Alþýðublaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1944, Blaðsíða 2
2 ALfaYÐUBLAPIP Sima«4ae«jr S. á«iúst 1944. J^xíjðttbUiúÍ* Qtgefandi: Alþýðufiokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4T1 og 4902. Símar afc,’'_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Siminn. EINS og ‘áður hefur verið vakin athygli á hér í blað- inu, ríkir hið mesta vandræða- ástand í talsímamálum okkar. Einkum er þetta tilfinnanlegt hvað snertir talsímasambandið milli Norðurlands og Suður- lands, eða nánar tiltekið milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eru þessi vandræði talsímanotend- um svo kunn, að óþarft er að fjölyrða um þau. * Póst- og símamálastjóri, Guðmundur Hlíðdak birti hér í blaðinu í gær greinargerð um þetta mál. Lýsir hann því með sterkum orðum, hve gersamlega þetta ástand sé óviðunandi. Af þessu hefur leitt, að fólk hylL- ist til að biðja um hraðsamtöl á þessari leið, til þess að þurfa ekki að bíða eftir afgreiðslu venjulegra samtala. Er svo komið, að í júlímánuði var til jafnaðar helmingur símtala á þessari leið hraðsímtöl. Póst- og símamálastjóri tel- ur, að fyrir Landsímann sé síð- ur en svo fengur að þessum miklu hraðsímtölum. Þau séu til þess fallin að trufla og tefja afgreiðsluna, og hinar auknu tekjur símans af þeim séu að- eins óeðlileg tékjubólga en ekki tekjugrundvöllur, sem hægt sé að byggja á til fram- búðar. Höfuðatriðið er, samkvæmt greinargerð póst- og símamála- stjóra, að fjölga stórlega tal- símasamböndunum. Og rétt- asta og öruggasta leiðin í þeim efnum er lagning jarðsíma með nægilega mörgum línum um allar helztu símaleiðir landgins. * Síminn er hið mesta nauð- synjatæki og hefur mikilsverðu ætlunarverki að gegna. Hin sí- váxandi notkun hans sýnir líka ljóslega, hve þörfin er mikil á þessu sviði. Það er mikið undir því komið fyrir atvinnu- og viðskiptalíf lands- ins, að símaiþjónustan sé greið og örugg. Gegnir í því tilliti sama máli um símann og sam- göngur og póstþjónustu. Auk þess er síminn svo til ómetan- legs 'hagræðis fyrir almenning En ástandið í símamálum okkar er orðið ákaflega baga- legt. í höfuðstað landsins er þess enginn kostur að fá tal- síma. Er það til tilfinnanlegs óhagræðis, ekki aðeins fyrir al- menning, heldur einnig fyrir ýmsan atvinnurekstur, sem líður mjög við það, að ekki er hægt að fá nýja síma. Og á langleiðunum er ástandið eins- og lýst hefur verið hér í blað- inu. Að öllum aðstæðum athug- uðum er því þess að vænta, að ekki verði látið dragast degi lengur en óhjákvæmilegt er að ráða bót á þessum vandræðum. Það er ekki auðið eins og er. en þegar úr rætist í þeim efn- um, verður tafarlaust að hefj- ast handa ung varanlega aukn- ingu og endurbætur símakerf- isins í landinu. Kommúnislar sfofna til „fyrir- myndar útgerðar" Kveija frá íslendiug- un og NorSmöm- um í Oslo. Kaupa úrelt skip af Fultonsgerð, sem ekki fullnægir íslenzkum siglingalögum. f _ ^ Og láta Færeyinga sigla inn á því þúsundir í flokkssjóðinn. 17' OMMÚNISTAFLOKKURINN hefir keypt erlent skip og hafið útgerð á því. Skipið er svo ófullkomið og úrelt að það myndi ekki komaBt undir íslenskan fána. Hef- ir flokkurinn ráðið Færeyinga á það en Færeyingar gera miklu minni kröfur til hæfni skipa en við og gera minni kaupkröfur. Skipið tekur fisk til útflutnings og er nú í ut- anlandssiglingu. Kommúnistaflokkurinn lætur nokkra af höfuðpaurum sín- um standa fyrir útgerð þessari og bera ábyrgð á henni. Meðal þeirra eru tveir þingmenn þeirra og tveir bæjarfulltrúar þeirra hér í Reykjavík. Þessir menn eru: Áki Jakobsson alþingismaður, Sigurður Thoroddsen alþingismaður, Steinþór Guðmundsson bæj- arfultrúi, Björn Bjarnason, bæjarfulltrúi og auk þeirra: ísleifur Högnason forstjóri KRON og Erling Ellingssen, verkfræðingur. Þessir menn skipa nokkurs konar fjármálastjórn flokksins, enda á , ,f yrirmy ndarútgerð1' þeirra að sigla inn nokkur hundruð þús., semt eiga síðan að standa straum af áróðri flokksins, ferðalögum erind- reka og undirróðursmanna um landið og blaða- og' bæklings- útgáfu hans. upp af freðnum þeir brjóta skrifstofuhurðina og kyrkja kúluvambann.