Alþýðublaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIO ——i». ~-- - —~ ...i — Fimmtudagiír 10. agúst 1944. Forseti Islands legg- ur af stað til Aust- urlands á morgun FO R S E T I ÍSLANDS kom hingað til Reykja- víkur í gærmorgun kl. 10 með varðskipinu „Ægi“. Tóku á móti honum, er skip ið lagðist við hafnarbakkann Bjöm Þórðarson, forsætisráð herra, Vilhjálmur Þór, utan- ríkisráðherra, Einar Araórs- son, dómsmálaráðherra og Agnar Kofoet-Hansen lög- reglustjóri. Forseti ók þegar til skrif- stofu sinnar í alþingishúsinu. Forsetinn mim leggja af stað á morgun með „Ægi“ til Vest niannaeyja, VerSa þar á Iaug- ardag, en halda síðan til Aust fjarða. Að því ferðalagi lokuu mun hann heimsækja Suður- land. Furðulegt sleiiarlag á fólksflutn- ingur milli Rvíkur og ákraness Margir urðu eftir, sem keypt höfðu farseðla hér í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Viðtal við einn af ferðamönnunum. s KIPULAGI á farþega- flutningi milli Reykja- víkur og Akraness virðist vera mjög ábótavant. Voru um síðustu helgi til dæm is seldir miklu fleiri farseðlar en menn komust uppeftir. Einn þeirra, er varð fyrir því kom að máli við Alþýðublaðið í gær og fórust honum orð á þessa leið: „Um fáar helgar í sumar mun hafa verið jafn mikið um ferða- lög út úr bænum og um verzl- unarmannahelgina 5. ágúst. Þótt ferðalög fólks hafi verið almenn í allt sumar. Þetta fundu þeir bezt, sem lögðu leið sína upp í Borgar- Félagsmálaráðuneytið ákveður % ~ meðalmeðlög óskilgetinna barna Hér í Reykjavík verða meðlögin hæst, eða 680 krónur á ári. T? ÉLAGSMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefir nýlega áikveðið meðal meðlög með óskilgetnum börnum fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1944 til 1. ágúst 1945. Hæst verða meðlögin í Reykjavík. Þar eiga barnsfeður að greiða 680 krónur á ári, að viðbættri dýrtíðaruppbót eíns og hún er hvern mánuð, þar til börnin eru fullra fjögurrá: ára, 570 krónur til fullra sjö ára ald ur*s, 680 krónur til 15 ára aldurs og 340 krónur til fulra sextán ára aldurs. í Hafnarfirði, Vestmannaeyj- um, Siglufirði, á Akranesi og Isa firði skulu barnsfeður greiða 570 krónur að viðbættri dýrtið- aruppbót, þar til börnin eru fullra fjögra ára, 465 krónur á aldrinum 4—7 ára, 570 á aldrin- um 7—15 ára og síðasta árið 285 krónur: í Gullbringusýslu skulu barns feður greiða 545 krónur, að við bættri dýrtíðaruppbót, með ó- skilgetnum börnum, þar til þau eru fullra fjögrk ára, 440 krón- ur á aldrinum 4-—7 ára, 410 á aldrinum 7—15 ára og 275 kr. síðasta árið. Á Akureyri greiðist 480 króna meðlag, að viðbættri dýr- tíðaruppbót, þar til börnin eru fullra fjögra ára. 410 krónur á aldrinum 4—-7 ára, 480 krónur 7—-15 ára og 240 síðasta árið. í Neskaupstað og á Seyðis- firði greiðast 440 krónur auk dýrtíðaruppbótar, þar til böm- in eru fullra fjögra ára, á aldrin um 4—7 ára 370 krónur, á aldr- inum 7—15 ára 4£0 krónur og 220 krónur síðasta árið. í Árnessýslu og Kjósarsýslu gxeiðist auk dýrtíðaruppbótar, 410 króna meðlag, þar til börn- in eru fullra fjögra ára, á aldx- inum 4—7 ára 335 krónur, 7— 15 ára 410 krónur og síðasta árið 205 krónur. Annars staðar á landinu greiði barnsfeður 370 krónur, auk dýrtíðaruppbótar, þar til börnin eru fullra fjögra ára, 4 —7 ára 300 krónur, 7—15 ára 370 krónur og 185 krónur síð- asta árið. Refjist barnsfaðir um að borga tilskilin meðlög á réttum gjalddaga, er það • réttkræft af sveit eða bæ hlutaðeigandi manns. Námsfceið í frjálsum I- þrótlum fer fram á næsiunni. Æfingastaöur útbú- inn á Háskólalóð- inni. LÍMUFÉLAGIÐ Ár- mann hefir ákveðið að halda