Alþýðublaðið - 15.07.1944, Page 7

Alþýðublaðið - 15.07.1944, Page 7
Langardagur 15. júlí 1944. ALÞTÐUBLAÐ1D I ---------------------------.. , .1 Bœrinn í dap ■, _______________ y Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvorður er í Laugavegs-Apó- teki. Næturakstur annast BSI, sími 1540. Útvarpið. 20.30 Hljómplötur: Óbó-kvartett eft- ir Mozart. 20.45 Leikrit: „Skammgóður vermir“ eftir A. Sehnitzler (Brynjólfur Jóhannesson o. fl.). 21.15 Hljómpl.: Tónverk eftir Schubert. 22.00 Danslög. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Guðný Magnúsdóttir og Guðjón Steingrímsson rafvirki. Heim- ili þeirra er ó Bergstaðastræti 65. Hjónáband. 12. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band af lögmanni ungfrú Sigríður Stefánsdóttir frá Fossi á Síðu og Hall- dór Gíslason, bóndi á Sjónarhól, Vatns- leysuströnd. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Magnúsdóttir, Vindheimum í Skagafirði og Pétur Pétursson frá Mýrdal í Kolbeinsstaða- hreppi, bókari í Landssmiðjunni. Hjónaband. f dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Betty Hansen og Einar Jón Einarsson, bifreiðarstjóri, frá Vík í Mýrdal. Heimili þeirra verður að Laugavegi 163. Höfðingleg gjöf. Kr. 10.000 (tíu þúsund krónur) bár- ust Kvenfélaginu „Hringurinn" þ; 1. júlí frá „ST.“ Fyrir þessa miklu rausn þakka ég innilega. F. h. félagsins. Ingibjörg Cl. Þorláksson. FYRRAKVÖLD hélt Alfreð * Antjrésson leikari skemmt- un á ísafirði fyrir troðfullu húsi, og miklum fögnuði áheyrenda. Með Aifr-eð í för hans eru þeir Sigfús Halldórsson tónskáld og Jón Aðils leikari. Arbók frjálsíþrófta- manna 1944 Fjölbreytf að efni og hin fróölegasta A RBÓK frjálsíþróttamanna 1944 er nýkomin út. Er þetta í annað sinn, sem þessi ár- hók kemur út. Hefir hók þessi að geyma margvíslegan fróðleik og upplýsingar, sem íþrótta- mönnum í frjálsum íþróttum og unnendum þeirra íþrótíagreina er gagnlegt að kunna skil á. Efni árbókarinnar er m. a., sem hé'r segir: Upphaf frjálsra íþrótta á íslandi II. (Olafur Sveinsson), íþróttamótin í Reykjavík 1943, íþróttamótin úti á landi, Afrekaskrá íslands 1943, Rabb um árangurinn 1943 (Sig. Ól.), Afrek ís).end- inga erlendis (J. B.) íslands- meistarar frá byrjun (J. B.) Merk hlaup: SkóÍahlaupið, Af- reksmenn II.: Guðjón Júlíus- son, Í'slenzík met, ísíenzk drengjamet, Norðurlandamet, Heimsmet, minningarorð um látna íþóttamenn o. m. fl. Ritstjórar árbókarinnar eru þeir Jóhann Bernhard og Brynj ólfur Ingólfsson. Minoáiigarorð DAG fer fram í fríkirkjunni -*• hér í Reykjavík minningar- athöfn um Sigurð Ingimundar- son, fyrrv. kaupmann á Stokks- eyri, sem hafði dvalizt. hér í bæn- um langa hríð og var hér mörgum kunnur. En á morgun verður Sigurður borinn til hinztu hvílu heima í ættþorpi sínu. Sigurður Ingimundarson var fæddur að Dvergasteini á Stokks- eyri hinn 27. ágúst árið 1891. For- eldrar hans voru þau hjónin Ing- unn Einarsdóttir og Ingimundur Guðmimdsson. Sigurður þótti strax í æsku bera um margt af jafnöldum sínum. Hann réðist um fermingaraldur til Ólafs Arnason- ar, kaupmanns á Stokkseyri, en verzlun hans varð síðar kaupfé- lagið Ingólfur. Gegndi Sigurður þar störfum, unz hann stofnaði sjálfur verzlun í maímánuði árið 1913. Rak hann þá verzlun sína unz hann fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1924. Eftir að til höfuðborgarinnar kom lagði Sigurður fyrir sig veggfóðrun og varð síðar meistari í þeirri grein og vami að henni til banadægurs. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Onnu Helgadóttur, hinn 30. nóvember 1912. Eignuðust þau hjón fimm börn, þrjá syni og tvær dætur, sem öll eru uppkom- in. Sigurður Ingimundarson var maður vel gefinn um margt. Hon- um fóru verk flestum öðrum mönnum betur úr hendi. Hann var félagslyndur og undi vel hag sínum í mannfagnaði. Hann var gæddur góðum gáfum, vel lesinn og víðförull. Tvö hugðarmál átti hann, sem alla jafna voru honum helgur dómur. Það var sönglist- in og skáldskapurinn. Hann var um langt skeið meðlimur Karla- kórs Reykjavíkur eftir að hann fluttist til Reykjavrkur, en heima á Stokkseyri hafði hann lagt söngmálum og félagsmálum mik- ið lið og gott. Ástar hans á skáld- skapnum gætti minna, nema í hópi þeirra, sem þekktu hann bezt. En fáa menn hef ég þekkt, sem unnu meira fögrum ljóðum en hann, sér í lagiliinu bezta, sem til er af kveðskap íslenzkra al- þýðuskálda. Sjálfur var hann hagorður vel, og til eru á prenti eftir hann nokkur kvæði, að sönnu undir dulnefni, senj eru þó lítill hluti þess, er ég hygg, að hann ha'fi látið eftir sig í bundnu máli. Sigurður var umfrarn allt smekkvís, auk þess,. sem honum var rík hagmælska í blóð borin. Hann var þó alltaf ófús til þess að flíka skáldskap sínum, mun fyrst og fremst hafa litið' á hann sem skemmtun sj'álfs sín og vina sinna, en margir hafa kvatt sér hljóðs á skáldaþingi, er höfðu honum minna að segja. Sigurður Ingimundarson var að mínunr dómi eigi aðeins list- vinur. Hann var og listamaður, enda þótt hann láti ekki eftir sig mörg né stórbrotin listaverk. Listamannseðlið var honum í blóð borið. Þess vegna mun Ur daglega lífinu Innilega þökkum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu Emi9s TEiorocfdsens og sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall hans og útför. Áslaug Thoroddsen. Ingunn og Þorvaldur Thoroddsen. Þökkum auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, Gcslbjairgar Jónsdéttur. Ólafur og Sigurður Sigurðssynir. iBM^awB|||IIIIIMWIIIIIillliIIIWIIIII|lllllillllllllBIIUIIlllllllBlllllilllllllH'llillllllllllHIIIIIIHIllHHII—HIIIIIIIMUIMIIII Þökkum hjartanlega öllum hinum mörgu, nær og fjær, sem -sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför iéns i€r. Sigfússonar bakara. Sérstakar þakkir viljum við færa Alþýðubrauðgerðinni h.f. og starfsfólki hennar. Einnig Bakarasveinafélagi íslands. Eiginkona, börn og systkini hins látna. Maðurinn minn iósi Jónssen, verður jarðsunginn frá Gaulverjarbæjark-irkju mánudaginn 17. þ. m. — Athöfnin hefst að heimili hins látna, Vestri-Loftsstöð- um kl. 11 árdegis. Upplýsingar um bílferð austur í síma 9276. Hrafnhildur Gísladóttir. AÐ er alkunna, að pistlar um daglega