Alþýðublaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 3
Suanudagur 23. júlí 1944. ALÞTÐUBLAÐIÐ s Blóm lögð á hermannagröf. Á mynd þassari sóst ung fröns < stúlka leggja blóm á gröf ainerísikra flugmanna, sem féllu yfir Normandie, þegar innrásn var gerö. Þannig tjáir franska þjóði-n samlhygð sína með bandamönnuim. IBORÐSAL liðforingja ame- ríska hersins einhvers stað- ar á Bretlandi voru yfirmenn hersins, óbreyttir hermenn og menn úr læknadeild hans sam- an ltomnir og hlýddu á mál hershöfðingja, sem var þar gestur, en hann gerði hina verðandi innrás að umræðu- efni. Hann var alþýðlegur mað- ur í sjón og háttum. Ein þeirra ummæla, sem hann lét sér um munn fara að þessu srnni, voru sérstaklega verð þess að vera í minnum höfð: „Þessar fullyrð- ingar um geysilegt manntjón, eru einber þvættingur.“ Þetta var í aprílmánuði síðast liðnum. Hershöfðingi þessi var Omar Nelson Bradley, annar æðsti maður landhers Banda- ríkjamanna í Evrópu. Hann er nú meðal hermanna sinna í Normandie. Og það hefur sann- azt, þótt mörgum kunni að virðast það ótrúlegt, að bjart- sýni hans hafði vissulega við rök að styðjast. Það eru aðeins átján mánuðir liðnir frá því að Bradley varð yfirmaður stríðandi hersveita. En í dag er hann mikilhæfasti fótgönguliðsmaður Bandaríkj- anna, sem tekur þátt í innrás- inni. Hvað er það, sem veldur þessum skjóta og mikla frama hans? * Faðir hans var sveitakennari skammt frá Higbee í Missouri. Omar Nelson, sem var heitinn eftir sveitaritstjóra og sveita- lækni, fæddist tólfta dag febrú- armánaðar, sama dag og Lin- coln, árið 1893. Herra Bradley lézt, þegar Omar var þrettán ára að aldri, og þá fluttust mæðginin til Moberly, þar sem frú Bradley opnaði skömrnu síðar litla saumastofu, en son- ur hennar tók að bera út ,,A1- þýðublað Moberlybæjar“. En þegar frú Bradley giftist öðru sinni, ákvað Omar að sjá um sig sjálfur. Hann hóf nám við herskólann að West Point, og hlaut þar ókeypis kennslu vegna þess, hversu vel honum sóttist námið. Hann var einn nemendanna af hinum fræga ár gangi frá 1915, en um þrjátíu þeirra eru orðnir hershöfðingj- ar og meðal þeirra er ,,Ike“ PKIN þessi, sem er þýdd úr brezka blaðinu The Observer, fjallar um Omar Nelson Bradley, hers- höfðingja, hinn fræga og mikilhæfa stjórnanda fót- gönguliðs Bandaríkjamanna í innrásinni í Frakkland, sem gat sér mestan orðstír í or- ustunni um Cherbourg. Eisenhower. Omar naut mikilla vinsælda í West Pojnt. Hann þótti mjög vel íþróttum búinn og sér ‘í lagi frábær skytta. í leyfum dvaldist hann heima hjá sér, fiskaði og þjálfaði skot- fimi sína og leitaði eftir ástum Mary Quayle, er verið hafði skólasystir hans. Þau genjju í heilagt hjónaband árið 1916 og fluttust til Mexico, þar sem hin- um unga hermanni var fenginn starfi. * Árið 1919 komst Bradley þannig að orði, að hann væri þeirrar skoðunar, að ný heimsstyrjöld myndi koma til sögu að tuttugu árum liðnum. Frá því þá og allt til ársins 1939 undirbjó hann sig undir þátttöku í hinni komandi styrjöld. Hið fyrsta tækifæri hans, sem mikils var um vert, bauðst honum árið 1941, þegar Marshall hershöfð-, ingi, sem hafði sannfærzt um það, að Fort Benning árið 1929, að Bradley var mikilhæfur her- maður, gaf honum kost á því að takast á hendur forstöðu fót- gönguliðsskólans 'þar og starf- rækja hann með hliðsjón af þörfum framtíðarinnar. Þegar Bradley tókst þessa tignarstöðu á hendur, var hann jafnframt hækkaður í tign innan hersins. Fótgönguliðsskólinn í Fort Ben ning hafði til þessa talið þrjú til fjögur hundruð nema, en eftir að Bradley tók við forstöðu hans, fór vegur hans vaxandi með skjótum hætti. Skólinn að Fort Benning var brátt talinn einstakur í sinni röð, og frægð hans barst um gervöll Banda- ríkin. Hið næsta viðfangsefni Brad- leys var ' að endurskipuleggja 82. fótgönguliðsherdeildina ár- ið 1942. Að fjórum mánuðum liðnum hafði hann lokið þeim starfa með slíkum ágætum, að liðsmenn þessarar hersveitar voru teknir í flugherinn. Þá hófst Bradley handa um það, að setja sinn svip á 28. herdeild- ina. * í febrúarmánuði árið 1943 leitaði Marshall til hans á nýj- an leik. Um þær mundir var í ráði að efna til mikilla atburða í Túnis. Herir bandamanna urðu að Sækja fram yfir fjöllin niður til strandar. Bradley var falið að stjórna þeim leiðangri. Hann tókst á hendur yfirstjórn stríðandi her sveita, þegar viðhorf styrjald- arinnar voru hvað ískyggileg- ust. Sem yfirmaður annars her- fylkisins tók hann brátt að kynna sér styrjöldina í Túnis- sem vendilegast. Hann ók lang- ar leiðir í torfærubifreið sinni dag