Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ I LwigBjl^uif 19. ágúst 1944. j 1 Bœrinn í da» Kola- eða olíukyndtinarrafstöð Næturlæknir er í Læknararð- atofuimi, sími 5030. Næturvörður er í Laug'avegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill. mxii 1633. ÚTVARPIÐ: M.10—13.00 Hádegisútvarp. S5-30—16.00 Miðdegisútvarp. 3®.25 Hljómplötur: Söngdansar. 20.00 Fréttir. 29.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 29.45 Upplestur: Sögukafli (Ólaf ur Jóh. Sigurðsson rith.). 21.15 Lúðrasveitin ,,Svanur“ \ (Árni Bjömsson stjórnar). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög'. 24.00 Dagskrárlok. Fríkirkjan í Hafnarfh'ði. Messað á morgun kl. 2 e. h., sóra Jón Auðuns. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað í Fríkirkjunni í Reykja vík á mor'gun kl. 5, séra Jón Auð ims. I. í íran LELAND MORRIS, sem fyrrum var sendiherra Bandaríkjanna hér á landi er kominn til Teheran og hefur verið skipaður „ambassador,, Bandaríkjanna í íran, og er 'hann fyrsti ,,amhassador“ þeirra þar í landi. ii. «■» K.R. vann Fram með 6 mörknm §ep 2 LANDSMÓT 1. flokks í knatt- spymu hélt áfram á fimjmtu dagskvöld með leik milli Fram og KR. Lauk leiknum með sigrí KR 6:2. iPyrri hálfleikurinn endaði á jaifntefli 2:2, en síðari með ótví- ræðum sigri KR 4:0. En þrátt fyrir þennan mikla markamun, var leikurinn engan veginn eins ójafn og ætla mætti, markmanni Fram hefði átt að tákast að verjast Iþví að sum þessara marka væru skoruð. Leikurinn var á kötflum allvel leikinn, og er iþetta foesti leikur mótsins sem af er. Eitt var athyglisveht við leik 'þennan öðru fremur, það var Iþátttaka hinni rnörgu meistaraflokksmanna í báðum Ilðum. í liði Fram: Högni, Magnús og Kristján, í liði KR: Birgir, Sigurjón og Þórður. Hin fjölmennu knattspyrnufélög ihötfuðstaðarins ættu að vera jþess tfullkomlega megnuð að senda eingöngu I. flokks lið til leiks í I. flokksmóti, en ekki að vera að styðja lið sín í þeim flokki með viðurkenndum meistarfloksmönnum, jafnvelþó bjiáitfalegar reglugerðir og van- tiugsaðar heimili slíkt. iSlíkar aðgerðir eru heldur ekki sanngjarnar gagnvart flokk um þeim sem koona utan a'f landi til keppni í rnóti þessu. Ebé Farmiðar í skemmtiför Knatt apyrnufélagsins FRAM óskast sóttir fyrir hádegi í dag í Yegg- Íöðrarann. Lagt verður af stað kl. 2,30 e. 'h. frá Xðnskólanom. Frii. af 2. sffhi. ton aJ5 sjá um að útvega tilboð. Áður yrði þó væntanlega Grett ir Eggertsson, sem starfað hef- ur fyrir Sogsvirkjunina vestra á s. 1. vetri, að yfirfara útboðs- lýsinguna og laga hana fyrir amerískan markað. Ef England eða önnur lönd í Evrópu skyldu opnast siðar á þessu ári mætti ef til vill leita þangað um til- boð einnig og á það væntanlega ekki að saíka, þótt áður hafi verið spurt í Ameríku. En nauð synlegt er að skýra þar frá því í upphafi, að ekki sé tekin á- kvörðun um að kaupa í Ame- ríku þótt spurt sé. Má þá reynd ar búast við nokkurri tregðu vestra að bjóða í. Hið fyrsttalda, virkjun Neðri Fossanna, er sökum kostnaðar lakasta iausnin fjárhagslega, 45 millj. króna viðbótarkostn- aður á stöð með línu til Reykja víkur og aðaispennistöð. Ef hægt væri að koma virkj- unarmálunum þannig fyrir, að hægt væri að taka stærstu virkjunarstigin á lágverðlags- tíma verður fjárhagsafkoma miklu auðveldari. Það er hægt aðs þaa ðmley að leysa það mál með toppstöð, sem er ódýr í stofnkostnaði miðað við aflið, og þetta eiga hinar tvær leiðirnar að leysá. Þær koma ekki báðar til fram- kvæmdá, að minnsta kosti ekki i einu, heldur verður þar að velja á milli. Botnsáin er fjárhagslega fremur óhagstæð, rúmar 30 millj. kr. með