Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐiÐ Laugardagur 19. ágúst 1944. floijðtabU&ii) Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4-r'Zl og 4902. Símar afgr_iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Strætisvaparnir. REYKJAVÍKURBÆR hefir nú ákveðið að taka rekstur strætisvagna í bænum í sínar hendur. Þetta er gamalt bar- áttumál Alþýðuflokksins, sem nú hefir sigrað. Lengi Ihafa kyrr stöðumennirnir oig afturhaldið streitzt gegn þessu sjálfsagða máli. En nú hafa þeir loks látið undan síga, og er það vissulega ekki vonum fyrr. * Með hinni sívaxandi útþenslu bæjarins hafa fólksflutningarn- in innanbæjar orðið æ veiga- meiri þáttur í bæjarlífinu. Sfi er svo komið, að orðið er ger- samlega óbúandi í víðáttumikl- um og fjölmennum bæjarhlut- um, ef ekki er haldið uppi skipu legum og greiðum ferðum al- menningsvagna um bæinn. Allar stöðir hníga undir það, að bæjarfélagið sjálft annizt þessa starfsemi. Rekstur almenn ingsvagna í bænum er nú orð- inn jafn knýjandi og óhjákvæmi leg nauðsyn eins og hver önn- ur almenn þægindi, sem bæjar- félagið selur íbúunum, svo sem vatn og rafmagn. í þessum efn- um geta einstaklingarnir ekki verið sjálfum sér nógir, fremur en þeir geta t. d. aflað sér vatns og rafmagns hver út af fyrir sig og af eigin rammleik. Strætis- vagnar eru svo óhjákvæmileg- ur þáttur í lífi boirgaranna, að ekki er eðlilegt að þeir þurfi að eiga neitt undir einkafyrir- tæki í þeim efnum. Þar á að koma til sameiginlegt framtak þeirra undir forystu bæjarfé- Iagsins. Það skal tekið fram, að með þessu er engan veginn verið að sveigja að' fyrirtæki því, sem rekið hefur strætisvagnana. Það hefur átt við margs konar örðugleika að etja og sjálfsagt tekizt eftir öllum vonum að leysa af hendi ætlunarverk sitt. * Bæjarrekstur strætisvagna í Reykjavík er nú um það bil að hefjast. Eftir það eru það borg- ararnir sjálfir, sem eiga þessi nauðsynlegu tæki. Höfuðsjón- artmið í rekstri vagnanna á <því tvímælalaust að' vera það, að honum sé í hvívetna hagað í samræmi við hagsmuni borgar anna, samkvæmt óskum og kröf um fólksins, sem notar ]óá og er hinn raunverulegi eigandi þeirra, Það skal heldur ekki ve- fengt fyrirfram, að svo verði gert. Vonandi bera valdhafarn ir í bænum giftu til að reka þetta fyrirtæki með sóma, enda þótt þeir stæðu gegn stofnun þess meðan stætt var. Með bæjarrekstri strætis- vagnanna er eitt af baráttumál um Alþýðuflokksins komið heilt í höfn. En raeff því er raunar ekki nema hálfur sigur unninn. Nú er allt undir framkvæmd- inni komið og hún <er í hönd- um gamalla andstæðinga máls- :ins . En það er vonandi, að mál- ið gjaldi þess ekki, þegar til kemur heldur verði sýndur fuil- ur trúnaður í framkvæmd þess. Og það verður ekki þolað óá- talið, ef raunin yrði önnur. Skýrsla Landsbankans: ferilao og verðlaiseftirlit 1943 FRÁ |því að stríðið brauzt út haustið 1939 og til loka ársins 11943 varð mákil hækkun á verðlagi hér á landi. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði úr 101 í september 1939 í 111 í desember sama ár. Árið 1940. hækkaði hún úr 112 í 142, arið 1941 úr 146 í 177, og mesta hækkunin varð svo á árinu 1942, úr 183 í 272. Á árinu sem leið stöðvaðist þessi þróun, og má þakka það ýmáum ráðstöf- unum, sem gerðar voru í því skyni að hamla gegn verðbólg- unni. Verður þeirra getið hér á efir. Vísitalan var 263 í janúar, 262 í febrúar og marz og 261 í apríl. í maí lækkaði hún niður í 249 og í júní, júií o.g ágúst var hún 246, 245 og 247. í septem- ber hækkaði hún í 262, vegna verðhækkunar á kartöfíum, í október var