Alþýðublaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 3
Stmnudagur 30. júlí 1944 ALÞTÐUBLAÐIÐ 3 Gefast sjálfir upp -- skipa öðrusn aS berjast Fimmtug á morgum: rú Guðrún Ryden Shirley gefur pl ráð. Síhirley Temiple er nú orðin 16 ára og Iþiví Ihætt að vera undra- barnlð á imeðal kvikmyndaleikaranna. En ný lítil stjarna er í uppsiglingu; það er Slharyn Molfett, -sem er aðeins 7 ára, og á nú að leiika í ifyrstu ikvikmynd isinni í Hollywood. Hér á imyndinni er Slhirley að gefa Ihenni nokkur góð ráð rnilli þátta. IHún getur iþað vel, því að (hún man |þá tíma, 'þegar hún var fyrir iframan bviikmyndavélina aðeins 7 ára gömul og ennþá yngri. G REIN sú, sem hér birtist, er þýdd úr „Picture Post“ í London og segir frá því hvernig þýzkir hershöfð- ingjar gefast nú upp sjálfir, en skipa hermönnum sínum að herjast áfram. UPPGJÖF SCHLIEBENS hershöfðingja í Cherbourg er enn ein sönnunin um her- stjórn og • herstjórnaraðferðir Þjóðverja. Eftirfarandi tilskipun var send liðsforingjunum, er lutu yfirstjórn Sehliebens, áður en ibom til vopnaviðskipta við Cherbourg: „Það er dauðasök, ef einhver hörfar úr núverandi stöðvum sínum. Ég fyrirskipa sérhverj- um foringja að skjóta hvern þann hermann þegar í stað, sem hörfar eða sýnir hugleysi. Það steðjar mikil hætta að okk ur. Viljakraftur, baráttuhugur og hetjuskapur er hið eina, sem getur bjargað okkur. Tilskipun þessi var undirrit- uð af yfirmanni þýzka hersins í Cherbourg, sem nokkrum dögum síðar gekk út úr skot- gröf og gafst upp fyrir ameríska fótgönguliðinu án þess að gera minnstu tilraun til þess að veita viðnám. En nokkrir hinna ógæfusömu manha Schliebens hafa auðsýniiega tekið orð hans alvarlega, því að þegar hann gafst upp, háðu hersveitir hans harðfengilegar orrustur víðs vegar í Cherbourg. Eftirfar- andi samræða átti sér þá stað milli iSchliebens og ameríska hershöfðingjans Collins. Hún mun lengi þykja merkileg og er ekki ólíklegt, að hennar verði að miklu getið, þegar saga núverandi styrjaldar verð ur í letur færð. Collins hershöfðingi: „Segið mér, hvernig getið þér afsakað það gagnvart samvizku yðar að gefast upp en ætlast til þess, að hermenn yðar haldi vopna- viðskiptum áfram?“ Schlieben: „Reynsla mín af austurvígstöðvunum hefir fært mér heim sanninn um það, að smáhópar hermanna geta vald- ið óvinunum miklum erfiðleik- um, ef' þeim er leyft að halda baráttunni áfram“. Collins hershöfðingi: „Eruð þér reiðubúnir til þess að láta þá hermtenn yðar, sem enn eru lífs, gefast upp?“ Schlieben: „Nei. Ég á þess engan kost að ná sambandi við þá“. Sá lærdómur, sem draga má af þessari samræðu, er sem hér segir: Þegar þýzkur hershöfð- ingi gefst upp, þá á hann ekki við það, að um raunverulega uppgjöf sé að ræða nema hvað varðar hann sjálfan. Hins veg- ar vill hann, að menn sínir berj ist áfram og séu felldir, enda þótt hann hafi yfirgefið þá, og honum er það mikið kappsmál, að hermenn óvinaliðsins séu felldir, enda þótt hann hafi leitað á náðir þeirra og þegið öryggi af þeim. En því fer alls fjarri, að sag- an af Schlieben sé einsdæmi. Nokkrum vikum áður en þýzki marskálkurinn Paulus .gafst upp ivið Stalingrad í