“ Þetta er ekki birt hér vegria þess að það sé svo fallegt. — En það var birt í skráutramma í Þjóðviljanum. Nú er kommúnistablaðið hætt að birta slík ljóð. F.RÁ Guðna Benediktssyni, formanni íslendingafélags ins í Osló, hefir þessi kveðja borizt, dagsett í Osló 17. júní. „íslendingar og Norðmenn, sem mættir eru til að hylla 17. júní og hið nýja sjálfstæði ís- lands, senda landi og þjóð kær- ar kveðjux og heillaóskir. Lifi ísland — lifi frelsið.“ Verður hús Þjóðminja- safnsins byggl á Há- skólalóðinni! A FUNDI sínum í fyrra- dag samþykkti bæjar- ráð fyrir sitt leyti að bygg- ing þjóðminjasafnsins verði reist á háskólalóðinni. Hefir háskólaráð boðið lóð undir byggingu þjóðminjasafns á svæðinu fyrir vestan gamla stúdentagarðinn, og telur bygg- ingarnefnd þjóðminjasafnsins að lóð þessi sé margan hátt ák;->s- anleg, þó ekki sé að fullu búið að taka ákvörðun ryn, bvort bygging þjóðminjasafnsins verði reist þar. Þetta björgunarskip komm- únistaflokksins heitir „Falkur“ —Nafnið minnir svqlítið á ís- lenzkuna í Þjóðviljanum stund um. Það er byggt í Noregi fyrir 32 árum, úr járni, er 151 smá- lest með 500 hestafla gufuvél. Kommúnistar keyptu skipið af Færeyingum. Sjómaður, sem skoðaði skipið, þegar það kom hingað til Reykjavíkur fyrir nokkru sagðist kannast við það frá því að það var í eigu Fær- eyinga, það væri mjög úr sér gengið og allt að því eins dæmi í íslenzka flotanum fyrir léleg- an útbúnað. Skipið myndi held ur ekki nándar nærri fullnægja íslenzkum siglingalögum, hinni svokölluðu „Sigurjónsku". ís- lenzkir sjómenn myndu neita að sigla á því. í þessari útgerð sinni virðist eins og komrnún- istamir hafi farið eftir ráðleeg ingum Magnúsar Jónssonar guð- fræðiprófessors, því að „Falk- ur“ er alveg eins og „Fulton“ gamli, sem Magnús sigldi á, þeg ar hann ritaði hina frægu grein sína um Sigurjónskuna. Skip- inu er og fyrst og fremst ætlað það hlutverk að sigla inn pen- inga handa Kommúnistaflokkn- um. Annað skiptir þa heldur ekki svo miklu málií!!) Kommúnistar telja að þeir hafi keypt skipið fyrir 215 þús- undir króna — og trúi þeir því sem vilja. Tillgangurinn helgar meðal- ið. Það er trúarjátning komm- únisja. Flokkinn vantar -pen- inga! — Fyrir nokkru birtist í Þjóð- viljanum kvæðisómynd eftir kommúnista. Eitt erindið er svona: „Og árin líða við nvrsta haf. Þeir lögðu frá ströndinni 30 ungir menn á hripleku skipi, og 30 unnustur og 14 mæður stóðu í frostinu og horfðu á eftir. hinu hripleka skipi. Og síðasta erindi í þessum kommúnistiska sálmi hljóðar þannig: „Lörtgu síðar rísa 30 ungir merui >Stórathyglisverð kosningaúrslit: Jafnaðarmenn vinna yfirgnæf- andi meirihluta í einu fylki Kanada. Fengu 43 sæti í fylkisþinginu af 51; stjórnar- flokkurinn hrapaöi úr 33 sætum niður í 5! T AFNAÐARMENN unnu í “ nýlega afstöðnum kosning um til fylkisiþingsins í Sas- katchewan í Kanada, fylk- inu næst fyrir vestan Mani- toba, hreinan og yfirgnæf- andi meirihluta allra þing- sæta. Þeir fengu 43 af 51 full trúa, sem kjörnir voru, en frjálslyndi flokkurinn, sem stendur að baki núverandi •sambandsstjóm í Kanada, stjórn MacKenzie King, ekki nema 5, og íhaldsflokkurinn ekki einn einasta. Ókunnugt er enn um 3. ______ Þessi kosningaúrslit hafa vak ið stórkostlega athygli langt út fyrir endimörk Kanada og Ame ríku yfirleitt, enda éinstæður kosningaviðburður vestan hafs. Fyrir kosnignamar var frjáls- lyndfi flokkuriinn í hreinum meiriluta á fylkisþinginu eða með 33 fulltrúa, jafnaðarmenn höfðu 10 og 4 skiptust á tvo smá flokka. Hefir miklum ótta slegið á frjálslynda flokkinn við þenn- an ósigur; hafði fyrir kosning- arnar í Saskatchewan ve”:iy ’ við orð, að MacKenzie King myndi rjúfa sambandsþingið í Ottawa og láta fara fram al- mennar kosningax innanskamms, ef flokkur hans bæri sigur úr býtum í Saskatchewan; en eft- ir úrslitin þar þykja litlar lík- ur til ,að hann kæri sig um al- mennar kosningar fyrr