Alþýðublaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 2
z ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 1944. flijHjðtiblaMíi Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverflsgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 eg 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. íþróftirnar og sfarfsskilyrði íþróita manna ÞAU TVÖ MÓT, sem háð hafa verið í frjálsum í- þróttum 'hér í toæ á þessu sumri, hafa fært mönnum heim sann- inn um það, að íþróttamenn okkar eru líklegir til mikilla afreka í framtíðinni. Á hinu fyrra þeirra voru sett tvö ný ís- landsmet, en á hinu 'síðara fjögur ný íslandsmet og tvö drengjamet. Tala metanna er þó ekki aðalatriðið. Hitt er meira um vert, að hér er um góð afrek að ræða, og við höf- um nú að minnsta kosti eign- azt tvo frjálsíþróttamenn, sem væru hlutgengir á kappleiki meðal íþróttamanna annarra þjóða. íþróttaáhugi hefir um langa hríð verið mikill hér í bæ, og i- þróttamennirnir hafa sett mik- inn og góðan svip á toæinn. En allt til þessa hefir aðstaða þeirra til æfinga og kappleikja verið mjög erfið. A liðnu ári var þó efnt til nokkurra viðgerða á í- þróttavellinum, svo að dável mun mega ,við una um sinn. Mun það margra manna mál, að þær viðgerðir eigi sinn þátt í þeim bætta árangri, sem náðst hefir á þessu sumri. Hin tvö frjálsíþróttamót sumarsins hafa og sannað það að áhugi alls almennings í bænum fyrir vexti íþróttanna og viðgangi fer mjög vaxandi. íþróttamenn bæjarins geta því vissulega ver ið þess fullvissir, að bæjarbúar munu fúsir til þess að taka und ir sérhver tilmæli og sérhverj- ar sanngjarnar kröfur íþrótta- manna um toættar aðstæður til iðkunar menntar sinnar. Bær og ríki hefir að sönnu lagt i- þróttamálunum nokkurt lið með fjárveitingum til heildar- samtaka íþróttamannanna á liðnum árum og nú með því að efna til nokkurra breytinga á starfsskilyrðum iþróttamanna. Þessar breytingar hafa þó kom ið vonum síðar, og þær hljóta aðeins ,að verða * upphaf þess sem koma skal. Iþróttafélög bæjarins hafa iðulega lagt fram tillögur, er þau hafa talið horfa til eflingar íþróttastarfseminni í bænum. Nú hlýtur að því að koma, að hlutaðeigandi ráða- menn hefjist handa um raun- hæfar aðgerðir í samstarfi og samráðum við hin fjölmennu og starfsömu íþróttafélög. Nú er um það rætt og ritað af ýmsum, að strax eftir stríð muni íslenzkir íþróttamenn taka þátt i kappleikjum meðal íþróttamanna annarra þjóða og efna til millilandakeppna. Og vissulega ber að vinna að slíku. Við höfum þegar eignazt í- þróttamenn, sem eru líklegir til þess að verða þjóð okkar til sæmdar og fremdar inn á við og út á við. En til þess, að þjóð in geti vænzt þess, að íþrótta- menmrnir færi henni aukinn Hér er mynd af hreiðri Hitlers Berqhtesgaden — en þar heldur hann allar helstu ráðstefnur sínar. Það var í Berdhtesgaden, sem morðtilraunin við Hitler og herfioringja hans var framin f¥8@rlciSegar lairadbúnallartiiauEiir: Framieiðsia á heymjöli ocg þurrk- un grænmetis Undirbúningur hafinn við garðyrkjuskólann að Beykjum í ÖSfusi ■jyj ERKILEGAR tilraun- ir eru nú í undirbún- ingi við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, eru það tilraunir með framleiðslu á heymjöli, og er það alger ný- mæli hér á landi, jafnframt er hafinn þar undirbúningur um tilraunir með þurkun grænmetis, sem eigi er síður merkileg nýjung. Skólastjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, Unnsteinn Ólafs- son, hefir góða trú á því, að framleiðsla heymjöls eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi, og undir þá skoðun munu margir fróðir menn taka, og hafa nokkrir hreyft því opinberlega. Um þessar mundir er verið að reisa stóran skála og verða tilraunirnar með heyþurrkun- ina gerðar í honum. Við þurrk- unina verður notuð hveraorka og er ætlazt til að “þurrkunin fari fram með þeim hætti, að heitu lofti verði dælt gegnum heyið, og mun sú aðferð verða mun ódýrari við þurrkun heysis, heldur en ef nota ætti rafmagn til þess. í skála þeim, sem nú er verið að reisa þarna, er gert ráð fyrir að hægt verði að þurrka um tvær smálestir af heyi á sólarhring, og takist þessar byrjunartilraunir vel, verður efalaust bætt við fleiri þurrkskálum. Hér á landi ætti að verða verulegur markaður fyrir hey- mjöl, og því ekki gert ráð fyrir því til útflutnings fyrst í stað að minnsta kosti. Eins og kunnugt er, þá eru fluttar hirigað í stórum stíl er- lendar fóðurvörur, en hins vegar ætti að draga úr þeim innflutningi, og hann jafnvel að verða óþarfur með öllu, ef heymjöl yrði hér framleitt, sem nokkru næmi. Eirinig ættu mjólkurframleiðendur að geta aukið nautgripastofn sinn með því að kaupa heymjöl og þurrka hey frá innlendum þurrkunarstöðvum. Ef tilraunir þessar takast vel, þyrfti að reisa þurrkstöðv- ar á. helztu hveraorkusvæðum landsins, þar sem jafnframt eru góð ræktunarskilyrði í ná- grenninu, enn fremur mætti hugsa sér nýbýlahverfi í sam- bandi við þurrkstöðvarnar. Auknar jarðboranir munu sennilega leiða í ljós, að hvera- orkan er víðar og meiri en nú er vitað um, og því ástæða til að ætla, að hún muni nægja til framleiðslu heymjöls í stór- um stíl. Jafnframt tilraunum þeim, sem gerðar verða við Garð- yrkjuskólann á Reykjum með heyþurrkunina, verða enn fremur, eins og áður er sagt, gerðar tilraunir með þurrkun grænmetis, og er þar eigi síð- ur um merkilega tilraun að ræða. Ef tilraunir þessar tak- ast sæmilega, munu skapazt hér stórauknir möguleikar til aukinnar framleiðslu á græn- meti. Valgerður Kr. Gunnarsdóttir, Þrastagötu 3 er fimmtug í dag. Frú Sigríður Ingimundardóttir, Haðarstíg 12, er sextug á morgun. Laugarnesprestakall. Messa í dag kl. 2 e. h. Sr. Garð- ar Svavarsson. • ■S‘M\ orðstír, hlýtur hún að gera sér þess glögga grein, að henni ber að gera aðstæður íþróttamanna sinna sem beztar, því að ella getur hún ekki vænzt af þeirra hálfu þess árangurs, sem ella væri. Og um það verður ekki efazt, hver er vilji þjóðarinnar í þessum efnum. Hins vegar er mjög tímabært orðið, að ráða- menn ríkis og toæjar taki að leggja mikla áherzlu á það að tjá þann vilja umbjóðenda sinna — í verki. En þess er skylt að minnast, að til þess. að þáttur íþróttamannanna verði slikur, sem vonir standa til, verður fulltingi margra til að koma. íþróttamennirnir hafa sýnt það og sarinað, að þeir eru alls góðs verðugir. Þá ætti ekki að þurfa að efast um það, að vilji forráðamanna ríkis og bæj ar væri fyrir hendi til þess að hlúa sem bezt aé þessum kjarnagróðri íslenzkrar þjóðar. Bæjarráð ræðir um valnsleysið. A BÆJARRÁÐSFUNDI í fyrradag, var samþykkt að fela Helga Sigurðssyni forstjóra vatns- og hitaveit- unnar, að athuga möguleika á því að auka vatnsveituna úr Gvendarbrunnum. Eins og kunnugt er, hefir vatnsskorturinn verið mjög mikill í bænum svo að til vandræða hefir horft í sumum hverfum hans. Og í fyrradag samþykkti bæjarráð að banna bæjarbúum að nota vatn úr vatnsveitu bæjarins til glugga- þvotta, bílaþvotta og slíks, og einnig til að vökva með garða. Ef bæjarbúar hlýðnast ekki