hún 260, og 259 tvo síðustu mánuði ársins. Meðal- vísitala ársins var 256,3, en árs ins á undan 205,6. Aðalflokkar vísitölunnar breyttust eins og hér segir: Matvörur hækkuðu 7,8’% j þó þannig, að kjöt, mjólk, mjólkurafurðir og garðávextir lækkuðu 12,4% en aðrar mat- vörur hækkuðu 4,4%. Eldsneyti hækkaði 5,7%, fatnaður 3,3%, húsnæði 11,2% og ýmisleg út- gjöld 10,3%. — Á árinu urðu litlar verðlagsbreytingar í þeim löndum, sem ísland stendur í viðskiptasambandi við. í Eng- landi var heildsöluvei’ðvísitalan (Board of Trade) hin spma í desember sem hún var í janúar, 167 (janúar 1942: 161), og fram færsluvísitalan var líka hin sama fyrst og síðast á árinu, 129 (janúar 1942: 130). í Bandaríkj unutm ihækkaði heildsöluverðvísi talan úr 133 í janúar í 135 í des- ember (janúar 1942: 126), og framfærsluvísitalan á sama tíma úr 122 í 126 {janúar 1942: 113). -I Svíþjóð hækkaði vísitala framfærsluíkoistnaðar úr 141 í desember 1942 í 143 í desember 1943, en' í Danmörku var fram- færsluvísitalan 156 í desember 1942 og óbreytt í september 1943. Tölurnar eru allar miðað- ar við verðlag í löndunum eins o.g það var fyrra helming árs 1939. — Með lögum, sem sam- þykkt voru á vorþinginu, var ákveðið, að húsaleiguvísitalan skyldi reiknuð út fjórum sinn- um á ári, miðað við hækkun viðhaldskostnaðar 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desem- ber, og breytist húsaleigan sam- kvæmt vísitölunný frá 1. næsta mánaðar að telja. Áður var húsa leiguvísitalan reiknuð út tvisv- ar á ári, vor og haust. Vísitala þessi var 132 í marz og júní, en 135 í september og desem- ber. í ágúst; 1943 skipaði Fjármála ráðuneytið þriggja manna nefnd til þess að athuga, hvort .grund- völlur undir útreikningi fram- færsluvísitölunnar væri réttur og sanngjarn hvað snerti húsa- Meirihlutinn taldi, að grundvöll ur vísitölunnar væri ekki réttur og sanngjarn hvað snerti húsa leigu þá, sem reiknað ,er eftir við ákvörðun vísitölunnar, og lagði til, að launþegar, sem búa í nýjum ibúðum, fengju sér- staka uppbót til jöfnunar á húsaleigu í nýjum og gömlum íbúðum. Áð öðru leyti yar það álit meiri hlutans, að með smávægilegum endurbót um á grundvelli vísitölunnar gæti hann talizt réttur. Minni hlutinn taldi, að eftir atvikum væri ekki ástæða til - að gera neinar breytingar á grundvelli vísitölunnar. Ríkisstjórn sú, er tók við völd um í desember 1942, gaf hinn 19. desembér s. á. út auglýsingu um almennt verðhækkunar- bann er skyldi gilda til loka febrúarmán. í jan. lækkaði vísi talan úr 272 í 263, vegna þess að ríkisstjórnin ákvað verð- lækkun á kjöti og smjöri, sam- kvæmt heimild í dýrtíðarlögun- um frá 1941. Ríkisstjórnin lagði í febrúar fyrir alþingi framvarp um dýrtíðarráðstafanir, er varð að lögum mjög miikið breytt hinn 14. apríl. Þar var ákveðið, að nefnd sex manna skyldi finna grundvöll fyrir vísitölu fram- leiðslukostnaðar landbúnaðaraf- urða og hlutfall milli verðlags landbúnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga, er miðaðist við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði yrðu i sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Yrði nefndin sammála, skvldi verð á land'búnaðarvörum með- an stríðið stæði ákveðið sam- kvæmt ' niðurstöðum hennar. Hagstofustjóri og forstöðumað- ur Búreikningaskrifstofu ríkis- in skyldu taka sæti í nefndinni og hinn fyrrnefndi vera for- maður hennar. Auk þeirra skyldu 2 nefndarmenn tilnefnd ir af Búnaðarfélagi íslands, 1 af Alþýðusambandi íslands og 1 af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Nefndin skyldi skila áliti til