febrú- armánuði árið 1943, sendi hann frá sér dagskipun, sem einnig mun lengi vitnað til af þeim, sem vilja sanna þennan þátt herstjórnar hinna þýzku hers- höfðingja. „Nú fyrir skömmu“, var þar komizt að orði, „hafa Rússar gert tilraun til þess að efna tii samningaumleitana. Það er augljóst, hvað fyrir ó- vinunum vakir. Þeir hyggjast lama viðnámsþrek okkar og baráttuvilja með því að gefa fyrirheit um það, að þeir séu fúsir til þess að efna til samn- ingaumleitana. En við vitum allir, hvað okkar myndi bíða, ef viðnám hers okkar þryti: Flestum okkar myndi bráður bani búinn. Eitt er áreiðanlegt: Hver sá maðui, sem gefst upp, mun aldrei eiga afturkvæmt heim til Þýzkalands. Þess vegna hljótum við að vísa öll- um samningaumleitunum á bug og taka á móti samninga- mönnum óvinanna meÓ skot- hríð. „Þegar rússnesku skrið- drekarnir sóttu fam til bæki- stöðvar hans, heilsaði marskálk urinn þeim þó engan veginn með skothríð. Hann gafst upp án þess að bera ráð sín saman við hina þýzku og rúmensku liðsforingja sína um það hvern ig hann ætti að svara úrslita- kostum* Rússa. Það er frá því sagt, að Paul- us þessi hafi verið í slæmu skapi eigi síður en Schlieben. Þýzku hershöfðingjarnir munu jafnaðarlega vera í slæmu skapi, en aldrei þó eins og þeg- ar þeir sannfærast / um það, hversu lítils þeir me,ga sín raunverulega, þegar þeir eru sviptir heiðursmerkjum sínum og öllum verður ljóst, hvað und ir stakki þeirra býr. Þeir eru stórorðir og mikillátir, meðan allt leikur í lyndi, en þegar hættan dynur yfir, rfeynast þeir engan veginn þeini vanda vaxn ir að standa við hin stóru orð og verða jafnvel fyrsfir til þess að brjóta fyrirmæli sjálíra sín. Það eru til ýmis dæmi, er sanna' þetta sama, þótt nokkuð breyttri imiynd kunni að vera á stundum. Rommel lýsti því einhverju sinni yfir, að hann myndi berjast í Norður-Afríku. unz yfir lyki, en hann var kom inn heim til Þýzkalands áður en kom til úrslitaátaka milli hersveita hans og hersveita Alexanders og Montgomerys. Von Arnim gafst upp í Túnis eftir að hafa sent Adolf Hitler svohljóðandi skeyti: „Ég full- vissa yður um það, að Túnis mun verða varin, meðan nokk- ur hinna þýzku hermanna má valda vopni“. Þegar banda- menn höfðu borið von Arnim og hersveitir hans ofurliði, reyndust þær hafa gnægðir vopna og skotfæra, svo að þeim hefði átt að vera auðið að halda baráttunni áfram þess vegna. Schlieben er því hinn síðasti þýzki hershöfðingi, sem hefir orðið að una því að ganga á bak orða sinna, þegar á hefir reynt, en vissulega á hann marga þjáningarbræður eins og hér hefir verið að nokkru lýst. Það virðist liggja í augum [ uppi, hver vera skuli stefna ] bandamanna. Þeir ættu að út- varpa hvíldarlaust til þýzku þjóðarinnar og sanna henni hversu mjög henni er vanstjórn að og hversu mjög umbjóðend- ur hennar bregðast trausti hennar. En fyrst og fremst skyldu þó þjóðir bandamanna leggja sér þessar staðreyndir sjálfar á minni, því að það má aldrei verða, að hershöfðingj- unum og málaliðsmönnum þeirra taldst að ná stjórninni í Þýzkalandi í sínar hendur eft- ir stríð, þar eð þeir eru einmitt hinir raunverulegu skaðvaldar. Sumir kunna að láta ummæli