línu til Reykja- víkur og aðalspennistöð við Reykjavík fyrir 38000 hestöfl þangað komið, og verður því í sjálfu sér stórt virkjunarstig á þessum, háverðlagstímum, þótt aflið sé nægilegt til að sú virkj un geti orðið fullnægjandi topp stöð og varastöð, þá er orku- magnið ekki nema um 25—30 millj. kwst. á ári, og hún verð ur úí'ullnægjandi til að brúa bilið á milli stórra virkjunar- stiga í framtíðinni. Hún er því heldur ekki tekniskt skoðað fullnægjandi lausn ' að þessu leyti. Þriðja leiðin, einmtúrbínu- stöð, er bezt, bæði frá fjárhags legu og teknisku hliðinni. 38 þús. hestafla stöð kostar 15 millj. og þarf hvorki háspennu 'línu né aðalspennustöð og er því betur fallin til að vera vara stöð bæði fyrir vatnsaflstöðv- ar og langlínur en aðrar lausn- ir. Sem toppstöö og varastöð er henni ætlað að vinna um 16 millj. kwst. á ári og fara til þess um 5000 tn. olíu eða 7000 tonn 'kola, ef kolakynding væri notuð. Vegna þessa kyndingar kostnaðar verður árlegur rekst urskostnaður hennar svipaður Botnsárvirkjuninnar um 3 milij. kr. á ári, svo frá því sjón armiði munar minnstu hvor þessara leiða er valin. En eim- túrbínustöðin getur einnig með auldhni oiíukyndingu komist upp í að framleiða einar 65 millj. kwst. á ári með 13000 kw afli eða meira en tvöfailt á við Botnsá og getur því starf aö þannig, að fremur er hægt að nota hentugustu verðlags- tfma til Virkjunar Neðri Foss- anna í Sogi, en á annan hátt. Og noíuð á þennan hátt getur eimtúrbínustöðin byggt upp markaðinn fyrir nýtt virkjun- 'arstig áður en ráðist eT í virkj- unina.“ Rafmagnsstjóri leggur að lokum til: 1. Að haldið verði áfram mælingum ,og rannsóknum á virkjun Neðri Fossa í Sogi ásamt nýrri háspennulínu það- an til Reykjavíkur og undirbú- ið undir útboð. 2. Að i samvinnu við Raf- magnseftirlit ríkisins. verði á sama hátt undirbúin ítarlegri virkjunaráætlun um Botnsá í Hvalfirði. 3. Leitað verði nú þegar til- boða í eimtúrbínustöð í Ame- ríku. 4. Þegar nánari upplýsingar liggja fyrir um þessa 3 mögu- leika væntanlega síðar á þessu ári, verði tekin ákvörðun um hverja leið fara beri.“ HeilbrigS líf og ifál- úrulæidiingaiéiagið Alþýðublaöinu hefur boris I eftirfarandi athugasemd irí dr. Gunnlaugi Classen. IHEIÐRUÐU blaði yðar þ. 16. ág. í dálkinum „Hvað segja hin blöðín?“, er dálítil hirting til tímaritsins „Heilbrigt Líf“ á þessa ieið: „í tímariti Rauða krossins, Heilbrigt líf, eru öðru hvoru ó- rökstuddar hnútur til Náttúru- lækningafélagsins og Jónasar Kristjánssonar, en ekki hirt um að birta rökstudda gagn- rýni á kenningum Jónasar um iheilsuvernd og holla lífernis- hætti. Heibrigðismálin eru allra mála sízt til þess fallin að hafa í flimtingum, og allra sízt ætti læknastéttinn að gera sig seka um það.“ Út af þessum ummælum Al- þýðublaðsins leyfi ég "mér að taka fram eftirfarandi: Fyrsta ritið, sem Náttúru- lækningafélagið gaf út var „Sannleikurinn um hvítasykur- urinjn!“ eftir Are Waerland. Um þá bók birtist í Heilbr. L. 1. árg., 3—4 hefti, ýtarlegur ritdómur eftir dr. Július Sig- urjónsson, háskólakennara. Jónas Kristj ánsson, læknír, rit aði all langa grein í Heilbr. L., 2. árg., 3—4 hefti, út af þess- um ritdómi, og hafa náttúru- lækningamenn ekki í annað skipti óskað að taka til máls í timaritinu. í sama hefti birtist stutt andsvar frá dr. J. Sigur- jónssyni. Annað í röðinni af ritum Náttúrulækningafélagsins er bókin „Nýjar leiðir“ eftir Jón- as Kristjánsson. Um 'hana birt- ist og rækilegur ritdómur (H. Líf, 3.