ríkisstjórnarinnar fyrir 15. ágúst 1943, en þar til verð landbúnaðarafurða kynni að verða ákveðið samkvæmt niður stöðum hennar, var ríkisstjórn inni heimilað að fengnu sam- þykki Búnaðarfélags íslands að lækka allmikið verð á kjöti og mjólk með framlagi úr ríkis- sjóði. Loks ákváðu lögin, að lagð ur skyld nýr skattur, svo nefnd- ur verðlækkunarskattur, á tekj ur ársins 1942, stighækkandi á skattskyldar tekjur 10.000 kr. og þar yfir. Tekjur af honum voru áætlaðar 6 millj. kr. og skyldi 3 millj. kr. varið til efl- ingar alþýðutrygginga og af- gangur fara til greiðslu kostn- aðar við verðlækkun á kjöti, mjólk og mjólkurafurðum. Vör ur þessar voru lækkaðar í verði frá 1. maí, og fór vísitalan þá úr 261 í 149. Verðlækkunin varð þegar til kom ekki eins mikil og lögin heimiluðu. — Landbúnaðarvísitölunefndin skilaði áliti á tilsettum tíma og var full samkomulag um niður- stöðurnar. (Er skýrt nánar frá nefndarálitinu í kaflanum um landbúnað.) Verð það, er hún ákvað, að bændur skyldu fá fyr ir landbúnaðarafurðir, var hærra en þeir höfðu fengið til þessa, og varð allmikil hækkun á smásöluverði kjöts frá 15. september, en verðhækkunin á mjólk var smávægileg. Ríkis- sjóður hélt áfram greiðslum til verðlækkunar á kjöti og mjólk (og mjólkurafurðum). — Frá 1. okt. ákvað Atvinnumálaráðu- neytið útsöluverð á kartöflum, sem var miklu lægra eh svo, að það samsvaraði því verði, sem Landbúnaðarvísitölunefnd lákvað til framleiðenda, og frá I. nóvember var verðið afur lækkað. Búizt er við, að kostn- aðurinn við þessa verðlækkun á kartöflum fáist greiddur með hagnaði . Grnæmetisverzlunar ríkisins af sölu á innfluttum kartöflum. Útgjöld ríkissjóðs til verðlækkunar á landbúnaðar- vörum, sem seldar voru innan- lands á árinu, hafa numið II. 746 þús. kr. Þar af fóru 6.565 þús. kr. til verðlækkunar á kjíöti og 5,181 þús. kr. til verðlækkunar á mjólk og mjólk urafurðum. Á árinu 1942 lagði ríkissjóður fram fé til verðlækk unar á kolum, fiski, smjörlíki tilbúnum áburði og L •ski- Og síldarmjöli. Framlagið til verð- lækkunar á hinum tveim síðast nefndu vörum nam 499 þús. kr., en hvað greiðslur með öðrum ofangreindum vörum snertir vísast til ársskýrslu 1942. Út- flutningsgjald það (10% af fob- verði), er í ágúst 1942 var lagt á útfluttan afla . togara sam- kvæmt heimild í dýrtíðarlögun um 1941, til greiðslu kostnaðar við dýrtíðarráðsafanir, var af- numinn í júní 1943, vegna verð- lækkunar á’ fiski í Bretlandi. Tekjur ríkissjóðs af þessu gjaldi námu á síðasta ári 2.350 (1.438) þús kr. Um miðjan september skip- uðu Alþýðusamband íslands og Búnaðarfélag íslands, sám- kvæmt beiðni ríkisstjórnarinn- ar, hvort fyrir sig 3 menn í nefnd, til þess að „athuga mögu leika á því að færa niður verð- bólguna með frjálsum samning- um milli launþega og framleið- enda ladbúnaðarafurða“. Eng- inn árangur varð af starfi þeirr- ar nefndar. í Ibyrjun ársins var verðlags- efirlitið ‘endurskipulagt, til þess að það gæti orðið virkari þáttur í baráttu við verðbólguna en það hafði verið til þessa. í lög- um frá 16. janúar 1943, um inn- flutning oog gjaldeyrismeðferð, Suglýsinpr, sem birtast eiga í AlþýðuhlaSÍEU, verða að ver* komuar til Auglýa- inítaskrifstofimnar í Alþýðuhúsinu, (gengið i'L«. frá Hverfisgötu) fyrir kL 1 aS kvöld). var ákveðið, að Viðskiptaráð skyldi ásamt öðru fara með verð lagsákvarðanir og verðlagseftir- lit, í stað Dómnefndar í verð- lagsmálum, sem þar með var lögð niður. Ilinn 13. febrúar voru staðfest ný lög frá alþingi um verðlag. Samkvæmt þeim skyldu jafnan tveir menn víkja úr Viðskiptaráði, þegar bað fjali aði um verðlagsmál, og í stað þeirra koma tveir menn, er rík- isstjórnifi skipaði, með atkvæð- isrétti um verðlagsákvarðanir. Stofnað var nýtt embætti verð- Frh. af 6. sfðu. T FYRRADAG hófst í Vísi greinaflokkur undir hinu- sameiginlega heiti „Eftir stríð- ið“. 