég fu'llvissað yður um að íslendingar meta mjög samskiptin undanfarin þrjú ár við Ameríku, við full- trúa yðar hér á landi og ameríska herinn. Að lokum sendi ég beztu óskir mínar um heill og heilsu yður sjálfum til handa“. „Sveinn Björnsson“. Frá forseta Bandaríkjanna barst forseta íslands þetta svar- skeyti: ,,Ég met mikils kveðjur yð- ar á þjóðminningardegi sjálf- stæðis Bandaríkjanna, og þakka yður vinsamleg ummæli yðar um hið einlæga samband sem ríkir milli íslenzku þjóðarinn- ar og þeirra borgara þessa lands, sem nú dvelja á íslandi. Ég er sannfærður um að þau bönd, er tengja lýðveldi okkar muni enn styrkjast á árunum eftir að sigur hefir unnizt og sá ameríski her, sem nú er á ís- landi, snýr aftur hingað með endurminningar um alúð og gestrisni, sem íslenzka þjóðin hefir ávallt sýnt honum. Franklin D. Roosevelt11. Sólskinsdelldin kom- sn lO ARNAKÓRINN „Sólskins deildin" er nýkomin í bæ inn úr söngför sinni um vestur land. Kórinn söng í Stykkishólmi og víðsvegar á Vestfjörðum; lengst kornst hann norður á Drangsnes. Alls var það á átta stöðum, sem kórinn hélt söng- skemmtanir og var honum hvarvetna vel tekið af áheyr- endum og aðsókn að skemmt- unum var alls staðar mjög góð. Ennfremur ferðuðust börn- in víða um á þessum stöðum, og fóru út í Bréiðafj arðareyj ar. Alls staðar mættu þau gestrisni og góðum viðtökum á ferðalag- inu, svo sem i öðrum söngferð- um sínum undanfarin sumur. unum aukið öryggi á vegun- um.“ Ennfremur eru bifreiðalögin tekin upp í bókina, og þau á- kvæði lögreglusamþykktar Reykjavíkur, sem snerta bif- reiðaakstur, þar á meðal ljósa- tírni bifreiða í Reylkjaivík. Þá eru í bólcinni form fyrir reikn- ingshald um kostnað við rekst- ur bifreiðarinnar, skrá yfir alla bíla í Reykjavík og eigendur þeirra og vandað kort, sem sýn ir bílvegi á íslandi, gistihús og bensínsölustöðvar. Bílabókin er afgreidd til á- skrifenda þessa dagana, en er ekki komin í bókaverzlanir, enn þá. Útgefandi er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. frá Flaley ETT fyrir mánaðamótin apríl—maí fór fram jarðar- för frá Akureyrarkirkju, sem vakti á sér athygli meira en venja er til, þegar «kki er um þá að ræða, sem í lifa»da lífi hafa borið hærra en almenning. Það var verið að fylgja til hinztu hvíldar ungum manni, sem s.l. fjögur ár hafði háð baráttu við hinn hvíta óvin íslenzkrar æsku í sjúkrahúsi bæjarins. Fjölmenni var í kirkjunni og athöfnin var hin veglegasta. Karlakórinn Geys ir annaðist sönginn og ungir, há- tíðarbúnir kórfélagar hófu kist- una úr kirkju. Maðurinn, sem þessi sérstaka virðing var auðsýnd, var í dag- legu tali kallaður Árni Jóhann- esson frá Flatey. Hann var fædd- ur í Flatey á Skjálfanda 2. okt. 1911, sonur hjónanna. Jóhannesar Bjarnasonar hreppstjóra og kenn- ara í Flatey um margra ára skeið og Maríu Gunnarsdóttur. Stjúp- dóttur séra Árna Jóhannessonar er síðast var prestur í Grenivík við Eyjafjörð. Jóhannes er af góðum bænda- ættum í Þingeyjarsýslu, en María er dóttir Gunnars Guðmundsson- ar í Vík á Flateyjardal, þess er Theódór Friðriksson segir um „I verum" að