Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 4
alþyðublaðio_____________ Laugardagp 5. ág’ást 1944 Ólafur við Faxafen Engin lágspenna I f^,njíhéUi>tí> Crtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4r'il og 4902. Símar afc"_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sogustaðir, FLESTAR menningarþijóðir leggja í það metnað sinn að varðveita vel sögustaði sína og aðrar minjar frá fortíð sinni. Hjá okkur íslendingum hefir | ekki gætt eðlilegs metnaðar í iþessu efni. Umihirða og viðhald og umgengi á ýmsum merkum sögustöðum hefir verið og er sums staðar enn með þeim hætti, að þjóðinni er vanzi að. * Orsakirnar til þeirrar niður níðslu, sem margir sögustaðir okkar hafa kopiizt i ,má að mjög verulegu leyti rekja til fá- tæktar þjóðarinnar og umkomu leysis á liðnum öldum. Annars vegar voru íslendingar sjálfir þess með öllu! ómegnugir að halda við og varðveita sögu- staði sín. Hins vegar höfðu hin ir erlendu stjórnendur landsins að vonum lítinn áihuga lá iþví að hlúa að sögulegum minjum ís- lenzku þjóðarinnar. Með breytingum þeim, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi nú síðustu áratugina hefir vakn að skilningur margra á því, hve margt við eigum vangert af því er snertir verndun sögustaða og sögulegra minja. En þó fer því fjarri, að sá skilningur sé eins almennur og eðlilegt væri. Helgi sögustaðanna er æði mörgum lokuð bók enn sem komið er. Og ekki hefir theldur gætt af opinberri hálfu þess framtaks, sem hér er þörf á. Þess vegna getur enn að líta sumar merk- ustu sögustaði okkar í fullkom inni vanhirðu og niðurlægingu. * Það er heilbrigður og eðli- legur metnaður. hverrar þjóðar að varðveita vel sögustaði sína. Margar stoðir hníga undir það, að íslendingum ætti að vera það hugleikið öðrum þjóðum frem- ur. Við erum „söguþjóð,“ ís- lendingar, eins og það er orðað, og kunnum óverulega glögg skil á sögu okkar frá öndverðu. Hins vegar erum við fátækir að efnislegum minjum frá for- tíðinni. Við eigum engar forn- ar byggingar, af þvi að skammt er síðan farið var að nota var- anleg efni til bygginga á ís- landi. Okkur ætti því að vera sérstaklega hugstætt að vernda og hlúa að sögustöðunum svo sem vert er. Það væri vel við hæfi, að einmitt nú, með stofnun lýð- veldisins, ýrði nokkur bréyting í þessum efnum. Og þó að sjálf sagt sé að gera ýmsar kröfur til hins opinbera í þessum efn- um, þá er slík stefnubreyting og hér um ræðir þó ekki síð- ur kominn undir öllum almenn ingi. Með honum þarf að glæð- ast miklu almennarí skilningur í þessum efnum en orðið er. Og hér er verk að vinna fyrir ýmis félög almennings, svo sem ung- mennafélö^ og átthagafélög. 1. afmagnsstöðip við Elliða- árnar tók til starfa 1921 og var afl hennar í fyrstu 1000 kw. En þetta reyndist, fyrr en varði, of lítið, og var smám saman aukið við stöðina, þar til hún framleiddi 3200 kwk. En þar kom, að sjá mátti fram á, að þetta yrði ekki nóg. Og eftir langvarandi deilur í bæjarstjórn, var loks ákveðið, að Reykjavíkurborg reisti afl- stöð við Sogið. Lögin um Sogsvirkjunina voru samþykkt á alþingi 1933, en höfðu áður legið fyrir tveim eða þrem þingum. . Sogið er eins og kunnugt er, fljót það, er rennur úr Þing- vallavatni, og stöðin er austan fljóts við Ljósafoss, sem er efst- ur af Ljósafossunum þrem. En í fyrstu hafði verið ætlað að. gera stöðina við ofanvert Úlf- ljótsvatn, og nota hæðamuninn, sem er milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns, en það eru eitt- hvað 10 eða 12 mannhæðir. Aflstöðin við Ljósafoss var fullgerð 1937. Voru það tvær vélasamstæður, 440.0 kw. hvor, samtals 8800 kw. eða að jafnaði 8000 kw. þegar til Reykjavíkur var komið. Háspennulínan frá Sogsstöðinni liggur um Grafn- ing — um og yfir Mosfells- heiði þvera og ofan í Mosfells- dal, en síðan sem leið liggur til Reykjavikur og er alls um 50 rasta (km.) löng, frá stöðinni til Lækjartorgs. Þetta var gífurleg aukning á rafmagni frá þeim 3200 kw. er fyrir voru, enda átti önnur vélasamstæðan að vera til vara. Því pm leið og almenningur var h’vattur til þess að fara að nota rafmagn til suðu, og ýms- ir hófu iðnað með hjálp, raf- magnsins, tóku yfirvöld borgar- innar á sig siðferðislegar skyld- ur, að sjá um að rafmagn væri alltaf til. Varavélar þurftu því jafnan að vera til taks. En seinna hefur þessi skylda alveg gleymzt. Og haldið var á- fram að bæta við notendum, þar til allar vélasamstæður þurftu að vera í gangi í einu. Vera má, að ekki hafi verið gott að komast hjá þessu, og ekki komið að sök, ef hafizt hefði verið handa í tíma, um aukningu aflsins, og raffræð- ingarnir bent á það nógu snemma. En verra var að haldið Var áfram, ár eftir ár, að tengja ný hús og nýja mótora við raf- magnskerfið, eftir að vitanlegt var, að rafmagnið væri þegar of lítið, handa þeim, sem fyrir voru. Auk rafmagnsmótora, var mörg hundruð húsum, (og sum þeirra hituð eingöngu með rafmagni) tengd við kerfið, eftir að það var fullsetið. Raffræð- ingarnir hlutu að vita, að með því, að raða nýjum notendum á garðann, þar sem ekki var nóg handa þeim, sem fyrir voru, bökuðu þeir öllu atvinnu- lífi borgarinnar geysilegt tjón og er hér sízt of sterkt að orði kveðið, um vandræði þau, er hlotizt hafa af lágu spennunni. Hefur þessari útþynningu raf- magnsins verið líkt við það, ef IV!, ' ‘kurpmsalan hefði í vetur, þegar ferðateppan var, og lít- :ð i.om af mjólk að austan, þynnt. hana með vatni, þar til lítratalan var jöfn og áður, en síðan hækkað verðið um helming. Tjónið af lágu spennunni verður ekki nema að nokkru leyti metið til peninga, því hvernig ætti að meta reiði hús- mæðra, yfir því, að geta ekki haft matinn til í tíma, og margs konar önnur leiðindi, ótal annarra? En það af tjón- inu, sem hægt er til fjár að meta, segja sérfróðir menn, að nemi 10 til 20 þúsund krónum á dag. Lesandinn veiti eftir- tekt, að hér er verið að tala um tjónið almennan lágspennudag, eins og þeir voru svo margir í vetur, en ekki um þegar raf- magnið vantaði algerlega. Þá daga nam tjónið yfir 100 þús. kr. á dag, að dómi sérfróðra manna. En tjónið er falið 1 vinnuafli, sem ekki nýtist, framleiðslugróða, sem ferst fyrir og í skemmdum á raf- magnsmótorum, af völdum lágu spennunnar. Viðgerð á rafmagnsmótorum kostar oft töluvert, en aðaltjónið við þær skemmdir er þó af því, að framleiðslan teppist, meðan verið er að gera við mótorinn. En viðgerðin tekur oft (að minnsta kosti um þessar mund- ir) töluverðan tíma. Bæjarstjórn samþykkti 1942 að láta stækka aflstöðina við Ljósafoss. Hafizt var handa ár- ið eftir, en verkið hefur, eins og kunnugt er, gengið fremur illa, en er nú fuílgert, eða um það bil. Mun nú fást 5500 kw. viðbót af rafmagni, komið til Rvíkur. En þó það sé töluverð aukning,. er það lítið meira en til þess að tryggja það, að ekki þurfi oftar að lækka spenn- una á rafmagninu. En flestir