lífið í borginni, um daginn og vegirin, hvort sem um er að ræða pistla Hannesar á horninu í Alþýðublaðinu, Vík- verja í Morgunblaðinu eða pistla Ríkisútvarpsins um daginn og veginn, eru afar vinsælir þættir, sem eiga sinn stóra lesenda- og hlustendahóp. Þessir þættir eiga að vera og eru að öllum jafnaði í léttum tón, þeir eiga að vera rabb um ýmis- legt, sem daglega ber á góma, á- bendingar um það, sem betur mætti fara í borginni okkar, samdir í skemmtilegum og létt- um dúr, ef svo mætti segja. En á hinn bóg'inn verður að vanda sæmilega vel til þeirra, ef fólk á að taka mark á þehn, þeir mega um fram allt ekki vera leiðin- legir. Það er auðvitað mál, að það er erfitt að skrifa slíka pistla dag eftir dag, jafnvel þótt höf- imdum þeirra berist allmörg bréf og þeir þurfi ekki alltaf að skrifa mikið sjálfir. Eg ætla hér á eftir að beina nokkrum orðum til Víkverja út af pistlum hans, sem hefir stór- um hrakað í seinni tíð, hver sem ástæðan kann að vgra, og þykist ég vita, að hann firtist ekki við aðfinnslur mínar, sér í lagi ef þær mættu verða til þess að bæta dálka hans. Bréfin, sem Víkverja berast, eru yfirleitt læsilegri en það, sem kemur frá hans eigin brjósti, sem vonlegt er, þar sem fleiri menn eru að verki, og erfitt er að forð- ast endurtekningar, þegar sami maðurinn þarf að framleiða svo og svo mikið lesmál á degi hverj- um. Að vísu segir Víkverji sjálf- ur í dálkum sínum í fyrradag, af aðdáanlegri hógværð, að hann sé „hálffeiminn við að lesa lofið frá ykkur sumum“, en ég þykist vita, að ekki komi að sök, þótt honum berist til eyrna, að ekki eru allir á sömu skoðun. Víkverji virðist hafa valið sér nokkur hugðarefni, sem hann þreytist ekki á að fjalla um dag efth' dag og mánuð eftir mánuð. Að vísu er góð vísa aldrei of oft kveðin, en það er alkunna, að börn geta étið svo mikið af kara- mellum, að þau vilji ekki líta við þeim framar. Skipta mó viðfangs- efnum Víkverja í fimm aðal- flokka, sem eru mjög ólíks eðlis: a) Fáninn. b) Sorphaugar. c) Brotnar girðingar. d) Ómáluð hús. e) Óhljóð á næturþeli, og ef til vill mætti bæta við sjötta flokknum, sem er lögregl- an í Reykjavík, en sleppum hon- um að sinni. Það er mjög þarflegt að brýna fyrir fólki að fara virðulega með fánann og það er síður en svo að það sé gert. En það má líka mis- þyrma svo góðu og göfugu mál- efni. Hér hefir verið rætt um gerð fánans, tjúgufána og venju- lega fána, upplitaða fána og rifna, flaggstengur, hvenær eigi að draga hann 'að hún og hvenær niður aftur. Allt gott og blessað og mjög þarflegt. En að fá þetta efni aftur dag eftir dag í ótal varíasjónum, það er of mikið. Fólk getur orðið leitt á sífelldu stagli um fánann okkar. Rétt- mætar aðfinnslur verða að hvim- leiðu nöldri. Rúmsins vegna er rétt að taka b, c og d-liði í einu lagi. Það er alveg rétt að meðferð á sorpi og sorpílátum hefir um langt skeið hversdagslíf hans hafa borið mun meir blæ lífs listamannsins, en margir samferðamenn hans gerðu sér grein fyrir. Sigurður Ingimundarson var mörgum kunnur, og þess vegna munu margir til hans hugsa, er hann kveður