Alþýðublaðið - 14.07.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 14.07.1944, Page 4
ALÞYÐUBLAPIÐ Föstudagur 14. júlí 1944. Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjómar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu vro II Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í Ipv.sasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sala Kveldúllslog- aranna HVERSU OFT hefir Morgun- blaðíð ekki talað um nauðsyn þess, að atvinnurek- endur, og sérstaklega stórút- gerðarmennirnir, fengju að safna sem mestu af stríðsgróð- anum í sjóði til þess að tryggja framtíðarrekstur fyrirtækjá sinna og endurnýjun fram- leiðslutækjanna, eins og það hefir verið svo umhyggj usam- lega orðað? í hvert sinn, sem þess hefir, réttilega, Verið kraf- izt, að stríðsgróðinn yrði þjóð- nýttur, hefir þetta kveðið við. Það hefir ekki mátt taka hann vegna þess, að atvinnurekend- ur þyrftu að safna í sjóði til toyggingar atvinnurekstri sín- um etfitir stiúðið og þar með at- vinnu í lanídinu yifirleitt. Og um fram allt haf.a stórútigerðarmenn irnir þurft að safna í slíka sjóði, og meira að segja að fá að njóta skattfrelsis fyrir mik- inn hluta þess fjár, sem í þá hefir verið lagt, til þess að tryggja rekstur útgerðarinnar, þessa þýðingarmesta atvinnu- vegs þjóðarinhar, og endurnýja skipastólinn. Þessar bolialeggingar Morg- unblaðsins hafa litið ákaflega vel út; aðeins hafa ýmsir leyft sér að efast um, að slíkir sjóð- ir í höndum stþrútgerðarmanna eða annarra atvinnurekenda væru nokkur trygging fyrir endurnýjun skipastólsins eða stöðugum rekstri útgerðarinn- ar og annarra atvinnuvega þjóðarinnar. ■ * í þessu sambandi hefir það vakið töluverða athygli, að stærsta útgerðarfyrirtæki lands ins, togarafélagið Kveldúlfur, hefir nýlega, selt hvorki meira né minna en þrjá af hinum sjö tagurum sínum. Ekki verða þeir því gerðir út af því fyrirtæki á næstunni, og vantar þó ekki að það hafi fengið að safna á- litlegum hluta af stríðsgróða "sínum í sjóði og notið skatt- frelsis fyrir þá að verulegu leyti til tryggingar áframhald- andi rekstri útgerðarinnar og endurnýjun skipastólsins eins og Morgunblaðið hefir orðað það! Að sjálfsögðu getur Kveld- úlfur síðar meir notað andvirði hinna seldu togara til þess, að kaupa aðra nýja og þannig endurnýjað skipastól sinn. En hvaða trygging er fyrir því? Hiafa þeir menn, sem að 'því fyrirtæki standa, ekki svo oft áður lagt stórfé í önnur fyrir- tæki, útgerðinni alveg óskyld, eða í hreinan og beinan munað? Og hver getur svarið fyrir, að svo verði einnig gert nú? Sala Kveldúlfstogaranna er þjóðinni því alvarleg áminn- ing. í bili að minnsta kosti hef- ir þetta stórútgerðarfyrirtæki dregið stórfé út úr útgerðinni, og enginn veit, hvað við það verður gert. Þannig er um- hyggjan fyrir atvinnuvegunum og atvinnunni í landinu, þegar á reynir! Væri það, eftir slíka aðvörun, ófyrirsynju, þó að eitthvað yrði hert á eftirliti Theresia Guðmundssom onurnar og /| 6. LANDSFUNDI íslenzkra kvenna voru tvær konur, sem flutzt hafa hingað til lands og gerzt íslenzkir ríikisborgarar. Var ég önnur þeirra, og vil ég votta Kvenfélagi Alþýðuflokks ins þakkir fyrir það traust, sem það sýndi mér með því að kjósa mig fulltrúa sinn. Mér er einnig ljúft að minnast hins hlýja viðmóts fundarkvenna við mig, viðmóts sem veldur því, að mér finnst ég eiga hér heima. Tillögur þær, er sam- þykktar voru á fundinum og birtar hafa verið í Alþýðublað- inu 28. júní, eru svo mjög í anda jafnaðarstefunnar, að Al- þýðuflokkskonur mega vel við una. Var mér og af þeirri á- stæðu sönn