Alþýðublaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.08.1944, Blaðsíða 6
Happdræffi Frjálslynda safnaö- arins í Reykjavík. Vinningur: Nýr sumarbústað- ur við Elliðavatn og bifreiö, í einum drætti. Dregið 11. ágúst 1944. Verð hvers miða kr. 5,09. Happdrættishúsið. Glæsiiegasta happ- drætti ársíns! Miðarnir fást hjá safnaðarfólki og á þessum stöðum: Austurbær: Verzl. Gimli, Laugavegi 1. Bókaverzlun Lárusar G. Blöndal, Skólavörðustíg. Verzl. Guðmundar Guðjóns- sonar, Skólavörðustíg 21. Verzl. Valhöll, Lokastíg 8. Verzl. Drífandi, Laufásv. 58. Verzl. Ingólfur, Grundarst. 12. Vísir, útibú, Fjölnisveg 2. Kiddabúð, Njálsgötu 64. Verzl. Ingólfur, Hringbraut 38. Sig. Þ. Skjaldberg, Lauga- vegi 49. Lúllabúð, Hverfisgötu 61. Verzlunin Rangá, Hverfis- götu 71. Verzl. Ásbyrgi, Laugav. 139. Ræsir, Skúlagötu. Verzl. Drífandi, Samtún 12. Miðbær: Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Bókaverzlun ísafoldar. Bókaverzlun KRON. / Vesturbær: Verzl. Höfn, Vesturgötu 12. Verzl. Guðlaugar Daðadótt- ur, Vesturgötu 59. Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Útibú Tómasar Jónssonar, Bræðraborgarstíg 12. .*• Verzl. Drífandi, Kaplaskjóls- vegi 1. Pétur Kristjánsson, Ásvalla- götu 19. f Hafnarfirði hjá: Verzl. Einars Þorgilssonar, Verzlun Jóns Mathiesen og Verzl. Gísla Gunnarssonar. Nú eru síðieetp forvöð að »á sér í miða. Aðalútsölusfaður hjá Stefáni A. Páls- syni, Varðarhúsinu (ÆÞYÐUBU5® Skuggamyndir frá Þi Miðvikudagur 9. ágúst 1944 ■ i ■ i ■ ■■ ■ w ■ i .. 'mmmmmmrn. —■■■ [ orlofi. Það er kvikmydastjarnan Ester Williatms, sem hér á myndinni sést jóta sjáivarins og sólskinsins í sumarleytfi sinu, sem hún eyddi í baðstaðnum Port Hueneme í Kaliforniu. Lokaorð Frli. af 4 hjón, annað lausafólk. Sumt unga fólkið var þarna að úti- leikjum á grasvöllunum. Enga hermenn sá ég heima við tjöld- in. Hins vegar varð ég þess tvisv ar var þessa stund, er ég sat þarna, að amerískir hermenn gerðu tilraun til að ná félags- skap íslenzkra stúlkna, sem voru þarna, — en árangurslaust. Þegar hér var komið, var klukkan um hálf ellefu. Ofan af gjárbarmi hafði ég veitt því athygli, ao einn af Jeppunum, sem vöru þarna á sífelldu flakki, klöngraðist aust- ur allt hráun eftir gamla Skóg- arkotsveginum, og hvarf þar í lautirnar. Lék mér nokkur for- vitni á að kynnast nánar ,,á- standinu11 þarna, og rölti þang- að í hægðum minum. i Þarna í hrauninu voru fáein íslenzk tjöld á strjálingi. Ég gekk þangað austur eftrr, Kom ég brátt þar að sem mannlaus Jeppi stóð i hraundæld. Er þetta bíllinn, sem áðan klöngraðist austur Skógarkotsveg? Ef svo eir, — hvar eru þá þeir, sem í bílnum voru? Ég veit það ekki. Ég hélt aftur út á Velli, því á- liðið var kvölds og ég ætlaði að vera kominn niður að Valhöll fyrir kl. 11 1/2, en þá er húsum lokað þar. Gekk ég nú nokkru sunnar og lagði leið mína um íslenzku tjaldbúðirnar, sem við veginn eru. Á þessari leið minni sá ég enn hvar tveir Jeppar fóru inn í hraunið; annar srieri við eftir skamma