Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur. 5.. ágúst .1944 Bœrinn í da<z i _____________________________ Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. 112.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp . 19.25—Hljömplötur: Samsöngur. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Stutt lýsing Bandaríkjanna lands og þjóðar. — Samtöl, frásagnir og tónleikar (plöt ur. — Dr. Edward Thor- laksson og Benedikt Grön dal blaðamaður). .21.30 Hljómplötur: Danssýningar lög eftir Ravel. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til dansleiks á frídegi verzlunarmanna, 7. ágúst, að Hótel Borg og hefst hann kl. 10 síðd. Verður þar m. a. til skemmtunar tvísöngur, sem þeir Jakob Haf- stein og Ágúst Bjarnason syngja, i»á skemmtir Lárus Ingólfsson leikari. Aðgöngumiðar eru seldir á dag kl. 10—12 árd. í skrifstofu félagsins Vonarstræti 4 og á mánu dag kl. 5—7 síðd. að Hótel Borg' (suðuranddyri) . IÞingborg. Nokkrar konur geta komist að á sumarheimili Mæðrastyrksnefnd arinnar að Þingborg. Konur, sem vildu sækja um dvöl þar, eru Tbeðnar að snúa sér til skrifstofu nefndafinnar í Þingholtsstræti 18, kl, 3—5, sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir n. k. fimmtudag 10. þ. m. Jttagnar Guðmundsson prentari, verkstjóri í Alþýðuprentsmiðj- unni, er nú á förum til Ameríku til að fullkomna sig í prentlistinni og kynna sér nýjungar þar í faginu. Er ætlun hans að dvelja þar eitt ár til að byrja með, og ef til vill lengur. — í tilefni brottfarar Ragnars hélt starfsfólk Alþýðu- prentsmiðjunnar honum skilnað- arsamsæti í fyrrakvöld. Þess skal getið, að til þess er ætlazt, að menn mæti í venjulegum helgidagaföt- um til kvöldskemmtunar verzlun armanna á mánudag'. Templara til ísafjarðar. Burt- för m. e. Esju ákveðin kl. 7 e. h. í kvöld (laugaröag). Þingstúka Reykjavíkur. Hefur þú keypt bókina! At*»YЀIBLAЫР— i i .. . .7 Símasambandið að Norðurlandi Frh. af 2. síðu rétta leið til að fyrirbyggja að slíkt ástand skapist,, er að fjölga símasamböndunum um leið og fleirum og fleirum og síðast öllum landsmönnum er gert fært að notfæra sér þetta hagkvæma tjáningartæki, og í því skyni vevður að lenaia jarð síma með nseqileqa mörqum lín um um allar lielztu símnT^fíir. Byrjunin að slíku símakerfi var hafin 1939 með lagningu jarð- símans yfir Holtavörðuheiði. í honum eru 46 vírar eða 32 tal- sam'bönd. Það verður hlutverk landssímans, strax og hið rétta efni fæst, að leggja slíka jarð- síma frá Reykjavík til Akureyr ar og á aðrar aðalsímaleiðir, þar sem margra talsambanda er þörf. Þá getur afgreiðsla sím- tala gengið greiðlega og hrað- símatölin 'horfið að mestu. Nú sem stendur er línuþurðin al- mest frá Reykjavík til Borgar- ness og þarnæst til Hrútafjarð- ar, þar sem símaleiðir skiptast til Norður- og Vesturlands. Um síldveiðitímann er síma- sambandsskorturinn milli Suð- ur- og Norðurlands langmestur og er nú svo komið, að síðast- liðinn mánuð (j.