verið hafi mest glæsi- menni er hann leit í æsku. Gunn- ar drukknaði í fiskiróðri, en Karólína, móðir Maríu, giftist síðar séra Árna Jóhannessyni í Grenivík, og bar Árni frá Flatey nafn séra Árna. Heima í Flatey bar snemma á manndómi og atorku Árna. Milli fermingar og tvítugs gerðist hann formaður á báti föður síns — og sótti sjóinn fast, enda var hann oftast aflakóngur þar á eynni. En hann gekk ekki lengi heill að störfum. Fljótt upp úr tvítugs- aldri kenndi hann þess sjúkleika, sem síðast dró hann til bana. — Gekk á því til skiptiBt, að hann dvaldi í sjúkrahúsum eða gekk að störfum þar til haustið 1940, að hann lagðist inn í sjúkrahúsið á Akureyri og fór þaðan aldrei aftur. Meðan Árni þreytti hið langa stríð í sjúkrahúsinu varð fólki tíðförult að sjúkrabeði hans. Hann átti marga og góða vini og kunningja, sem hann hafði öðl- ast bæði við almenn störf og í félagslífi bæjarins. Áttu þeir tíð erindi til Árna og glöddu hann á marga lund, og ýmsir aðrir, sem heimsóttu sjúkrahúsið töldu það sjál’fsagt að líta inn til Árna frá Flatey, sem svo margir töluðu um sem eftirlætissjúkling hússins. Það fór heldur enginn erindis- leysu til Árna. Odrepandi glað- lyndi hans og kjarkur, greind hans og vakandi áhugi fyrir því, sem á hverjum tíma var að gerast með þjóðinni, gerði för hvers manns að beði hans meira að skemmtigöngu en sorgarför. Á þeim stundum var Árni oftar hinn andlegi veitandi, ekki síður en sá, sem að kom. Munu þeir Jarðarför mannsins mfns, Tryggva Jónssonar vélstjóra, fer fram frá heimili okkar Bræðraborgarstíg 55, föstudaginn 14. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. Jarðar verður frá Dómkyrkjunni. Fyrir mína hönd, barna minna og annara aðstandenda, Dagbjört Einarsdóttir. allmargir, sem minnast þeirra stunda með hlýOuug og ánægju. Það gat ekki hjá því farið, að maður með skapgerð Árna Jó- hannessonar, og þrá eftir at- hafnasömu lífi, tæki þis.gar á unglingsárum þátt í félagsstarfi og daglegri önn fólksins. Og staða hans var alltaf ákveðin meðal þeirra, sem fremstir fóru. Idann var alhliða framfaramaður að lífsskoðun, og drenglund hans og heiðarleiki í störfum skipuðu honum í flokk með þeim, sem hann taldi stefna löglegar leiðir að settu marki og treysta dreng- lund hvers einstaklings og frjáls hyggju fðlksins, sem vegvísi fram á leið. Hann var einlægur Al- þýðuflokksmaður, en sá þó vel hvað aðrir flokkar höfðu að bjóða. Er hann dvaldi á Akureyri var hann virkur þátttakandi í fé- lagi Alþýðuflokksmanna, og þegar félag ungra j afnaðarmanna var séofnað þar á öndverðú ári 1938, var hann einn af stofnend- um þess og fyrsti formaður. — Misstu þessi félagssamtök mikils í, er Árni varð að hverfa frá störfum, vegna sjúkleika. Þegar maður lítur yfir hina stuttu ævi Árna Jóhannessonar, vitandi um það mannsefni ,er hann hafði að geyma og hina ó- slökkvandi þrá — allt til dánar- dægurs — til að vera þátttakandi í önn hins ólgandi mannlífs, er erfiðleikum bundið að hrinda frá sér þeirri áleitnu spurningu, sem ætíð leitar á mann á slíkum stundum, hver drög liggi að því, að þjóðin, vandamenn