stund, en hinum dvald- ist þar á meðan ég sá til. Við íslenzku tjaldbúðirnar bar ekk- ert til tíðinda. Virtust margir íbúanna vera gengir til náða. En rétt þegar ég var nýkom- inn fram hjá tjaldbúðunum mæti ég Jeppa einum á vegi mínum. Kannaðist ég þar við gamlan kunningja. Þetta var sami Jeppinn og stöðvaður var við vegamótin á Völlunum fyrr um kvöldið, eins og ,áður er frá skýrt. Sigldi hann nú tignarlega og sigri hrósandi upp Velli og norður í buskann með fullfermi — ameríska hermenn og ís- lenzkar lagskonur þeirra. En á 'hvaða miðum hanra aflaði þeirra, eða hverju hann 'hafði beitt, er mér ókunnugt. Þegar ég kom niður á móts við rimann miOili Flosagjár og Nikulásargjár, heyrði ég há- reisiti úr rimanum. Sá ég 'þá að þar uppi sat tvennt eða þrennt í hnopp; eitt <var stúlka í ljósri sumarkápu. Heyrði ég hlátra- sicöll hennar og hróp amerísks hermanns, sem þar sat. Var hann að hrópa til félaga síns, sem reikaði rnikið drukkinn nið ur etftir rimanum í áttina til brú arinnar ytfir ,,Peningagjá“. Her- maðurinn sinnti ekki hrópunum, en héilt áfram niður rimann og komu háðir, hann og ég, jafn- snemma á brúna. Gaf hann sig þar á tal við tvo aðra hermenn, sem þar voru fyrir. Ég hélt áfram eftir veginum. Mætti ég iþá fimm íslenzkum stúlkum, lífsglöðum og fagur- lega máluðum. Fóru þær geyst og héldumiorður yfir brú. í hum áittina á’ eftir Iþeim skunduðu jafnmargir amerískir hermenn og var á ölilu fasi þ-eirra auð- sætt að þeim svall móður í brjósti. Til Valhallar kom ég rétt fyr- ir lokunartíma. Fékk mér þar hressingu, því að ég var göngu- lúinn, en átti langt starf eftir. Nótt á heiEagré jör®. Nokkru etftir miðnættj hélt ég í nýjan íLeiðangur um flest- ar sömu stöðvar og ég hafði heimsótt áður um kvöldið. Að þessu sinni fór ég í bíl. ! Það var orðið skuggsýnt og kyrrð og friður hvíldi yfir Þing völlum. Mig hefði eiginlega mest langað til að fara fótgangandi og reika aleinn allla nóttina um þennan hjartfólgna hélgistað ís- lenzlku iþjpþariinnar^ og njóta þar friðsællar ágústnæturinnar og minninga sögunnar. Nú var ég hingað kominn í öðrum erindum og burfti að fara hraðar yfir. Svo vildi til að ,,bryndreki“ íslenzku Lögreglunnar, skipaður sex röskum lögreglumöranum, var í sama mund að leggja upp í eftirlitsferð um ÞingvallaiLand. í för minni varð ég vitni að flestu því sarna og lögreglumenn irnir. Munu þeir iþví, af óskað yrði, geta borið vitni um sann- leiksgildi margs í frásögn minni. Ókum við sem leið liggur frá Valhöll og ætluðum upp á Velli. Þegar við komum yfir „Pen- ingagjá“ sáum við imannaferð á veginum. Var þar íslenzk stúlka á lleiðinni upp í tjaldbúð- ir, en á efitir henni voru amer- ískir hermenn. Lögreglan bauð stúlkunni bílfar upp að tjald- búðunum, ihún þáði það og virt- ist vera þakklát. Þrír amerískir hermenn voru þarna á vakki við tjaibúðirnar. Isienzka lögreglan stuggaði við þeim, og röltu þeir þá á brott. Var nú haldið upp undir Hvannagjá. Á móts við Fögrubrekku ofarlega — vinstra rnegin við