Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 6
 luKigardagur 19. ágút$t Mynd þe.ssi var tekin, cr Georg VI. Bretakonngur kom í heimsókn til aðalbækistöðvar Sir Bernard L. Montgomerys hetjurnar írá Norður-Aíríku einh-vers staðar á Bretlandi, Gsorg konungur er t'il vinstri á myndinni. Féiagsdómurmn Frh. af 2. sítstl. Þá telur stefnandi og að stefndi hafi með nefndu verkfalli bakað sér tjón og sé hann bótaskyldur fyrir það. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að hér sé ekki um verkfall að ræða af hálfu Dags- brúnar, heldur sé vinnustöðv- un þessi eðlileg og lögmæt af- leiðing af löglega boðuðu verk- falli Iðju, er hófst 1. þ. m. Er sú staðhæfing hans studd þeim rökum, að samkvæmt áðurgild- andi samningum milli Iðju, fé- lags verksmiðjufólks og stefn- anda máls þessa, þar á meðal þeim er féll úr gildi 31. f. m. hafi Stáltunnugerðin verið með al þeirra iðnfyrirtækja, er þeir náðu til. í 24. gr. síðast nefnds samnings sé svo ákveðiðí að allt verksmiðjufólk hjá Félagi ísl. iðnrekenda, sem sanmingurinn nái yfir skuli vera félagar í' Iðju Undanskildir séu þó meistarar og verkstjórar. Af þessu leiðir, segir stefndi, að vinna í Stál- tunnugerðinni heyrir undir starfssvið Iðju. Verkfall Iðju, sem hófst 1. þ. m., eigl því að lögum líka að ná til vinnu í Stáltunnugerðinni, án tillits til þess, hvort hún var þá fram- kvæmd af félagsfólki úr Iðju, eða úr öorum félögum. Kveður stefnandi það vera reglu og að því unnið innan verkalýðssarn- takanna, að ekki sé við bví am- sut þó félagar úr einu verkalýðs félagi vmni á starfssviði ann- ar::. .m sííkt eigi ekki að hafa í för með sér neinn réttindamissi fyrir félag það, er hlut eigi a^ máH. Af pessu leiði að eftir að Iðia hafði fyrirskipað verkfall hafi félagsmönnum úr öðrum verkalýðsfélögum innan Alþýðn sambandsins, en það standi að verkfalli Iðju, verið óheimilt að vinna í Stáltunnugérðinni. Dags brún hafi því er Iðja hafi til- kynnt því félagi, að verkfallið næði til nefnds fyrirtækis, lagt fyrir félagsmenn sína þar, að hætta vinnu, telur hann það brot á 18 gr. 1. nr. 80, 1938 af hálfu forráðamanns Stáltunnu- gerðarinnar, að hann lét Dags- brúnarmenn vinna þar áfram. Verði stefnda þvi ekki gefið það að sök þó nú sé ekki unnið í nefndu fyrirtæki. Stefnandi hefir eindregið mót mælt þessum rökstuðningi stefnda. Heldur hann bví fram að yfirstandandi verkfall af hálfu Iðju geti aðeins náð til fólks, sem séu félagar í því fé- Iagi. Nú hafi menn þeir, sem í Stáltunnugerðinni unnu, allir tekið kaup og verið ráðnir sam kvæmt kjarasamningi Vinnu- veitendafélags íslands og Dags brúnar og flestir þeirra verið félagsmenn þess félags. Hafi sú tilhögun verið upptekin á árinu 1941 og haldist æ síðan. Um þetta hafi forráðamönnum Iðju verið fullkunnugt, en ekki á neinn hátt hafizt handa gegn því. Neitar hann því að verfalls ákvörðun Iðju geti verið lögleg ur grundvöllur ‘ fyrir því, að Dagsbrúnarmenn þeir, er hjá honum unnu leggði niður vinnu eða gefi stjórn Dagsbrúnar heim ild til slíkrar fyrirskipunar, án þess undirbúnings, sem heimil- aður sé í II. kafla laga nr. 80 1938. Menn þeir er hjá honum unnu hafi beldur ekki á neinn hátt farið inn í starf áður nefnds Iðjufélaga er hjá honum vann og þátt tók í verkfalli jfélagsins. Pórráðamanni S+ál- tunnugerðarinnar hafi bví verið það fvllkrmlega heimiít og víta lau«f ■'ð balda starfsemi áfram þrátt fyrir verkfall Iðju. Eins og að framan er greint tóku