og vinir eru sviptir starfi hans og stuðn- ingi þegar á æskuskeiði. En til hvers er að spyrja? Það er annar, sem ræður. H. F. Þessi minningarorð voru rituð í maí síðast liðnum og áttu þá að birtast í Alþýðublaðinu. Fyrir einhver mistök glataðist handrit- ið í meðferð og varð því að end- urnýja það — rita það upp aftur. Af þessu stafar drátturinn á birt- ingunni. JT IþróttamenH beim- Fná fréttaritana Alþýðu- blaðsins á Siglufirði: T GÆRKVELDI komu með E. *■ s. Súðinni frá Akureyri, tveir íþróttaflokkar og munu þeir dvelja hér um nokkurn tíma á vegum Knattspyrnufélags Siglu fjárðar. Annar fliokkurinn er frá K. R. eru það 26 manns, 16 karlmenn og 10 stúlkur og munu sýna hér og keppia í sunidi. Faranstjóri K,R.-inganna er Jón Iingi Guð- mundsson sundkennari. Hinn flokikurinn er frá ísa- firði, er það handfknattleiksflokik ur stélkna frá féláiginu Vestra, annar aldunsfMckur, og mun hann keppa í kvöld við han'd- knattleiksífliokk kvenna úr Knatt spyrnuifélagi Siglutfjarðar. Farar stjóri er Magntús Konráðsson frá Íísafirði. — VISS — Allsherjarmólið Frh. af 2. síðu. 5000 metra hlaup. Óskar Jónsson, ÍR. 17:00 mín. Indriði Jónss., KR. 17:06 mín. Steinar Þorf., Á. 17:27 mfn. Har. Björnsson, KR. 17:34 mín. Islandsmet í þessu hlaupi á Jón Káldal, ÍR. Er það 15:23,0 mín. sett. árið 1922.’ Spjótkast. Jóel Kr. Sigurðss, ÍR 54.29 m. Jón Hjartar, KR. 51.61 m. Finnibj. Þorvaldss., ÍR 48.88 m. Jens Magnúss., KR. 46.97 m. íslandsmet í spjótkasti er 58.78 m.; sett af Kristjáni Vattnes, KR. 1937. 400 metra hláup. Kjartan Jóh., ÍR 52.3 sek. Brynj. Ing., KR. 54.0 sek. Finnbj. Þorv., ÍR. 55.0 sek. Jóh. Bernhard, KR.» 55.5 sek. Afrek Kjartans Jóhannssonar er nýtt íslandsmet. Fyrra metið átti Sveinn Ingvarsson, KR., og var það sett árið 1938. Þrístökk. Skúli Guðm., KR. 13.64 m. Oddur Helgason, Á. 13.31 m. Jón Hjartar, KR. 13.10 m. Oliver Steinn, FH. 12.96 m, Islandsmet í þríqtökki er 14 metrar, sett af Sig. Sig,, K.V. ár- ið 1936. • ön r ri Sleggjukast. G. Huseþy, KR. 37-86 m. Vilhj. Guðm., KR. 36.65 m. Helgi Guðm., KR. 34.93 m. dðls Guðm;, ÍRl 28.44 m. ’ íslandsmjet í. sfeggj.ukasti..er. 46.57, m„ sett af Vilhjálmi Guð-: mundssyni, KR. 1941. í gáérkvöldi stóðú stigin þann- ig, að KR. var hæst með Íl7 st., ÍR. annað með 87 st., þá F.H. með 42 stig og Ipks Á. með 38 stig. >1 Allsherjarmótið ‘ heldur áfram í kvöld klukkan 8.30 og verður þá keppt í 10.000 metra hlaupi. og fimmtarþraut. LEIÐRÉTTING: Úr minningargreininni um Gissur Guðmundsson frá Gljúf urárholti, sem bir.tist hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, hefir af vangá fallið niður, að hann fluttist til Hafnarfjarðar 1’920 og dvaldist þar þar til fyrir tæpu. ári, er hann fluttist til Reykjavíkur. Ennlfreimiur' féll niður úr greininni nafn einnar dóttur hans, Sigríðar, verka- konu í Reykjavík, og biður blað ið velvirðingar á þessum misT tökum við prentun greinar- innar. Upplýsingast. Þingstúku Reykjavíkur er opin hvern fimmtudag frá klukk- an 6 til 8 e, h. í Templarahöllinni, Fríkirkjuvegi 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.