árg., 1—2 hefti) eftir Ólaf Geirsson lækni á Vífilstöð um. Þriðja bókin er svo „Mat- ur og megin“ eftir Waerland, og birtist larigur og ýtarlegur ritdómur um þá bók eftir Jó- hann Sæmundsson yfirlækni. Öll þessi rit eru þannig úr garði gerð, að ritdómararnir hafa ekki komizt hjá að benda á ýmislegar fræðilegar villur eða fullyrðingar, sem ekki fá staðizt. Má því segja, að rit þessi hafi yfirleitt hlotið þunga dóma hjá þeirn læknum, sem um þau hafa fjallað í tímarit- inu Heilbr. Líf. En fullyrðing- ar bla%amanns yðar um, að ekki sé hirt um að birta í tímariti Rauða khossins rökstudda gagn rýni á kenningum náttúrlækn- ingamanna, eru mjög ómak- legar, og hijóta að stafa af ó- kunnugleika hans. Mér er ekki kunnugt um, að annars staðar. hafi birzt fræði- legir ritdómar, af dómb." mönnum, um rit og kenningar náttúrulækningamanna. Ég leyfi mér svo, hr. rit- stjóri, að þakka fyrir fram fyr ir birtingu þessara athuga- semda. Virðingarfyllst, Gunnlaugur Claessen. Mynd þessi var tekin, er Pius páfi átti viðtal við blaðamenn í páfagarði 7. júní etftir að bandamenn höfðu náð Rómaborg á vald sitt. Páfinn virðist vera í bezta skapi eftir brosinu að dæma. Samkomuiag um her- nám Þýzkalands ROOSEVELT forseti skýrði frá því i gær í viðtali við blaðamenn, að stjórnir Banda- ríkjanna, Bretlands og Rúss- lands hefðu komið sér saman um hernám Þýzkalands, en ekki hefði- enn verið gengið formlega frá einstökum atrið- um. Forsetinn gat þess, að auð velt myndi verða að komast að samkomulagi við Kínverja um hernám Japan. Þá sagði RooseveÍt, að hann myndi ræða við Churchill for- sætisráðherra, en óvíst væri, hvenær það yrði. Þó bjóst for- setinn við því, að það yrði mjög bráðlega. Hússland: Sandomierz í Suður- Póllandi á vaidi Rússa O TALIN birti í gær dagskip ^ an, þar se'm hann tilkynnir, . að borgin Sandomierz í Suður- Póllandi sé nú á valdi Rússa. Áður höfðu borizt fregnir um snarpa götubardaga í borginni og vörðust Þjóðverjar af kappi, enda var hún mikilvæg varn- arstöð þeirra. Þær fregnir berast frá Aust- ur-Prússlandi, að Þjóðverjar kveiki nú í þorpum og bæjum í grend við landmærin og eyði eggi allt, sem Rússum má að gagni koma er þeir sækja inn í landið. Rússar halda áfram sókn inni í Lettlandi í áttina til Riga og hafa enn tekið 30 þorp og byggð ból. í Litháen gera Þjóð verjar hörð gagnáhlaup, en verð ur lítið ágengt og bíða mikið tjón. Qrrusian um Normandie Frh. ai 3. stfttu. ar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Belgar, Pólverjar og Hollend- ingar. Hefur ekki frétzt um þátttöku Belga og Hollendinga í bardögunum þarna fyrr en nú. Rotturnar yfirgefa skipið. s Tilkynnt vár í London i gsér, að Pierre Laval, forsætisráð- herra Vichystjórnarinnar og og Joseph Darnand, hin ill- ræmdi dómsmálaráðherra hans ásamt fleiri ráðherrum, væru flúnir frá París til setuliðs- borgarinnar Metz í norðaust- urhorni Frakklands, skammt frá þýzku landamærunum. Ekki er vitað með vissu um aðset- ursstað Pétains, en fyrir nokkru bárust þær fregrair, að hann hefði farið eða verið fluttur til Þýzkalands. Frh. af 3. síðu. tilkynnti í gær, að héraðið Haute Savoie væri nú nær allt á valdi maquihersveitanna. Það er nú upplýst í London, að u,m 300 herskip úr brezka flotanum hafi tekið jþátt í inn- rásaraðgerðunum í Suður-iF'rakk landi. Meðal iþeirra voru 7 flug- vélaskiip, qrrustuskipið Ramill- ies og 4 grískir tundurspillar. THæirn þýzkum fylgdarskipum .(■kiorvettum) var sökkt undan Marseillés. i ........ -i.. ... , • ... Það er nú upplýst, að flug- vélar Breta og Suður-Afríku- manna, sem hafa bækistöðvar á Ítalíu, hafa ílutt vopn og skot færi til pólsku hermannanna í Vársjá. 20 flugvélar hafa týnzt í leiðangrum þessum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.