Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 6
6 ALÞTÐimLAÐW Laugardagur. 5.. ágúst .1944 'Eins og við íþekkjum þarf ekki herflutningaskip til, að kaf- bátar Hitleís ráðizt á Iþau. Þeir ráðast einnig á friðsöm fiski- skip. Nýlega kom lítið amerískt feskiskip inn til Boston eftir áð kafibátur hafði ráðizt á það. Á myndinni bendir skipstjór- inn á stórt gat á skipshiiðinni eftir skothríð kafbátsins. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. sittu. stórum stíJ í sjóinn frá einu mjólk ursamlagi á Norðurlandi, ekki kannske vegna þess að þeir væru illa eða skakkt tilbúnir, — held- ur vegna þess, að geymslan mis- tækist svo herfilega, að þeir morknuðu fyrr en þeir gerjuðust, og þrátt fyrir það að maður er kostaður til að pæla úr þeim skemmdina, yrði þó að fleygja miklum birgðum. Svona fer nú vinnslumjólkin þarna, enda fá bændurnir í þessu samlagi ekki nema kr. 0.73 fyrir líterinn, sem þó er seldur út á kr. 1.45, og af þessum 73 auru*n er uppbót úr ríkissjóði 25 aurar á líter, að vísu ekki nema í 3 mánuði af árinu.“ Sigurður tekur fram í niður- lagi greinar sinnar, að sízt af öllu séu þessi orð sín sprottin af óvOid t.il bænda, og ekki séu þau heldur hugsuð sem ádeila á neina vissa menn. Enda viti hann, að margir af þeim mönn'- um, sem með þessi mál fara, séu prýðilegustu menn og vilji allt vel gera. Lýkur greininni með svo'felldum orðum: „Ég býst t. d. við því, að for- maður Kjötverðlagsnefndar sé greindur maður og gegn, þó ég þekki hann ekki, og hefi þess vegna engar ástæður til að deila neitt á hann sérstaklega. En þess ar fréttir hans af kjötbirgðunum og umsögn hans um frystihúsin urðu meðal annars til þess að ég skrifa þessar línur. Mig langar til að vita meðal annars hvað hefir orðið af þessum 10 000 skrokkum þarna norður frá á svo stuttum tíma. Það er þó vonandi ekki svo slæmt, að hann álíti það alt ónýtt og hafi þess vegna ekki viljað telja það með fyrirliggjandi birgð um. En ef svo illt er í efni, hver borgar þá þetta skítti?" Þessi hófsamlegu og rök- studdu ummæli Sigurðar Bjöms sonar eru hin athyglisverðustu, og verður fróðlegt að sjá hverju Ingólfur Jónsson svarar þeim. Engin lágspenna framar! Frh. á 4. síðu. öðrum sveitarfélögum, ef við getum gert það okkur að skað- lausu, eða -skaðlitlu. En við Reykvíkingar erum ekki betur kristnir en það, að okkur þykir ívið vænna um sjálfa okkur en aðra, og viljum ekki þeirra vegna komast aftur í lág- spennuvandræðin. Það má aldrei koma fyrir aftur, að hér verði rafmagns- laust, og þurfum við vel að vita, hvað við gerum, áður en við förum að farga af þessari viðbót. Því þó það hafi ekki staðið alveg heima, sem raf- magnssérfræðingarnir hafa sagt okkur, mun vafalaust mega treysta því, að næsta rafmagnsaukningin kemur ekki fyrr en þeir spá. Dregið í happdrseffi Hringsins "|~\REGIÐ var í fyrradag hjá borgarfóget í Happdrætti Hringsins og komu upp þessi númer: 4473, sumarhús barna. 4387, saumavél (Singer). 2409, armbandsúr (karlm). Vinninga sé vitjað til Guð- rúnar Geirsdóttur, Laufásvegi 57. * 1 Hjónaband. 1. ágúst voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns ungfrú Elsa Kristín Sigfúsdóttir (Elíassonar), verzlunarmær og Ólafux Jónsson, bifreiðastjóri frá Skála undir Eyjafjöllum. Þeir vilia ekki deyja til einskis Frh. oí 5. edðu. Faðir hans spurði mig frétta af vígvöllunum. Við sátum inni í veitingahúsi í New York, þar sem gnægð matar er á boðstólum, strætin eru upp- Ijómuð, bifreiðarnar þjóta framhjá og gangandi fólk hrað- ar sér leiðar sinnar, en í New York virðast allir hafa hraðan á. Föður flugmannsins lék hug- ur á því að frétta um það, hvað sonur sinn hefði hugsað, eftir að hann hafði gerzt virkur þátttakandi hildarleiksins. — Hvað hafði hann sagt. Þetta var spurning, sem örðugt var að svara. Eg minntist ýmissa at- riða úr samræðum okkar í Lund únum, en hverra þeirra átti ég að láta getið við föður hans? Mér varð orðfátt, og faðir hans mælti að lokum: „Segið mér aðeins eitt: Hvaða setningu úr síðustu samræðu yðar við son minn munið þér orði til orðs?