ættu að' geta komið sér saman um, að slíkt á ekki að geta komið fyrir aftur. Vert er að athuga, að nýlega varð bilun á annarri (upp- runalegu) vélasamstæðunni í Sogsstöðinni, og er þetta í annað sinn, sem þetta kemur fyrir. Á þessu má auðvitað eiga von oftar, og er þetta góð bending um, hve nauðsyn- legt það er, að ekki sé að jafn- aði lagt svo mikið á vélarnar, að allar þurfi að vera í gangi í, einu. Um sama levti og fréttist að aukningu Sogsstöðvarinnar væri að verða lokið, Imátti lesa í blöðunum þá fregn, að lands- stjórnin væri að undirbúa há- spennuleiðslu til Keflavíkur. Jafnframt var skýrt frá því, að því miður væri ekkert efni til í háspennuleiðslu til Stokks- eyrar og Eyrarbakka, svo ekki væri hægt að leggja neina leiðslu þangað í bili. Ef efnið hefði verið fáanlegt, stóð svo sem ekki á því, að það átti auk Njarðvíkinga og Keflvíkinga, að setja Eyrbekkinga og Stokkseyringa á þessa raf- magnsviðbót, sem Reykvík- ingar þurfa sjálfir á að halda. Ekki hefur verið getið neitt um, að Grindvíkingar, Sand- gerðismenn og Garðsmenn eigi að fá rafmagn, en nærri rná geta, þegar búið er að leggja háspennulínu til Keflavíkur, sem kostar nær 2 millj. króna, hvort ekki þykir sjálfsagt að leggja þessa viðbótarpotta, sem þarf, til þess að Grindavík, Sandgerði og Garður geti komizt í rafmagnssamband. En þeir, sem vilja setja alla nefnda staði á jötuna með Reykvíkingum, athuga ekki, að það er hefndargjöf, er. þessir staðir hljóta, meðan rafmagn- ið er ekki nóg. Það er aðeins til þess að við komumst aftur í lágspennuvandræðin, og þeir með. Væri ekki betra fyrir Keflvíkinga, að þ-eir fengju mótorknúna rafmagnsstöð, fyr- ir þessar nær tvær milljónir króna, sem háspennuleiðslan framar! suður eftir til þeirra á að kosta, (auk liðlega 1 millj. kr. til innansveitarkerfis í Njarð- víkum og Keflavík?). Fyrir 2 millj. mætti reisa skrambi myndarlega rafmagnsstöð hjá þeim, sem myndi nægja þeim í bili, en mætti síðan hafa til vara, þegar búið væri að auka svo orkuverið við Sogið, að hægt væri að miðla þeim afli. Það er rétt, að minnast hér á, að Hafnarfjörður er þegar kominn í rafmagnssamband við okkur, og að við þurfun/að sjá honum fyrir nauðsynlegri aukn ingu á næstu árum, að minnsta kosti til ljósa og heimilisþarfa, þó vafamál sé um annað raf- magn, fram yfir það, sem nú er. 3. Reykjavík réðist í hið stóra og kostnaðarsama mannvirki, Sogsvirkjunina, til þess að geta látið íbúa sína fá aukið raf- magn til ljósa, eldunar og iðn- aðar. Hitt var aldrei ætlunin, að Reykjavík gerðist rafmagns- heildsali til annarra sveitafé- laga, og vantaði svo rafmagn sjálf. En það var álitið sann- gjarnt, að Reykjavík léti sveit- ina, sem orkuverið er í, og sveitirnar, sem háspennulínan 1MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir Sigurð Björnsson frá Veðramóti, dag- sett 1. þ. m. Er hún rituð í til- efni af viðtali við Ingólf Jóns- son, form. kjötverðlagsnefndar, sem birt var i Mbl. þann dag. í grein Sigurðar segir m. a. á þessa leið: „í Morgunblaðinu í dag er birt viðtal við herra Ingólf Jónsson al- þingismann og formann Kjötverð- lagsnefndar. Þar segir meðal ann- ars að fyrra árs kindakjöt sé þrot. ið. Þessi ummæli þykja mér furðu leg, því í fyrradag kom ég norðan úr landi og hafði tal af mönnum í fjórum sýslum, bændum o. fl. og eins og gengur bar ýmislegt á góma, bæði landsmál, sveitar- og héraðsmál, afurðasölumál o. fl. o. fl. Meðal