1 greininni, sem í blaðinu birtist þann dag, segir m. a. á þessa leið: ,,Hér á landi verður mikil breyting I stjórnmálum, þjóðfé- lagsmálum og efnalegri þróun. Einn flokkur manna, sem skamm sýnastur er og óheilastur, stefnir að því að leggja allt það í rúst, sem bezt er í aldagamalli þróun hins íslenzka þjóðfélags. Þessir menn ætla að nota sér þá upp- lausn og lausung, sem styrjöldin skapar, til að koma fram áform- um sínum. En hin heilbrigðu öfl íslenzku þjóðarinnar eru í mild- um meiri hluta og munu tengja hina nýju þróun við þann þúsund ára stofn íslenzks þjóðfélags, sem iandsmenn hafa nú byggt á hið nýja lýðveldi. Uppskera hiiis nýja tíma á að verða: framtak, sam- hjálp og jöfnuður, en ekki upp- lausn, öngþveiti og einræði. Stjórnmálaflokkarnir íslenzku standa nú á krossgötum. Vafasamt er hvort nokkur af þeim þekkir sinn vitjunartíma. - Starfsemi þeirra er að mörgu leyti orðin ó- frjó og steinrunnin. Þá skortir víðsýni, sveigjanleik og leiðsögu. Óánægja þjóðarinnar með flokk- ana fer vaxandi. Þeir fullnægja ekki lengur bugmyndum hennar pg kröfum • um þjóðfélagsforystu. Áf þessu leiðir óhjákvæmilega miklar breytingar áður en langt um líður í stjórnmálum vorum. Hinn nýi tími mun sjálfur smíða sér þáu vopn, sem hann þarfnast í þessum éfnum. Örlagatími flokk anna stendur nú yfir. Enginn þeirra gengur nú heill til skógar, en fæstir af foringjunum sjá hvar meinið er falið, því til þess þyrftu þeir að gagnrýna sjálfa sig. Stofnun lýðveldisins mun skapa ný pólitísk viðhorf. Þessi örlaga- ríku þáttaskipti í lífi þjóðarinnar er inngangurinn að breytingum hins nýja tíma, sem hefjast rnun eftir styrjöldina. Flokkaskipting mun riðlast. Nýjar stefnúr munu koma fram. Endurfæðing íslenzkra stjórnmála verður ekki umflúin. En sá flokkurinn, sem vill sundra þjóðfélaginu, deila því og síðan drottna, hann mun líða algert skipsbrot fyrir þjóðernistryggð og heilbrigðri skynsemi lands- manna.“ Þessum hugleiSingum var svo haldið áfram í Vísi í gær, og var þá m. a. látið svo um mælt: „Fyrsta skilyrðið fyrir friði og jafnvægi í landinu er sterkt fram- kvæmdarvald. Það verður að vera næsta sporið til þess að skapa iþjóðinni vinnufrið, til þess að hag nýta sér enn betur auðæfi hafs- ins og moldarinnar, til þess að koma í íramkvæmd stórfelldum þjóðfélagslegum umbótum, í sam- ræmi við strauma hins riýja tíma; Til þess þarf að sameina alla þá pólitísku krafta, sem stefna að jafnvægi! í þjóðfélaginu og vilja viðhalda því sem þjóðlegt er, heil- brigt og sterkt í núverandi þjóð- félagsskipun. Sameining þeirra krafta getur hjálpað atvinnuveg- unum að hagnýta sér auðæfi lands ins betur en nokkru sinni hefur áður þekkzt og með því skapað þjóð’inni meiri velsæld og jafnari kjör en verkföll og vinnudeilur munu nokkrun tíma fá g'ert. Ef þessir kraftar sameinast, sem yf- irgnæfandi hiuti þjóðarinnar fylg- ir að málum, nunu sundrungar- öflin og einstakar hagsfnunaklík- ur missa máttinn og hverfa, eins og skurðgoð, sem enginn vill blóta. Slík sameining hinna heil- brigðu og þjóðlegu krafta er ó- umflýjanlegt, þótt svo kunni að fara, að luin náist ekki fyrr en „samstarf allra flokka“ hefur ver- ið reynt að ráði þeirra, sem skamm sýnastir eru. Stundum þarf að bergja bikarinn til botns, til þess Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.