starfsínenn í Stáltunnu gerffinni laun samkvæmt gild- andi kjarasamningi Dagsbrún- ar og Vinnuveitendaféíags ís- lands, og voru 7 þeirra félags- menn í Dagshrún. Þessir 7 voru ekki félagar í Iðju og höfðu ekki tekið þátt i ákvörðun b'ess fé- lags um að hefia verkfall það, er nú stendur vfir. Viðurkennt er, að sú regla bafi að staðaldri viðgengist i Stáltunnugerðini síðan á árinu 1941, að bar væri unnið aðallega af öðrum en Iðju félögum og eftir kiarasamningi við- Dagsbrún, og að þetta hafi verið með vitund forráðamanna Iðju. Hafi Iðja ekki meðan samn inguf þess við iðnrekendur frá 30. júlí 1943 var enn í gildi, heimt sér rétt þann er hún bygg ir á 24. gr. þess samnings, að starfsmenn Stáltunnugerðarinn ar væru félagsmenn í Iðju. Ekki hefir þvi verið haldið fram í málinu, að aðrir félagsbundnir AL8*YÐUBL*5I£_ starfsmenn Stáltunnugerðar innar hafi orðið að vinna verk Iðjufélaga þess, er bátt tok í verkfaUin':, ui þess að starf- ræksla hennar gæti haldið á- fram. Að þessu athuguðu verð- ur ekki talið, að verkfallsboðun Iðju frá 1. þ. m. hafi verið lög- legur grundvöllur til verkfalls hjá þeim félagsmönnum Dags- brúnar, er unnu í Stáltunnu- gerðinni. Verður sú sýknu á- stæða stefnda því ekki tekin til greina. Hins vegar verður að meta verkfall það, er Dagsbrúnar- menn gerðu hjá Stáltunnugerð- inni 9. þ. m., samkvæmt á- kvörðun félagsstjórnarinnar sem samúðarverkfall af hálfu stefnda. Því hefir ekki verið haldið fram að ákvörðun Dags- brúnar um verkfallið hafi verið tekin samkvæmt ákvæðúm 15. gr. laga nr. 80, 1938, né heldur verið það tilkynnt með þeim fyrirvara, sem umgetur í 16. gr. sömu laga.Verður því að meta nefnt verkfall ólöglegt og gera stefnda að greiða sekt fyrir brot á téðum lagagreinum. Þykir hún hæfilega ákveðin samkv. 70. gr. sömu laga kr. 300.00 sekt í ríkissjóð. Þá verður að telja nægileg rök fram komin fyrir því að vinna í Stáltunnugerðinni hafi fallið niður vegna nefndra að- gjörða forráðamanna Dagsbrún ar og ber 'það félag því skaða- bótaábyrgð gagnvart stefnda á tjóni nefndrar vinnustöðvunar. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að dæma stefnda til þess að greiða stefnda málskostnað er ákveðist kr. 30,0.00. Því dæmist rétt vera: 1. Verkfall það, er Varkamanna félagið Dagsbrún lét hefja hjá Stáltunnugerð J. B. Péturs- sonar 9. þ. m. er ólöglegt. 2. Stefndi, Verkamannafélagið Dagsbrún greiði kr. 300.00 í ríkissjóð. 3. Stefndi, Verkamannafélagið Dagsbrún er bótaskyllt gagn vart Stáltunnugerð J. B. Péturssonar. 4. Stefndi, Alþýðusamband ís- lands f. h. Verkamannafélags ins Dagsbrúnar greiði stefnda Vinnuveitendafélagi íslands f. h. Félags ísl. iðnrekenda vegna Stáltunnugerðar J. B. Péturssonar, kr. 300,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum.“ Kyrrahahstyrjöldin Frh. aí 5. sífhi að bíða, að vígvél Japana verði mölbrotin. Nú er sú tíð löngu liðin, er þeir unnu hvern sigur- inn af öðrum. Nú hefir stríðs- gæfan fallið bandamcjnnum í skaut. Straumhvorfin í Kyrra- hafsstyrjöldinni eru augljós. Mest er þó um það vert, að þau gefa fyrirheit, um það að mik- illa og góðra tíSinda muni að vænta í næstu framtíð af bar- áttu bandarnanna við að sigra hina japönsku fulltrúa harð- stjórnarinnar óg hatursins, sem að undanförnu hafa mátt sín svo mikils í veröld okkar, en eru nú að fá sinn dóm upp kvéðinn, að sönnu harðan dóm en þó vissulega réttlátan og verðskuld aðan. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. sí5u. að koma auga á hin augljósustu sannindi. Kommúnistar vilja ekki sterkt framkvæmdavald í landinu, nema það sé skapað af þeim sjálf- um, í þeirra anda, á rústum nú- verandi þjóðskipulags. Þeir vilja ekki jafnvægi í þjóðfélaginu, vegna þess að upplausnin er þeirra vopn og öngþveitið þeirra sigur.“ Þetta er sýnishorn af hugleið ingum Vísis um það, sem koma Skýrsla Landsl Frh. af 4. síðu. langsstjóra, er skyldi gera til- lögur til Viðskiptaráðs um verð lagsákvæði og hafa með hönd- um framkvæmd þeirra og dag- lega stjórn verðlagseftirlitsins. Verðlagseftirlitið fékk mjög víð tæka heimild til afskipta af verð lagi. Skyldi það geta ákveðið hámarksverð eða hámarksálagn ingu á hvers konar vöru eða þjónustu, þó ekki á vörur, sem verðlagðar eru samkværnt sér stökum lögum (aðallega land- búnaðarvörur), og ekki heldur á vörur, sem fluttar eru úr andi. Tekið var frama, að ráðið aaifði ekki vald til afskipta af launum, sem ákveðin hafa ver- ið með samningum stéttarfél- aga. Lögin bönnuðu hækkun verðs ó öllu !því, sem iháð væri eftirliti Viðskiptaráðs, nema leyfi þess kæmi til. — Fyrsta verk Viðskiptaráðs og verðlags- stjóra var að koma framkvæmd verðlagseftirlitsins á traustari og hagkvæmari grundvöll en hún hafði verið á til þessa. Inn- flytjendum var gert að skyldu að senda verðlagsstjór afrit af verðútreikningi sérhverrar vöru sendingar. Með þessu eru allar innfluttar vörur raunverulega settar undir hámarksákvæði að því er verzlun með þær í heild- sölu snertir, því að verðlags- stjóri gerir athugasemd við þá verðútreikninga, sem sýna hærri álagningu en hæfilegt er talið, og hafa innflytjendur ávallt á- kveðið verð með tilliti til þess. Þá var heildverzlunum gert að skyldu.að senda verðlagsstjóra afrit af öllum sölunótum, og smásalar voru skyldaðir til að senda mánaðarlega skýrslu um innkaup sín hjá heildsölum. Reglur um verðlagningu vara voru endurskoðaðar og gerðar ákveðnari og hagkvæmari en þær voru áður. Til þess að efla eftirlitið utan Reykjavíkur, var landinu skipt í 9 verðlagssvæði og eftirlitsmaður skipaður fyrir hvert þeirra. — Á árinu var sett hámarksálagning á eftirtaldar vörur, sem hámarksákvæði höfðu ekki gilt um: Á rafmagns vörur alls konar, niðursuðuvör- ur, mótora, og á viðgerðarefni (og varahluti) bifreiðaverk- stæða, skipasmíðastöðva og dráttarbrauta. Hámarksverð var ákveðið á eftirtöldum vörum: Á vissunT innlendum rafmagns- tækjum, laxi, amboðum, inn- lendum olíufatnaði, ölföngum og rjúpum, og ennfremur á bensíni, ijósaolíu og hráolíu. Hámarksverð var sett á þjón- ustu þessara aðila: Bifreiðaverk stæða, skipasmíðastöðva, drátt- arbrauta, veitingahúsa, mat- selja, klæðskera, braðsauma- stofa, kjólasaumastofa, skó- smíða, hárgreiðslustofa, rakara og múrara. Hin síðast töldu á- kvæði náðu aðeins til múrvinnu, og féllu Iþau niður samkvæmt og féllu þau niður samkvæm dómsúrskurði. í öllum þeim til- fellum ,er hámarksókvæði voru sett á vöru eða þjónustu, var á- lagning eða verð lækkað frá því, sem verið hafði og /ar lækkunin oftast veruleg. — í desember fyrirskipaði Við- skal að styrjöldinni lokinní. Og vissulega blandast engum hugur um það, að ýmsar breyt- ingar fara í hönd, jafnt í stjórnmálum sem á öðrum sviðum. Það eru til dæmis litlar líkur á því, að hinn. fjöl- menni kjósendahópur, sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokkn- um að málum, sætti sig við það miklu lengur en orðið er, að Ijá brautargengi þeirri fámennu