þessu boði, eiga þeir á hættu að lokað verði fyrir vatnið að húsum þeirra. Þá voru samþykkt tilmæli til bæjarbúa um að fara sparlega með vatn við þvotta og annað, og jafnframt að láta það ekki koma fyrir að sírennsli úr krönum eigi sér stað. Er það ekki að ástæðulausu, að stjórn bæjarins fari að 'láta vatnsmálin til sín taka, og þá ekki aðeins með eilífum á- minningum til borgaranna um sparnað vatnsins, heldur verk- legum framkvæmdum til úr- bóta. x. VIÐS KIPTAM/JLARÁÐU - NEYTÍÐ hefir ákveðið, að frá 'og með 26. þ. m. sé heimilt að afhenda 2 stykki áf kaffi- ihæti gegn afhendingu stofn- auka nr. 5, af núgildandi mat- vælaseðli. Stafn.auki nr. 3, sem gilt hefir frá 16. maí s. 1. fyrir einu stk. aíf kaffibæti, fellur úr gildi 31. þ. m. og er 'því óheimilt að aif- greiða út. á hann eftir þann táma. i Helgidagslæknir er í dag María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturlæknir í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður í nótt og aðra nótt í Reykjavíkur-Apóteki. Næturakstur annast BSÍ, sími 1540. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. aðra nótt Útvarpið: 11.00 Messa í dóm- kirkjunni (sr. Jón Thorarensen). 12.10 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdeg- isútvarp: a) Symfónía nr. 2 eftir Tschaikowsky. b) Píaríókonsert eft- ir Prokofieff. c) Þættir úr óper- unni „Keisari og smiður“ eftir Lort zing. 19.25 Hljómlp.: a) Sjöslæðu- dansins eftir Rich. Strauss. b) „Till Eulenspiegel,“ eftir sama höfund* 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómpl.: Bal- lede eftir Grieg. 20.35 Erindi: Suð- ur um England (Hallgr. Jónass. kennari). 21.00, Hljómpl. Norður- landasöngvarar. 21.15: „Mammon og Amor“, smásaga eftir O’Henry (Brynjólfur Jóhannesson). 21.35 Hljómpl.: Capriccio Italien eftir eftir Tschaikowsky. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpiff á morgun: Hádegisút- varp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 20.30 Þýtt og endursagt: Heilbrigði og næring (Snorri P. Snorrason stud. med). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítár. 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálms- son blaðaAiaður). 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Síðasta tækifærið til að sjá sögusýningusia. DAG ER síðasta tækifærið til þess að sjá söigusýning- una í Menntaskólanum. Hún 'hefir nú staðið í rúman mánuð, var opnuð 20. júní. AUs hafa séð sýninguna rúm- lega 9000 manns — og er það ekki mikill fjöldi, þegar tekið er tillit til þess hversu mikinn fróðleik og hversu góða skemmt un menn fiá með því að sækja sýninguna. iÞrátt fyrir það þió að menn geti gagnrýnt ýmislegt í sam- baridi við sýninguna oig þó sér- stalklega suimar teikningarnar, sem erfitt er að slkilja nema með iskýringum starfsmanna sýningarinnar, fá menn mjög gott yfirlit yfir sögu íslenzku þjóðarinnar — og það eru ein- mitt svona sögusýningar, sem festa betur fróðleiikinn í huga manns en lestur bóka um sama efni, jafnvel iþó að um góðar bækur sé að ræða. Við það að sækja þessa merku sýningu, fara um stofurnar, skoða munina, myndirnar, bækurnar o. s. frv. hlusta á skýringav starfs- mannanna og lesa skýringarn- ar, fær maður fróðleik, sem ekki gleymist. Notið síðasta tækifærið í dag — Ekki er vitað hvort 'hægt verður að taka sýninguna upp í haust. Faðir okkar og tengdafaðir, OíslS Jónsson, fyrrverandi hafnsögumaóur 1 Hafnarfirði, andaðist að kvöldi þess 21. júlí. Börn og tengdabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.