hvern. Þegar til bækistöðv- anna kom, hófst hann handa um það, að endurskipuleggja hersveitir hinna hraustu og hugprúðu Bandaríkjamanna, sem skorti þó mjög samtök og samhygð. Hann sannfærðist brátt um það, að liðsmenn hans báru þungan hug til Breta, sem höfðu þá yfirstjórn herjanna í Túnis í sínum hönd- um. Bandaríkjamönnunum fannst þeir settir skör lægra en Bretarnir og látnir fórna- lífi sínu án sérstaks raunhæfs til- gangs. Alexander hershöfðingi bauð öðru herfylkinu að taka Bizerta og Ferryville. Bradley stefndi her sínum óraleiðir yfir fjöll og firnindi á tíu sólar- hringum, og á þrettánda degi var lagt til atlögu við borgir þær, sem ferðinni hafði verið heitið til. Það var í þessurp leiðangri, sem Bradley auðnaðist að sanna herstjórnarkenningar sínar í framkvæmd. Og það, sem er honum aðalatriði í herstjórnar- kenningum sínum, felst í orð- unum, sem skírskotað var til í upphafi þessa máls: ,,Þessar fullyrðingar um geysilegt manntjón, eru einber þvætting- ur.“ Hann er ekki með þessu að boða bjartsýnisskoðun, sem hafi við engin rök að styðjast. Um tuttugu ára skeið hefur hann kennt fótgönguliðsmönn- um sínum að beita vopnum sínum og verjast, meðan þess sé nokkur kostur. Það er skoð- un hans, að ef nægileg vopn og birgðir séu fyrir hendi, geti velþjálfaðir menn og hershöfð- ingi, sem leggur áherzlu á það, að forða mönnum sínum sem mest frá því að falla fyrir vopnum óvinanna, jafnan vænzt sigurs. Þetta sannaðist bezt, er hann tók hæð 609 með 34. herdeildinni. N Annað herfylkið, sem Brad- ley stjórnaði, var meginkjarni 7. hersins, þegar barizt var á Sikiley. Bradley spáði því við Ernie Pyle stríðsfréttaritara, að orustan um Sikiley myndi standa yfir í 38 daga, en hún reyndist taka 39 daga. Brad- leys var að litlu getið í sam- bandi við vopnaviðskiptin á Sikiley, en Marshall vissi um þátt hans og hækkaði hann enn í tign. Þegar Bradley var á leið til Messina hinn 2. dag september- mánaðar í torfærubifreið sinni, til þess að sjá 8. herinn leggja af stað til Italíu, bárust hon- um mikilvæg boð. Eisenhower hershöfðingi bað hann að koma til fundar við sig í aðalbæki- stöð sína. Tveim dögum síðár var Bradley á leið til Bretlands. Þá hafði honum verið falin ný, heimssöguleg virðingarstaða. Hann átti að stjórna landher Bandarílljamanna í innrásinni í Vestur-Evrópu. * Frá því í októbermánuði og fram í aprílmánuð vann Brad- ley að því að skipuleggja inn- rásina. I desembermánuði hófist samstarf þeirra Miontgomerys. Bradley hefir komizt þannig að orði, að ,,það fari hið bezta á mieð þeim Montgomery.“ Nú er Bradley í hópi þátt- takenda innrásarinnar. Hann á öllum öðrum mönnum meiri þátt í skipulagningu og mótun ameríska landhersins, sem hef- ur getið sér hinn glæsilegasta orðstír samherja jafnt sem óvina í orustunum á Cher- bourgskaga. Sá orðstír eru hin beztu laun, sem Omar Bradley getur æskt sér til handa. Harry Truman vara- forsefaefni demókrata ■tl INN 19. þ. m. samþykkti flokksþing demokrata í Chicago, að Harry Truman, öldu ngadei ld arþingm aður frá Missouri, yrði í framboði sem varaforsetaefni demokrata við koteningarnar, sem í hönd fara í haust. Truman er sextugur, fæiddur 8. maí 1884. Hann var fyrst kiosin á þing árið 1934 og endurkosinn 1940. Hann þylkir íhaldssamari en Henry Wallace, sem verið hefir vaji aifiorseti Bandaríkjanna nú nm 'árabil. Þó þykir tilnefning hans sem varafiorsetaefniis sæta tíðindum. Truiman .hefir áður gengt trúnaðarstörfum í þágu lands siíns. Meðal annars var hann í nefnd, sem hafði eftirlit með vopnáfraimleiðslu Banda- ríkjanna. Reykjavíkurmótið hefsi á fimmiudag- inn n.k. A KVEÐIÐ hefir verið að Reykj avíkurmótið í knattspyrnu hefjist 27. þ. m. eða næstkomandi fimmtu- dag. iÞátttakendur í mútinu verða fjlögur knattspyrnuifélöig bæjar- ins, eða hin gamalkunnu félög, Valur, Fram, K. R%og Ví'kingur. Knattspyrnuráð taldi ekki gerlegt að fresta mótinu, þrátt fyrir sumarfríin sem margir knattspyrnumennirnir eru nú í, þar sem íþróttavellinuim er fyr- irfram ráðstafað langt fram á haust. Hjónabanð. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svav- arssyni ungfrú Jónína S. Einars- dóttir _og Einar Guðgeirsson bók- bindari. Heimili ungu hjónanna er að Meðalholti 12. Mynd þessd af Cimar Nielson Bradley hershcifðingja var tek- in, er hann var að klifra frá borði á herskipi eftir að hafa neytt þar dagverðar. För hans var þlá heitið á fund Eisen- hiowers, en beir hittust einhvers staðar á orrustusvæðinu á Chei'bourgskaga. Omar Bradley gengur frá borði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.