Alþýðublaðið - 15.07.1944, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.07.1944, Qupperneq 5
Laugardagur 15. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐW 5 Ssiýr heim úr Sræiimi för. Mynd þessi er af einni flugvél 9. flughersins ameríska, sem hefir bækistöðvar á Bretlandi. Var myndin tekin, er flugvélin var á heimleið úr hundraðasta leiðangri sínum gegn megin- landi Evrópu. Flugmaðurinn, sem' stjórnar henni, heitir Paul Shannon .höfuðsmaður. Þetta er hin fyrsta ameríska flugvél, sem farið hefir hundrað árásarleiðangra gegn meginlandi Evrópu. Sumarskáldsagan 1944: Sólnæfur Eftir finnska Nobelsverð- launahöfundinn F. E. Sillanpáá Ljóðræn skáldsaga um ung ar ástir, náttúrufegurð, gróandi lífsins og heiðar sólnætur Jónsmessudag- anna. Þetta er bókin, sem fólk tekur með sér í sumarleyfin að þessu sinni, bókin, sem góðir eiginmenn og unnustar senda eigin- konum, dætrum og unnustum í sveitina. FÆST HJÁ BÓ8CSÖLUR4 Békaúfgáfa Pálma H. Jónssonar fprweru minni í 6 vikur gegnir hr. læknir Eyþór Gunnarsson Kirkjustræti 6 B læknisstörfum fyrir mig. JENS ÁG. JÓHANNESSON Hannibal GREIN þessi, sem er eftir Ivan Pauli og þýdd úr sænska blaðinu Morgon-Tidningen, var rituð í tilefni þess, er leikrit Kaj Munks, Fyrir orrustuna við Cannae, var gefið út í sænskri þýðingu eigi alls fyrir löngu. Ivan Pauli færir rök að því, að fyrir Munk muni liafa vakað það að láta Fabius hinn hægfara tákna Bretann en Hannibal, hinn afríkanska stríðsmann, Hitler. Greinarhöfundi þykir vel til fundið hjá Kaj Munk, að láta Kómverja þess tímabils, sem hér um ræð ir, tákna Breta vorra tíma, en hitt þykir honum miður, að hinn mikli herforingi Hannibal skyldi vera látinn tákna ekki meiri mann né merkari en Adolf Hitler. KAJ MUNK hefir í einhverju hinna síðustu leikrita sinna „Fyrir orustuna við Cannae“ lýst fulltrúum tveggja þjóða á snilldarlegan hátt. Leikritið virð- ist eiga að lýsa samfundi hins sigursæla hershöfðingja Fönika, Hannibals, og rómverska hers- höfðingjans, Fabiusar Maximus- ar, er var nefndur „hinn hæg- fara“ vegna hiks síns — kvöldið fyrir hihn mikla sigur Hannibals við Cannae. En gegnum hinn sögulega listbúning er lesandan- um auðvelt að greina tvo and- stöðumenn samtíðarinnar: Hitler og Bretann. Kaj Munk hefir leyft sér hér eins og svo oft áður að víkja við með listrænum hætti hinum sögulegu staðreyndum til þess að geta gert hinn púnverska hershöfðingja að spegilmynd af einvalda nazista. Hann lætur Hannibal tala um sjálfan sig sem . þann mann, „er forlögin hafi veitt brautargengi og kjörið til þess hlutverks að steypa hinu blygðunarverða og hrynjandi veldi ykkar (Rómverjanna)“. Þetta á vissulega vel við sym dæmi um ræður Hitlers um Breta áður fyrr, en nálgast það að verða hjákátíegt, ef það á að eiga’við um baráttu kaupmann- anna í Karþagó við Róm, sem' var ríki bænda og hermanna. Munk hefir og neyðzt til þess að gefa í skyn, að Hannibal hafi verið mun ósnjallari stjórnmáia- maður og herforingi en raunin var. í leikritinu heitir Hannibal. því með stóryrðum að leggja til atlögu við Róm, þegar hann hafi sigrað í orustunni við Cannae, en hinn ■ raunverulegi Hannibal var um of vitur og forsjáll til þess að freista slíks. Þegar Fa- bius