í- haldsklíku, sem nú hefur allt ráð Sjálfstæðisflokksins í hendi sér. Þar má vænta þeirrar riðl unar í flokkaskiptingunni, sem Vísir talar um. lankans 1943 skiptaráð allmikla lækkun á út- söluverði bóka, er komið hefðu út eftir 1. október 1943, og mælti svo fyrir, að verð á bók- um skyldi háð samþykki verð- lagsstjóra. Sölulaun bóksala. höfðu verið 25% af útsöluverði bóka, en nú ákvað Viðskiptaráð, áð bókaútgefendum væri ekki skylt að greiða bóksölum hærri sölulaun en 20% af bókaverði. — Breytingar voru gerðar á eldri ákvæðum, t. d. var álagn- ing lækkuð nokkuð á vefnaðar vöru og skófatnaði. Hámarksá- lagningin á skömmtunarvöruöK hélzt óbreytt á árinu. — Þegar farmgjöld í Ameríkusiglingum voru hækkuð í maí 1943, var inntflytjendum bannað að reikna álagningu á hækkun- ina, og skömmu síðar voru á- kveðnir nýir álagningarstigar, sem tóku tillit til þessarar breyt ingar. — Þar sem í gildi er baim við hækkun flestra vörutegunda og annarra verðmæta, fær verð- lagsstjóri fjölmargar beiðnir um leyfi til þess að hækka verð. Er þá að aflokinni athugun kveðinn upp úrskurður um synj un eða um leyfi til verðhækk- unar. Hefir þannig verið ákveð- ið hámarksverð á mörgum iðn- aðarvörum og fleiru, þótt eng- in tilkynning hafi um það verið birt. — Um haustið var ákveðið með lögum, að meðan verðlag það á innlendum afurðum gild- ir, sem samkomulag varð um í Landbúnaðarvísitölunefnd, skuli útsöluverð þeirra vara, sem Mjólkurverðlagsnefnd og Kjöt- verðlagsnefnd ákveða verð á, vera háð samþykki Viðskipta- ráðs. Við ákvörðun útsöluverðs skal miðað við það verð til bænda, sem Landbúnaðarvísi- tölunefnd ákvað, að viðbættum óhjákvæmilegum kostnaði. I lögum um innflutning og gjaldeyrismeðferð, sem áður er getið, var svo ákveðið, að Við- skiptaráð skyldi fara með skömmtunarmál, en dagleg stjórn Skömmtunarskrifstofu ríkisins er eins og áður í hönd- um stjórnskipaðs formanns hennar. - Matvælaskammtarnir voru lainir sömu og árið áður, að öðru leyti en því, að kaffi- skammturinn var frá 1. apríl hækkaður úr 350 gr. í 400 gr. á mánuði og frá 1. júlí 500 gr. — Hinn 18. febrúar 1943 gaf Atvinnumálaráðuneytið út reglu gerð um skömmtun á bensíni. Voru bifreiðar flokkaðar eftir stærð og notkun og skammtur ákveðinn fyrir hvern flokk. Frá 1. maí voru skammtarnir auknir lítið eitt, en frá L september voru þeir aftur lækkaðir. •— Með reglugerð Viðskipamála- ráðuneytisins 10. marz 1943 var tekin upp skömmtun á hjólbörð um og slöngum til bifreiða. Skyldi sala á þessum vÖruna aSeins fara fram gegn innkaups leyfi frá bifreiðaeftirlitsmönn- um, er skyldu fullvissa sig um það, að umsækjendur ættu ekld nothæfa hjólbarða eða slöngur. Engum skyldi þó úthlutað meír á ári en 4 hjólbarðar og 3 slöng ur, þegar um vörubifreið, séi- leyfis- eða leigubHreið væri. að ræða, en 2 hjólbarlar og 1 slangager um einkabi íð vseri. að ræða. Framan af árinu var sala þessara vörutegunda í hönd um skilanefndar Bifreiðaeinka- sölu ríkisins, en í júní var hún fengin í hendur aðilum, er vorti' til þess löggiltir af Viðskipta- ráði. — Hinn 21. maí 1943 gaf Viðskiptaráðuneytið út reglu- gerð um skömmtun á gúmmí- stígvélum karlmanna (nr. 7 og stærri). Skyldi sú vara aðeins fást keypt gegn innkaupsleyfi, er gefið væri út af skömmtun- aryfirvaldi hvers kaupstaðar eða hrepps til þeirra einna, er þyrftu nauðsynlega á gúmmí: stígvélum að 'halda vegna at- vinnu sinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.