en kjör- tímabil núverandi sambands- þings er útrunnið. Flokkur jafnaðarmanna í Kan ada nefnist Canadas Coopera- tive Commonwealth Federation og var stofnaður í Saskatche- wan fyrir rúmum áratug. Hefir hann átt vaxandi fylgi að fagna, en þó verið langt frá því að vinna meirihluta á nokkru fylk- isþingi dandsins fyrr en nú. Þykja kosningaúrslitin ákaflega athyglisverður vottur þess, hve mjög hugsjónir manna í Ame- ríku, sem og raunar um allan heim, mótast nú af kröfum jafnaðarstefnunnar um þjóðfé- lagslegar umbætur og félagslegt öryggi fyrir alla. Búizt er við, að forystumað- ur jafnaðarmannaflokksins í Saskatchewan, Clement Dougl- as, taki við forsæti fylki§stjórn arinnar. Hann er aðeins 39 ára og var áður fyrr vélsetjari í prentsmiðju. Nýtt kvennablað, júní-heftið hefir nýlega borizt blaðinu. Efni m. a.: Forseti íslands og þjóðhátíðin að ‘Þingvöllum (myndir). Þeir, sem lýðveldið erfa, (Þórunn Magnúsdóttir rith.), Skóla stjóri Kvennaskólans í Hveragerði (Hugrún), Vorhugur, (Jónassína Sveinsdóttir), Gvendarbrunnur í Reykjavík, kvæði eftir Huldu, Fimmtíu ára minning hins ísl. Kvenfélags. Kvæði o. II. » Bœrinn í Aav Næturlæknír er í Læknavarð- stofunni í nótt og aðra nótt. Næturvörður er í nótt og aðra nótt í íngólfsapóteki. Helgidagslæknir er Eyþór Gunn arsson, Miðtúni 5, sími 2111. Næturakstur annast B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í Hallgrímssókn (sér Sigurbjörn Einarsson). 12.10- 13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdeg istónleikar (plötur): a) Tríó eftir Bach-Casella. b) Tríó í G-dúr eftir Haydn. c) Kvartett nr. 21 í G-dúr eftir Mozart. d) Kvartett, Op. 95, í f-moll, eftir Beethoven. e) 15.00 Sönglög eftir Richard Strauss. 19.25 Hljómplötur: a) „Galdra- neminn“ eftir Dukas. b) „Bolero“ eftir Ravel. 20.00 Fréttir. 20.00 Einleikur á cello (Þórhallur Árnason): Sónata í g-moll eftir Marcello. 20.35 Erindi: Horft um öxl og fram á leið I. (Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.1,5 Upplestur: Úr kvæðum Guðmundar Friðjónsson- ar (Jón Norðfjörð leikari). 21.35 Hljómplötur: „Ameríkumaður í París“ eftir Gershwin. 21.50 Frétt- ir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrár- lok. Á MORGUN Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: ‘ 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30- 16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljóm plötur. 20.00 Fréttir. 20.30 Ðag- skrá Verzlunarmannafélags Reykja víkur: Ávörp og ræður: (Hjörtur Hanson, kaupmaður, Baldur Pálma son, verzlunarmaður, Konráð Gísla son, kaupmaður). Einsöngur (Frú Elísabet Einarsdóttir). — Útvarps- hljómsveitin. 21.50 Fréttir. Dag- skrárlok. Alþýðublaðið kemur næst út á miðvikudag. Á mánudaginn verður ekki unnið í prentsmiðjunum vegna frídags verzlunarmanna, sem einnig er frí dagur prentara, og kemur því ekk ert blað út á þriðjudag. Jón Norðfjörð leikari frá Akureyri er staddur hé í bænum og mun lesa upp í út- vapið í kvöld eftir Guðmund Frið- jónsson frá Sandi. Nýlega rak búrhval á Þykkvabæjarfjör- ur í Álftaveri. Er hvalur þessi 25 m. langur og virðist lítt skemmd- ur. En það mun koma betur í ljós, er farið verður að slægja hvalinn. fyrradag varð maður nokkur var við mink á Laugaveginum á móti verzlun- nni Málning og járnvörur. Maður- inn veitti minknum eftirför, en hann forðaði sér og hvarf í stóra •uslahrúgu að húsabaki. Viggó Hólm Sigurjónsson, bókbandsmeistari, Laugavegi 56 B, verður 40 ára 8. ágúst. Þórarinn. Ó. Vilhjálmsson, verkamaður, Lokastíg 28 A, varð fertugur í gær. Kona hrasar á bifreið. T FYRRADAG varð það slys *■ á Hringbraut, að gömul •kona féll fyrir bifreið og meiddist nokkuð á höfði. Kona þessi heitir María Jóns- dóttir og á heima á Karlagötu 16. Mun María hafa staðið utar- lega á gangstéttinni og hrasað um leið og bifreiðin ók framh'A og lenti hún með höfuðið á aft- urhurð bifreiðarinnar og meidd ist nokkuð. Var hún flutt á Landsspítalann og líður nú eft- ir vonum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.