ánægja að sitja fundinn. Mér var það einnig gleðiefni að mikill áhugi og fullkomin eining ríkti á fundinum um til- gang hans: að vinna að því að tryggja konum raunverulegt jafnrétti við karlmenn. Á fund- inum voru saman komnar kon- ur úr öllum stjórnmálaflokk- um og fulltrúar kvenfélaga, sem hafa mörg mismundandi málefni á stéfnuskrá sinni. Fór ekki hjá því, að skiptar voru skoðanir á fundinum, en sam- komulag náðist alltaf, og út á við stóðu konurnar saman. Sýnir það bezt, hve mikið al- vörumál kvenréttindamálið er þessum konum. Mér þykir því mjög leitt, að ræða mín á Kvennafundinum í Iðnó skyldi verða til þess, að María Hallgrímsdóttir, læknir, fyndi þörf hjá sér til þess' að „fræða“ mig opinberlega í „degi og vegi“ sínum í Alþýðu- blaðinu og virðist mér það ó- þarfi að reyna að spilla einingu kvenna með slíkum skrifum. Verst er að M. H. nefnir mig ekki á nafn, heldur þjóðerni mitt. Gerir það mér ómögulegt að taka við athugasemdum hennar þegjandi, því Norðmenn hafa þjóðarmetnað eigi síður en íslendingar, og ég vil ekki eiga það á hættu, að nokkur maður haldi, að norsk mennta- kona hafi sannfærzt af ,fræðslú læknisins. Og draumurinn ,um að ég ætti hér heima er búinn —- í bili! Ég verð að játa það, að ég varð að lesa hina nýstárlegu kenningu M. H. um það, hvað „virðingarstaða“ er þrisvar sinnum til þess að skilja hana, svo fráleit finnst mér hún. En (hún mun vera eittlhvað á þessa leið: Á íslandi er hver sú staða virðingarstaða, sem skipuð er mannkostamanni, er rækir starfið vel! Þá segir M. H. „ísLenzk þjóð er einistaklingar, sem vita, sem betur fer, að embætti og manngildi er sitt hvað, og að eiginikonan íslenzka er annað en virðingarstaða sú, er maður hennar kann að hafa skapað.“ Ég er fegin því að M. H. skyldi vita, að embætti og manngildi er sitt hvað. Ég vií leýfa mér að halda fram, að virðingarstaða og manngildi er líka sitt hvað. Hins vagar reyn- ir hvert siðað þjóðfélag að vanda vel þeirra manna, er skipa eiga ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu. Og þar mega kon urnar ekki verða út undan. Það er óréttlæti gagnvart þeim, log ískaði fyrir þjóðfélagið. -— Mér þyMr vænt um að fá að vita að eiginkona er annað en virðingarstaða! En ekki skil ég vel hvað erindi „fræðslan“ um afstöðu eiginkvenna til virð- ingarstaða manna þeirra eigi til mín. Ég hef ekkert um það mál talað og hef engan áhuga fyrir því. — Það er engu líkara en M. H. haldi að ég sé ,,snobb.“ — Nú þykir mér að vísu hálf- vænt um. ,,snobb“. Þeir eru einkar skemmtilegt umræðu efni, þegar tekið er upp léttara hjal. Én ég kann samt ekki alls- kostar vel við að vera talin í tölu þeirrá á prenti, þó að það sé ekki sagt með beinum orð- um. Þá kem ég aftur að kjarna málsins í ádeilu M. H. á mig: orðinu ,,virðingarstaða“. Um þýðingu þess höfum við M. H. og ég auðsýnilega mjög skiptar' skoðanir. Til þess að ganga úr skugga um hvor hefir á réttara að standa, snéri ég mér til sér- fræðings, mag. Björns Sigfús- sonar. Skýring hans er þessi: „Virðingarstaða er hver sú staða, er veitir manni virðing á meðan hann gegnir henni. Henni fylgir venjulega einhver hátíðleikur. í virðingarstöðum igeta auðvitað verið óvirðulegir einstaklingar, og virðulegir menn í þeim stöðum, sem ekki er í tölu v.irðingarstaða.“ Björn Sigfússon lofaði mér einnig að taka þessa spurningu til meðferðar í Ríkisútvarpinu fimmtudag 13. júlí, og hirði ég því ekki um að nefna dæmi hér. Því hefir þá verið slegið föstu að það er staðan, sem veit ir manninum virðingu, en ekki maðurinn stöðunni. Og þá get- ur enginn vafi leikið á réttmæti ummæla minna um að konur „hafa jafan verið útilokaðár frá embættum og virðingar- stöðum.