“ Eg gat orðið við þessum til- mælum hans. Loftárás var ný- lega um garð gengin og við komum einmitt úr út loftvarna- byrgi, þar sem við höfðum hafzt við, meðan á henni stðð. Hvarvetna blasti auðn og rústir við augum okkar. Og setningin, sem ég mundi, var að vinur minn sagði: „Mér þætti fróðlegt að vita, hvort þessi djöfullega sýning muni verða endurtekin næstu tuttugu árin.“ Þetta var mjög hversdagsleg setning og lítt verð athygli. — Orð sem þessi hafa iðulega verið rnælt eftir að þessi síð- ari heimstyrjöld hófst. Og faðir hans spurði: „Hélt hann, að svo myndi verða?“ Eg hefði getað svarað því til, að ég vissi það ekki. En það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Hann hafði séð ógnir og hörmungar stríðsins. En hann hafði enga ástæðu til þess að ætla, að hýr og betri heimur myndi rísa úr logum hennar. Hann sá veruleikann eins og hann var, og því fór alls fjarri, að hann liti til framtíðarinnar vongóðum aug- um. i * EG minnist nætur í spetem- bermánuði, þegar ein af vélaherdeildum 8. hersins sótti fram til þess að koma til fulltingis við brezkan her, sem hafði gengið á land og háði harðfengilegar orustur á hæða- vegunum við Pizzo á Ítalíu. — Þjóðverjar vörðust þarna mjög vasklega, og landgönguliðið galt mikil afhroð, enda þótt hernaðaraðgerðirnar gengju samkvæmt áætlun. Hersveitin, sem ég var með, sótti fast fram meðfram ströndinni, en þó átti hún enn um tuttugu brezk- ar mílur ófarnar til Pizzo og mikil nauðsyn bar til þess, að hún næði sem fyrst til orustu- svæðisins. Boðin. um það, að vélaher- deild yrði að sækja fram þegar í stað og ná sambandi við landgönguliðið við Pizzo, hafði borizt okkur um kvöldið. Véla herdeildin var 'brátt ferðbúin og hershöfðingínn hafði sjálfur stjórn hennar á hendi. Þess hafði verið látið getið, að Iiðið við Pizzo þyrfti á skjótum liðs- auka að halda, og það nægði. Aðeins fáir menn gátu að sjálf sögðu tekið þátt í þessari för yfir aleyðuna milli okkar og ó- vinanna. Við heyrðum skotdrunur fallbyssnanna í fjarska. Og brátt vorum við lagðir af stað í þessa tvísýnu för. Okkur miðaði örugglega áfram. Skot- hríðin lét í eyrum eins og mikill og válegur veðragnýr. Loks kom að því, að óvinirnir létu undan síga af ótta við að verða innikróaðir. Nú gáfum við okkur tíma til þess að hlusta á útvarpsfréttirnar. Langt mál var flutt á ítölsku og frönsku, sem var helzt ástæða til þess ■að ætla, að væri vopnahlésskil- málar. Við fórum heldur en ekki að leggja við hlustirnar — og nú heyrðum við fréttir þær, sem umheimurinn hafði vitað um í nokkrar klukkustundir: Ítalía hafði gefizt upp. Fréttin um uppgjöf Ítalíu barst eins og eldur í sinu frá manni til manns. Þetta voru góðar fréttir, enda þótt við gerð um okkur þess glögga grein, að þrátt fyrir þetta, myndi löng og ströng barátta bíða okkar. Við vissum, að harðfengilegar orustur voru háðar um þessar mundir norður á Salernoströnd um. Hverjir voru ' vopnahlés- skilmálarnir? Var fasisminn úr sögu? Hvers konar stjórn myndi Ítalía fá? Hermennirnir ræddu allt þetta af kappi sín í millum, meðan vopnagnýrinn hljómaði fyrir eyrum þeirra. Og ávallt var þungamiðja samræðunnar hin sama: Er okkur óhætt að trúa orðum þeirra? Mun heimur framtíðar- innar verða betri þeim heimi, sem við nú byggjum? Verða framtíðarvonirnar