sem þessi falla: ,,En þetta eru aðeins atvinnuhermenn, sem gegna störfum sínum. Þetta eru í rauninni sennilega hinir mestu sómamenn“. En það eru þeir einmitt ekiki! A MORGUN, 31. júlí ,er ein af myndar- og rausnarhús- freyjum þessa bæjar fimmtug, en það er frú Guðrún Ryden, Eiriksgötu 29. Frú Guðrún er vestfirzk að ætt og uppruna. Faðir hennar, Friðrik Bjarnason, bróðir hins alkunna dugnaðar- og greindar- manns hér í borginni, Eiríks járnsmiðs Bjarnasonar, var af góðum uppruna við norðanverð an Breiðafjörð og uppalinn á Stað á Reykjanesi hjá séra Ólafi Johnsen, en á Stað hafði afi Friðriks, sem hann var heitinn eftir, verið prestur. Friðrik lærði. trésmíði hér í Reykjavík hjá Valgarði Breiðfjörð, en iflutt ist vestur á land og kvæntist þar, bjó fyrst nokkur ar í Meira Garði í Dýrafirði, en siðan á hinu gamla höfuðbóii, Mýrum, þar sem forðum sat Þórður K-akali, og var Friðrik rhjög lengi hreppstjóri og sýsiunefvdarmað. ur sveitar sixmar og oft einnig í hreppsnefnd, húsaði vel jörð- ina að þeirra tíma sið, bjó við góð efni og yinsældir, unz hann missti konu sína 1930 og flutt- ist til dóttur og tengdasonar hingað til Reykjavíkur, og hér lézt hann. Til marks um greind og fróðleiksfýsn Friðr.’ks Bjarna sonar er það, að hann las margt nýstárlegt á síðustu árum sín- um, hlýddi á fyrirlestra af næmri athygli, hugsaði mikið og margvíslegt um þjóðmál og menningarmál og breytti að ýmsu skoðunum sínum á þeim. Friðrik var á efri árum gerður að Fálkariddara. Kona Friðriks var Ingibjörg, Guðmundsdóttur, dannebrogs- manns á Mýrum, Brynjólfsson- ar, bónda sama stað, en móðir Ingibjargar var Guðrún frá Sel- látrum í Tálknafirði, Jónsdóttir bónda á Sellátrum, Halldórsson ár, og var hann af ætt Sellátra- bræðra. Jón á Sellátrum fékk heiðurspening konungs fyrir dugnað í sjósókn og búsýslu. Faðir Ingibjargar, Guðmundur Brynjólfsson, vax ailkunnur greindar- og höfðinv^inaður, mikill fylgismaður Jóns Sigurðs sonar og oft umboðsmaður hans vestra, enda mun Jón Sigurðs- son hafa nokkru ráðið um menntun sona hans, skipakaup og framkvæmdir. Systkini Ingi- bjargar voru Jón kaupmaður í Flatey, er nam verziunarfræði erlendis, afi Sigurðar B. Sig- urðssonar hins kunna kaupsýslu manns hér í borginni, Guðmund ur Hagalín, bóndi að Mýrum, Guðni læknir á Borgundar- hólmi, Brynjólfur, sem nam tré- smíði í Danmörku, afí iiryn- jólfs Árnasonar lögfræðings, Árna kaupmanns Árnasonar, og frú Láru, konu Steingríms raf- veitustjóra, Guðrún, kona Gísla bónda í Lokinhömrum í Arnar- firði, föður Odds Gíslasonar, fyrrum bæjarfógeta á ísafirði, Guðný, lengst sinnar ævi á Mýr um, vitur kona og fróð og skör- ungur mikiil, ekkja Gúðmundar skipstjóra Sigurðssonar, Frank- lín, nam húfræði í Noregi og gerðist hinn mesti framkvæda- maður um breytingar á búnaði, en dó ungur, — og loks Bjarney móðir Guðmundar Bjarnasonar, Kristjánssonar, en Guðmundur er nú yfirmaður allra Indíána- mála í Canada og á heima í Ottawa. Móðurætt frú Guðrýn- ar Ryden og tengdafólk þeirrar ættar bjó stórum búum — á vestfirzkan mælikvarða, á ýms um góðum jörðum vestra, svo sem Mýrum og Núpi í Dýra- firði, Lokinhömrum í Arnar- firði, Sæbóli