“ (að því undanskildu að þær hafa verið fundarstjórar á kvennafundum). Ég nefndi eina orsök til þess: að það er aðeins rúml. 30 ár síðan konur fengu lagalegan rétt til háskóla menntunar. Önnur orsök er sú, að furðanlega vel hefir tekizt að varðveita hið gamla almenn- ingsálit, að karlmenn eigi einkarétt á slíkum störfum. -— Aftur á móti hefi ég ekki sagt að íslenzkar konur kæmust ekki í virðingarstöður. Ég held þær geri það, og það á næstu árum, og kemur sú skoðun mín beint fram í erindi mínu í Iðnó. Þá hefi ég heldur ekki sagt að kon- ur væru æðstu prestar á íslandi áður fyrr. Ég vissi ekiki einu sinni að til hefðu yerið neinir æðstu prestar á íslandi. Ég sagði að „konur önnuðust fram kvæmd helgistarfa við hlið karlmannanna11, — ekki „við hlið mannanna". Á ísiandi hafa konur æfinlega verið menn. Kaflinn um Hallgerði Tungu- Oddsdóttur var mér nokkuð torskilinn í fyrstu. Það vantar greinarskil í upphaíi hans, svo að í fyrstu hélt ég jafnvel að hann ætti sérstakt erindi til mín. Og ég vil segja það, að mér finnst það blátt áfram ó- hugnanlegt að lesa þessar lín- ur: Islendingar eru hættir að sneiða höfuðið af konunni. — Aðferðir þeirrá eru nú á tím- mm með öðrum hætti. En þar sem ég ímynda mér að ég loks- ins hafi komizt að því hvað M. H. á við, vildi ég gjarnan mega spyrja. Álítur M. H. að kon- urnar eigi að láta sér nægja að „sitja og þegja“? Og verður ekki afleiðingin einmitt, að hölfuðið verður sneitt af þeim — í yíirfærðri mterkingu? Annars. furðar mig ekki á því þó M. H. hafi eitthvað við ræðu mína að athuga, og sjálfsagt einnig fleiri. Ég hef það líka sjálf. M. a. vegna þess að erfitt er að ræða í 8—10 mínútur um efni, sem gæti fyllt heilar bæk- ur. Saga íslenzkra mennta- kvenna fram á þennan dag er að lanigmestu leyiti harmsaga mikilhæfra og fróðleiksfúsra kvenna, sem ekki gátu fullnægt menntaþrá sinni nema að litlu leyti, vegna fétæktar og hleypi- Öóma. Samt vil ég leyfa mér að kalla þær menntakonur, því fróðleikur þeirra og vizka gefa fylliltega tilefni til þess. Margar konur hefir lífið vafalaus't leik- ið svo grátt, að engar sögur fara af þeim gáfum, sem þær voru gæddar. Einstaklingar, gæddir óvenju- legum hæfileikum, eru dýrmæt asta eign þjóðar sinnar, og því dýrmætari því fámennari sem þjóðin er. Og gáfaðir menn eru ekki aðeins þeir, er skrifað hafa nöfn sín í söguna eða hlotið þjóðarfrægð, þeir eru og á meðal æskumanna, er óska eft- ir menntun og starfi. — Oft er talað um það, að þeggr einn íslenzkur togari ferst með allri áhöfn, sé það eins mikið tjón fyrir landið og þegar tugþfús- undir hermánna stórþjóðanna ifalla. Siams konar samaniburð má gera um þá menn, sem hafa mikla hæfileika til að bera, einn Anglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðinu, verða að vera komr.ar til Auglýs- j inpaskrifstofiuinar I í Alþýðuhúsmw, 3 (gengið frá Hverfisgötu) fyrir kS. 7 kvöBdl* Sfmi 4906 íslenzkur afburðamaður er þjóð inni eins mikils virði og þúsund afburðamenn stórþjóðanna. ÍÞeiss vegna er svo áríðandi, að gáfur einstaklinganna fái að njóta sín, kvenna jafnt sem karla. Þess vegna þarf æskan, stúlkur eigi síður en piltar að fá tækifæri til að menntast og vinna það starf sem þeim hæfir bezt. En til þess að svo verði, er eíitt nauðsynlegt: hið algenga vanmat á andlegum hæfileikum konunnar þarf að hverfa, og fyrst og fremst hjá konunum sjálfum. Það atriði var efst í huga mínum, er ég samdi ræð- una fyrir kivennafundinn. Að endingu vil ég þakka frú Svövu