eitthvað annað en draumar, sem aldrei rætast? ❖ ALDREI skiptir framtíðin eins miklu máli og fyrir menn, sem eru saman komnir á næsta leiti við dauðann. Og áhrif þessa á mennina eru vissulega mikil. Eg hef hitt fyrir menn í Lundúnum og New York, sem hafa tekið þátt' í vopnaviðskiptum, en horfið heim í leyfi eða til að helga krafta sína öðrum störfum en herþjónustunni. Margir þess- ara manna hafa látið orð fálla um það, að þeir æsktu þess, að þeir væru aftur komnir til vítis vígvallanna. Eg efðist áður fyrr um það, að þessa væru dæmi. En nú hef ég breytt um skoðun. Þegar ég dvaldist í Algeirsborgj Lundúnum, Washington eða New York síðustu vikurnar, hef ég h.itt menn að .máli, sem hafa verið í leyfi eða verið falin önnur störf en herþjónusta, sem hafa sagt við mig: „Eg vildi, að ég væri kominn aftur til vígvallanna.“ Og ég veit, hvað fyrir þeim hefur vakað. Þeir eru stundum daprir í bragði, þessir menn. Þeir eru þegjandalegir, og það tekur oft langan tíma að fá þá til þess að leysa frá skjóðunni. Og það, sem einkennir skoðanir þeirra, er þetta: „Þeir hafa ver- ið á vígvöllunum. Þeir geta ekki gleymt því, sem fyrir augu þeirra hefur borið.“ Uppgötvanir geta breytt heiminum. Þær breyta og mönnunum. Og þeir, sem koma heim af vígvöllunum, undrast það, „að hlutirnir skuli ekki vera eins og þeir höfðu ætlað.“ Þeir hitta fyrir hina fyrri vini sína, heimili sín og ástvini. Og þó er allt breytt frá því, sem fyrrum var. „Hvað þráði ég, og hvað hefur mér hlotnazt?“ Mennirnir, sem sóttu yfir árnar Primosole og Trigno, Sangro og Volturno og féllu margir hverjir, höfðu allir fundið eitthvað, Þeim hafði hlotnazt samhygðin og ein- drægnin ,sem kemur til af því að heyja saman harðfengilegar og blóðugar orustur, leggja mikið í sölurnar og tefla djarft allir sem einn og einn sem allir. Þeim, sem féllu, hafði hlotn- azt þetta. Sömu sögu var og að segja um þá, sem höfðu særzt. Grátur unga mannsins var „OATiN E“ hreinlætis- vörur — síðan fyrir stríð — fást enn í Verzlnn í Theédór Siemsea Sími 4205 TORGSALAN við Steinbryggjuna og Njáls- götu — Barónstíg í dag mjög ódýrir T0RÆATAR 1. flokkur í heilum kössum , á kr. 25.00 kassinn. I smá- sölu kr. 8.00 kílóið. Ódýrast á sumrinu. — Ajðeins í dag. Sélnœiur - hin ógleymanlega ástarsaga Sillanpáá —- ákjósanlegasta bókin í sumarleyfið. Fæst hjá hóksölum. f vitni þess, að líf hans hafði eignazt nýjan tilgang og mikil- leik. Þess vegna var honunx óljúft að kveðja jarðlífið í blóma lífsins. Þeir, sem hverfa heim af vígvölluríum, þekkja þetta. — Þeir vita, að valkösturinn verð- ur að vera annað og meira en köstur dáinna líkama. Þegar skothríðin hefur kveðið við úr öllum áttum og eyðandi eldar lýst upp náttmyrkrið, hafa hermennirnir séð valköstinn. fyrir sér sem rammlegt virki — menn, sem létu lífið í bar- áttu fyrir eitthvað göfugt og gott hið innra með sér, eitthvað göfugt og gott, sem vert væri að fórna miklu fyrir og tengja miklar vonir við — eitthvað göfugt og gott, sem gæfi fyrir- heit um eitthvað nýtt og betra. En þegar hermennirnir koma aftur heim, sannfærast þeir brátt um það, að vonir þeirra eru tál og blekking. Og þá hugsa þeir sem svo: „Er mað- ur dæmdur til þess að sjá að-- eins tign og mikilleik í dauða og ósigri? Getur lífið ekki boð- ið upp á sömu tign og tilgang og dauðinn? Geta mennirnir ekki byggt upp heim, þar sem maður fái að leggja fram sitt bezta í friði, eins og maður verður nú að gera í stríði? Það verður ekki til þess ætl- azt, að mennirnir miði ráð sitt aðeins við mikilleik dauðans. Heimur framtíðarinnar verður að vera slíkur, að mikilleiki lífsins fái þar notið sín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.