Reykjavík-í síðasta sinni í dag. Á morgun verður verið til skammar. En, drottinn minn dýri, lyktinni af sorphaug- um bæjarins slær fyrir brjóst beim. sem hafa lesið um betta svona einu sinni í viku í marga mánuði. Sorp verður að flytja á öruggan stað, en óþarft mun að reka nefið ofan í Jpað dag eftir dag. Þegar Hótel Island brann, kom mikill hvalreki á fjörur Vík- verja. Fjöldi húsa í grennd við hótelið sviðhaði og var þá farið að mála þau. Aha, hugsaði Vík- verji, þarna er nokkurra mónaða efni. Síðan var hafin dauðaleit að ómiáluðum húsum, sér í lagi þeg- ar nær dró lýðveldishátíðinni, og kom inargt í leitirnar. Dag eftir dag fundust ný hús, sem þegar þurfti að mála, ef ekki ætti að stimpla Reykvíkinga sem dóna- legustu skrælingja, sem aldrei hefðu séð málningardós eða kúst, hvað þá heldur notað þessi þarfa- þing. Og málningárlyktin breidd- ist út-um bæinn, hún smaug inn um alla glugga, menn dreymdi um ótal kústa, sem væru að mála og mála og sumir hrukku upp með andfælum við það, að mað- ur á mélaraslopp hellti úr fullri dós ofan í andlitið á þeim. — Nei of mikið mó af öllu gera, jafnvel hinum þarflegustu hlut- um. í gær komst hnífur Víkverja í feitt: Hann sá sem sé tvo ung- linga, „varla meira en um tvítugt. Þeir voru svo út úr drukknir, að þeir gátu ekki staðið upp“ o. s. frv. Aðalpúðrið í þessu var þó, að þessir dánumenn höfðu svo öfl- ugar söngraddir, að fólk í hverf- inu gat ekki fest hlund. Þarna var hinn óskaplegasti konsert og fylgdi honum sú tilbreytni, að flösku var kastað í steinvegg. | hann svo lagður til hinztu hvíld- ar í kirkjugarði ættþorps síns, þar sem brimið gnýr og hin fögru fjöll bar við himin þriggja átta. Þakkir vina hans fylgja honum áleiðis, er hann leggur upp í síð- asta áfangann, þar sem enginn fær samfylgdar notið. Helgi Sæmundsson. Varð af þessu ágætis undirleikur fyrir söngmennina. Það skal tekið fram, að sá, er línur þessar ritar, er hófsmaður á áfengi og vill á engan hátt mæla því bót að liggja á gatnamótum með söng um hánótt, hvað þá heldur að brjóta flösku upp við steinvegg. En þessi saga er ekk- ert einsdæmi, ef svo væri, væri hún ágæt og mjög þörf. En svo koma líka sögurnar um ölæðið í bílum með tilheyrandi söng etc. Ef trúa mætti sínum eigin aug- um við lestur slíkra pistla-, gæti ókunnugur maður haldið, að íbú- ar Reykjavíkur væru allir með tölu mestu fylliraftar og dónar, en óvarlegt mun að halda slíku fram. Að endingu vil ég biðja Vík- verja að misvirða ekki aðfinnsl- ur mínar, sem eru gerðar af ein- lægum hug. Auk þess er öllum hollt að fá ofurlitla gagnrýni, sér í lagi þeim, sem gera lítið að því að gagnrýna sig sjálfir, en eru hins vegar alltaf að gagnrýna aðra. Reykvíkingur. Ljósmyndastofa Lofts í Nýja Bíó. Afgreiðslustofa ljómynda Lofts í Nýja Bíó verður lokuð til 1. ágúst nk. Hins vegar verður ljósmyndastofan sjálf opin til 22. þ. m., en eftir það verða engar myndir teknar hjá Lofti til 8. ágúst. Betanía. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Sigurjón Jónsson talar. All- ir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.