á Ingjaldssandi og Sellátrum í Tálknafirði, hafði opin skip fyrir landi allan ársins hring, þegar á sjó gaf, og átti meira og minna í ýmsum þil- skipum —- og man ég í fljótu bragði eftir tíu, enda áttu þeir, Guðmundur Brynjólfsson og ýmsir honum tengdir og skyld ir, þátt í stofnun skipaábyrgðar- félags og sjómannaskóla á ísa- firði. Voru flestir þessir menn ekki aðeins dugnaðarmenn og framkvæmda, en um leið rausn- armenn og risnu, þó að þeir hins vegar gættu vel fjár síns. Bók- hneigt var þetta fólk og átti jafnan talsverðan bókakost, og víða var fenginn kennari til að fræða börn og unglinga á heim- ilinu. Guðrún fæddist að Meira- Garði í Dýrafirði hjnn 31. júlí 1894, en fluttist tæplega eins árs að Mýrum. Hún var næst elzta barn foreldra sinna, og ekki varð þeim fleiri en tveggja barna auðið. Sonur þeirra, Jón, clrukknaði árið 1913. Hann hafði verið í Flensborgarskóla og á búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal, en var allmikið hneigður til sjósóknar. Hann var valmenni, þrekmaður mik- ill, svo sem verið höfðu flest móðursystkini hans og fleiri ættmenn, snar og glíminn og kappsamur um aflraunir. Var að honum hin mesta eftirsjá. Guðrún fékk góða uppfröeðslu heima og síðan í kvennaskólan- um í Reykjavík, og heima dvaldi hún því næst mikið, unz hún sumarið 1922 giftist Carli I^yd- en, þá verzlunarmanni á Þing- eyri. Þau bjuggu vestra, unz þau fluttu til Reykjavíkur árið 1928, og hér hafa þau síðan dvalið. Er Carl eigandi kaffi- brennslunnar, sem Rydens-kaffi er við kennt. Guðrún hefir oft verið heilsu veil,en samt sem áður hefir hún verið mi'kil rausnar- og myndar- kona. Þeim hjónum, henni og Carli, hefir ekki orðið barna auðið, en hins vegar hafa þau alið upþ að nokkru börn’ann- arra, og hafa þau hjónin jafnan verið samhent um hjálpsemi og risnu. Frú Guðrún hefir alltaf haft áhuga á ýmsum þeim mál- um, sem alla varða. Hún er frjálslynd í þjóðmálum, og hún vill, að konum verði látin í té réttindi til jafns við karlmenn, en svo eru einnig ýmisleg verð- mæti kynslóðanna, sem hún vill ekki sleppa eöa breyta stórum, meðan ekki er í ýmsum efnum meiri þekking eða menningar- leg festa en raun er ennþá á orðin. Ættræ’kin er frú Guðrún Ryden á gamla vísu ætta sinna, enda kann hún vel skil á ætt- vísi og ýmsum sögulegum fróð- leik, svo sem venjulegt var í ætt um hennar. Þá er hún að sama skapi þjóðrækin, og vill veg og gengi þjóðar sinnar í hvívetna. Kappsömn er hún um málflutn ing og athafnir, svo sem hún á kyn tili. Bóndi hennar, Carl Rvden, er sérstakt prúðmenni og val- menni, og vill hann hverjum manni vel. Hann hefir reynzt konu sinni hinn ágætasti eigin- maður, og um hana hefir hann hugsað og það, er henni hent- aði í veikindum hennar, svo að vart mun þar verða betur gert eða fyrir séð, og er heimili þeirra jafnt fyrir beggja atgerð- ir að öllu sem prýðilegast og notalegast að búnaði öllum og ýmiskonar föngum til liðsinnis og risnu. Við, sem höfum þékkt þau hjón lengi og notið hjá þeim margs góðs, óskum þeim öll heila og hamingju, góðrar heilsu og langra lífdaga. Guðm. Gíslason Haqalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.