úlí) voru að meðaltali um 50(7 hraðsímtöl á þessari leið. Að vísu má gera ráð fyrir að eitthvað dragi úr símanotkun fyrst í stað að stríð inu loknu og nokkur sambands fjölgun verður þegar setuliðið fer, en hvorugt þetta verður, nægileg eða endanleg úrbót. Hin eina fullkomna lausn er jarðsímarnir og þeir marg- borga sig, þar sem margra sam banda er þörf, því þeir eru svo miklu öruggari í rekstri en of- anjarðarlínurnar og ódýrari í viðhaldi. Aðal jarðsímakerfinu þarf að hraða sem mest, leggja iað strax að stríðinu loknu og eins ört og mögulegt er. Verði ekki fé til þessa fyrir hendi hjá ríkissjóði, verður að taka lán, eins og áður var gert til síma- lagninga, enda ætti landssíminn að geta staðið undir slíku láni. Landssíminn harmar engu síður en símnotendur það á- starid eða ’ þá símasambands- þurrð, sem nú er, því ef þessu . heldur áfram, þýðir það, eins og blöðin hafa réttilega bent á, lítið annað en hærra símagjald. Og fyrir landssímann eru hinar óeðlilegu hraðsímtalatekjur ekk ert annað en sjúk tekjubólga en enginn heilhrigður tekju- grundvöllur, sem hægt er að bygg'ja á. Hún hjaðnar um leið og séð er fyrir hinni eðlilegu símasambandsþörf. Nú hefir verið stungið upp á því að afnema öll hraðsam- töl og má vel vera að að þvi reki, þótt tæplega myndi það þykja vinsælt, frekar en aðrar neyðarráðstafanir, og er heldur engin veruleg úrbót fyrir síma notendur. Hins vegar væri æski legt að menn leituðust við að nota meira ritsímann í stað símtala en nú er gert, til þess að létta á talsímaafgreiðslunni á meðan ekki er hægt að fjölga talsímasamböndunum. Á þetta sérstaklega við staði eins og Reykjavík-Akureyri og Reykja vík-Siglufjörður, þar sem er beint ritsímasamband á milli. Það er auðvitað mál, að oft er þægilegra að reka erindi sín með símtali en símskeyti, en í æði mörgurri tilfellum gerir sím skeytið sama gagn, og með til- liti til þess, að þetta er í raun- inni eina úrræðið í þili, er þess að vænta, að símnotendur not- færi sér það eftir því sem unnt er “ ' Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi f Ólafur Pétur Sveinsson, fyrrv. vitavöréur •frá Reykjanesi, andaðist á Landsspítalanum að kvöldi þéss 3. ágúst. — Fyrir hönd aðstandenda. Málfríður Gísladóttir, Fjölnesveg 11. Maðurinn minn, faðir og sonur Jóhann B. Ágúst Jénsson, andaðist í fyrrinótt. Fanney Friðriksdóttir. Edda Ágústsdóttir. Ragnhildur Jónsdóttir. Hý fízka. Leikkonan Grace Johnson í Hollywood sýnir á þessari mynd nýja tízku, sem hún hefur fundið upp. Hún bind ur baðhandklæðið um höf- uðið eins og túrban og þykir það ,,sniðugur“ höfuðbúnað- ur, að minnsta kosti á henni. Héraðs- og íþróffamót Ungmennafélaganna í Dalasýstu. ‘t9 ÉRAÐSMÓT Ungmenna- sambands Dalamanna var haldið að Sælingsdalslaug sunnudaginn 23. júlí. Form. Sambandsins, Halldór Sigurðsson bórtdi að Staðar- felii, setti mótið og stjórnaði því. Þá fór fram keppni í eftir- töldup íþróttagreinum og urðu þessir hlutskarpastir: 50 m. bringusund drengja: Einar Jónsson (Unnur djúp- úðga) 46,4 sek. 100 m. sund karla (frjáls að- ferð): Kristján Benediktsson (Stjarnan) 1,22,3 sek. 80 m. hlaup drengja: Bragi Húnfjörð (Dögun) 10,4 sek. 