veginn — sáum við Jeppa einn vera að klöngrast um kjarri grónar lautirnar. Þar var þó hvorki vegur né götu- slóð, en Jeppar spyrja ekki að siíku. Afram var haldið. Á flötinni, uppi undir Hvannagjá logaði varðeldurinn ennþá sem glað- ast. Syðst á flötinni, uppi undir hraunforekkunni, stóðu hestarnir, sem ég hafði séð áður um kvöldið. Virtust þeir vera þar bundnir. Skammt þar frá sá ég 2 konur sitja að drykkju með hermönnum. Kannað- ist ég ekki við að hatfa séð þess- ar konur fyrr um kvöldið. Ekki sá ég annað kvenna á þessum slóð'um. Klukíkan var nú langt geng- in til eitt eftir miðnætti og all- skuggsýnt orðið. Var nú haldið til baka og farið hægt yfir. Ók- um við fyrst niður á móts við íslenzku tjaldíbúðarinraar hjá VöllUn-um. Mitt á milli tjald- anna var þar drukkinri amer- ískur hermaður að slangra. Þegar hann varð var við ís- lenzku lögregluna fór hann und an í tflæmingi norðaustur í hraunið. Ókurn við nú upp fyrir tjald- búðirnar og spölkorn inn á Skóg arkotsveginn. Þar námum við staðar góða stund og athuguð- um umhverfið. Nóttin var kýrr og blaikti ekki hár á höfði, en döggvott var á jörðu. Mér var litið suðaustur í hraunið. Sá ég þá að þar reik- uðu fjórir dökkir svipir og virt ust þeir leiðast, tveir og tveir. Um kyn þeirra og þjóðerni er mér ókunnugt. Rétt um það bil er við atftur héldum inn aðalveginn sáum við hvar tvennt kom arkandi neðan að og hélt uppeftir. Við snerum bílnum þannig að ljósin féllu á vegfarendur og sáum þá að þetta var amerískur hermaður og leiddi stúlku við hönd sér. Greikkuðu þau spor- ið, er ljósgeislinn snart þau, og héldu áfram uppeftir, — ef til vill upp undir Hvannagjá, ef til vill eitthvað skemmra. Renndum við nú enn á ný suð- ur undir Valhöll. Á þeirri. leið okkar mættum við aðeins nokkr um einum einhleypingum. Klukkan var nú hálf tvö. Var þá haldið rakleiðis til Reykja- víkur. Eins og segir í upþhafi þessa máls fó.r ég í för þá, sem hér hefir verið lýst, í því skyni einu skyni að kynnast iþví með eig- in auguim og eyrum, hvað hæft kynni að vera í urntali því og blaðaskrifuim, sem orðið hatfa um „ástandið“ á Þingvöllum. Hér skal tekið fram, að sam- kværnt umsögn áreiðanlegra manna, sem dvalið hafa á Þing- völlum um nokkrar undanfarn- ar helgar, var óvenjurólegt og fámenn þar eystra á laugardag inn. M. a. bar þar miklu minna en áður á stúlkum milli ferm- ingaraldurs og tvítugs. Mun ekki vera ólíklega tilgetið að um- rædd blaðaskrif kunni að hafa valdið nokkru hér um. Mörgum finnst ef til vill fátt um þessi „ævintýri,“ sem fyrir mig bar í skyndiför minni aust- ur, og sumum mun þýkja þau vera líitið spennandi og vart þess virði að þau séu færð í letur. Aði'ir munu öðrum augum líta þetta mál. Hér skulu engir dómar kveðn ir uipp. En fer hjá því að það sem lýst er hér, fái vak- ið alvarlegar spurningar í huga íslenzkra manna og kverana, sem annt er um Iþjóð sína og framtíð hennar? Hvað er ihér að gerast með þjóð vorri? Hvar er nú þjóðræknin, sem fyrir fáum vikum fyllti öfi