svarar því til: ,-,Þá lætur þú til leiðast að gera það, sem þú raunverulega vilt ekki gera“, þá á það við um hið örlagaiýka glappaskot , .hershöfðingjans og stj órnmálamannsins1! Hitlers að ráðast á hið volduga ríki í austri. , * EGAR að því er gætt, að höfundur leikritsins hefir sýnilega vikið hinum sögulegu : sannindum við af ásettu ráði, má með sanni seg'ja, að það sé snilli- lega til fundið af honum að tefla saman hinum rómýerska aðals- manni og afríkanska stríðsmanni, til þess að ná þeim tilgangi, er fyrir honum vákir. Þýzkaland hefir iðulega í barattu sinni gegn Bretlandi efnt til samanburðar við styrjöld Rómverja og Pún- verja, en hefir þá ávallt talið sér hlut Rómverja. Eigi alls fyrir löngu líkti dr. Göbbels Þriðja ríkinu við Rómaveldi og freist- aði þess og að gera samanburð á Þýzkalandi og Spörtu og — Aþenu! En að líkja Þýzkalandi við Aþenu er vissulega einhver hin mesta fjarstæða, sem hugsazt getur. Þýzkaland á dögum Hitlers- stjótnarinnar minnir( vissulega um margt á Spörtu, er var fyrst og fremst ríki þræla og her- manna. En hins vegar á Þýzka- land ekkert sameiginlegt með hinni frjálsbornu menningu Aþenu. Og enda þótt Karþagó væri hnignandi veldi, verður maður þess brátt var, er um lýð- frelsi og mannréttindi er að ræða, að hún á mun meira sam- eiginlegt með hinu þýzka ein- veldisríki, eins og Kaj Munk sannar í þessu leikriti sínu, en Bretlandi. Bretland minnir hin® vegar um margt á Rómaveldi eins og það var um þessar mund- ir. Karþagóborgarmenn bundu sem sé þjóðum þeim, er þeir réðu, þunga bagga félagslega og fjárhagslega, sem varð aítur á móti ekki með slíkum sanni sagt um Rómverja. 'C, N ÞAÐ eru þó ekki fyrst og fremst þessi stjórnmálalegu I og félagslegu viðhorf, sem Kaj Munk hefir mestan áhuga fyrir. Fyrir honum vakir fyrst og fremst það, að lýsa muni skap- lyndis og skaphafnar stríðsaðil- anna. Sá Fabius hinn hægfara, sem hann lýsir, minnir á gamlan, rólyndan, kíminn, mannlegan brezkan dánumann, gæddan miklum persónuleika. Hann seg- ir Hannibal — Hitfer — sann- leikann afdráttarlaus og er í senn gagnorður og hnittinyrtur: „Þú lítur á mig sem gamlan aulabárð. Þú hefir á réttu aS standá, vissu- lega er ég gamall aulabárður. Heima í Róm eru menn á sama máli. En það er einmitt-þetta, sem vekur traust manna á mér. Þú ert snillingur, Hannibal, það viðurkennum við allir, og við þökkum Júpíter fyrir það, að þú skulir ekki vera einn af oss. Það er ógæfa sérhverrar þjóðar, að snillingur sæki hana heim. Snill- ingurinn gerir sér í hugarlund, að hann eigi alls kostar við okk- ur aulabárðana. En þvíj fer alls fjarri. Þess vegna er snillingur- inn glötuninni ofurseldur.11 Mað- ur minnist þegar orða „foringj- ans“ um það, að Bretar væru „aulabárðar í hermennsku“ og hin hnittinyrtu svör Breta. Þó. Framh. á 6. síðu. ¥egna skemmliferðar verða verkstæði okkar og verzlun lokuð laugar- daginn 15. júlí H.f. Egill Vilhjálmsson Ljðsnpdasfofa j I Lofts I I Nýja Bíó. | | ¥©r®fisr, vegna sumarleyfa, lok- I I uð tiS 1. ágúst en þá verður aftur I | myndaS af fuSlum krafti I j L o ff u r - | <yy>t><>0<><><><><><><><><^><>^<><>^<><><><><^<><>0<><><><><^^ áöGLÝSSÐÍÁLÞÝÐUBLAÐINB

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.