annarra upplýsingá sem ég fékk yar, að í einu frystihúsi norðanlands lægju um 10 000 dilk skrokkar. Nú er mér spurn, hvað hefir orðið af þessu kjöti ef ekk- ert er til nú eftir örfáa daga? í öðru lagi vil ég spyrja út af þeim ummælum þingmannsins að kjötfrystihúsin uppfylli vel kröf- ur tímans um geymslu á matvöru, hvað veldur þá endurteknum stór skemmdum á kjöti í þessum fyrsta flokks frystihúsum? Eða telur þessi mæti maður að fry.stihús, sem hvorjki halda frosti inni eða rott- um úti, séu þess verð að teljast góð, eða telur hann nútíma kröf- urnar ekki hærri en það, að meira og'Hiinna rotnað kjöt og rottuetið, sé talin forsvaranleg markaðs- vara? Hvernig, með öðrum orðum eigum við að skilja svona ummæli, sem vitum að stórskemmdlr þeirr- ar tegúndar, sem að ofan getur, eiga sér stað, hvað eftir annað, og nú í stórum stíl.“ Um mætvælaskemmdirnar segir Sigurður ennfremur: „Sannleikurinn er, 'i að þessar matvælaskemmdir eru orðnar það stórmál og alvörumál í þessu landi, Augiýsingar, sem birtast eiga lí AlþýSubíaðina, verða að vera komnar til Auglýn- j 5 :* íraskrif stofunnar í Alþýðuhúsinn, (gengið ii_ frá ' Hverfisgötu) fyrir M. 7 a3 kvöidL þaðan liggur um til Reykjavík- ur, fá rafmagn, ef þeim væri það hagkvæmt. Eru fyrirmæli um þetta í 6. gr. Sogsvirkjun- arlaganna, og felst engin önn- ur kvöð í þessa átt á hendur Reykvíkingum, í þeim lögum, en hér hefur verið sagt. En það er óþarfi að deila um það atriði nú, þótt einhver vildi halda öðru fram. Því Rvík er ekki aflögufær um rafmagn, þrátt fyrir stækkun Sogsstöðvarinn- ar, hvað sem kann að verða, er stundir líða. Yið viljum hjálpa Framhald á 6. síðu. ekki sízt fyrir framleiðendurna, að furðulegt er, að jafnvel greind- ir menn og mikils ráðandi í opin- taeru lífl, skuli taka því með því- líkri léttúð og alvöruleysi sem meðal annars kom fram á síðast- liðnu hausti þegar rætt var um kjötútburðinn í Hafnarfjarðar- hraun. Þá var svarið frá ráða- mönnum þessara mála eitthvað á þessa leið, að það væri algengt að matvara skemmdist í geymslu, hvað væri að fást um slíkt, fiskur hefði t. d. oft skemmst o. s. frv. Þetta er svipað tilsvar og hjá karl- inum, sem hafði byggt nýja hey- hlöðu, sem1 hriplak, þegar nokkuð, muna ringdi. Þegar að þessu var fundið af manni, sem var að skoða hlöðuna, svarar karl: Hvað er að fást um slíkt, það leka jú flest hús þegar mikið rignir. Nei, hér þar annars við en glam urs og kæruleysis tilsvara. Hér þarf gagngerð rannsókn að fara fram á staðnum fyrir þessum end- emum. Hvað veldur -því, að mat- væli, sem eru aðalframleiðsla þjóðarinnar skemmist í geymslu a|vo nemur kannske liundruðum þúsunda króna á einu ári?“ Um mjólkina og mjólkuraf- urðirnar farast Sigurði orð sem hér segir: „Það er nú svo sem ekki þann- ig að það sé kjötið eitt, eða slátur afurðiú, sem »þessari meðferð sæta á leiöinni frá framleiðendum til | neytenda. Hvað segja menn um mjólkina hér í bænum, eftir að hafa verið í sumarfríum og drukk ið óskemmda mjólk úti í sveitum? Þeim fer sennilega fleirum en mér svo, að þeim verður klígjugjarnt við fyrsta mjólkursopann eftir heimkomuna. — Og hvað segja mæðurnar með ungu börnin sín, sem mörg eru veik og álitið af skemmdri mjólk og hafa þess vegna ekki eðiileg þrif og þroska. Og svo ostarnir og skyrið, stundum er þessi vara góð, en oft afleit. Mér var tjáð að ostum væi*i fleygt í Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.