Alþýðublaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 3
Sunnuttagur 6. ágúst 1944 ^LÞYOyBLA^lO s Ský og reykjarmekkir yiir Paiau ' Eyjan Palau er ein af hinuan dreifðu bsékistöðvum Japana áKyrrahafi og rammdega víggirt liggur aðeins skammt fyrir austan Filippseyjar. En flugvélar Bandaríkjamanna eru farnar að heimsækja hana nokkuð oft Á myndinni sést Palau úr lofti meðan á einni þessara loftárása strendur. Ský og reykjarmekkir sjást víðsvegar yfir eynni. Strfðsfrétfaritarinn Ernesl Hemingway GREIN ÞESSI er viðtal við hinn heimsfræga rithöfund Ernest Hemingway. Hemingway er nú stríðsfréttarit- • - ari, og hann var í einum hinna fyrstu innrásarbáta, sem lentu við Normandiestrendur, þegar bandamenn hófu at- löguna gegn Evrópuvirki Hitlers. Hemingway tók þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og þekkir því vel til styrjalda, en þó kveðst hann heldur kjósa að skrifa bækur en afla stríðsfrétta. Hemingway meiddist eigi alls fyrir löngu, er hann lenti í bifreiðarslysi í London, og minnist hann með- al annars á það í viðtali þessu. OÖÐAN DAGINN, góðir - hálsar. Hafið þið borðað morgunverð? Höfundur bókanna, Vopnin kvödd og Hverjum klukkan glymur, lætur fallast á rúm sitt. í gistihúsherbergi hans getur hvarvetna að líta bækur og stríðskort. Hann lítur ljósmyndavélina óhýru auga. — Hvað stendur eiginlega til? Þið skuluð ekki halda, að ég sé kvikmyndaleikari. Eg er rithöfundur. Hann hallar sér makindalega aftur á bak og strýkur hróðug- Ur hið myndarlega skegg, sem 1 prýðir rjóða vanga hans. Hann rninnir í senn á' spámann og . fjallahirði og virðist vera til í allt. Hann virðir ljósmyndar- | ann vendilega fyrir sér, meðan i hann er að koma sér fyrir. — Er þetta Leica? Eg nota alltaf Rolleflex. Eg hafði alltaf Ijósmyndavél af þeirri gerð meðferðis, þegar ég var í borgarastyrjöldinni á Spáni. En ég skal játa það, að ég ber ekki mikið skyn á ljósmynda- vélar og IjósHsyndasmíði. Eg skrifa hara stríðsfréttir fyrir Gollier’s Magazine. Það eru ' alltaf einhverjir aðrir, sem taka myndirnar. Og nú er svo komið, að flestir myndatöku- mennirnir starfa í þjónustu hersins. — Haldið þér, að þér mun- uð skrifa stríðsfréttir lengi ennþá? Það færist breitt bros yfir. andlit Hemingways. Eg veit það ekki, og senni- . lega léti ég þessari spurningu f yðar ósvarað, þótt ég gæti svarað henni. Mér geðjast að sumu leyti vel að þessum starfa og að sumu leyti illa. Eg hef aldrei skorazt undan því að vera meðal hermannanna ogf fylgjast með hernaðaraðgerð- um. En ég hef ímugust á því að skrifa stríðsfréttirnar. Eg vil miklu heldur skrifa bækur. Sjáið þér til — hann rís upp við dogg og er uú orðinn hinn kampakátasti — þegar ég vinn að bók, skrifa ég sjaldan meira en þrjú hundruð og fimmtíu orð á klukkustund. Nú verð ég hins vegar að gera svo vel og símsenda sex þúsund orð á hverjum degi, sem guð gefur. Það gefur því að skilja, að ég verð að leggja mun harðara að mér sem stríðsfréttaritari en ég myndi ella gera. — Og áður en mér auðnast að grípa fram í fyrir Hemingway, hef- ur hann snarazt fram úr rúm- inu. Hann stikar yfir gólfið og að skáp úti í horni, tekur út úr honum mikinn handritastanga, sem hefur að geyma afrit af öllum stríðsfréttum hans, og sýnir mér. í einu þessara símskeyta er lýst ferðalagi með einhverjum hinna fyrstu amerísku innrás- arbáta, sem fluttu hermenn yfir Ermarsund til Normandie- strandar, þar sem nú eru háð- ar hinar grimmilegustu og heimssögulegustu orustur. — Voruð þér í einum inn- rásarbátnum? — Já, ég var áhorfandi að . hyrjun innrásarinnar frá því Mukkan þrjú að morgni og langt fram á kvöld. Þá hef ég lengst á ævinni verið áhorfandi eða þátttakandi í vopnaviðskiptum, án þess að bragða víntár. Það er nú þess vegna, sem ég hygg, að ég gleymi' ekki inn- rásardeginum að sinni. — Var það þá, sem þér særðust svona? spyr ég og banda hendinni í áttina til hans, en á enni hans getur að líta stóran skurð. — Nei, þetta fékk ég nú í bifreiðarslysi. Læknirinn, sem gerði að þessum áverka mín- um, sagði, að þetta væri stærsti skurður, sem h^inn hefði saumað á ævi sinni. Já, það var svo sem ekki tekið út með sældinni. Það er barið að dyrum, og veitingamaðurinn kemur inn með morgunverðinn. Heming- way lítur á réttina, án