Jónsdóttur fyrir hlý orð í minn garð. hins opinbera með stríðsgróð- anum, einhverjar tryggilegri ráðstafanir gerðar til þess en hingað til, að hann yrði virki- lega notaður til eflingar at- vinnuvegunum, en ekki fluttur úr landi eða sóað í óhóf og munað? VÍSIR gerir viðræður flokk- anna um myndun þingræS- isstjórnar aS umtalsefni í aðalrit- ,stjórnargrein sinni í gær, og tel- ur sig hafa vitneskju um þaS, að þeim sé ekki lokiS; svo hafi ver- ið ráS fyrir gert, að þær hefSust á ný í lok þessa mánaSar, enda muni núverandi stjórn ekki sætta sig viS það ástand, sem nú ríkir, lengur en til haustsins. Vísir skrifar: ' e - „Kunnugir fullyrSa, að föstudaginn 16. júní klukkan 6 síðdegis hafi fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna komið saman á síðasta fund sinn í því augnamiði, að reyna að mynda stjórn fyrir þjóð- hátíðina. Þessu mun að vísu mótmælt og skiptir ekki verulegu máli, en Morgunblaðið upplýsir í gær, að er séð varð að ekki yrði þá af stjórnar- myndun, hafi þó ekki slitnað upp úr umleitunum, „en leiðtogar flokkanna ákváðu að hittast aftur í lok þessa mánaðar og gera þá nýja tilraun og sennilega úrslitatilraunina í þetta skipti," segir blaðið. Það er sem sagt ekki öll von úti um að stjórnarsam- vinna takist fyrir haustið, og væntan- lega hefur þá einnig verið horfið frá þeirri ráðleysu, að efna til samstjórnar án málefnasamnings milli flokkanna. Það er eðlilegt, að stjórnmálaflokkarn- ir reyni í lengstu lög að ná einhverju samkomulagi, og engin ástæða til að amast við slíku, nema síður sé, en þó verður ekki annað sagt, en að óbyr- lega blási um árangurinn, og það eitt er víst, að ekki verðúr siglt hraðbyri upp í ráðherrastólana vegna málefna- ágreinings, sem erfitt hlýtur að reyn- ast að jafna til fmambúðar." Og ennfremur skrifar Vísir: „Umræður um stjórnarsamvinnu hefjast í lok þessa mánaðar. Væntan- lega verður þeim lokið áður en þing kemur saman, hvort sem jákvæður á- rangur verður af þeim eða ekki. Viss órói hefur þegar gert vart við sig með- al almennings, sem kann ekki að meta ófremdarástand það, sem ríkjandi er: Einnig er vitað, að ríkisstjómin getur ekki sætt sig lengur við andóf flokkanna eða „passiva“ mótstöðu. — Lýðveldisstofnunin réttlætir ekki setu hennar lengur en til haustsins, — en þá er áð hrökkva eða stökkva. Flokk- arnir verða þá að vera við því búnir að taka stjórn málánna í sínar hendur, ekki til aðgerðaleysis, heldur til lausn- ar. Sú stjórn, sem flokkarnir kunna að byggja á málefnagrundvelli, sem leysir dýrtíðarmálin og réttir vlð athafna- og fjárhagslíf í landinu. Takist flokkunum ekki að mynda stjórn og núverandi ríkisstjórn heldur ekki að koma málum sínum fram, verður að skjóta málun- um til þjóðarinnar með þingrofi og nýjum kosningum, sem annað hvort færu fram þegar í haust eða á vori komanda. Viðhorfin geta að sjálfsögðu breytzt frá því, sem nú er, en eins og sakir standa er ekki annað sýni- legt, en að þjóðin verði að sýna vilja sinn til bjargar því lýðveldi, sem hún stofnaði með fádæma einbeitni og sam- hug. Hún verður engu síður að gæta „fengins fjár en afla,“ og margt getur skeð á skemmri tíma en sumarmánuð- unum.“ Eins og sjá má á þessum um- mælum, er Vísir alldrjúgur fyrir hönd núverandi stjórnar, eins og hún hafi eitthvaö í bakhöndinni, ef í harðbakka slægi. Máske hin- ir nýju „lýðveldismenn,“ sem hann var að tala um á dögunum, mennirnir, sem standa að útgáfu hins nýja blaðs, „Lýðveldið," sem nú er í undirbúningi, eigi að vera búnir að fylkja liði fyrir Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.