náiruskeið í frjálsum í- þróttum fyrir byrjendur. Mun það fara fram á túninu fyrir neðan Háskólann. Þar hefir verið komið fyrir stökk gryfjum og öðrum nauðsyn- legum út'búnaði fyrir íþrótta iðkanir. Námskeiðið hefst 15. ágúst n. k. Aðatkennari á nlámskeið- inu verður Stefán Kristjlánsson íþróttakennari, en _ auk hans munu ýmsir beztu íþróttamenn Ánmanns leiðbeina. Að nám- skeiðinu ioiknu er fyriirlhugað í- þróttamót fyrir ‘þá er þátt tóku í því. Kennslan mun fara fraim á þriðjudaginn og iimmtudag- inn kl. TYz—9Vá og á laugar- daginn kl. 4—6. AJilar upplýsingar varðandi námskeiðið verða gefnar í skrif Sitöfu Ánmanns í íjþróttahúsinu við Lindargötu (sími 3356) dag- lega frá M. 5V>—6V2 þar til námskeiðið hefst. fjörð og vestur á Snæfellsnes, og þurftu að komast með Víði upp á Akranes kl. 2 á laugar- dag. Raunar var sú ferð fyrst og fremst ætluð fyrir lang-„rút urnar“ ■ (Ólafsvík—Stykkis- hólm). — En klukkan 1,30 var búið að loka fyrir á bryggjunni og enginn fékk að fara um borð í ,,Víði,“ þar sem hann var orð- inn fullskipaður. Þetta kom mönnum kynlega fyrir sjónir, Þeim, sem keypt höfðu farmiða með bifreiðum einum og tveim dögum áður, þar sem tekið var fram að þeir giltu aðeins með ferðinni kl. 2 á laugardag. En svona var það samt. S'kipulagið er ekki upp á marga fiskana hjá Víðisútgerðinni! Fólki því, sem eftir stóð í öngum sínum á bryggjunni, með farseðlana á milli fingr- anna, var bent á það heillaráð, að flýta sér út á Ægisgarð og fara um borð i ,,Sigríði“, en hún átti að fara til Borgarness kl. 2 og var því sagt, að þangað mundu bifreiðarnar koma af Akranesi og taka það. Fólk þakkaði hinar náðugu ráðleggingar og þusti, sem fæt- ur toguðu véstur á Ægisgarð og það sem fyrst var komst um borð og þakkaði sínum sæla en ekki leið á lömgu þar til þar var einnig lokað og stór var hóp- urinn, sem eftir stóð á bryggj- unni með brostnar vónir, þegar Sigríður lagði úr höfn. Þegar til Borgarness var kom ið kl. 5, urðu þeir, er með Sigríði fóru þess beiska sannleika var- ir, að þar yrðu 'þeir að ’bíða í þolinmæði til klukkan að ganga ellefu um kvöldið, af því að nokkuð af bifreiðunum sem á Akranesi voru myndu bíða þar eftir seinni ferð Víðis, er fór úr Reykjavík kl. 6. Þar sem svo margt fólk hafði orðið eftir af tvöferðinni í Reykjavák. Þetta virðist í fyllsta máta klaufaleg mistök, þar sem far- miðar bifreiðanna eru seldir fyrir fram með ákveðinni ferð, að skipið skuli þá vera yfirfyllt svo að margt af fólki því, sem búið er að greiða fargjöld sín, verði að gera farmiða sína ó- nýta Það er ekki nema sjálfsagt, að takmörk, séu sett fyrir því hve margt fólk fer með skip- unum, og á því eiga farþegarn- ir ' heimtingu að þau séu ekki yfirhlaðin svo, að slys geti staf- að af, en hinu á almenningur einnig kröfu á hendur þeim, sem tekið hafa að ,sér fólksflutn inga milli Reykjavíkur og Akra ness, að þeir selji ekki farmiða með bifreiðum, fleiri en þeim, sem þeir geta annast flutning á. Fréttir frá Í.SJ.: í>rjú ný íslandsmef slaðfest af stjórn sambandsins. Stúdentaráð vill láta um dvöl á Þing- velli. Skorar á ríkis- stjérn, að hlutast til ym það. AFUNDI stúdentaráðs Há- skólans í gær, þar sem rætt var um dvöl hermanna á Þingvelli, var eftirfarandi samþykkt gerð: „Þar sem mjög hefur borið á því, að dvöl erlendra her- manna á Þingvelli setti annan svip á þann fornhelga sögustað en samrýmzt geti þjóðarheiðri og siðferðisvitund íslendinga, þá skorar Stúdentaráð háskóla íslands á ríkisstjórnina að fá því framgengt við stjórn liinna erlendu herja, sem hér dvelja, að hermönnum verði þegar bönnuð öll dvöl á Þingvelli.