þess að láta á sér bæra. Það er eins og hann hafi ekki átt von á þessu. — Þið segizd áreiðanlega hafa borðað morgunverð? — Já, áreiðanlega. Það verður því ekki urn það efazt, að morgunverðurinn er ætlaður Hemingway. Hann tek ur smábrauðið sér í hönd og brýtur það seinlega. Það er eins og hann sé enn á báðum áttum. En brátt færist þó bjart bros yfir ásjónu hans. — Þetta er óvenjulega gott gistihúss- fæði, verður honum að orði. Það er að sönnu ekki marg- breytt, en ágætt eigi að síður. Þetta er mun betra fæði en heima. En ekki kann ég vel við það, að sitja hér og raða í mig og horfa á ykkur sitja hjá og horfa á. Skyndilega kveður loftvarna- merki við. Hemingwáy bendir með gafflinum í áttina til dyr- anna og segir: — Sumt fólk virðist ekki gefa því minnsta gaum, þótt loftvarnamerki séu gefin. Öðrum gengur treglega að venjast þessu. Kvenfólkið á erfiðast með að sætta sig við þennan ófögnuð sem vonlegt er. Þegar hann hefur lokið að snæða, sezt hann við ritvélina og vinnur af kappi góða stund. Þó líður ekki á löngu, unz hann tekur sér hvíld og snýr sér að okkur að nýju. — Ætli þið vildið ekki annars gera svo vel og láta mig fá nokkrar af þessum myndum? Eg er að hugsa um að senda strákunum mínum þær. Eg á son á Ítalíu eins og ykkur.mun um kunnugt. Hinir tveir eru heima og eru þar í skóla. Eg væri heima hjá þeim núna, ef þessi stríðsfréttamennska mín hefði ekki komið til. Við heitum því, að senda honum myndirnar og þökkum því næst móttökurnar og kveðj- um. Þegar við erum komnir fram að dyrum, er Heming- way tekinn til óspilltra mál- anna við vinnu sína að nýju. Það er eftirminnileg sjón að hafa séð þennan heimsfræga rithöfund sitja við ritvélina sína og keppast við að semja þrjú þúsund 'orða fréttaskeyti handa Collier’s áður en kvat.t verði dyra hans öðru sinni og honum færður málsverður, sem hann telup sig alls ekki eiga von Ánægðir striðs- | fangar: 600 flugmenn, sem orðið hafa að nauð- lenda í Svíþjóð á stríðsárunum. P BUGMENN frá löndiun “■ bandamanna, aðallega Bret ar og Bandaríkjamenn, sem ; neyðst hafa til þess að nauð- ] lenda í Svíþjóð á ófriðarárunum eftir loftárásir á Þýzkaland, eru nú orðnir um 600 að tölu, að því er brezka vikublaðið „News ] Review“ upplýsir. Það eru á- hafnir af samtals 1-25 sprengju- flugvélum, sem leitað hafa ha£n ar í Svíþjóð. ; Þessir flugmenn hafa allir verið kyrrsettir í Falun í Döl- j um og hafast þar við í eins- konar fangabúðum. En það er frjálsasta og þægilegasta fanga búðavist, sem nokkrir stríðs- fangar hafa þekkt í þessu stríði, segir „News Review“. Þar eru engir verðir, enginn gaddavír, engar vélbyssur, né heldur hegningarklefar. Aftur á móti er þar opinn arinn í hverju herbergi til þess að gera allt sem heimilislegast. Yfir vetrarmánuðina fá hinir kyrrsettu 'flugmenn að vera eins mikið á skíðum og skaut- um og þeir vilja, en á sumrin. spila þeir cricket. Alla daga geta þeir farið frjálsir ferða sinna um Falun og þrjá daga í mánuði mega þeir fara til Stakkhólms. Þeir eru ánægir með *vistina í Falun, og íbúarnir í Falun eru ánægðir með þá. Það er aðeins eitt, sem Falunbúar hafa kvart að undan, síðan hinir kyrrsettu, erlendu flugmenn komu þang- að. Þá voru svo miklar whisky- birgðir þar fyrirliggjandi, að þeir treystu því, að þær myndu endast út stríðið. En það liðu ekki nema nokkrar vikur, þar til flugmennirnir höfðu drukk- ið þær upp! Bæjarráð ákveður að úthluta ekki fleir- um bráðabirgða- lóðum við Sogaveg. SAMÞYKKT var á bæjarráðs fundi í fyrradag að úthluta ekki fleiri bráðabirgðalóðum við Sogaveg. Á lóðum þess- um eru íbúðarhús, sem ekki fullnægja kröfum byggingar- samþykktarinnar og eru byggð með því skilyrði, að þau verðí tekm burtu, bæjarsjóði að kostn aðarlausu, þegar krafizt verður, með sex mánaða fyrirvara. Faðir okkar Eiías Elíasson verður jarðaður frá Ránargötu 34 miðvikudaginn 9. júlí 1944 kl. 1,30 e. h., jarðað verður frá Fríkirkjunni. Fyrir hönd barna og tengdabarna Hjörtur Elíasson Þakka innilega öllum þeim sem sýndu mér vinsemd og vinarhug' á 60 ára afmælisd.egi mínum, með heimsókn- um, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum og gjörðu mér daginn minnisstæðan. Þórarinn Kr. Guðmundsson, Hafnarfirði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.