ker svo .að út af tflauit á allra barma? Er hún öll runnin út í sand- inn? Eða var hún gðeins blekk ing? Hivar er raú íslenzkur þjóðar- metnað'ur, sem svo mjög hefir verið löfsunginn á liðinni tíð? kpr Churchill var ' striðsfangl. Frh asf 5. sf6«. um þessum heimsstyrjöldum hafa Búarnir reynzt Bretum hollir og trúir. Lega Suður-Afríku velder því, að hún hefir reynzt mjög mikilvæg í hinni síðari þ'essara heimsstyrjalda, enda er hún í sveit sett á einhverri þýðingar- mestu siglingaleið heimsins. Mörg ár liðu, unz ég hitti Winston Churdhill að nýju. Það var ekki fyrr en árið 1917, sem leiðir okkar lágu saman í þriðja sinn. Ég átti þá sæti í stríðs- stjórninni, en hann var skot- færamálaráðherra í ríkisstjórn Lloyd Georges. Ég var formaður í stjórnskip- aðri nefnd um þessar mundir, sem hafði mikilvæg störf með höndum, og það kom iðulega í hlut minn að taka ákvarðanir um mál, er vörðuðu störf Churc- hills. Því vax eigi að neita, að honum fannst ég helzt til oft virða kröfur hans að vettugi. Eigi að síður höfðum við gerzt góðvinir, þegar hér var komið sögu, og ég hafði kynnzt honum sem góðum kunningja og góð- um hermanni. Winston Churc- hill er allra manna mannlegast- ur, og að ýmsu leyti er hann enn ungur drengur, gamansam- ur og hnyttinyrtur, jafnvel þótt honum sé mikill vandi á hönd- urri og horfurnax virðist hinar ískyggilegustu. Eg er þeirrar skoðunar, að Winston Churchill sé eigi að- eins mikill Breti heldur og mik- ill Evrópumaður. Ég leyfi mér að skírskota til tilboðs þess, er hann bar fram við frönsku rík- isstjórnina, þegar hrun Frakk- lands bar að höndum árið 1940. Enginn nema mikill og sannur Evrópumaður hefði boðið Frakk landi jafnréttisbandalag við Bretland eins og þá var málum komið. Þá sýndi hann og sann- aði, að 'hann var eigi aðeins mik- ill Breti heldur og ' mikill Evrópumaður. Ógæfa Frakklands þá var sú,. að það átti ekki á að skipa nein- um leiðtoga i líkingu víð Win- sf.on Churchill, að kynslóð Clemenceaus og Foches var horfin af . sjónarsviðinu og Frakklandi stjórnað af lítil- mennum, sem létu framhjá sér fara hið mikilvæga tækifæri til þess að bjarga landi sínu og þjóð. Hin mikla hetjudáð Winstons Churchills var sú, að á tímum hinnar geigvænlegustu hættu, sem ægt hefir heiminum, auðn aðist honum að telja nauðsyn- legan kjark í þjóðir banda- manna. Hann vakti þeim hug og dug og sigurvissu og auðn- aðist þannig að koma í veg fyr- ir það, að brezka þjóðin og raun ar . gervallur heimurinn léti bugast á hættunnar stund, Og þó voru afrek hans sem stjórn- málamanns ef til vill enn meiri, því að raunverulega var það hann, sem efndi til hinnar sig- urstranglegu þrenningar banda manna. Enginn maður hefir átt Win- ston Churchill meiri þátt í þvi að efna til samvinnu þríveld- anna, Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands. Þar með hefir hann eigi aðeíns efnt til sam- vinnu þessara ríkja, hvað hem- aðarreksturinn varðar, heldur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.