3000 m. hlaup: Gísli Ingi- mundarson (Stjarnan) 10,40,7 sek. : 100 m. hlaup karla: Kristján Benediktsson (Stjarnan) 12,7 sek. Langstökk: Kristján Be íe- diktsson (Stjarnan) 5,65 m. Hástökk: Kristján Benedikts son (Stjarnan) 1,55 m. 2000 m. hlaup drengja: Stefn ir Sigurðsson (Dögun) 7,16 mín. Stighæsta féla^ið var Umf. Stjarnan með 47 stig, næst var „Dögun“ með 19 stig. Stighæsti einstaklinv—á mótinu var Kristán Benedikts- son með 16 stig. Ræður fluttu: Þorleifur Bjarnason námsstjóri og Þor- steinn Einarsson íþróttafull- trúi, sem mætti á mótinu í boði U. M. S. D. Ávörp fluttu: Jón Emil Guð jónsson, form. Breiðfirðinsafé- lagsins og Guðmundur Einars- son. Ungfrúrnar Anna Þórhalls- dóttir og Kristín Einarsdóttir sungu einsöngva og tvísöngva. Jóhann Tryggvason aðstoðaði. Mótið var mjög fjölmennt og fór hið bezta fram. Frídagur verzlunarmanna Ferðir Ms. Víðis og helztu skipulagsbundnar áætlunar- ferðir bifreiða um Norður- og Vesturland og um Borgar- fjarðarhérað verða nú um helgina sem hér greinir: Laugardagur: Frá Reykjavík kl. 7 (Akureyri) — kl. 14 (Hreðav. Öl- ver, Reykholt, Borgarnes, Stykkishólmur, Ólafsvík) — kl. 18 (Ölver). Frá Akranesi kl. 9, — 16, — 21,30 (Hreðavatn, Akur- eyri). Sunnudagur: Frá Reykjavík kl. 7 (Akureyri) kl. 11 (Hreðavatn, Ölver) — kl. 20. Frá Akranesi kl. 9, 18 og 21,30 (Akureyri, Hreðav., Öl- ver, Reykholt, Borgarn.) Mánudagur: Frá Reykjavík kl. 7 (Akureyri) — kl. 11 (Hreðavatn, Reykholt) kl. 20. Frá Akranesi kl. 9, — 18 Ólafsvík, Stykkishólmur, Öl- ver) kl. 21,30 (Akureyri, Hreðavatn, Reykholt). Athugið, að skipið fer tvær ferðir síðdegis á laugardag, klukkan 2 og klukkan 6 e. h. Flugvél Lottleiða hefir annasl síldarflug í sumar. SÍÐASTLIÐINN mánuð hef- ir flugvél Loftleiða h.f. annast síldarflug fyrir Norður- landi, og mun hafa flogið 21.600 kílómetra í síldarleitum sípum. Alls voru farnar 83 flugferð- ir á 25 flugdögum, og nam flug tíminn alls rúmum 132 klukku stundum. Auk þessa fór flugvélin tvö sjúkraflug með menn, sem orð- ið höfðu fyrir slysum, og fiutti þá til Siglufjarðar. SVIPSPRENGJUM Þjóð- verja rigndi yifir London og SuðurJEngland í alla fyrri nótt og nokkrum einnig í gær- dag. Töluvert tjón ivar enn af þeim. 1 OOfl ÁMBRÍSKAR luUvf sprengjuflugvélar gerðu árásir á Norður-Þýzkal. í gær, þar á imeðal á vopnatil- raunastöðina við Peenemiinde við Eystrasalt. Hitler „hreinsar "lil í herforingjaliðlnu. Frh. af 3. síðu. hann hafði verið sviftur yfir- herstjórn í Frakklandi. Opinberlega er tilkynnt, að marskálkurinn, sem eigi að draga fyrir hinn nýja dómstól sé von Witzlében, sem tók á sínum tíma þátt í herförinni gegn Frakklandi og var um skeið yfirmaður þýzka hersins þar, en fullyrt er nú að hafi verið aðalmaðurinn í samsær- inu gegn Hitler. Tilkynnt er hins vegar að fjölda herforingja hafi þegar verið vikið úr hernum og verði þeir dæmdir af venjulegum dómstóilum. Fjórir herforingjar eru sagðir hafa framið sjálfs- morð og tveir hafa gengið Rúss um á vald! Úfbreilið AibÝiubiaSið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.