“ sendimaður frönsku bráðabirgðasljórnar innar hér. Handknaflleiksmót Ármanns hefsf I kvöld. 44 þátttakendur frá 4 félögum. Handknattleiksmót Ármanns hefst í kvöld á íþróttavellinum. Þátttekenduf eru alls fjörutíu og fjórir frá fjórum félögum, Ármanni, Vík- ing, Haukum í Hafnarfirði og Val. Hver leikur stendur í eina klukkustund og verða tveir leik ir háðir í kvöld. Keppa fyrst Gekk á fund utanrik- ismálaráðherra í gær með emhættisskflrrki sín. Qendimaður frakka ^ hér, Henri Voillery, gekk í dag fyrir utanríkisráðherra og afhenti hommi umboðsskjal frá utanríkisráðherra bráðabirgða- stjórnar franska lýðveldisins, en með því er hann skipaður sendimaður hjá ^tjórn lýðveld- isins Island. Við afhendinguna tók Voillery það fram, að honum væri það sérstök ápægja og heiður að afhenda þetta umboðsskjal og bar fram óskir um góða sam- vinnu við ríkisstjórnina og um bjarta framtíð fyrir íslenzka lýðveldið. Utanríkisráðh. lýsti yfir því, að honum væri ánægja að því, að veita Voillery viðtöku sem umboðsmanni bráðabirgðastjórn ar franska lýðveldisins og -full- .vissaði hann um góðan hug sinn og ríkisstjórnarinnar til góðr- ar og vinsamlegrar samvinnu við Frákkland á komandi tím- um og lýsti þeirri von sinni og _ ósk, að franska þjóðin mætti sem fyrsti öðlast fullt frélsi. Ármenningar og Víkingur og hefst sá leikur kl. 8. Kl. 9 hefst annar leikurinn og keppa þá Haukar og Valur. Keppt er um silfurbikar, sem Ármann gaf og hefur Valur unn ið hann tvisvar en Víkingur vann hann í fyrra. Mjög vaxandi áhugi er fyrir handknattleik hjá ungu fólki og má áreiðanlega gera ráð fyrir því, að mikil aðsókn verði að þessu móti. Yaxandi áhugi fyrir hnefaleika- íhróftinni á Norðurlandi Hnefaleikararnir úr Ármanni komnir heim. Viðtal við fararstjórann, Guðmund Arason. Sambandsstjórn hefir staðfest eftirfarandi met: Langstökk 6,86 m., sett af Olíver Steini Jóhannessyni, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Kúluvarp betri handar 15,50 m. og einnig sam- |J NEFALEIKAFLOKK- UR Ármanns, sem fór til Norðurlands kom hingað heim 1 fyrrakvöld Alþýðublaðið átti í gær stutt viðtal við. fararstjórann Guð- mund Arason, enn hann er, eins og kunnugt er, hnefaleikakenn- ari félagsins. Guðmundur Arason sagði þannig frá förinni: •» „Við fórum 10 saman og var Peter Wigelund sýningastjóri. Við fórum héðan mánudaginn 31. júlí og fórum upp á Akra- nes. Þar sýndum við hnefa- hnefaleika við mikla aðsókn. Síðan héldum við beint til Ak- ureyrar og ætluðum við að hafa sýningu þar þá, en gátum það ekki. Við fórum því strax til Siglufjarðar og þar dvöldum við i bezta yfirlæti á firnmtu- dag og föstudag. Þar höfðum við þrjár sýningar og alltaf fyr ir Ihúsfylli- Var ein sýningin haldin vegna áskorana frá starfs fólki Síldarverksmiðja ríkisins, Ég hygg að það sé ekki of mælt að 800—900 manns hafi sótt þessar sýningar okkar. Frá Siglufirði fórum við svo aftur til Akureyrar og höfðum sýningu þar fyrdr troðfullu húsi. Alls höfðum við 7 kappleiki á hverri sýningu og voru þátí- takendur úr öllum þyngdar- flokkum, en þeir voru þessir: Peter Wigelund, sem var sýn- ingastjóri, Guðmundur Arason, sem var fararstjóri, en tók og þátt í leiknum, Þorkell Magn- ússon, Bragi Jónsson, Stefán Jónsson, Stefán Ma'gnússon, Kristmundur Þorsteinsson, Marteinn Björgvinsson, Friðrik Guðnason og Arnkell Guð- mundsson. Okkur var alls staðar mjög vel tekið og urðum við áþreif- anlega varir við mikinn áhuga fyrir þessari íþrótt, en þetta er fyrsta sinn, sem íslenzkur hnefa leikaflokkur fer í slíka sýningar för. Ftóh. é 7. g£8&. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.